Alþingi

Alþingi

Fréttir af löggjafarþingi Íslendinga, þingmönnum og fleiri tengdum málum.

Fréttamynd

Fögnuðu samstarfinu með skúffuköku og sörum

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra skar kökusneiðar og rétti kollegum sínum þegar ráðherrar úr röðum Vinstri grænna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins fögnuðu eins árs samstarfi flokkanna í ríkisstjórn. Flokkarnir náðu saman um samstarf og kynntu fyrir ári.

Innlent
Fréttamynd

Gunnar Bragi segir engan þurfa að segja af sér

Þingflokksformaður Miðflokksins sér ekki ástæðu til þess að hann og aðrir verði að segja af sér þingmennsku vegna ummæla sinna um einstakar þingkonur þótt orðbrgað þeirra hafi verið þeim öllum til minnkunar.

Innlent
Fréttamynd

Forsætisráðherra segir ummæli Miðflokksmanna dapurleg

Forsætisráðherra segir dapurlegt að skynja þau viðhorf sem fram komi í ummælum þingmanna Miðflokksins þegar varla sé liðið ár frá upphafi MeToo-umræðunnar þar sem konur í stjórnmálum meðal annarra stigu fram og greindu frá reynslu sinni.

Innlent
Fréttamynd

„Maður veit eiginlega ekki hvar mörkin liggja hérna“

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir að þeir þingmenn sem heyrast tala með niðrandi hætti um kollega sína á þingi á upptökum af Klaustur Bar fyrr í mánuðinum ættu virkilega að skoða hug sinn gagnvart því að segja af sér þingmennsku.

Innlent
Fréttamynd

Berg­þór biðst af­sökunar

Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, segir að svo virðist sem hann hafi notað orðfæri honum framandi á hótelbar í liðinni viku.

Innlent