Fótbolti

Sjáðu nýja aug­lýsingu fyrir Pepsi Max deildirnar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Skjáskot úr myndbandinu.
Skjáskot úr myndbandinu. SKJÁSKOT

Pepsi Max deildin verður flautuð í gang 30. apríl og því hefur Ölgerðin gert myndarlega auglýsingu fyrir deildir sumarsins.

Uppphaf tímabilsins sem er nú að hefjast er langþráð fyrir bæði leikmenn og áhorfendur, eftir erfitt ár af samkomutakmörkunum, æfingastoppi, ítekaðri frestun leikja og svo má lengi telja.

Leikmenn og þjálfarar hafa þurft að fara í gegnum margar erfiðar vikur og gert allt til þess að koma til leiks í sem bestu formi.

Í kvikmynduðu kynningarefni fáum við innsýn í æfingar hundruða knattspyrnumanna víða um land og finnum eldmóðinn og ástríðuna sem drífur afreksfólkið áfram.

Undir því hljómar hinn taktfasti óður hljómsveitarinnar Trúbrots þar sem Shady Owens syngur: „Ég vil að þú komir“ sem hvetur áhorfendur til þess að vera duglegir að mæta á völlinn í sumar.

Auglýsinguna má sjá hér að neðan.

Klippa: Pepsi Max deildirnar 2021



Fleiri fréttir

Sjá meira


×