Framsókn sýndi frá ræðu Sigmundar Davíðs en klippti á Sigurð Inga Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. október 2016 13:30 Frá flokksþinginu í dag. vísir/ernir Framsóknarflokkurinn var með beina útsendingu á vefnum frá flokksþinginu sem hófst í dag. Útsendingin varði þó ekki lengi þó að fundurinn sjálfur standi í tvo daga. Það var nefnilega aðeins sýnt beint frá ræðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns flokksins en þegar hann hafði lokið máli sínu lauk útsendingunni líka. Á eftir Sigmundi Davíð kom forsætisráðherra og varaformaður flokksins, Sigurður Ingi Jóhannsson, í pontu en þá hafði verið lokað fyrir beinu útsendinguna. Í pósti til fjölmiðla sem Jóhannes Þór Skúlason aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs kom fram að streymt yrði frá ræðu formannsins og ráðherra Framsóknarflokksins. Mikil spenna er innan Framsóknarflokksins vegna komandi formannskjörs á morgun en þar eru þeir tveir í framboði, Sigmundur Davíð og Sigurður Ingi. Nokkur styr stóð um dagskrá flokksþingsins í vikunni en í drögum þess var ekki gert ráð fyrir ræðu forsætisráðherra. Dagskránni var síðan breytt í gær og þar settar inn ræður ráðherra flokksins, þar með talin ræða Sigurðar Inga. Í ræðu sinni í dag skaut Sigurður Ingi nokkuð fast á Sigmund Davíð þó að hann nefndi formanninn aldrei á nafn. Hann sagði það til dæmis ekki í anda Framsóknarflokksins að formaðurinn ákvæði það einhliða að forsætisráðherra fengi aðeins 15 mínútur til að fara yfir störf ríkisstjórnarinnar síðustu sex mánuði.Vísir streymdi frá fundinum hér. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Baðst afsökunar á því að vera ekki í tengslum við Framsóknarmenn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins ávarpaði flokksþings Framsóknar í Háskólabíói í morgun. Klukkan rúmlega 11 hóf hann ræðu sína en í henni fór hann um víðan völl. 1. október 2016 11:58 Sigurður Ingi skaut á Sigmund Davíð: „Missi maður traust má telja fullvíst að manns eigin breytni leiddi til þess“ Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins sagði það ekki í anda Framsóknarflokksins að honum hafi einungis verið úthlutað 15 mínútum í ræðutíma á flokksþingi Framsóknar í dag. 1. október 2016 12:52 Bein útsending: Flokksþing Framsóknar Flokksþing Framsóknarflokksins hófst í morgun í Háskólabíói. 1. október 2016 10:56 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Sjá meira
Framsóknarflokkurinn var með beina útsendingu á vefnum frá flokksþinginu sem hófst í dag. Útsendingin varði þó ekki lengi þó að fundurinn sjálfur standi í tvo daga. Það var nefnilega aðeins sýnt beint frá ræðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns flokksins en þegar hann hafði lokið máli sínu lauk útsendingunni líka. Á eftir Sigmundi Davíð kom forsætisráðherra og varaformaður flokksins, Sigurður Ingi Jóhannsson, í pontu en þá hafði verið lokað fyrir beinu útsendinguna. Í pósti til fjölmiðla sem Jóhannes Þór Skúlason aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs kom fram að streymt yrði frá ræðu formannsins og ráðherra Framsóknarflokksins. Mikil spenna er innan Framsóknarflokksins vegna komandi formannskjörs á morgun en þar eru þeir tveir í framboði, Sigmundur Davíð og Sigurður Ingi. Nokkur styr stóð um dagskrá flokksþingsins í vikunni en í drögum þess var ekki gert ráð fyrir ræðu forsætisráðherra. Dagskránni var síðan breytt í gær og þar settar inn ræður ráðherra flokksins, þar með talin ræða Sigurðar Inga. Í ræðu sinni í dag skaut Sigurður Ingi nokkuð fast á Sigmund Davíð þó að hann nefndi formanninn aldrei á nafn. Hann sagði það til dæmis ekki í anda Framsóknarflokksins að formaðurinn ákvæði það einhliða að forsætisráðherra fengi aðeins 15 mínútur til að fara yfir störf ríkisstjórnarinnar síðustu sex mánuði.Vísir streymdi frá fundinum hér.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Baðst afsökunar á því að vera ekki í tengslum við Framsóknarmenn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins ávarpaði flokksþings Framsóknar í Háskólabíói í morgun. Klukkan rúmlega 11 hóf hann ræðu sína en í henni fór hann um víðan völl. 1. október 2016 11:58 Sigurður Ingi skaut á Sigmund Davíð: „Missi maður traust má telja fullvíst að manns eigin breytni leiddi til þess“ Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins sagði það ekki í anda Framsóknarflokksins að honum hafi einungis verið úthlutað 15 mínútum í ræðutíma á flokksþingi Framsóknar í dag. 1. október 2016 12:52 Bein útsending: Flokksþing Framsóknar Flokksþing Framsóknarflokksins hófst í morgun í Háskólabíói. 1. október 2016 10:56 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Sjá meira
Baðst afsökunar á því að vera ekki í tengslum við Framsóknarmenn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins ávarpaði flokksþings Framsóknar í Háskólabíói í morgun. Klukkan rúmlega 11 hóf hann ræðu sína en í henni fór hann um víðan völl. 1. október 2016 11:58
Sigurður Ingi skaut á Sigmund Davíð: „Missi maður traust má telja fullvíst að manns eigin breytni leiddi til þess“ Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins sagði það ekki í anda Framsóknarflokksins að honum hafi einungis verið úthlutað 15 mínútum í ræðutíma á flokksþingi Framsóknar í dag. 1. október 2016 12:52
Bein útsending: Flokksþing Framsóknar Flokksþing Framsóknarflokksins hófst í morgun í Háskólabíói. 1. október 2016 10:56