Sveinar í djúpum dali Félag fjölmiðlakvenna er uggandi vegna uppsagna kvenna á íslenskum fjölmiðlum. Laugardaginn 6. febrúar birti Morgunblaðið ályktun þar sem félagið skorar á stjórnvöld að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að rétta þar hlut kvenna. Bakþankar 15. febrúar 2010 06:00
Sannleikurinn og frelsið Fyrir tuttugu árum, 11. febrúar 1990, var Nelson Mandela látinn laus úr fangelsinu sem hann hafði gist í 27 ár. Foreldrar mínir voru á flugvellinum í Jóhannesarborg þennan dag og lýstu orkunni og gleðinni sem ólgaði allt um kring á strætum og torgum, en líka hvítum hermönnum sem víggirtu flugvöllinn, vopnaðir hríðskotarifflum og schäfer-hundum, birtingarmynd ótta og angistar hvíta minnihlutans sem öldum saman hafði haldið völdum í Suður-Afríku með því að berja, þvinga og kúga meirihluta landsmanna. Bakþankar 12. febrúar 2010 06:00
Börnin og biðlistarnir Það er svo margt sem blessuð kreppan hefur alið af sér bæði jákvætt og neikvætt. Bakþankar 11. febrúar 2010 06:00
Víti stórlaxa og smásíla Það var svolítið skondið að fylgjast með Kastljóssviðtali mánudagskvöldsins, þar sem rökrætt var hvort leyfa ætti opnun spilavítis á Hótel Nordica. Á tímabili vissi ég ekki hvor viðmælendanna hefði Bakþankar 10. febrúar 2010 06:00
Kannski er ég þá strákur Líkamar karls og konu byrja eins hjá fóstri og eru ekkert svo gersamlega frábrugðnir eftir allt saman. Þær endingargóðu staðhæfingar sem gilda enn um kynin verða því enn undarlegri þegar þessi staðreynd er rifjuð upp. Nú hef ég ætíð talið mig „kvenlega" konu ef einhver mögulegur mælikvarði er settur á slíkt. Það er að segja, ég er með sítt hár, mála mig og geng í pilsum. En ef ég kaupi tískublað fyrir konur eins og mig er það alltaf uppfullt af alls kyns rusli sem ég myndi aldrei bjóða neinum upp á að lesa. Gömul og gróin alþjóðleg tímarit eru enn að birta greinar sem fjalla um hvernig maður eigi að fullnægja karlmanni á allan hátt, hvers vegna karlmenn eigi erfitt með að bindast, hvers vegna karlmenn haldi framhjá og hvernig maður eigi að halda í karlmann þegar maður er nú einu sinni búinn að ná í hann. Bakþankar 9. febrúar 2010 06:00
Móralskar armbeygjur John Terry, landsliðsfyrirliði Englands í knattspyrnu, bættist nýverið í ört stækkandi hóp íþróttamanna sem virðast eiga í erfiðleikum með að halda brókunum uppi. „Pabbi ársins“, sem vefur Daddie-tómatsósunnar kaus hann einmitt á síðasta ári, virðist miðað við nýjustu tíðIndi hafa sýnt sömu fyrirhyggju og Tiger félagi hans og haft sveit hjákvenna til taks. Bakþankar 8. febrúar 2010 06:00
Íslenska umræðuhefðin Á miðvikudag mætti Vilhjálmur Egilsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, í dægurmálaútvarp RÚV til að spjalla um breytingar á klukkunni. Tilefnið var að hópur vísindamanna hefur lagt til að klukkunni verði seinkað til samræmis við sólargang. Bakþankar 5. febrúar 2010 06:00
Grunaður um karlrembu Maður fær enga forgjöf lengur á Spáni fyrir það að vera Íslendingur. Það er einn af kostunum við nýja Ísland. Bakþankar 3. febrúar 2010 06:00
Ástarblóm og elskhugar Mér hefur alltaf þótt áhugavert og afhjúpandi að heyra hvaða gælunafn aðrir velja sínum betri helmingi. Vinkona mín ein kallar eiginmann sinn til dæmis ástarblóm. Bakþankar 2. febrúar 2010 06:00
