Besta deild kvenna

Besta deild kvenna

Leikirnir




    Fréttamynd

    Ásgerður: Kláruðum þetta í seinni hálfleik eins og oft áður

    „Þetta er geðveikt tilfinning og það er ekki hægt að lýsa þessu," sagði Stjörnukonan Ásgerður Stefanía Baldursdóttir í viðtali á SportTV í kvöld eftir að Stjarnan hafði tryggt sér Íslandsmeistarabikarinn. Stjarnan þurfti einn sigur í síðustu þremur leikjum sínum og hann kom á móti Aftureldingu í kvöld.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Soffía: Erum bestar á landinu

    „Við lögðum ansi mikið á okkur og loksins náum við að uppskera eins og við sáðum, þetta er ljúft. Það er fullkomið að ná að landa titlinum á heimavelli,“ sagði sigurreif Soffía Arnþrúður Gunnarsdóttir eftir að hafa landað Íslandsmeistaratitlinum með Stjörnunni í kvöld.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Stjörnukonur Íslandsmeistarar - Valur felldi Þrótt

    Stjörnukonur unnu í kvöld fyrsta Íslandsmeistaratitilinn í sögu félagsins í meistaraflokki karla og kvenna í fótbolta með því að vinna 3-0 sigur á Aftureldingu í 16. umferð Pepsi-deildar kvenna. Stjarnan þurfti bara einn sigur í síðustu þremur umferðunum en með þessum sigri er ljóst að Valskonur geta ekki náð Stjörnunni að stigum.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    FH og Selfoss komin upp í Pepsi-deild kvenna

    FH og Selfoss tryggðu sér örugglega sæti í Pepsi-deild kvenna á næsta sumri eftir sigra í seinni leikjum sínum í úrslitakeppni 1. deildar kvenna í kvöld. FH vann 6-0 sigur á Haukum og því 14-1 samanlagt en Selfoss vann 6-1 sigur á Keflavík og þar með 8-4 samanlagt.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Sandra laus frá Jitex: Maður léttist um nokkur kíló í hjartanu

    Sandra Sigurðardóttir, fyrrum markvörður sænska liðsins Jitex virðist loksins vera að losna undan samningi við félagið. Sandra rifti samningi sínum við Jitex fyrr í sumar vegna vanefnda en Svíarnir litu svo á að hún væri enn samningsbundinn sínu félagi og mætti því ekki fara heim til Stjörnunnar. FIFA hefur nú úrskurðað í málinu og það Söndru í vil.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    KR lagði Grindavík í botnslag - myndir

    KR vann 2-1 sigur á Grindavík í Pepsi-deild kvenna í gærkvöldi. Sigurinn var afar dýrmætur fyrir Vesturbæjarliðið en liðin voru bæði með 10 stig í næstneðsta sæti deildarinnar fyrir leikinn. Anton Brink, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á KR-vellinum og smellti af.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    KR stöðvaði sigurgöngu Grindavíkurliðsins

    KR-konur unnu 2-1 sigur á Grindavík í afar mikilvægum leik í fallbaráttu Pepsi-deildar kvenna sem fram fór á KR-vellinum í kvöld. Liðin voru jöfn að stigum fyrir leikinn í 8. og 9. sæti deildarinnar en með þessum sigri slapp KR-liðið úr allra mestu fallhættunni.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Bikardrottningin í Valsliðinu

    Valskonur urðu bikarmeistarar þriðja árið í röð eftir 2-0 sigur á KR í úrslitaleik á laugardaginn. Embla Sigríður Grétarsdóttir hefur þar með orðið bikarmeistari fimm ár í röð og hún jafnaði líka met Guðrúnar Sæmundsdóttur með því að vinna bikarinn í sjöu

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Málfríður: Komum trylltar inn í seinni hálfleikinn

    Málfríður Sigurðardóttir, fyrirliði Vals, tók við bikarnum eftir að Valskonur unnu 2-0 sigur á KR í bikarúrslitaleik kvenna á Laugardalsvellinum í kvöld. Þetta er fyrsti stóri bikarinn sem Málfríður tekur á móti en hún er á sínu fyrsta ári sem fyrirliði liðsins.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Lilja: Svekkjandi að fá á sig mark svona snemma

    Lilja Dögg Valþórsdóttir, fyrirliði KR, var stolt af sínu liði þrátt fyrir 2-0 tap á móti Val í bikaúrslitaleik kvenna á Laugardalsvellinum í dag. KR-liðið sem fékk á sig mark snemma leiks var óheppið að jafna ekki leikinn í lok fyrri hálfleiksins en KR-stelpur réðu síðan lítið við Valsliðið í þeim seinni.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Valskonur búnar að vinna tíu bikarleiki í röð

    Valur og KR spila til úrslita í Valitor-bikar kvenna á Laugardalsvellinum í dag en Valskonur eiga möguleika á að vinna þriðja bikarmeistaratitilinn í röð. Valsliðið hefur unnið tíu bikarleiki í röð eða alla bikarleiki sína síðan að Valur tapaði 0-4 á móti KR í bikarúrslitaleiknum 2008.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Erkifjendurnir berjast um bikarinn

    Reykjavíkurliðin KR og Valur mætast í úrslitaleik Valitor-bikars kvenna á Laugardalsvelli í dag. Flestir reikna með sigri Valskvenna, enda liðið með sterkari leikmenn og reyndara en ungt lið KR.

    Íslenski boltinn