Bílar

Bílar

Nýjustu fréttir, fróðleikur og skemmtileg myndbönd sem tengjast bílum.

Fréttamynd

Volt ekið yfir 160 milljónir km á rafmagni

Eigendur Chevrolet Volt bíla í Bandaríkjunum hafa ekið yfir 100 milljónir mílna á rafmagni eða 160 milljónir kílómetra samanlagt frá því bíllinn kom á markað fyrir tveimur árum. Að meðaltali gengur Volt fyrir rafmagni 65% aksturstímans og nýtir bensínvélina til að framleiða rafmagn inn á rafgeyminn einungis á lengri leiðum. Á þessu tímabili hafa eigendur Volt sparað um 20 milljónir lítra af bensíni. Reiknað yfir í krónur jafngildir þessi sparnaður tæplega 5 milljörðum króna. Verið er að kynna Chevrolet Volt um þessar mundir hér á landi og hefur Bílabúð Benna, umboðsaðili Chevrolet á Íslandi, fengið fyrstu bílana. Með því að endurhlaða rafgeyminn reglulega komast eigendur Volt alls um 1.449 km leið og geta ekið í um einn og hálfan mánuð á milli þess sem bensíntankurinn er fylltur. Margir hafa hins vegar fljótlega farið yfir þetta meðaltal, þ.á m. Andrew Byrne frá Los Angeles. "Ég kaupi einungis bensín þegar framundan eru lengri ferðir því í öllum daglegum akstri gengur bíllinn fyrir rafmagni,“ segir Byrne. "Síðast ók ég 3.057 km á einni tankfyllingu.“ Samkvæmt útreikningum Umhverfisverndarstofnunar Bandaríkjanna spara eigendur Volt um 1.370 dollara á ári í eldsneytiskostnað, nálægt 180.000 ÍSK, í samanburði við eigendur hefðbundinna bensínbíla í Bandaríkjunum. Fyrir dæmigerðan ökumann jafngildir sparnaðurinn við notkun Volt innkaupum á matvörum í níu vikur þegar keypt er inn fyrir 151 dollara í hvert sinn, 228 skiptum í bílþvott sem kostar 6 dollara hvert skipti eða 137 bíómiðum sem hver kostar 10 dollara.

Bílar
Fréttamynd

Hyundai/Kia spá minnsta vexti í 7 ár

Forsvarsmenn Hyundai og Kia bílaframleiðendanna S-kóresku eru ekkert ýkja bjartsýnir fyrir þetta ár. Vöxtur Hyundai og systurfyrirtækisins Kia hefur verið ævintýralegur á síðustu árum, en nú spá þeir minnsta vexti í sölu fyrirtækjanna í 7 ár. Áætlanir þeirra hljóða uppá 4,1% vöxt og að þau muni selja 7,41 milljónir bíla á þessu ári. Það yrði minnst vöxtur þeirra frá árinu 2006, er salan minnkaði um 1,2%. Ein af meginástæðum lágrar vaxtaspár er of sterkur S-kóreskur gjaldmiðill sem hamlar útflutningi bíla beggja framleiðendanna. Dræm sala í Evrópu og efnahagsástand þar mun heldur ekki hjálpa til. Hlutabréf í Hyundai féllu um 1,6% á miðvikudaginn og þar fór stór hluti þess 2,6% vaxtar sem á þeim voru í fyrra. Hlutabréf í Kia féllu um 15% í fyrra og enn frekar um 0,9% í síðustu viku. Hyundai og Kia spáðu 8% aukinni sölu fyrir árið í fyrra og fóru rétt framúr sínum áætlunum og seldu 7,12 milljón bíla á árinu, en spáin hljóðaði uppá 7 milljón bíla. Því er spáin nú fyrir þetta ár helmingur af vextinum í fyrra, en fyrirtækin verða ekki skömmuð fyrir óraunhæfa spá fyrir síðast ár. Þeir markaðir sem halda muni uppi vexti fyrirtækjanna eru Kína og Bandaríkin en búist er við talsvert aukinni sölu þar á árinu.

