Besta deild kvenna

Besta deild kvenna

Leikirnir




    Fréttamynd

    Hlynur: Það þorir ekkert lið að spila fótbolta gegn okkur

    "Við erum svekkt með að vera dottinn út úr þessari skemmtilegu keppni en ég held að við höfum gefið Stjörnunni frábæran leik. Við göngum þannig séð sátt frá þessum leik. Við spiluðum virkilega vel og erum ofan á allan leikinn. Við gleymum okkur í tvö skipti í fyrri hálfleik þar sem Stjarnan refsar okkur vel og það eru góð lið sem þurfa ekki fleiri færi en þetta til að klára leiki. Markið sem þær skora í seinni hálfleik er einstakt,“ sagði Hlynur Svan Eiríksson, þjálfari Breiðabliks, eftir tapið gegn Stjörnunni í Borgunarbikarnum í kvöld.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Stjarnan 1-3 | Valur og KR líka áfram

    Stjarnan tryggði sér sæti í undanúrslitum Borgunar bikarsins með góðum 3-1 sigri á Breiðabliki á útivelli í kvöld. Breiðablik byrjaði leikinn betur og skoraði fyrsta markið en Stjarnan var mun beinskeyttari í leik sínum og eftir að liðið skoraði tvö mörk á þremur mínútum um miðbik fyrri hálfleiks var aldrei spurning hvort liðið færi með sigur af hólmi.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Blikakonur unnu dýrmætan sigur á Val - myndir

    Breiðablik komst upp í 2. sæti Pepsi-deildar kvenna eftir 1-0 sigur á Val á Kópavogsvellinum í kvöld. Blikakonur unnu þarna langþráðan og mikilvægan sigur en Valsliðið var búið að vinna síðustu sjö deildar- og bikarleiki liðanna.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Stjörnukonur misstu niður 2-0 forskot í Eyjum - Danka með tvö fyrir ÍBV

    ÍBV og Stjarnan gerðu 2-2 jafntefli í toppslag í 8. umferð Pepsi-deild kvenna í kvöld en bæði lið hafa verið að ná góðum úrslitum í undanförnum leikjum sínum. Stjarnan komst í 2-0 í fyrri hálfleik en ÍBV-liðinu tókst að tryggja sér eitt stig í þeim síðari. Danka Podovac var hetja Eyjaliðsins en hún skoraði tvö mörk í seinni hálfleiknum.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - Valur 1-0

    Rakel Hönnudóttir skoraði eina markið þegar Breiðablik vann Val 1-0 í 8. umferð Pepsi-deildar kvenna í kvöld en þetta er þriðja deildartap Valsliðsins í sumar. Blikakonur eru eftir sigurinn tveimur stigum á eftir toppliði Þór/KA en Valskonur eru aftur á móti sex stigum frá toppsætinu.

    Íslenski boltinn