Litla stúlkan með áskriftirnar Á mánudagskvöldið sló sölukona á þráðinn til mín. „Halló!" sagði ég í tólið og hafði varla sleppt orðinu þegar synir mínir þurftu báðir á mér að halda. Það er segin saga að í hvert sinn sem ég fer í símann vilja þeir að ég finni bangsa, bíla eða pleymósjóræningjahandjárn. Bakþankar 1. febrúar 2010 06:00
Alltaf í boltanum Ég geysist inn á leikskóla á slaginu hálffimm núll þrjú, parkera barnavagninum beint fyrir útgönguleiðinni, velti fyrir mér fjölda afa og amma í forstofunni á meðan ég hraðsigli inn á deild og man skyndilega að í dag var afa- og ömmukaffi. Sem ég var náttúrulega búin að steingleyma. Bakþankar 29. janúar 2010 06:00
Hver eru skilaboðin? Á dögunum bárust af því fregnir að ákæruvaldið hefði tekið sig til og kært níu mótmælendur sem ruddust inn á palla Alþingis. Fólkið hafði frammi háreysti og pústrar urðu. Þá var bitið í fingur og gott ef ekki eitt stykki herðablað. Sem sagt, átök urðu og í framhaldi var kært. Allt of algengt í miðbænum, en að þessu sinni var líkamsárás ekki kærð heldur það að ráðast að Alþingi „svo að því eða sjálfstæði þess sé hætta búin", líkt og segir í hegningarlögunum. Bakþankar 28. janúar 2010 06:15
Allt fyrir almenning Ég hef búið í höfuðstaðnum í bráðum 13 ár en ég er landsbyggðarpía að upplagi. Kom til borgarinnar til að mennta mig listum og ílengdist. Ég flutti með allt mitt hafurtask í skottinu á hvítri súbarúbifreið systur minnar eitt haustið og hóf borgarbúskapinn í kjallaraskonsu á Njálsgötunni, ásamt vinkonu. Bakþankar 27. janúar 2010 06:00
Eru ekki allir að djóka? Í síðustu viku var merkileg frétt á vefnum um að nýtt tákn hefði verið fundið upp til að tákna kaldhæðni í tölvusamskiptum. Merkið „Sarc Mark“ er eins konar útgáfa af satanísku @ merki og var búið til af Bandaríkjamönnum sem eiga greinilega erfitt með hugtakið. Fyrirtækið plöggar kaldhæðnistáknið með því að kaldhæðni skiljist ekki á prenti, í msn-samskiptum eða í tölvupósti og geti auðveldlega misskilist af viðtakandanum og bakað manni ómæld vandræði. Þetta er örugglega álíka og svipurinn sem ég fæ svo oft í samræðum við fólk eða fjölmörg spurningarmerki yfir mínum súrrealísku Facebook statusum. Bakþankar 26. janúar 2010 06:00
Greiðslunenna Skömmu áður en góðærið svokallaða náði hæstu hæðum áskotnaðist mér dálítil fjárhæð þannig að ég sá mér fært að kaupa mér nýjan bíl eða öllu heldur ekki eins gamlan og þann síðasta sem ég hafði átt. Þetta var ekki há fjárhæð, kannski ein mánaðarlaun mín á þessum tíma. Það sem var nýtt var að ég var aflögufær um hana alla í einu til annars en brýnustu nauðsynja. Bakþankar 25. janúar 2010 06:00
Júlla Skapofsi Herra Skapofsi hefur verið handtekinn. Handtaka hans staðfestir öfugsnúna heimsmynd okkar: Stórglæpamennirnir ganga lausir á meðan þessir sem leika sér í veggjakrotinu í skjóli nætur hafa verið færðir í tukthúsið. Bakþankar 23. janúar 2010 00:01
Meðvirkni eða ástríðu? Ég hef áður viðrað þá kenningu að hlutskipti stuðningsmanna íslensks íþróttalandsliðs sé ekki ósvipað því að eiga alkóhólískan helgarpabba. Oftar en ekki er hann með allt niðrum sig og þegar maður er við það að missa á honum alla trú tekur hann sig á og verður í einu vetfangi besti pabbi í heimi. Alveg þangað til hann hrasar næst. Leikurinn við Serba á þriðjudag rímar vel við þessa kenningu. Bakþankar 22. janúar 2010 06:00