Bílar
Fréttamynd

Fyrirtæki kaupa 32% þýskra bíla

Þrátt fyrir slæmt efnahagsástand í Evrópu og dræma bílasölu mun sala BMW, Benz og Volkswagen á nýliðnu ári verða mjög góð, þökk sé miklum kaupum evrópskra fyrirtækja á bílum fyrir starfsmenn sína. Sem dæmi um það á þýska símafyrirtækið Deutsche Telecom 38.000 bíla, eða einn bíl á hverja tvo starfsmenn og fyrirtækið er eitt margra sem nýttu sér skattaafslátt við kaup á bílum fyrir áramótin. Í Bandaríkjunum eru 20% bíla keyptir af fyrirtækjum og opinberum stofnunum. Porsche seldi 71% bíla sinna til fyrirtækja árið 2011 sem eru svo til afnota fyrir starfmenn þeirra, væntanlega háttsettra starfsmanna. Það er til mikils að vinna fyrir starfsmenn að njóta þessara fríðinda, sem byggir á skattalegri meðferð bíla í eigu fyrirtækja. Ef starfsmaður hefur afnot af nýjum BMW 520i þarf starfsmaðurinn að greiða af honum 45% skatt af 1% af kaupvirði hans í hverjum mánuði. Það gerir 181 Evrur á mánuði. Ef hann hefði hinsvegar keypt bílinn sjálfur frá BMW hefði hann þurft að greiða 440 Evrur í rekstrarleigu af bílnum. Þarna munar miklu.

Bílar
Fréttamynd

Tjónabílar þekja heilan flugvöll

Tjón af völdum náttúruhamfara eru oft á tíðum lengi fyrir augum þolendanna. Flestir bílar sem urðu illa fyrir barðinu á fellibylnum Sandy eru þó farnir af götunum og bílasölunum. En hvar skildu þeir þá vera? Fjöldi þeirra var svo mikill að ekki dugar minna en heilu flugvellirnir, sem eru ekki í notkun fyrir vikið. Alls er talið að 230.000 bílar hafi skemmst í fellibylnum ógurlega og 15.000 þeirra eru til að mynda geymdir á þessum flugvelli í New York fylki. Þar bíða þeir eftir því að tryggingafyrirtæki ráði úr tjónamálum sínum og búast má við því að margir af þessum bílum birtist síðan á bílasölum sem selja notaða bíla. Þar verða þeir að vera sérmerktir sem flóðabílar og verð þeirra mun væntanlega endurspegla það. Margir vilja þó meina að slíkir bílar eigi allir að fara í endurvinnslu og að þeir séu í raun tifandi tímasprengjur með ónýtt rafkerfi.

Bílar
Fréttamynd

Mini fer heljarstökk

Bílaframleiðendur eru sífellt frumlegri að ná athygli fólks að nýjum bílum sínum. Mini er þar engin endurtekning með nýjan Countryman bíl sinn og teflir svo djarft að gera “backflip”, eða undirheljarstökk á bílnum á gámasvæði. Meðfylgjandi myndskeið sýnir stökkið, en bara hluta þess, þar sem áhugasamir verða að bíða eftir öðru myndbandi til að finna út úr því hvort lendingin hafi tekist. Allt er þetta hluti af því að búa til spennu kringum þennan bíl. Nokkrir Mini Clubman bílar munu taka þátt í París-Dakar rallinu sem hefst eftir nokkra daga. Einn af ökumönnunum þar, Guerlain Chicherit frá Frakklandi, er einmitt við stýrið á bílnum í myndskeiðinu.

Bílar
Fréttamynd

Fiat eykur enn hlut sinn í Chrysler

Enn frekari hlutafjáraukning Fiat í Chrysler hefur verið samþykkt. Eign Fiat eykst um 3,3% og á Fiat eftir hana 65% hlut í Chrysler. Fyrir þennan 3,3% hlut greiðir Fiat 25,5 milljarð króna. Aðeins eru liðin tvö og hálft ár síðan Fiat eignaðist 20% í Chrysler en þá var bandaríski bílasmiðurinn kominn á hnén og gjaldþrot blasti við. Fiat eignaðist þennan hlut með því skilyrði að fyrirtækið útvegaði sparneytnar vélar í Chrysler bíla, efldi sölu Chrysler bíla utan heimalandsins og kæmi að smíði nýs Chrysler bíls sem ekki eyddi meira eldsneyti en 6 lítrum á hundraðið. Allt þetta uppfyllti Fiat og hefur í kjölfarið aukið stórlega við hlut sinn. Óvíst er þó hvort Fiat muni auka af sama krafti við hlut sinn í Chrysler á næstunni . Ástæða þess er ástandið í Erópu og dræm sala á Fiat bílum í álfunni, sem eðlilega hefur mikil áhrif á fjárhagsstöðu Fiat. Líklegt er að hægjast muni á “samrunaferlinu”, eins og Sergio Marchionne forstjóri Fiat orðar yfirtöku fyrirtækisins á Chrysler. Engu að síður er búist við því að Fiat eignist Chrysler að fullu innan nokkurra ára.

