Alþingi

Alþingi

Fréttir af löggjafarþingi Íslendinga, þingmönnum og fleiri tengdum málum.

Fréttamynd

„Úff, hvar á ég að byrja?“

Verðandi þingmaður Pírata undirbýr sig af kappi fyrir þingsetuna í haust með lestri á Rannsóknarskýrslu Alþingis. Í mörg horn þarf að líta í íslensku samfélagi að sögn Ástu Guðrúnar Helgadóttur.

Innlent
Fréttamynd

Telur laxastofninn í Þjórsá ekki í hættu

Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar telur lífríki Þjórsár ekki stefnt í hættu með Hvammsvirkjun og þær mótvægisaðgerðir sem ráðist verði í vegna virkjunarinnar muni vernda stofninn.

Innlent
Fréttamynd

Umhverfismat á Hvammsvirkjun hefur aldrei farið fram

Raunverulegt mat á umhverfisáhrifum Hvammsvirkjunar eins og núgildandi lög kveða á um hefur aldrei farið fram. Árið 2003 voru teknar saman upplýsingar sem hefðu getað nýst í sameiginlegt umhverfismat á þremur virkjunarframkvæmdum í neðri hluta Þjórsár, þ.e. Hvammsvirkjun, Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun. Þær upplýsingar gilda ekki sem umhverfismat vegna allt annarrar framkvæmdar árið 2015.

Skoðun
Fréttamynd

Sjálfshjálparpróf í stjórnmálum

Traust er það sem við þráum í samfélagsumræðunni þessi misserin. Gott og vel, en hvað með sjálfstraust? Þekkir þú – hinn almenni kjósandi – grundvallarafstöðu þína? Hér er próf um nokkur stórmál (og stigagjöf fylgir á eftir). Hversu mörg eru já-in hjá þér?

Skoðun
Fréttamynd

Ef nýja stjórnarskráin…

Sextán repúblikanar sækjast nú eftir að verða forseti Bandaríkjanna í kosningum 2016, fleiri en nokkru sinni fyrr. Tíðarandinn virðist efla sjálfsálit frambjóðenda. Þetta kemur þó ekki að sök þar eð stjórnskipun Bandaríkjanna tryggir að forseti getur enginn orðið í reynd nema hann hafi meiri hluta kjósenda eða a.m.k. mikinn hluta þeirra að baki sér. Þessi trygging hefur haldið frá öndverðu með tiltölulega fáum undantekningum.

Skoðun
Fréttamynd

Gamlar minjar eða nýjar minjar

Það er ekki hægt að halda í fortíðina nema að litlu leyti. Alls ekki í lífið sjálft, en stundum í umhverfið. Við þurfum að halda í umhverfið svo við missum ekki fótanna í öllum nýjungunum. Ef við gerum það ekki erum við öll eins og nýbúar með lítið eða rofið tengslanet.

Skoðun
Fréttamynd

Margspáð fjölgun

Ragnheiður Elín Árnadóttir er ráðherra ferðamála og hefur verið síðan í júní 2013. Óhætt er að segja að um spennandi málaflokk sé að ræða, æ fleiri ferðamenn sækja Ísland heim og þjóðarbúið fær síauknar tekjur frá þeim gestum. Það er því uppgangur í ferðaþjónustu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Enn af verðofbeldi

Í ljósi þess að miklir hagsmunir samkeppnisaðila Mjólkursamsölunnar annars vegar og neytenda hins vegar eru í húfi fer ég fram á að Verðlagsnefnd búvara endurskoði verðlagningu sína frá 17. júlí 2015 og lækki heildsöluverð á ópakkaðri mjólk um minnst 10 krónur á lítrann.

Skoðun
Fréttamynd

32.000 manna fólksflutningar

Ísland mun taka við 50 flóttamönnum á næstu tveimur árum sem er hlutfallslega á við skuldbindingar Þýskalands og Frakklands. Félagsmálaráðherra segir ákvörðunina gerða með fyrirvara um samþykki Alþingis.

Innlent