Ris bullunnar Vinsælustu brandarar allra tíma virðast fela í sér skilgreiningar á muninum á körlum og konum. Þið vitið, sniðugheit á borð við: Ef þú spyrð konu til vegar þá segir hún þér hvaða verslanir eru á leiðinni, ef þú spyrð karlmann til vegar þá miðar hann við krárnar. Bakþankar 14. ágúst 2007 04:00
Kurteisari en flugfreyjur? ÚR því að frelsið virðist lúta viðskiptalögmálum er eðlilegt að maður spyrji hvort önnur lögmál gildi um það líka. Á það til dæmis við um frelsið sem gildir um svo margt annað - að það sem ekki er notað er tekið frá manni? „Use it or loose it" er það kallað á ensku. Bakþankar 13. ágúst 2007 05:30
Billjónsdagbók 12.8. OMXI15 var 8.280,24, þegar ég setti upp nýju 55.000 króna hlaupaskóna með metangashælpúðum og títaniljafjöðrun, og Nasdaq var 2.547,33 þegar ég hafði hlaupið tíu kílómetra og fannst ég jafnnálægt hruni og friðuðu grásleppuhjallarnir við Ægisíðu. Ég staulaðist niður í fjöru og tók pásu á bak við stein. Púlsinn var 178. Bakþankar 12. ágúst 2007 00:01
Gangan Að öllum líkindum munu nokkrir tugir þúsunda Íslendinga halda niður í miðbæ í dag og taka þátt í hátíð homma og lesbía, ganga í skrúðgöngu niður Laugaveginn eða standa á gangstéttinni og fylgjast með. Ég sjálfur hyggst ekki ganga í þetta skiptið, enda er ég dálítið brenndur af þeirri reynslu, satt að segja. Bakþankar 11. ágúst 2007 00:01
Duglegur Ein lífseigasta mýtan um Íslendinga (sem enginn heldur reyndar fram nema við sjálf) er sú að þeir séu allra þjóða duglegastir. Rökin eru yfirleitt á þá leið að augljóst sé að aðeins harðgert úrvalsfólk hafi getað tórt á þessu harðbýla landi öldum saman og af þeim harðjöxlum séum við komin. Bakþankar 10. ágúst 2007 06:00
Kringlan, 2067 Voðalega er þessi krúttlegur, segir forseti Íslands, Guðrún Lára Dagbjartsdóttir, og veifar ævagömlum gemsa. Hún og forsætisráðherrann, Ari Walczak-Thors, eru mætt til að vera viðstödd þegar tímahylkið í Kringlunni er opnað, 68 árum eftir að það var innsiglað. Bakþankar 9. ágúst 2007 06:45
Jag är döden Íbúar Fårø voru vanir að svara upp í tunglið þegar aðkomufólk spurði hvar Ingmar Bergman byggi. „Annars hefði hann aldrei fengið frið," segir leigubílstjórinn sem ekur mér norður eftir eyjunni. Á svona degi er hægur vandi að átta sig á því hvers vegna leikstjórinn hreiðraði hér um sig. Bakþankar 8. ágúst 2007 00:01
Íslandssaga Breiðavík var næsti áfangastaður. Kirkjan sem reist var af drengjunum sem þar voru geymdir fyrr á öldinnni var læst. Ég leit inn um rauðlitað glerið og virti fyrir mér kvalasvip Krists á altaristöflunni áður en við grilluðum á hvítri ströndinni. Bakþankar 7. ágúst 2007 00:01
Dýr hraði Nú er ég einn af þessum ökumönnum sem keyra vanalega eins og englar, þó ég segi sjálfur frá, og gæti þess iðulega að keyra ekki of hratt enda er ég ósköp sjaldan á hraðferð, þannig séð, og liggur afskaplega lítið á. Bakþankar 4. ágúst 2007 07:00
Í gettóinu Þegar ég var þrettán upphófst hryðjuverkafaraldur í skólanum mínum, flugeldar voru sprengdir í klósettum og ruslafötum. Skólastjórinn gekk í bekki með sundurtætta ruslatunnu undir hendinni og einkennisklæddan lögregluþjón undir hinni, sem sagði að allir yrðu að ,,æxla ábyrgð á eigin gjörðum“. Bakþankar 3. ágúst 2007 00:01