Bílar
Fréttamynd

Hekla seldi fjórða hvern bíl

Við áramót er forvitnilegt að skoða hvaða nýju bílar höfðuðu mest til Íslendinga og hvaða breytingar hafa helst orðið milli ára. Söluhæsta einstaka bílamerkið var sem fyrr Toyota með 1.329 bíla. Í öðru sæti er hástökkvari ársins, Volkswagen með 1.065 bíla selda og í því þriðja er Kia með 752 bíla. Ef skoðuð er sala eftir umboðum er Hekla langsöluhæst með 2.007 bíla, Toyota og Lexus með 1.356 og BL með 1.299. Árið 2011 var Hekla með 1.170 bíla selda, Toyota og Lexus með 778 og BL með 890 bíla. Hekla heldur því fyrsta sætinu annað árið í röð en Toyota nær öðru sætinu af BL. Mestur hlutfallslegur vöxtur í sölu milli ára var hjá Öskju, sem selur Kia- og Mercedes bíla og nam hann 102%. Salan jókst um 94% hjá Brimborg, 74% hjá Toyota, 72% hjá Heklu og 65% hjá Bernhard. Mestur vöxtur hinsvegar í bílum talið milli áranna 2012 og 2011 var hjá Heklu sem seldi 837 bílum meira. Næst mesta aukningin í bílum talið var 578 hjá Toyota, þá 448 hjá Öskju, 418 hjá Brimborg og 409 bílar hjá BL. Hæstu markaðshlutdeild á Íslandi árið 2012 hafði Hekla með 25,5% hlut, sem óx frá árinu 2011 um 2%. Því seldi Hekla ríflega fjórða hvern nýjan bíl sem keyptur var á liðnu ári. Næstmesta hlutdeild hefur Toyota, eða 17,2% og óx hún um 1,6% milli ára. Í þriðja sæti er BL með 16,5% hlutdeild sem fellur um 1,4% milli ára. Í fjórða sæti er Askja með 11,3% og óx hún um 2,5% frá 2011. Mikill umsnúningur hefur orðið á hlut Heklu á markaði fyrir nýja bíla, en árið 2009 hafði Hekla aðeins 7,3% markaðarins. Það stórjókst strax árið 2010 í 19,8%, í 23,4% árið 2011 og 25,5% í fyrra. En hvað er það sem helst skýrir sterka stöðu Heklu nú og fjórðungshlutdeild? Að sögn Friðberts Friðbertssonar forstjóra Heklu eru skýringarnar nokkrar. Hekla búi að mjög sterkum bílamerkjum, svo sem Volkswagen, Skoda og Audi sem eigi mikilli velgengni að fagna nú. Hekla hafi átt bíla til þegar eftirspurn fór að aukast, en það hafi reyndar ekki átt við fyrst á árinu. “Við seldum mikið af bílum til bílaleiga og tilboð með sérútbúnum bílum hafi fallið viðskiptavinum vel, ekki síst á Skoda bílum”, nefndi Friðbert að auki. “Verð á bílum okkar er hagstætt , markaðsstarf gengur vel, starfsfólk okkar öflugt og þegar allt þetta kemur saman má líklega skýra sterka stöðu fyrirtækisins á markaði”, sagði Friðbert.

Bílar
Fréttamynd

Dacia er mjólkurkú Renault

Engum hjá Renault datt í hug að Dacia yrði að gróðavænlegasta hluta Renault þegar franski bílaframleiðandinn keypti hið rúmenska Dacia árið 1999. Þá var aðeins einn bíll í framleiðslu hjá Dacia, Logan fólksbíllinn. Nú eru hinsvegar 5 bílar í framleiðslu hjá Dacia, meðal annars Dacia Duster jepplingurinn sem til sölu er hjá BL hérlendis. Þessar 5 bílgerðir eru til sölu í 36 löndum og seljast vel, enda ódýrir bílar sem hitta markaðinn vel fyrir nú á erfiðleikatímum í Evrópu. Velta Dacia nemur nú um 17% af heildarveltu Renault í vesturhluta Evrópu. Forstjóri Renault lét hafa eftir sér að Dacia væri nú helsta mjólkurkú fyrirtækisins, enda er hagnaðurinn af hverjum seldum Dacia bíl 9% á meðan hann er 0,4% af Renault bílum. Til stendur að fjölga bílgerðum Dacia, en Dacia bílar eru að stórum hluta byggðir með sömu íhlutum og eru í Renault bílum.

