

Besta deild karla
Leikirnir

Blikar unnið tíu leiki í röð í Lengjubikar karla en engan titil
Annað árið í röð verður keppni ekki kláruð í Lengjubikarnum í fótbolta. Stjórn KSÍ samþykkti á fundi í gær að stöðva keppnina og að Meistarakeppni KSÍ færi ekki fram í ár.

Pepsi Max-deild karla hefst eftir tvær vikur
Pepsi Max-deild karla hefst með leik Íslandsmeistara Vals og ÍA föstudagskvöldið 30. apríl.

Heimir Guðjóns: „Heilt yfir held ég að fótboltinn sé á réttri leið“
Heimir Guðjónsson, þjálfari karlaliðs Vals í fótbolta, segir það fagnaðarefni að Pepsi Max deildin sé loksins að hefjast á ný. Hann segir undirbúninginn hafa verið óhefðbundinn og telur að fótboltinn á Íslandi sé á réttri leið.

Reynslumikill í fótbolta en ungur þjálfari og læri af síðasta tímabili
„Þessi tvö ár hafa verið frábær lærdómur og vonandi heldur ævintýrið bara áfram,“ segir Arnar Gunnlaugsson sem skrifað hefur undir samning um að þjálfa Víking R. áfram næstu þrjú árin.

Arnar með óuppsegjanlegan samning við Víkinga
Knattspyrnuþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson hefur framlengt samning sinn við Víking um að þjálfa karlalið félagsins. Arnar mun samkvæmt samningnum stýra Víkingi næstu þrjú tímabil, eða út tímabilið 2023.

Hefja leik viku síðar
Knattspyrnusamband Íslands hefur staðfest hvenær mót sumarsins hefjast en hefja má æfingar að nýju á morgun eftir hlé vegna samkomutakmarkanna.

Lilja Alfreðsdóttir: „Þetta er mér mikið hjartansmál“
Fyrr í dag var það staðfest að æfingar og keppni í íþróttum yrði leyft á nýjan leik næstkomandi fimmtudag. Skömmu seinna kom tilkynning um að dregin hefði verið til baka sú ákvörðun að banna áhorfendur á íþróttaviðburðum og munu hundrað manns geta komið saman á pöllum íþróttamannvirkja landsins. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra segir þetta mikið fagnaðarefni.

Leyfa áhorfendur á íþróttaviðburðum
Yfirvöld hafa dregið til baka ákvörðun um áhorfendabann á íþróttaleikjum og munu hundrað manns geta komið saman í stúku á leikjum næstu þrjár vikurnar.

Engir áhorfendur leyfðir þegar íþróttir fara af stað á nýjan leik
Áhorfendur verða ekki leyfðir á íþróttaviðburðum þegar íþróttir hér á landi fara af stað á nýjan leik.

Fyrstu fótboltaleikirnir ekki um helgina en fljótlega
Birkir Sveinsson mótastjóri KSÍ vinnur nú að tillögum fyrir stjórn sambandsins um það hvenær Íslandsmótið í fótbolta muni hefjast nú þegar ljóst er að íþróttabanni verður aflétt á fimmtudaginn.

Íþróttir leyfðar að nýju
Æfingar og keppni í íþróttum verður að nýju leyfð á fimmtudag samkvæmt nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra um sóttvarnaaðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins.

Vill tvo leikmenn til viðbótar en ekki tilbúinn að sækja hvern sem er
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu, væri til í að fá tvo leikmenn til viðbótar í lið sitt en vill vanda valið. Þetta kom fram í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 um helgina.

Íslenska deildin ekki hátt skrifuð hjá FIFA-spilurum
Netkosning um hvaða knattspyrnudeildir ættu að vera í FIFA 22, næstu útgáfu knattspyrnutölvuleikjanna vinsælu, stendur nú yfir á vefsíðunni Fifplay. Pepsi Max-deild karla ríður ekki feitum hesti í kosningunum.

Enskur framherji til Fylkis
Fylkismenn hafa bætt nýjum sóknarmanni við leikmannahóp sinn fyrir átökin í Pepsi Max deildinni í sumar.

