Alþingi

Alþingi

Fréttir af löggjafarþingi Íslendinga, þingmönnum og fleiri tengdum málum.

Fréttamynd

Óttast að Evrópu­för ríkis­stjórnarinnar endi sem bjölluat

Lilja Alfreðsdóttir varaformaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi ráðherra vill að flokksþingi Framsóknarflokksins verði flýtt og útilokar ekki að að hún bjóði sig fram til formanns. Þrátt fyrir stórt fylgistap bjóði staða flokksins upp á tækifæri í þeim miklu breytingum sem væru að eiga sér stað í innaríkis- og utanríkismálum. Þá óttast hún að ný aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu endi sem bjölluat og ferlið reynast nýrri ríkisstjórn fjötur um fót.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Segir Sjálf­stæðis­menn hyggja á setu­verk­fall verði þeim vísað á dyr

Samfylkingin hefur óskað eftir því að fá úthlutað stærsta þingflokksherberginu í Alþingishúsinu – herbergi sem hefur hýst þingflokk Sjálfstæðisflokksins í 84 ár. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir kröfuna fáránlega enda fullkomlega óþarfa, auk þess að þingflokksherbergið hefur sögulegt og tilfinningalegt gildi fyrir Sjálfstæðisflokkinn.

Innlent
Fréttamynd

Ís­land ver mest Evrópu­þjóða í leik­skóla

Ísland ver hæstu hlutfalli vergrar landsframleiðslu til leikskólastigsins meðal Evrópuþjóða. Flest Evrópuríki glíma við erfiðleika við að manna leikskólastigið með hæfu starfsfólki, þar á meðal Ísland.

Innlent
Fréttamynd

Styrkjamálið hefur engin á­hrif á ríkis­stjórnar­sam­starfið

Formaður Flokks fólksins segir það ekki hafa nokkur áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið að fjármálaráðherra samstarfsflokksins þurfi að skera úr um hvort að endurgreiða þurfi ríkisstyrki. Hann segir að reynt sé að draga fram „tittlingaskít“ til að kasta rýrð á samstarfið.

Innlent
Fréttamynd

Inga iðrast og biðst af­sökunar á sím­tali

Inga Sæland félagsmálaráðherra iðrast símtals sem hún átti við skólameistara Borgarholtsskóla og biðst afsökunar á því. Hún segist hvatvís að eðlisfari en verði að átta sig á nýrri stöðu sem ráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Pawel stýrir utan­ríkis­mála­nefnd

Pawel Bartoszek verður tilnefndur til formennsku í utanríkismálanefnd Alþingis þegar þing kemur saman. Skipan í fastanefndir þingsins er langt komin en þing kemur saman þriðjudaginn 4. febrúar næstkomandi.

Innlent
Fréttamynd

Siðapostuli

Konan var kosin á þing vegna þess að hún sagðist ætla að tryggja öllum tiltekin lágmarkslaun. Fólkið kaus hana í auðgunarskyni. Allir hefðu átt að vita að loforðið var blekking, því ekki var hægt að efna það. Þetta hefur nú komið í ljós svo hún er „fallin frá“ loforðinu.

Skoðun
Fréttamynd

Styrkir til Flokks fólksins

Að gefnu tilefni er rétt að taka fram að framlög úr ríkissjóði til stjórnmálaflokka byggjast á lögum um starfsemi stjórnmálasamtaka nr. 162/2006. Á II. kafla þessara laga voru gerðar breytingar með lögum nr. 109/2021, þar sem fjallað er um „Framlög ríkis og sveitarfélaga til stjórnmálastarfsemi.“ Þar er gerð grein fyrir skilyrðum þess að stjórnmálaflokkar fái úthlutað fé úr ríkissjóði og frá sveitarfélögum.

Skoðun
Fréttamynd

Ellert B. Schram er fallinn frá

Ellert B. Schram, fyrrverandi alþingismaður, ritstjóri, rithöfundur og einhver glæsilegasti íþróttamaður sem Ísland hefur alið, er fallinn frá 85 ára að aldri.

Innlent
Fréttamynd

Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing

Borgarráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt beiðni Eiríks Björns Björgvinssonar, nýs þingmanns Viðreisnar, um tímabundið leyfi frá störfum hans sem sviðsstjóri menningar- og íþróttasviðs borgarinnar. Samþykkt var að veita honum leyfi í allt að fimm ár.

Innlent
Fréttamynd

Þór­dís Kol­brún gefur ekki kost á sér

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir hefur tilkynnt að hún gefi ekki kost á sér í embætti formanns Sjálfstæðisflokks á komandi landsfundi. Hún sækist ekki heldur eftir varaformannssætinu áfram.

Innlent