Frjálshyggju ég Nei, nú nenni ég ekki þessari endalausu neikvæðni lengur, að vera eitthvað fúll þótt frábært fólk sé orðið svo ógeðslega ríkt að svokölluðu venjulegu fólki hreinlega blöskri. Ég nenni heldur ekki heimsendaspánum, að allt sé að fara til fjandans út af mengun. Bakþankar 2. ágúst 2007 00:01
Konurnar sex Í þessari viku þegar komandi verslunarmannahelgi bindur endahnútinn á sumarið, er útsvarið sígilt umræðuefni í fjölmiðlum. Annars vegar hversu mikið ríkustu menn hafa greitt eða ekki greitt í skatta og hins vegar hversu illa Samband ungra sjálfstæðismanna kann við að opinber gjöld séu opinber. Bakþankar 1. ágúst 2007 04:00
Dreggjar samræðna Guð blessi munninn á mér. Þessi setning kemur fyrir í skáldsögunni Svartfugl eftir Gunnar Gunnarsson þegar sögupersónu þykir hún hafa sagt of mikið um atburði sem ekki ætti að tjá sig um sakir þekkingarleysis og eðli umræðuefnisins. Bakþankar 31. júlí 2007 06:00
Milljarðamæringaávarpið Þótt Reykjavík sé að mörgu leyti ágæt skortir hér töluvert upp á boðlega aðstöðu fyrir milljarðamæringa. Til dæmis vantar almennilegar hallir. Eina höllin sem stendur undir nafni er Sundhöllin og hún er notuð handa skítugum almenningi að baða sig. Bakþankar 30. júlí 2007 05:30
Biljónsdagbók 29.7.2007 OMXI15 var 9.021,40, þegar ég tékkaði út af Hilton við Park Lane og mundi eftir ættarmótinu, og Dow Jones var 13.567,20 þegar þotan hans Jóa í Víti Energy hóf sig til flugs yfir London. Ég var þarna í fínum selskap með fjórum múltímilljörðum, pólskum, rússneskum og tveimur arabískum sem Jói var að bjóða í mikið sukk og svolitla laxveiði heima á Íslandi. Bakþankar 29. júlí 2007 00:01
Lúkas og Lassie Í samræðu við félaga minn um daginn var mér bent á ákveðna samsvörun milli hundsins Lúkasar og annars hunds sem er talsvert frægari, en gekk í gegnum dálítið svipaðar hremmingar, en það er tíkin Lassie sem vafraði um Skotland og niður til Englands í leit að upphaflegum eiganda sínum, öðlingspilti í Yorkshire, eftir að hafa verið seld til illra manna af fjárhagslegum ástæðum. Bakþankar 28. júlí 2007 00:01
Húslestur Ein af kostulegri reglum Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins eftir að bjórbanninu sleppti var að lengi mátti ekki kaupa bjór í stykkjatali, heldur varð að kaupa að minnsta kosti kippu. Það var sem háttsettir embættismenn hafi óttast að almúgafólk myndi valsa inn í Ríkið, kaupa einn bjór og drekka hann. Bakþankar 27. júlí 2007 07:00
Landsbyggðin og strætó Á Íslandi búa tvær þjóðir. Ef ekki fleiri. Önnur þjóðin græðir á tá og fingri á alls konar rugli sem maður skilur ekkert í og lifir svo hátt að annað eins hefur ekki sést í Íslandssögunni. Bakþankar 26. júlí 2007 05:45
Megavika kirkjunnar Mér fannst gaman að ganga til prestsins. Frásagnirnar voru mér ekki framandi, enda hafði ég sótt sunnudagaskóla í marga vetur. Eftir fermingu hélt ég áfram að velta Guði fyrir mér en aldrei tókst mér samt að finna eirð í mínum beinum í messu. Bakþankar 25. júlí 2007 00:01
Ljóminn í ellinni Fátt hefur vakið með mér óttalegri hugrenningar en frásögn konu af því hvernig barnatrú linaði ótta ömmu hennar eftir að hrörnunarsjúkdómur hafði hrifsað burtu nær allar minningar hennar af lífinu. Konan taldi þetta til marks um það hve sálmar og bænir sem börn lærðu fyrr á tímum gætu komið að gagni síðar meir. Bakþankar 24. júlí 2007 00:01