Stjarnan fær leikmann að láni frá Danmörku
Daninn Magnus Anbo mun leika með Stjörnunni í Pepsi Max-deild karla frá knattspyrnu í sumar. Hann kemur á láni frá danska félaginu AGF.

Keflavík semur við tvo leikmenn fyrir sumarið
Nýliðar Keflavíkur hafa samið við tvo leikmenn um að leika með liðinu í Pepsi Max-deild karla í knattspyrnu í sumar. Annar kemur frá Bandaríkjunum á meðan hinn lék með Kormák/Hvöt í 4. deildinni síðasta sumar.

KA fær reynslumikinn varnarmann frá Serbíu
Knattspyrnudeild KA hefur samið við Dusan Brkovic og mun hann leika með liðinu í Pepsi Max-deildinni í sumar.

Þórður Þorsteinn aftur í raðir Skagamanna
Þórður Þorsteinn Þórðarson, eða einfaldlega ÞÞÞ eins og hann er oft kallaður, er genginn í raðir ÍA á nýjan leik. Mun hann leika með liðinu í Pepsi Max-deild karla í knattspyrnu á næstu leiktíð.

Sævar samdi við Breiðablik en spilar áfram í Breiðholti
Sævar Atli Magnússon, fyrirliði Leiknis R., mun leika með Leiknismönnum í Pepsi Max-deildinni í sumar en að tímabilinu loknu fer hann úr Breiðholtinu í Kópavoginn til Breiðabliks.

FH-ingar í sóttkví vegna smits
Allir leikmenn karlaliðs FH í fótbolta eru komnir í sóttkví eftir að leikmaður liðsins greindist með kórónuveirusmit.

Sigurvin aðstoðar Rúnar
Sigurvin Ólafsson mun taka við af Bjarna Guðjónssyni og aðstoða Rúnar Kristinsson með að þjálfa lið KR í Pepsi Max deild karla.

Stjarnan fær enskan vinstri bakvörð
Stjarnan tilkynnti á Facebook-síðu sinni í dag að félagið hefði sótt enskan vinstri bakvörð að nafni Oscar Borg. Mun hann leika með Stjörnunni í Pepsi Max deildinni í knattspyrnu í sumar.

Algjör samstaða meðal liða í Pepsi Max karla í knattspyrnu að taka upp úrslitakeppni
Félögin í efstu deild karla hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu um framtíðarfyrirkomulag á Pepsi Max deildinni.

Valur fær miðjumann frá liði Ólafs
Danski miðjumaðurinn Christian Køhler er genginn í raðir Íslandsmeistara Vals.

Escobar í Leikni
Spænski blaðamaðurinn Guillermo Arango segir á Twitter-síðu sinni að Andrés Escobar sé genginn í raðir Leiknis.

Fresta leikjum kvöldsins og bíða leiðbeininga um æfingar
Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að nú bíði íþróttasérsamböndin nánari leiðbeininga varðandi æfingar næstu þrjár vikurnar.

Staðfestir að Ingvar sé viðbeinsbrotinn og verði frá í fjórar til sex vikur
Ingvar Jónsson, markvörður Víkinga, mun missa af fyrstu leikjum Pepsi Max-deildar karla í knattspyrnu vegna meiðsla. Ingvar viðbeinsbrotnaði í leik Víkings og Keflavíkur í Lengjubikarnum síðasta föstudag.

Rúnar Páll og Stjörnumenn ekki í sóttkví en slepptu æfingu dagsins
Þrátt fyrir að leikmaður Fylkis sé smitaður og liðið hafi spilað gegn Stjörnunni á föstudagskvöldið eru Stjörnumenn ekki í sóttkví. Þetta staðfesti Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Stjörnunnar.

Gæti misst af fyrstu leikjum tímabilsins eftir að hafa varið vítaspyrnu
Ingvar Jónsson, markvörður Víkings, mun að öllum líkindum missa af fyrstu leikjum Pepsi Max deildarinnar vegna meiðsla sem hann hlaut í leik Víkings gegn Keflavík í 8-liða úrslitum Lengjubikarsins í gærkvöldi.

Árni í Breiðablik
Árni Vilhjálmsson er genginn í raðir Breiðabliks. Þetta staðfesti félagið á heimasíðu sinni í kvöld.