Besta deild kvenna

Besta deild kvenna

Leikirnir




    Fréttamynd

    Guðrún Sóley framlengir við KR

    Landsliðskonan Guðrún Sóley Gunnarsdóttir hefur framlengt samning sinn við KR um eitt ár. Guðrún á að baki 192 leiki með KR og gekk í raðir liðsins á ný fyrir síðustu leiktíð eftir að hafa verið á mála hjá Breiðablik í tvö ár þar á undan.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Guðbjörg fer til Djurgården

    Markvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir hefur samið við sænska stórliðið Djurgården en þetta var tilkynnt í kvöld. Hún mun formlega skrifa undir samninginn á næstu dögum.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Pála Marie framlengir við Val

    Pála Marie Einarsdóttir hefur skrifað undir nýjan samning við Íslandsmeistara Vals en frá þessu er greint á heimasíðu félagsins. Nýr samningur hennar er til tveggja ára.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Sara Björk semur við Blika

    Landsliðskonan efnilega Sara Björk Gunnarsdóttir hefur gengið formlega í raðir Breiðabliks. Sara lék með Kópavogsliðinu sem lánsmaður frá Haukum í sumar en hefur nú gert tveggja ára samning við Blika.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Elísabet: Er komin á endastöð

    „Ég hef verið með þetta lið í fimm ár og fannst bara rétti tímapunkturinn að stíga út. Ég tel mig vera komna á endastöð með liðið," sagði Elísabet Gunnarsdóttir sem er hætt þjálfun kvennaliðs Vals. Hún segist þó alls ekki vera hætt þjálfun.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Elísabet hætt með Val

    Elísabet Gunnarsdóttir er hætt þjálfun Vals samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis. Elísabet hefur náð frábærum árangri með kvennalið Vals og gert liðið að Íslandsmeisturum þrjú ár í röð.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Valsstúlkur rúlluðu yfir Alma

    Kvennalið Vals vann 8-0 stórsigur á Alma KTZH frá Kasakstan í lokaleik sínum í Evrópukeppninni í dag. Þessi úrslit þýða að hefði Valsliðið náð stigi gegn ítalska liðinu Bardolino hefði það komist áfram í keppninni.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    O´Sullivan tekur við KR

    Knattspyrnudeild KR hefur gengið frá samningi við Gareth O´Sullivan um að taka við þjálfun kvennaliðs félagsins af Helenu Ólafsdóttur sem stýrði liðinu í síðasta sinn þegar það hampaði bikarnum í gær.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Vanda hættir hjá Breiðablik

    Vanda Sigurgeirsdóttir, þjálfari kvennaliðs Breiðabliks í Landsbankadeildinni, mun hætta þjálfun liðsins að tímabilinu loknu. Þetta kom fram á fotbolti.net í dag. Vanda mun ætla sér í nám til Ítalíu en hún hefur stýrt liði Breiðabliks fyrir yfirstandandi leiktíð.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Valur burstaði Cardiff

    Kvennalið Vals vann í dag 8-1 stórsigur á liði Cardiff frá Wales í riðli sínum í Evrópukeppninni sem leikinn er í Slóvakíu. Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði þrennu í leiknum og hafði Valsliðið yfir 5-1 í hálfleik.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    ÍR og GRV í góðum málum

    ÍR og GRV eru á góðri leið með að tryggja sér sæti í Landsbankadeild kvenna að ári en liðin höfðu betur í undanúrslitum úrslitakeppni 1. deildar kvenna í dag.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    KR-stúlkur þremur mörkum yfir í hálfleik

    KR-stúlkur hafa yfir, 3-0, í hálfleik gegn Breiðabliki í undanúrslitum VISA-bikars kvenna á KR-vellinum. Leikurinn hefur verið algjör einstefna að marki Breiðabliks sem má þakka fyrir að vera ekki bíð að fá á sig fleiri mörk.

    Íslenski boltinn