Bílar
Fréttamynd

Slitnu dekkin verða rauð

Ekki gera allir sér grein fyrir því hvenær ráðlagt er að skipta um dekk á bíl sínum og mjög slitin dekk eru lífshættuleg. Því gæti hugmynd uppfinningamannanna Fenglin og Buyi verið sem guðsgjöf. Hún gengur út á það að dekk sem slitnar að ákveðnu marki skiptir um lit og verði til dæmis rautt eins og sést á myndinni. Blasir þá við eigandanum að tími sé kominn til að kaupa ný dekk. Hugmyndin er þó ekki flóknari en svo að í lagskiptu dekkinu er mislitt gúmmí. Miðað er við að dekk sem ekið hefur verið um 20.000 kílómetra litist, en ekkert er þó til fyrirstöðu að dekk úr sterkari efnum endist ekki lengur. Ef dekk framtíðarinnar verða framleidd á þennan hátt mun það einnig reynast löggæslumönnum og starfsfólki á skoðunarstöðvum auðveldara að benda bíleigendum á að rétt sé að skipta.

Bílar
Fréttamynd

1400 Mitsubishi bílar í hafið

Ekki vildi betur til en svo að skip sem innihélt 1.400 bíla af Mitsubish-gerð sökk fyrir ströndum Hollands fyrir um mánuði síðan. Sex manns úr áhöfn skipsins er enn saknað en 18 manns var bjargað uppúr sjónum, en þeir höfðu komist í björgunarbáta.

Bílar
Fréttamynd

Peter Schreyer ráðinn forstjóri Kia Motors

Þjóðverjinn Peter Schreyer hefur verið ráðinn sem einn af forstjórum Kia Motors. Schreyer hefur starfað sem yfirhönnuður Kia undanfarin sjö ár og átt stærstan þátt í mikilli velgengni Kia bíla á hönnunarsviðinu. Schreyer var kosinn maður ársins í bílaheiminum árið 2012 af bandaríska bílatímaritinu Automobile. Schreyer hefur ásamt hönnunarteymi Kia endurhannað allan bílaflota suður-kóreska bílaframleiðandans sem unnið hefur til fjölda hönnunarverðlauna um allan heim á undanförnum árum. Má þar nefna bílanna Sportage, Optima, Rio, Picanto, cee'd og pro_cee'd. Síðasta verkefni Schreyer sem yfirhönnuður fyrirtækisins var að hanna hinn nýja 7 manna fjölnotabíl Kia Carens sem kemur á markað hér á landi innan skamms. Schreyer verður einn af þremur forstjórum Kia Motors og fyrsti Evrópubúinn sem gegnir starfinu. Hann var áður hönnuður hjá þýsku bílaframleiðendunum Audi og Volkswagen og hannaði m.a. endurnýjuðu VW Bjölluna og Audi TT sportbílinn. Kia Motors hefur átt mikilli velgengni að fagna undanfarin misseri og hefur sala fyrirtækisins margfaldast. Á Íslandi er Kia Motors þriðja mest selda bíltegundin og var með hátt í 10% markaðshlutdeild á árinu 2012.

Bílar
Fréttamynd

Auris frumsýndur á morgun

Ný kynslóð Toyota Auris er fulltrúi nýrrar hönnunarstefnu Toyota og breytingarnar á bílnum leyna sér ekki enda er greinilega lögð áhersla á sportlegt og skemmtilegt útlit hans. Þá hefur verið kappkostað að gera innanrýmið bæði fallegt og notadrjúgt og vel til tekist. Ný kynslóð Toyota Auris verður kynnt hjá söluaðilum Toyota í Kauptúni í Garðabæ, Reykjanesbæ, á Selfossi og Akureyri á morgun laugardag, 5. janúar á bílasýningu á öllum stöðunum frá kl. 12 til 16. Nýir Auriseigendur geta valið á milli fjögurra véla og fengið bílinn með 1,33 lítra bensínvél, 1,6 l. bensínvél, Hybridútfærslu með 1.8 l. bensínvél eða 1.4 l. dísilvél. Nýr Auris kostar frá kr. 3.250.000 kr. en það er beinskiptur bensínbíll með 1,33 lítra vél. Sjálfskiptur bensínbíll með 1,6 lítra vél kostar 4.290.000 kr. og Auris Hybrid kostar 4.690.000 kr.

