Besta deild karla

Besta deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Breiða­blik Ís­lands­­meistari karla í fót­bolta árið 2022

    Breiðablik varð í kvöld Íslandsmeistari karla í fótbolta. Stjarnan og Víkingur, Íslandsmeistarar síðasta árs, áttust við í Garðabæ en gestirnir voru fyrir leik kvöldsins eina liðið sem átti tölfræðilega möguleika á að ná toppliðinu. Það fór svo að Stjarnan vann 2-1 sigur sem þýðir að Breiðablik er Íslandsmeistari árið 2022.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    „Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir okkur“

    Matthías Vilhjálmsson, sóknarmaður FH, skoraði þrennu í 4-2 sigri þeirra á Leikni Reykjavík í Kaplakrika í dag. Þetta var fyrsta þrenna hans á Íslandi í efstu deild. Ísfirðingurinn hefur ekki staðið undir væntingum í sumar. Hann sýndi sitt rétta andlit í þessu leik og var léttur í viðtali eftir leik.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Hermann: Karakterinn í klefanum náði í þessi stig

    „Þetta var mikilvægt, það er gott að byrja þetta svona vel með tveimur heimaleikjum og tveimur sigrum. Við erum kampakátir,“ sagði Hermann Hreiðarsson þjálfari ÍBV eftir góðan sigur á Keflavík í Bestu deild karla í dag en sigurinn færir Eyjamönnum skrefi nær sæti í deildinni að ári.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    „Ekki skynjað mikið havarí“

    Sigurvin Ólafsson, starfandi þjálfari FH, segist ekki halda að atburðir síðustu daga og brotthvarf Eiðs Smára Guðjohnsen hafi mikil áhrif á leikmenn Fimleikafélagsins. FH mætir Leiknir í afar mikilvægum botnslag í dag.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Davíð Þór: Þetta eru vonbrigði

    Davíð Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá FH, talaði við leikmenn liðsins fyrir æfingu í dag enda mikið gengið á. Eiður Smári Guðjohnsen steig til hliðar sem þjálfari seinnipartinn vegna persónulegra vandamála og óljóst hvort eða hvenær hann snúi til baka.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    „Gott að maður hafi náð að sokka allavega einhverja“

    Dagur Dan Þórhallsson, leikmaður Breiðabliks, hefur verið einn besti leikmaður Íslandsmótsins í knattspyrnu í sumar. Þeir voru ekki margir sem höfðu trú á honum þegar hann gekk til liðs við Breiðablik frá Mjøndalen í Noregi fyrir tímabilið, en hann hefur heldur betur sannað sig.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Ísak Snær mættur til Þrándheims

    Ísak Snær Þorvaldsson, leikmaður Breiðabliks, er mættur til Þrándheims í Noregi og mun líklega ganga frá skiptum til Rosenborgar. Hann mun þá ganga til liðs við félagið þegar félagsskiptaglugginn opnar á ný um áramótin.

    Íslenski boltinn