Besta deild kvenna

Besta deild kvenna

Leikirnir




    Fréttamynd

    Funda um klakavandamál á golf- og knattspyrnuvöllum

    Samtök íslenskra golf- og íþróttavallastarfsmanna, SÍGÍ, boðar til fundar um klakavandamál á golf- og knattspyrnuvöllum á morgun miðvikudaginn 29. janúar kl. 14:00 en fundurinn fer fram á 3. hæð í höfuðstöðum KSÍ. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Þór/KA sækir markvörð alla leið til Suður-Afríku

    Þór/KA hefur samið við þrjá erlenda leikmenn fyrir komandi tímabil í Pepsi-deild kvenna. Það kemur fram á heimasíðu félagsins að Kayla Grímsley og Tahnai Annis leiki báðar áfram með liðinu auk þess að Þór/KA hefur fengið til sín suður-afríska landsliðsmarkvörðinn Roxanne Barker.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Elísa verður ekki með ÍBV í sumar

    Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði og lykilmaður kvennaliðs ÍBV, mun ekki spila með ÍBV-liðinu í Pepsi-deild kvenna í fótbolta á komandi tímabili en þetta kemur fram í sameiginlegri fréttatilkynningu Elísu og ÍBV.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Ólafur og Rúna gáfu flestar stoðsendingar

    Ólafur Páll Snorrason úr FH og Rúna Sif Stefánsdóttir úr Stjörnunni áttu flestar stoðsendingar í Pepsi-deildum karla og kvenna á árinu 2013. Þetta kemur fram í bókinni Íslensk knattspyrna 2013 eftir Víði Sigurðsson sem var kynnt á fréttamannafundi í dag, þar sem þau fengu verðlaun fyrir frammistöðu sína frá Bókaútgáfunni Tindi.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Hallbera búin að segja nei við fjögur félög

    Hallbera Guðný Gísladóttir, landsliðskona í fótbolta, ætlar að taka sér sinn tíma til að finna sér nýtt lið en hún hætti á dögunum hjá sænska liðinu Piteå þar sem hún hefur spilað undanfarin tvö ár.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Hallbera hættir hjá Piteå

    Íslenska landsliðskonan Hallbera Gísladóttir mun ekki spila áfram með sænska liðinu Piteå en hún ætlar ekki að endurnýja samning sinn við félagið.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Ásmundur aðstoðar Frey

    Ásmundur Haraldsson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari kvennalandsliðsins í knattspyrnu. Hann mun aðstoða Frey Alexandersson í komandi verkefnum.

    Fótbolti