Umfjöllun: Þrjú stig í hús hjá Íslandsmeisturum Vals Valur vann nokkuð öruggan 4-2 sigur gegn Aftureldingu/Fjölni í Pepsi-deild kvenna í kvöld. Valsstúlkur komust í 4-0 og gáfu síðan eftir og nokkuð sprækt lið Aftureldingar/Fjölnis minnkaði muninn í 4-2 á lokakaflanum. Íslenski boltinn 23. júní 2009 22:30
Pepsi-deild kvenna: Valsstúlkur lögðu Aftureldingu/Fjölni Íslandsmeistarar Vals unnu Aftureldingu/Fjölni örugglega 4-2 á Vodafonevellinum í kvöld. Staðan var 2-0 í hálfleik en Rakel Logadóttir skoraði bæði mörkin. Íslenski boltinn 23. júní 2009 20:00
Sandra: Mjög gott að taka stig að Hlíðarenda Markvörðurinn Sandra Sigurðardóttir átti frábæran leik fyrir Stjörnuna í 2-2 jafnteflinu gegn Val á Vodafonevellinum í kvöld og hélt Stjörnustúlkum inni í leiknum og löngum köflum með frábærum vörslum. Íslenski boltinn 8. júní 2009 22:47
Rakel: Hundsvekkt að við tókum ekki þrjú stig Rakel Logadóttir átti frábæran leik fyrir Val í kvöld og skoraði seinna mark Hlíðarendaliðsins. Hún var þó ekki nógu sátt með að fá bara eitt stig út úr leiknum. Íslenski boltinn 8. júní 2009 22:43
Umfjöllun: Jafntefli í toppslag Vals og Stjörnunnar Valur og Stjarnan skildu jöfn, 2-2, í toppslag Pepsi-deildar kvenna á Vodafonevellinum í kvöld. Valsstúlkur fengu miklu fleiri marktækifæri í leiknum en Stjörnustúlkur börðust grimmilega og Sandra Sigurðardóttir markvörður Stjörnunnar fór hreinlega á kostum í markinu. Íslenski boltinn 8. júní 2009 19:56
Katrín Ómarsdóttir með KR í kvöld Landsliðskonan Katrín Ómarsdóttir leikur með KR í kvöld þegar Vesturbæjarfélagið mætir ÍR á ÍR-vellinum í Pepsi-deild kvenna. Íslenski boltinn 8. júní 2009 13:06
Toppslagir í Pepsi-deild kvenna í kvöld Heil umferð fer fram í Pepsi-deild kvenna í kvöld þar sem toppliðin tvö, Valur og Stjarnan, mætast á Vodafonevellinum. Þá mætast liðin í þriðja og fjórða sæti, Fylkir og Breiðablik, á Kópavogsvelli. Allir leikir kvöldsins hefjast kl. 19.15. Íslenski boltinn 8. júní 2009 11:15
Freyr: Gott að komast á toppinn Freyr Alexandersson, þjálfari Vals, var hæstánægður með sigur síns liðs á Fylki í toppslag Pepsi-deildar kvenna í kvöld. Íslenski boltinn 3. júní 2009 21:19
Umfjöllun: Valur hirti toppsætið af Fylki Valur skellti sér á topp Pepsi-deildar kvenna í kvöld með 3-2 sigri á Fylki í Árbænum. Það mátti reyndar litlu muna að heimamenn næðu að jafna metin eftir að hafa lent 3-0 undir. Íslenski boltinn 3. júní 2009 19:59
Fylkiskonur unnu sögulegan sigur í Frostaskjóli og fóru á toppinn Fylkiskonur unnu 1-0 sigur á KR á KR-vellinum í kvöld og tryggðu sér með því toppsætið í Pepsi-deild kvenna þar sem að Stjarnan tapaði óvænt í Grindavík. Íslenski boltinn 29. maí 2009 21:19
Fylkiskonur hafa aldrei unnið KR í efstu deild - breyta þær því í kvöld? Fylkir hefur byrjað mjög vel í Pepsi-deild kvenna en liðið hefur náð í 10 stig út úr fyrstu fjórum leikjum sínum og er í 2. sæti. Fylkir heimsækir KR í Frostaskjólið í kvöld og hefur þar tækifæri til þess að vinna sögulegan sigur. Íslenski boltinn 29. maí 2009 17:45
Fylkir hélt jöfnu gegn Þór/KA Tveir leikir fóru fram í Pepsi-deild kvenna í gær en Fylkir er enn taplaust eftir fjórar umferðir, rétt eins og Stjarnan. Íslenski boltinn 23. maí 2009 20:46
Stjarnan enn með fullt hús stiga Stjarnan er enn með fjögurra stiga forystu á toppi Pepsi-deildar kvenna eftir 3-0 sigur á ÍR á heimavelli sínum í kvöld. Íslenski boltinn 22. maí 2009 21:34
Hrefna skoraði sex mörk fyrir KR Hrefna Huld Jóhannesdóttir skoraði öll sex mörk KR sem vann öruggan sigur á Keflavík á heimavelli í dag, 6-0. Ótrúlegur árangur hjá Hrefnu. Íslenski boltinn 16. maí 2009 16:14
Freyr: Við guggnuðum Freyr Alexandersson, þjálfari Vals, var heldur niðurlútur eftir að hans lið tapaði fyrir Breiðabliki í Pepsi-deild kvenna í kvöld á dramatískan máta. Íslenski boltinn 13. maí 2009 21:53
Erna: Veitir okkur sjálfstraust Erna Björk Sigurðardóttir, fyrirliði Breiðabliks, var himinlifandi með sigur sinna manna á Val á Vodafone-vellinum í kvöld. Íslenski boltinn 13. maí 2009 21:47
Rakel: Okkar tími mun koma Rakel Logadóttir, leikmaður Vals, var orðlaus eftir ótrúlegan 3-2 sigur Breiðabliks á Val í Pepsi-deild kvenna í kvöld. Íslenski boltinn 13. maí 2009 21:41
Stórsigur Blika Breiðablik vann 6-1 sigur á Þór/KA í fyrstu umferð Pepsi-deildar kvenna sem fór fram í dag. Íslenski boltinn 9. maí 2009 16:31
Pepsi-deild kvenna hefst í dag Í dag hefst keppni í efstu deild kvenna í knattspyrnu, Pepsi-deildinni, með heilli umferð. Íslenski boltinn 9. maí 2009 13:03
María í markið hjá Val Valsmenn halda áfram að týna til sín leikmenn frá KR. Nú síðast var það markvörðurinn María Björg Ágústsdóttir en áður hafði Embla Grétarsdóttir komið frá Vesturbæjarliðinu. Fótbolti.net greinir frá þessu í kvöld. Íslenski boltinn 4. maí 2009 22:55
Valsstúlkur unnu sigur í meistarakeppninni Kvennalið Vals vann í kvöld sigur í meistarakeppni KSÍ þegar liðið lagði KR 2-1 í árlegum leik ríkjandi Íslands- og bikarmeistaranna í knattspyrnu. Íslenski boltinn 3. maí 2009 20:31
Hrefna kominn aftur í KR en Lilja Dögg verður fyrirliði Hrefna Huld Jóhannesdóttir mun spila með KR í Pespi-deild kvenna í sumar en hún er búinn að semja við KR eftir að hafa hætt hjá Stjörnunni eftir stutta dvöl í Garðabænum. Íslenski boltinn 3. maí 2009 12:30
Fullkomið hjá Fylkisstelpunum í Lengjubikarnum Fylkiskonur gulltryggðu sér endanlega sigur í b-deild Lengjubikars kvenna með 3-0 sigri á ÍBV á Fylkisvelli. Fylkisliðið vann alla fimm leiki sína og fékk ekki á sig mark í keppninni. Íslenski boltinn 3. maí 2009 06:00
Rakel: Vitum að við getum alveg unnið titilinn í sumar „Þetta er alveg frábært," sagði Rakel Hönnudóttir, fyrirliði Þórs/KA, eftir að hún var nýbúin að lyfta fyrsta stóra bikar kvennaliðs félagsins. Þór/KA vann 3-2 sigur á Stjörnunni í úrslitaleik Lengjubikarsins í dag. Íslenski boltinn 2. maí 2009 21:15
Þorkell Máni: Það sjá allir hver er vendipunkturinn í þessum leik Stjörnukonur þurftu að horfa á eftir Lengjubikarnum í blálokin eftir að hafa komist tvisvar yfir á móti Þór/KA í úrslitaleiknum í Kórnum í dag. Þór/KA vann leikinn 3-2 með marki í uppbótartíma. Íslenski boltinn 2. maí 2009 19:45
Mateja Zver með liði Þór/KA í Kórnum í dag? Slóvenski framherjinn Mateja Zver kom til landsins í gær og verður hugsanlega með Þór/KA í úrslitaleik Lengjubikars kvenna í Kórnum í dag. Þór/KA mætir þá Stjörnunni í úrslitaleik og getur þar unnið sinn fyrsta stóra titil. Íslenski boltinn 2. maí 2009 13:00
Kristrún og Íris taka við KR Kristrún Lilja Daðadóttir og Íris Björk Eysteinsdóttir hafa verið ráðnar þjálfarar meistaraflokks og 2. flokks kvenna hjá KR. Íslenski boltinn 1. maí 2009 14:39
Sara Björk komin með næringarbakhjarl Landsliðskonan unga úr Breiðabliki, Sara Björk Gunnarsdóttir og EAS hafa undirritað samning til tveggja ára sem þýðir að EAS verður næringarbakhjarl Söru Bjarkar. Íslenski boltinn 1. maí 2009 13:30
Nýtt nafn verður skrifað á deildabikar kvenna í ár Það varð ljóst eftir undanúrslitaleiki Lengjubikars kvenna í gær að nýtt nafn verður skrifað á bikarinn í deildabikar kvenna en Stjarnan og Þór/KA tryggðu sér þá sæti í úrslitaleiknum sem fram fer í Kórnum á laugardaginn kemur. Íslenski boltinn 29. apríl 2009 11:00
Rakel Hönnudóttir verður með Þór/KA í kvöld Rakel Hönnudóttir er komin heim frá Danmörku og mun spila með Þór/KA í undanúrslitum Lengjubikars kvenna í kvöld. Þór/KA mætir þá Breiðabliki í Boganum á Akureyri. Rakel hefur leikið með danska liðinu Bröndby undanfarna mánuði. Íslenski boltinn 28. apríl 2009 12:00