Aldrei aftur að vera stolt? Þegar ég var bólugrafinn unglingur vaknaði ég eitt sinn með heiftarlega bakþanka og alls ólíkum þeim sem finnast á síðum Fréttablaðsins. Ég hafði verið nærri því að næla í fallegustu skvísuna á ballinu kvöldið áður en skortur á áræðni varð til þess að ég vaknaði með bakþanka en ekki með skvísunni. Bakþankar 20. janúar 2010 06:00
Öll erum við ömurleg Ísland ætti að verða fyrsta land í heimi til að hafa ríkisstjórn eingöngu skipaða konum. Þegar ég rakst á þessa hugmynd á vefsíðu einni, þar sem fólk leggur fram tillögur um hvernig megi bæta lífið í landinu, sá ég strax fyrir mér stórbætt samskipti við útlönd. Bakþankar 19. janúar 2010 06:00
Að tjaldabaki Á sunnudaginn verða 102 ár liðin frá því þær Katrín Magnússon, Bríet Bjarnhéðinsdóttir, Guðrún Björnsdóttir og Þórunn Jónassen settust í bæjarstjórn Reykjavíkur, fyrstar íslenskra kvenna. Kvenfélögin í Reykjavík höfðu tekið höndum saman og boðið fram sérstakan Kvennalista sem var fyrsta sérframboð kvenna á Íslandi. Hann vann stórsigur í kosningunum því hann kom öllum fulltrúum sínum að. Það þurfti sem sagt samstöðu kvenna til að þær fengju loks völd. Ekki hefur velgengni kvenna í pólitík hér á landi alltaf verið jafnmögnuð. Bakþankar 18. janúar 2010 06:00
Reykjavík Beirút Ég elska flugelda. Mér finnst fátt hátíðlegra en að horfa á ljósblóm springa út í marglitri dýrð, eins og einhver bregði pensli á svartan næturhimin með öllum regnbogans litum, sletti listaverkum út í heiminn sem glitra í kapp við stjörnurnar í smástund og hverfa svo sporlaust og lifa hvergi nema í minningunni. Bakþankar 15. janúar 2010 06:00
Stórlaxar og smásíli Ímynd Íslands út á við er ekki svo glæst þessa dagana. Heimspressan keppist við að flytja fréttir af því hversu mikið endemis óreiðufólk við séum í fjármálum og nú ætlum við ekki einu sinni að borga til baka peninga sem okkur voru lánaðir! Bakþankar 14. janúar 2010 06:00
Þrúðgur þrætudraugur Og það er byrjað á ný. Aftur hefur verið tekinn snúningur á Icesave og í hugum margra virðumst við vera komin á byrjunarreit. Nú á víst ekki að borga neitt, eða hvað? Samstaða sem fyrir nokkrum dögum virtist vera fyrir hendi um eitthvert lágmark er horfin út í veður og vind. Bakþankar 13. janúar 2010 06:00
Þar sem lífið er fótbolti Fréttir af skotárás á rútu landsliðs Tógóbúa á föstudag sem varð þremur að bana voru hörmulegar. Ég hafði nú ekki hugsað mér að fylgjast með Afríkubikarnum þar sem fótboltaáhugi minn er minni en enginn en árásin vakti sérstaka athygli mína vegna þeirrar ástæðu að ég sótti Tógó heim fyrir tveimur árum. Bakþankar 12. janúar 2010 06:00
„Þá fæðir þú bara, góða mín“ Reglulega færa fjölmiðlar okkur æsilegar fréttir af sjúkraflutningamönnum sem taka á móti barni. Ég man sérstaklega eftir einni frá 10. áratugnum sem flutt var á annarri hvorri sjónvarpsstöðinni. Bakþankar 11. janúar 2010 06:00
Sannfærðir kirkjugestir Algengur misskilningur kemur gjarnan upp þegar umræðuna um aðskilnað ríkis og kirkju ber á góma. Að þar standi trúleysingjar fremstir í flokki þeirra sem vilja kirkjuna úr ríkisrekstri. Sem trúuð manneskja og fullgildur meðlimur í þjóðkirkjunni er ég viss um að vandamálin sem kirkjan glímir við í dag, doði og trúleysi, gætu kannski farið að leysast að einhverju leyti ef kirkjan tæki þá ákvörðun að hafna framlögum úr ríkiskassanum og kjósa frekar að standa á eigin fótum eins og önnur trúfélög á landinu. Bakþankar 5. janúar 2010 00:01
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun