Sif snýr heim en ekki víst að hún spili fyrir manninn sinn Sif Atladóttir, landsliðsmiðvörður í fótbolta, heldur heim til Íslands í vetur eftir tólf ár í atvinnumennsku. Hún mun búa á Selfossi en segist ekki setja það fyrir sig að ferðast til æfinga á höfuðborgarsvæðinu fari svo að hún semji við félag þar. Fótbolti 6. október 2021 09:00
Frá Kristianstad til Selfoss Björn Sigurbjörnsson hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs Selfoss í fótbolta. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við félagið. Íslenski boltinn 5. október 2021 14:26
Ásmundur tekur við bikarmeisturum Breiðabliks Bikarmeistarar Breiðabliks gáfu frá sér tilkynningu í dag þess efnis að Ásmundur Arnarsson væri nýr þjálfari liðsins. Er hann ráðinn til þriggja ára. Íslenski boltinn 2. október 2021 18:01
Finnur sársauka í hverjum leik og var sagt að hætta en styrkir Blika í Meistaradeild Belgíska landsliðskonan Alexandra Soree hefur fengið undanþágu til félagaskipta í Breiðablik og verður með liðinu í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta sem hefst í næstu viku. Sérfræðingar sögðu að hún þyrfti að hætta í fótbolta þegar hún var unglingur. Íslenski boltinn 29. september 2021 16:33
Blikar fá tvær nýjar í Meistaradeildina Breiðablik hefur bætt við sig tveimur leikmönnum fyrir komandi stórleiki í Meistaradeild Evrópu í fótbolta. Félagið nýtti undanþáguheimildir til félagaskipta enda félagaskiptaglugginn lokaður á Íslandi. Íslenski boltinn 29. september 2021 14:13
Þór/KA lætur þjálfarateymið fara Stjórn Þórs/KA hefur ákveðið að skipta um þjálfara hjá liðinu og venslaliðinu Hömrunum. Íslenski boltinn 29. september 2021 09:15
Segir lágstemmdan lokafögnuð faraldrinum að kenna Stjórn knattspyrnudeildar Vals ákvað að halda ekki hefðbundið lokahóf að afloknu keppnistímabili um helgina. Óánægja er með þá ákvörðun í röðum Íslandsmeistara félagsins í kvennaflokki. Framkvæmdastjóri Vals þvertekur fyrir að ákvörðunin hafi verið tekin vegna ófullnægjandi árangurs karlaliðsins. Íslenski boltinn 28. september 2021 08:31
Nikolaj Hansen og Agla María valin best í Pepsi Max deildunum Leikmenn, þjálfarar og forráðamenn félaganna sem leika í Pepsi Max deildum karla og kvenna kusu bestu leikmenn deildanna tveggja. Verðlaunin voru afhent í Pepsi Max Stúkunni í gærkvöldi fyrir hönd KSÍ. Íslenski boltinn 26. september 2021 11:15
Liðsfélagarnir hlæja að henni fyrir orðanotkun í klefanum Dóra María Lárusdóttir varð á dögunum Íslandsmeistari í áttunda skiptið á ferlinum en hún er enn í lykilhlutverki hjá Valsliðinu og var einn af bestu leikmönnum deildarinnar í sumar. Íslenski boltinn 16. september 2021 08:01
Guðni hættur með Stólana Guðni Þór Einarsson er hættur sem þjálfari kvennaliðs Tindastóls í fótbolta, eftir fyrsta tímabil liðsins í efstu deild í sögu félagsins. Fótbolti 15. september 2021 16:30
Sjáðu bragðgóða markasúpu sumarsins Snilldarvippur, þrumuskot og snyrtilegar afgreiðslur eru meðal þess sem sjá má í syrpu með mörgum af bestu mörkunum úr Pepsi Max-deild kvenna árið 2021. Íslenski boltinn 14. september 2021 15:31
Byrjaði bara tvo deildarleiki í sumar en bjó samt til tíu Valsmörk Fanndís Friðriksdóttir þurfti ekki margar mínútur í Pepsi Max deildinni í fótbolta í sumar til að brjóta tíu marka múrinn. Íslenski boltinn 14. september 2021 12:31
Völdu Mist Edvards besta leikmann tímabilsins: „Ég er jafnforvitin og þú“ Mist Edvardsdóttir er besti leikmaður Pepsi Max deildar kvenna í fótbolta að mati Helenu Ólafsdóttur og félaga í Pepsi Max mörkunum. Íslenski boltinn 13. september 2021 14:00
Þær eru miklu sterkari en þær sýndu í dag Vilhjálmur Kári, þjálfari Breiðabliks, var að vonum sáttur með 6-1 sinna stelpna á öflugu liði Þróttar R. í lokaumferð Pepsi-Max deild kvenna í dag. Íslenski boltinn 12. september 2021 17:00
Umfjöllun: Þór/KA - Keflavík 0-0 | Gestirnir áfram í efstu deild að ári Þór/KA og Keflavík gerðu markalaust jafntefli á Akureyri í Pepsi Max deild kvenna í fótbolta. Keflavík þurfti stig til að tryggja veru sína í efstu deild og það tókst. Íslenski boltinn 12. september 2021 16:00
Umfjöllun: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Stjarnan sendi Tindastól niður í Lengjudeildina Stjarnan vann 2-1 útisigur á Sauðárkróki í lokaumferð Pepsi Max deildar kvenna í fótbolta. Það þýðir að Tindastóll er fallið og leikur í Lengjudeild kvenna að ári. Íslenski boltinn 12. september 2021 16:00
Umfjöllun: Breiðablik - Þróttur R. 6-1 | Engin Evrópyþynnka í Blikum Breiðablik valtaði yfir Þrótt Reykjavík í lokaumferð Pepsi Max deildar kvenna í dag, lokatölur 6-1. Gefur þessi leikur ekki góð fyrirheit fyrir Þróttara en þessi lið mætast í úrslitum Mjólkurbikarskvenna þann 1. október næstkomandi. Íslenski boltinn 12. september 2021 15:50
Tindastóll þarf hálfgert kraftaverk Keppni í Pepsi Max-deild kvenna lýkur í dag með þremur leikjum. Valur fékk Íslandsmeistarabikarinn afhentan á föstudaginn og Fylkir fellur en það skýrist í dag hvaða lið fer niður með Fylkiskonum. Íslenski boltinn 12. september 2021 10:30
Eysteinn: Gerum allt til þess spila á Kópavogsvelli Eysteinn Lárusson, framkvæmdastóri Breiðabliks, stendur í ströngu þessa dagana vegna þátttöku kvennaliðs Breiðabliks í riðlakeppni meistaradeildar Evrópu. Guðjón Guðmundsson fréttamaður tók hann tali. Fótbolti 12. september 2021 09:01
Vilhjálmur hættir með Breiðablik Vilhjálmur Kári Haraldsson mun ekki þjálfa kvennalið Breiðabliks á næsta keppnistímabili. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins. Fótbolti 11. september 2021 12:00
Markadrottning af fótboltaaðalsættum: „Fékk loksins traustið“ Ein óvæntasta stjarna íslenska fótboltasumarsins er hin 21 árs Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir sem var langmarkahæst í Lengjudeild kvenna sem lauk í fyrradag. Íslenski boltinn 11. september 2021 09:30
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Selfoss 5-0 | Meistararnir kláruðu tímabilið með stæl Valskonur, sem þegar höfðu tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn, fengu lið Selfoss í heimsókn á Origo-völlinn í kvöld. Ekkert var undir í leiknum en Valsstúlkur vildu svo sannarlega enda tímabilið og byrja fögnuð kvöldsins með stæl. Það gerðu þær líka með auðveldum 5-0 sigri. Íslenski boltinn 10. september 2021 18:30
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Fylkir 5-0 | Fimm stjörnu sigur ÍBV gegn botnliði Fylkis ÍBV hafði þegar bjargað sér frá falli á meðan Fylkir mun spila í Lengjudeildinni sumarið 2022. Það var því lítið annað en stoltið undir í leik kvöldsins. Íslenski boltinn 10. september 2021 16:31
Blikar fá að spila 60 milljóna leikinn þrátt fyrir að leikmaður hafi smitast Einn leikmaður Breiðabliks hefur greinst með kórónuveirusmit í aðdraganda seinni leiksins við króatíska liðið Osijek, í undankeppni Meistaradeildar Evrópu á morgun. Fótbolti 8. september 2021 13:45
Sjáðu þegar að Þór/KA felldi Fylki og öll mörk gærdagsins í Pepsi Max deild kvenna Fjórir leikir fóru fram í Pepsi Max deild kvenna í gær. Tindastóll heldur enn lífi í sinni fallbaráttu eftir 3-1 sigur á Selfossi, en sömu sögu er ekki að segja um Fylki sem er fallið úr deildinni eftir 2-1 tap gegn Þór/KA. Íslenski boltinn 5. september 2021 17:00
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Breiðablik 3-3 | Sex mörk og eitt rautt spjald í fjörugum leik Breiðablik kom í heimsókn á Samsung völlinn í hádeginu í dag til þess að spila við Stjörnuna í Pepsi-Max deild kvenna. Lítið var undir í þessum leik þar sem Breiðablik er öruggt í 2.sæti og Stjarnan siglir lygnan sjó um miðja deild. Bæði liðin því að mörgu leyti sátt við lokatölur leiksins, 3-3 jafntefli. Íslenski boltinn 5. september 2021 15:12
Kristján Guðmundsson: Það er ekkert gefið að lið sem er einum fleiri vinni leiki Stjörnustúlkur fengu Breiðablik í heimsókn á Samsungvöllinn í hádegisleik í Pepsi-Max deild kvenna í dag. Leiknum lauk með 3-3 jafntefli en Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, hefði viljað vinna leikinn í dag og þar með báða leiki tímabilsins gegn Breiðablik. Fótbolti 5. september 2021 14:40
KR tryggði sér sæti í Pepsi Max deild kvenna | FH og Afturelding mætast í úrslitaleik Þrem leikjum í Lengjudeild kvenna er nú lokið í dag. KR tryggði sér sæti í Pepsi Max deildinni með 2-0 sigri gegn Haukum, Afturelding vann ÍA 2-0, en FH var eina liðið í toppbaráttunni sem tapaði stigum þegar að liðið tapaði 4-2 gegn Víking R. Íslenski boltinn 4. september 2021 18:15
„Ég ákvað að skjóta og boltinn flaug í samskeytin“ Hin 19 ára Ída Marín Hermannsdóttir átti flottan leik hjá Íslandsmeisturum Vals í 1-1 jafnteflinu gegn Keflavík suður með sjó í dag. Valskonur stjórnuðu leiknum nánast allan tímann og voru mikið meira með boltann. Ída var þó ekkert of svekkt með niðurstöðuna þar sem að Valur var nú þegar búið að ná markmiðum sínum fyrir tímabilið. Sport 4. september 2021 18:05
Umfjöllun og viðtöl: Þróttur R. - ÍBV 3-2 | Andrea Rut tryggði Þrótturum nauman sigur Þróttur hafði betur gegn ÍBV í Pepsi Max deild kvenna í dag en lokatölur voru 3-2 eftir hörkuleik. Þrátt fyrir tapið er ÍBV þó búið að tryggja sér sæti í Pepsi Max deildinni á næsta tímabili. Íslenski boltinn 4. september 2021 17:18