Að muna ártöl Ef tímatal okkar væri miðað við Miklahvell væri býsna erfitt að setja á sig ártöl úr mannkynssögunni. Til dæmis að muna að Kristur fæddist árið 13699999993 og Múhameð flýði frá Mekka til Medína árið 13699998615 og Ísland varð lýðveldi árið 13999998056. Bakþankar 23. júlí 2007 07:00
Trúarfíkn Í einni af skáldsögum Terrys Pratchetts kemst Dauðinn að þeirri niðurstöðu að lífið sé vanabindandi. Enginn getur hætt eftir fyrsta andardráttinn, sá fyrsti kallar á þann næsta og þannig koll af kolli uns fólk leggur sig í kjánalega framkróka og veður eld og brennistein til þess eins að halda lífi. Bakþankar 22. júlí 2007 07:00
Vínverð Nokkur umræða hefur verið undanfarið um álagningu á léttvín og bjór. Þeir sem kaupa sér slíka vökva úr búð hér á landi eru tilnneyddir til þess að greiða til ríkisins óheyrilega hátt hlutfall af söluverði vörunnar, allt upp í 90%, og eru röksemdirnar fyrir þessu einkum sagðar þær að með því að hafa verðið nógu hátt verði komið í veg fyrir að fólk fari illa út úr viðureigninni við Bakkus. Bakþankar 21. júlí 2007 06:30
Eiturefnaslysið Ég er á gangi í dimmum undirgöngum í Laugardalnum. Það hefur orðið eiturefnaslys í sundlauginni og mengunin hefur breiðst út um dalinn. Í sýrupolli í undirgöngunum liggja þrjú börn á grúfu. Ég tek tvö þeirra upp og legg við öxl mér, rauðir blettir á höfði þeirra. Hið þriðja sýnist mér þegar látið og ég læt það því liggja, en arka af stað með hin tvö í leit að einhverjum sem getur keyrt þau á sjúkrahús og mig heim. Bakþankar 20. júlí 2007 00:01
Um veðrið og verðið Í miðri hitabylgjunni bárust þær fréttir enn einu sinni að Ísland væri dýrasta land í Evrópu. Þýðir það ekki nokkurn veginn að Ísland sé dýrasta land í heimi? Auðvitað nennti ég ekki að spá í þetta frekar en aðrir og bar bara meiri sólarvörn á skallann á mér. Bakþankar 19. júlí 2007 00:01
Strengir Einmitt þegar hver réttlát sál hugsar vart um annað en þorskkvóta og kolefnisjöfnun get ég varla vikið Glitni úr huga mér. Daglega og oft á dag verður mér hugsað til þeirrar ágætu stofnunar. Bakþankar 18. júlí 2007 08:00
Lúkas og sagnahefðin lifa enn Sældarlíf í framandi löndum getur reynt á taugar einfaldra sála. Ég hef ánægju af því að dreypa á góðum vínum en á erfitt með að taka þátt í stásslegum umræðum um blæbrigði þeirra. Bakþankar 17. júlí 2007 08:30
Sauðkindurnútímans Ef manneskja stendur úti á miðri götu og hefur gleymt bílaumferðinni við að taka mynd af Leifi heppna með Hallgrímskirkju í baksýn eru yfirgnæfandi líkur á því að þetta sé svonefndur túristi. Þeirra vegna verða ökumenn að gæta sérstakrar varúðar. Bakþankar 16. júlí 2007 05:30
Biljónsdagbók 15.7.2007 OMXI15 var 8.701,60, þegar heilinn bilaði í sjálfvirku garðsláttuvélinni, og Dow Jones var 13.577,30 þegar vélin var búin að tæta 70 sentímetra skarð í gegnum dalíubeðið og mér tókst loks að stöðva hana mitt inni í rósareitnum sem Mallí var verðlaunuð fyrir á ársþingi Garðyrkjufélagsins í september. Bakþankar 15. júlí 2007 00:01
Þorskur fer Ég heyrði um daginn af stálverksmiðju í Þýskalandi sem um nokkurra áratuga skeið hafði séð nærsveitarmönnum fyrir atvinnu. Einn daginn gerðist það að verksmiðjan var keypt af Kínverjum. Flestir bjuggust við að lítið myndi breytast við þetta, en það var nú aldeilis ekki. Bakþankar 14. júlí 2007 00:01
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun