„Ég ætla ekkert inn í rifrildi á þessum forsendum við þessa menn“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. janúar 2019 10:56 Steingrímur J. Sigfússon þingforseti ræddi ásakanir Miðflokksmanna í Bítinu í morgun. Vísir/Vilhelm Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis segist ekki ætla að láta draga sig inn í rifrildi við Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Miðflokksins og aðra þingmenn flokksins, sem deilt hafa hart á þingforsetann undanfarna daga. Þetta kom fram í málið Steingríms í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann ræddi ásakanir Miðflokksmanna í sinn garð vegna meðferðar þingsins á Klaustursmálinu svokallaða, þar sem þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins eiga í hlut. Sigmundur Davíð hefur í vikunni sakað Steingrím um að vera í „prívat herferð“ gegn sér. Þá sagði hann Steingrím hafa brotið þingskaparlög með tillögu sinni um að kjósa sérstaka forsætisnefnd til að fjalla um Klaustursmálið, þar sem forsætisnefnd er öll vanhæf til að fjalla um málið. Tillaga Steingríms, sem byggði á 94, grein þingskaparlaga um afbrigði, var samþykkt á þinginu í fyrradag með 45 atkvæðum gegn níu. Í kjölfarið sökuðu þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins Steingrím um valdníðslu og lögbrot.Löglegt og alvenjulegt Steingrímur sagðist aðspurður ekki ætla að láta draga sig inn í neinn leðjuslag um málið en hann hafði lesið umfjöllun um ásakanirnar í fjölmiðlum, og auðvitað setið undir þeim á þinginu. „Ég ætla ekkert inn í rifrildi á þessum forsendum við þessa menn, hvorki Sigmund Davíð né aðra þá sem í hlut áttu,“ sagði Steingrímur. Þá hafi breið samstaða verið um tillögu hans á Alþingi og þá liggi fyrir að engin lög hafi verið brotin. „[…] hafið yfir allan vafa að þetta er löglegt, alvenjulegt. Afbrigðin eru mjög mikilvægur þáttur í sjálfstæði þingsins. Þetta er jú líka löggjafinn sem er að taka þá ákvarðanir, og afbrigðum er oft beitt m.a. til að kjósa ekki í fastanefndir eins og við gerðum 2016 við þær óvenjulegu aðstæður að þing kom saman og ekki var búið að mynda meirihluta.“ Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmenn Miðflokksins sem hafa verið í leyfi frá þingstörfum síðan í desember vegna Klaustursmálsins, tilkynntu báðir um endurkomu sína á Alþingi í morgun en þá hafði Steingrímur þegar komið í viðtal í Bítinu. Gunnar Bragi sagði til að mynda í tilkynningu sinni að hann hygðist snúa aftur á þing til að svara fyrir sig, m.a. vegna „framgöngu forseta Alþingis að undanförnu.“Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Steingrím í heild sinni. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Sökuðu forseta Alþingis um valdníðslu og lögbrot Alþingi kaus í dag tvo nýja varaforseta tímabundið til að fara með Klaustursmálið svokallaða þar sem forsætisnefnd þingsins hafði lýst sig vanhæfa til að fara með málið. 22. janúar 2019 15:06 Bergþóri og Gunnari Braga rennur blóðið til skyldunnar og snúa aftur á Alþingi í dag Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmenn Miðflokksins, snúa aftur á Alþingi í dag þar sem þingfundur hefst klukkan 10:30. 24. janúar 2019 09:56 Segir Steingrím J. Sigfússon einhvern mesta popúlista íslenskra stjórnmála Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að viðhorf Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis og þingmanns Vinstri grænna, í sinn garð sé vel þekkt. Það þýði samt ekki forseti þingsins geti nú leyft sér það að nota aðstöðu sína í einhverja prívat herferð gegn Sigmundi Davíð. 22. janúar 2019 10:45 Bergþór ætlar ekki að segja af sér Boðar endurkomu á þing. 24. janúar 2019 07:37 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis segist ekki ætla að láta draga sig inn í rifrildi við Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Miðflokksins og aðra þingmenn flokksins, sem deilt hafa hart á þingforsetann undanfarna daga. Þetta kom fram í málið Steingríms í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann ræddi ásakanir Miðflokksmanna í sinn garð vegna meðferðar þingsins á Klaustursmálinu svokallaða, þar sem þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins eiga í hlut. Sigmundur Davíð hefur í vikunni sakað Steingrím um að vera í „prívat herferð“ gegn sér. Þá sagði hann Steingrím hafa brotið þingskaparlög með tillögu sinni um að kjósa sérstaka forsætisnefnd til að fjalla um Klaustursmálið, þar sem forsætisnefnd er öll vanhæf til að fjalla um málið. Tillaga Steingríms, sem byggði á 94, grein þingskaparlaga um afbrigði, var samþykkt á þinginu í fyrradag með 45 atkvæðum gegn níu. Í kjölfarið sökuðu þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins Steingrím um valdníðslu og lögbrot.Löglegt og alvenjulegt Steingrímur sagðist aðspurður ekki ætla að láta draga sig inn í neinn leðjuslag um málið en hann hafði lesið umfjöllun um ásakanirnar í fjölmiðlum, og auðvitað setið undir þeim á þinginu. „Ég ætla ekkert inn í rifrildi á þessum forsendum við þessa menn, hvorki Sigmund Davíð né aðra þá sem í hlut áttu,“ sagði Steingrímur. Þá hafi breið samstaða verið um tillögu hans á Alþingi og þá liggi fyrir að engin lög hafi verið brotin. „[…] hafið yfir allan vafa að þetta er löglegt, alvenjulegt. Afbrigðin eru mjög mikilvægur þáttur í sjálfstæði þingsins. Þetta er jú líka löggjafinn sem er að taka þá ákvarðanir, og afbrigðum er oft beitt m.a. til að kjósa ekki í fastanefndir eins og við gerðum 2016 við þær óvenjulegu aðstæður að þing kom saman og ekki var búið að mynda meirihluta.“ Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmenn Miðflokksins sem hafa verið í leyfi frá þingstörfum síðan í desember vegna Klaustursmálsins, tilkynntu báðir um endurkomu sína á Alþingi í morgun en þá hafði Steingrímur þegar komið í viðtal í Bítinu. Gunnar Bragi sagði til að mynda í tilkynningu sinni að hann hygðist snúa aftur á þing til að svara fyrir sig, m.a. vegna „framgöngu forseta Alþingis að undanförnu.“Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Steingrím í heild sinni.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Sökuðu forseta Alþingis um valdníðslu og lögbrot Alþingi kaus í dag tvo nýja varaforseta tímabundið til að fara með Klaustursmálið svokallaða þar sem forsætisnefnd þingsins hafði lýst sig vanhæfa til að fara með málið. 22. janúar 2019 15:06 Bergþóri og Gunnari Braga rennur blóðið til skyldunnar og snúa aftur á Alþingi í dag Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmenn Miðflokksins, snúa aftur á Alþingi í dag þar sem þingfundur hefst klukkan 10:30. 24. janúar 2019 09:56 Segir Steingrím J. Sigfússon einhvern mesta popúlista íslenskra stjórnmála Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að viðhorf Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis og þingmanns Vinstri grænna, í sinn garð sé vel þekkt. Það þýði samt ekki forseti þingsins geti nú leyft sér það að nota aðstöðu sína í einhverja prívat herferð gegn Sigmundi Davíð. 22. janúar 2019 10:45 Bergþór ætlar ekki að segja af sér Boðar endurkomu á þing. 24. janúar 2019 07:37 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Sökuðu forseta Alþingis um valdníðslu og lögbrot Alþingi kaus í dag tvo nýja varaforseta tímabundið til að fara með Klaustursmálið svokallaða þar sem forsætisnefnd þingsins hafði lýst sig vanhæfa til að fara með málið. 22. janúar 2019 15:06
Bergþóri og Gunnari Braga rennur blóðið til skyldunnar og snúa aftur á Alþingi í dag Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmenn Miðflokksins, snúa aftur á Alþingi í dag þar sem þingfundur hefst klukkan 10:30. 24. janúar 2019 09:56
Segir Steingrím J. Sigfússon einhvern mesta popúlista íslenskra stjórnmála Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að viðhorf Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis og þingmanns Vinstri grænna, í sinn garð sé vel þekkt. Það þýði samt ekki forseti þingsins geti nú leyft sér það að nota aðstöðu sína í einhverja prívat herferð gegn Sigmundi Davíð. 22. janúar 2019 10:45
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent