Valsmenn völtuðu yfir Vestra Kristinn Freyr Sigurðsson og Patrick Pedersen skoruðu tvö mörk hvor þegar Valur vann 5-0 sigur á Vestra í fyrsta leik liðanna í Lengjubikarnum í fótbolta á Hlíðarenda í dag. Fótbolti 16. febrúar 2020 13:05
Vilja fresta ákvörðun um fjölgun leikja KSÍ skipaði í lok síðasta árs starfshóp til að skoða mögulegar útfærslur á breyttu keppnisfyrirkomulagi Pepsi Max deildar karla með það í huga að fjölga leikjum í deildinni. Fótbolti 16. febrúar 2020 12:00
Blikar slátruðu Selfossi | Grindavík vann HK Agla María Albertsdóttir skoraði fernu og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir þrennu þegar Breiðablik vann 8-1 sigur á Selfossi í Lengjubikarnum í dag. Hjá körlunum vann 1. deildarlið Grindavíkur sigur á HK, 2-1. Fótbolti 15. febrúar 2020 13:48
Castillion vann mál gegn FH Hollenski framherjinn Geoffrey Castillion leitaði til KSÍ vegna vangreiddra launa frá FH þegar hann var leikmaður félagsins. Fótbolti 15. febrúar 2020 10:48
Hilmar Árni heitur í sigri Stjörnunnar | FH vann Þrótt Hilmar Árni Halldórsson skoraði bæði mörk leiksins þegar Stjarnan vann Fjölni í Lengjubikarnum í fótbolta í kvöld. FH vann Þrótt R., 3-1. Fótbolti 14. febrúar 2020 21:14
Ísak Bergmann kom Norrköping á bragðið með marki frá miðju í 4-2 sigri á Blikum Íslendingar voru á skotskónum hjá báðum liðum þegar sænska úrvalsdeildarfélagið Norrköping vann 4-2 sigur á Pepsi Max deildarliði breiðabliks í æfingarleik í Svíþjóð í dag. Fótbolti 14. febrúar 2020 14:53
Í beinni í dag: Fótbolti í Valencia og Egilshöll | Bestu kylfingarnir mætast Það verður íslenskur, enskur og spænskur fótbolti í beinni útsendingu á íþróttarásum Stöðvar 2 í kvöld auk þess sem sýnt verður beint frá bestu mótaröðunum í golfi. Sport 14. febrúar 2020 06:00
Skelfileg tíðindi fyrir Elfar og KA Elfar Árni Aðalsteinsson og lið hans KA hafa orðið fyrir miklu áfalli en útlit er fyrir að sóknarmaðurinn öflugi, sem skoraði 13 mörk í Pepsi Max deildinni í fótbolta fyrra, sé með slitið krossband í hné. Íslenski boltinn 13. febrúar 2020 19:45
Sportpakkinn: Íslandsmeistarar KR með þrjú mörk á síðustu tíu á Skaganum Íslandsmeistarar KR-inga unnu 4-2 sigur á ÍA í Akraneshöllinni í gær í fyrsta leik liðanna í Lengjubikar karla í knattspyrnu. Arnar Björnsson segir frá leiknum og sýnir mörkin sex sem skoruð voru í gærkvöldi. Íslenski boltinn 13. febrúar 2020 17:00
Í beinni í dag: Stórveldin mætast í Lengjubikarnum Það verður fótbolti og golf í boði í beinni útsendingu á íþróttarásum Stöðvar 2 í kvöld. Sport 12. febrúar 2020 06:00
HK dæmdur ósigur gegn FH og fær 60.000 króna sekt HK tefldi fram ólöglegum leikmanni í leiknum gegn FH í Lengjubikarnum á föstudaginn. Íslenski boltinn 10. febrúar 2020 11:30
Grótta kom til baka fyrir norðan Grótta vann sinn fyrsta leik í A-deild Lengjubikars karla. Íslenski boltinn 8. febrúar 2020 21:22
Yfirlýsing frá KSÍ: Kona og karl sem dæma í móti af sömu erfiðleikagráðu fá þannig sömu laun fyrir verkefnið KSÍ sendi frá sér yfirlýsinu í gær um launakjör dómara á Íslandi. Í yfirlýsingunni segir frá því að launin ákvarðist af erfiðleikastiginu í viðkomandi leik eða móti. Íslenski boltinn 8. febrúar 2020 12:30
Úr Hafnarfirði í Kópavog Kristinn Steindórsson er genginn í raðir Breiðabliks en félagið staðfesti þetta í dag. Íslenski boltinn 7. febrúar 2020 17:53
Pepsi Max liðin fara til Spánar og Flórída fyrir utan eitt sem fer til Svíþjóðar Íslensk knattspyrnufélög senda meistaraflokka sína erlendis í æfingabúðir á næstu vikum en alls fara fjörutíu lið út til æfinga fram að því að Íslandsmótið hefst í apríl. Íslenski boltinn 7. febrúar 2020 14:00
Ólafur Kristjáns um fjármál FH: Var líka var við ákveðna þórðargleði Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH í Pepsi Max deild karla, var gestur Huga Halldórssonar og Ingimars Helga Finnssonar í hlaðvarpsþættinum Fantasy Gandalf og ræddi þar meðal annars peningamálin hjá FH. Íslenski boltinn 6. febrúar 2020 13:45
Konur eru aðeins 0,9 prósent aðalþjálfara í íslenskum fótbolta árið 2020 107 félög hafa skráð sig til leiks í Lengjubikar karla og kvenna í knattspyrnu í ár en það er ótrúleg staðreynd að aðeins ein kona skuli vera í þjálfarahópi þessara liða. Íslenski boltinn 5. febrúar 2020 11:30
Rúmlega tveggja metra hár varnarmaður til KA KA hefur fengið danskan varnarmann á láni frá Horsens út ágúst. Íslenski boltinn 4. febrúar 2020 16:03
KR unnið þrjá titla á Hlíðarenda undir stjórn Rúnars KR varð í gær Reykjavíkurmeistari í 39. sinn eftir sigur á Val á Hlíðarenda. Íslenski boltinn 4. febrúar 2020 16:00
Sportpakkinn: Tvö mörk, rautt spjald og víti í súginn þegar KR varð Reykjavíkurmeistari KR varð í gær Reykjavíkurmeistari annað árið í röð eftir sigur á Val á Hlíðarenda. Íslenski boltinn 4. febrúar 2020 15:37
KA menn nota snjóblásara á heimavöllinn sinn þegar tæpir þrír mánuðir eru í fyrsta leik Það er nóg af snjó á Akureyri og Akureyrarvöllur hefur fengið að kynnast því á síðustu vikum og mánuðum. Íslenski boltinn 4. febrúar 2020 14:45
Tvö skallamörk tryggðu KR sigur á Val og sigur í Reykjavíkurmótinu KR er Reykjavíkurmeistari annað árið í röð eftir 2-0 sigur á erkifjendum sínum í Val í úrslitaleiknum í kvöld. Íslenski boltinn 3. febrúar 2020 20:45
Fyrsti úrslitaleikur KR og Vals í níu ár KR og Valur mætast í kvöld í úrslitaleik Reykjavíkurmóts meistaraflokks karla en leikurinn fer fram á Origovellinum á Hlíðarenda og hefst klukkan 19.00. Íslenski boltinn 3. febrúar 2020 17:00
Beitir búinn að vera glíma við meiðsli í baki Beitir Ólafsson, markvörður Íslandsmeistara KR, hefur verið að glíma við meiðsli í baki en ætti að vera tilbúinn er liðið kemur heim úr æfingarferð sinni nú í vor. Fótbolti 2. febrúar 2020 16:15
KA hafði betur í baráttunni um Akureyri KA vann 5-1 sigur á Þór er liðin mættust í Kjarnafæðismótinu í Boganum í dag. Íslenski boltinn 1. febrúar 2020 15:09
FH tapaði fyrir Grindavík FH endar í 7. sæti Fótbolti.net mótsins eftir að liðið tapaði í dag 3-2 fyrir Grindavík í Skessunni. Íslenski boltinn 1. febrúar 2020 13:14
Óskar um ákvörðun Gunnleifs: Ég held að það séu allir mjög ánægðir með hana í dag Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Blika, líst vel á komandi tímabil og er ánægður með leikmannahópinn. Íslenski boltinn 31. janúar 2020 07:00
Valsmenn höfðu betur gegn Fjölni og mæta KR í úrslitaleiknum Valur vann 1-0 sigur á Fjölni í síðari undanúrslitaleiknum í Reykjavíkurmótinu en báðir fóru þeir fram í Egilshöll í kvöld. Íslenski boltinn 30. janúar 2020 22:52
Íslandsmeistararnir höfðu betur gegn bikarmeisturunum í vítaspyrnukeppni KR er komið í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins.KR er komið í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins eftir sigur í vítaspyrnukeppni gegn Víkingi en leikið var í Egilshöllinni í kvöld. Íslenski boltinn 30. janúar 2020 21:08
Breiðablik fékk tvö rauð spjöld og skell gegn ÍA í úrslitaleiknum ÍA stóð uppi sem sigurvegari í Fótbolti.net mótinu eftir 5-2 sigur á Breiðablik í úrslitaleiknum á Kópavogsvelli í kvöld. Íslenski boltinn 30. janúar 2020 19:50