Besta deild kvenna

Besta deild kvenna

Leikirnir




    Fréttamynd

    Helmingur liða bíður enn keppnisleyfis

    Í ár þurfa félög í efstu deild kvenna í fótbolta í fyrsta sinn að uppfylla kröfur í sérstöku leyfiskerfi KSÍ til að fá keppnisleyfi á komandi leiktíð, líkt og félög í efstu tveimur deildum karla. Leyfisráð samþykkti átján af 34 umsóknum um þátttökuleyfi í gær.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    „Þessi samtök eru á ákveðnum krossgötum“

    „Samtökin eru ekki eitthvað útibú frá KSÍ,“ segir Orri Vignir Hlöðversson, nýr formaður Íslensks toppfótbolta. Orri var sjálfkjörinn í embættið í síðustu viku eftir að Geir Þorsteinsson dró framboð sitt til baka, ósáttur við að framboð Orra væri álitið lögmætt, en Orri kveðst alls ekki líta svo á að hann hefji sitt starf í mótbyr.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    „Ætlaði ekki að taka þátt í að samþykkja þessa lögleysu“

    „Ég sagði bara að ef fundurinn gengi gegn samþykktum samtakanna þá yrði ég ekki með í þessu lengur. Ég ætlaði ekki að taka þátt í að samþykkja þessa lögleysu,“ segir Geir Þorsteinsson sem yfirgaf aðalfund ÍTF í gær áður en Orri Hlöðversson var kjörinn nýr formaður. Geir er sannfærður um ólögmæti framboðs Orra og er ekki einn um það.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Lögmæti framboðs Orra dregið í efa

    Samkvæmt minnisblaði lögfræðings er framboð Orra Hlöðverssonar til formanns Íslensks toppfótbolta ólöglegt. Miðað við það virðist formannsstóllinn blasa við eina mótframbjóðanda Orra, Geir Þorsteinssyni, en ekki eru öll kurl komin til grafar.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Geir gæti snúið aftur í stjórn KSÍ

    Geir Þorsteinsson, fyrrverandi formaður og framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands, er annar tveggja frambjóðenda til formanns Íslensks toppfótbolta, hagsmunasamtaka félaga í efstu deildum. Formaður ÍTF situr stjórnarfundi KSÍ.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Fjöldi tillagna til að efla knattspyrnu kvenna

    Stofnun U21 eða U23 landsliðs kvenna, áskorun á knattspyrnufélög um kynjakvóta í stjórnum, og hvatning til styrktaraðila um aukinn hlut til knattspyrnu kvenna. Þetta eru þrjár af mörgum tillögum sem starfshópur á vegum KSÍ leggur til í skýrslu um heildarendurskoðun á knattspyrnu kvenna.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Birta í Breiðablik

    Birta Georgsdóttir er gengin í raðir Íslandsmeistara Breiðabliks. Hún kemur til Breiðabliks frá FH sem féll niður í Lengjudeildina síðasta sumar.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Íslendingatríó í Le Havre

    Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir, miðjumaður Breiðabliks, er komin út til Le Havre í Frakklandi þar sem hún verður að láni fram að leiktíð í Pepsi Max deildinni.

    Íslenski boltinn