Bílar
Fréttamynd

Frakkar kveiktu í 1.193 bílum á gamlárskvöld

Íslendingar kveikja í brennum á gamlárskvöld en Frakkar kveikja í æ fleiri bílum við sama tækifæri. Mjög margir bílar hafa orðið fyrir barðinu á brennuvörgum síðustu tvö gamlárskvöld, en örlítið færri bílar voru brenndir ári fyrr, eða 1.147. Þeir voru hinsvegar “aðeins” um 400 árin 2007 og 2008, en tölur um brennda bíla voru ekki birtar næstu tvö ár. Líkleg ástæða þess er talin sú að þáverandi stjórnvöld töldu brunana vera mótmæli og fjöldi þeirra væri ekki heppilegur til birtingar. Engu að síður liggja þessar tölur fyrir frá síðustu tveimur áramótum og litlu máli virðist skipta hver er við stjórnvölinn, Nicolas Sarkozy fyrir ári eða Francois Hollande nú. Mjög er deilt á birtingu þessara talna um bílabruna og er talið að þær hvetji til enn fleiri bruna við næstu áramót og espi hugsanlega hin ýmsu gengi til keppni í bílabruna.

Bílar
Fréttamynd

Volt er mættur

Rafbíllinn Chevrolet Volt er kominn til landsins og verður bíllinn kynntur hjá Bílabúð Benna næstkomandi laugardag. Volt kemst um 60 km á rafhleðslunni einni saman og framleiðir auk þess eigin raforku sem lengir heildarökudrægi bílsins í allt að 500 km. "Volt er staðfesting á stöðu Chevrolet sem eins framsæknasta bílaframleiðanda heims", er haft eftir forsvarsmönnum Bílabúðar Benna. Segja þeir að stór orð hafi nú þegar verið höfð um hann og Volt hafi hlotið ótal verðlaun og viðurkenningar á mörkuðum bæði í Bandaríkjunum og Evrópu. "Volt hefur verið á Bandaríkjamarkaði í tvö ár og eigendurnir þar hafa sett hann á topp ánægjulistans bæði árin. Volt var einnig útnefndur Bíll ársins 2011 af bæði Automobile Magazine og fagritinu Motor Trend. Hann hefur jafnframt hlotið sæmdarheitið "Umhverfisbíll ársins 2011“ hjá tímaritinu Green Car Journal. Nýjasta afrekið er afgerandi sigur á bílasýningunni í Genf þar sem hann hlaut titilinn "Bíll ársins 2012“. Dómnefndin var skipuð 59 leiðandi bílablaðamönnum frá 23 Evrópuríkjum.“ Chevrolet Volt verður frumsýndur gestum og gangandi laugardaginn 5. janúar, frá kl. 12 til 18 í Bílabúð Benna, Tangarhöfða 8.

Bílar
Fréttamynd

Audi hættir við A2 rafbílinn

Á bílasýningunni í Frankfurt árið 2011 kynnti Audi þessa útgáfu A2-bílsins, eingöngu drifinn áfram með rafmagni. Audi hafði þá uppi áform um að verða enginn eftirbátur annarra bílaframleiðenda í smíði rafbíla. Dræm sala á rafdrifnum bílum síðan þá hefur hinsvegar fengið fyrirtækið af þessum áformum og ekkert verður af smíði þessa bíls, sem keppa átti við BMW i3 og Mercedes Benz A-Class. Forsvarsmenn Audi létu hafa eftir sér að hönnun þessa bíls hafi verið ágætis verkfræðiæfing sem nýtist í framtíðinni, en lítil eftirspurn eftir rafmagnsbílum nú réttlæti hinsvegar ekki að þróuninni verði haldið áfram. Bíllinn átti að koma á markað árið 2014, bæði sem rafmagnsbíll og tvinnbíll. Hann var mjög léttur, eða ríflega 1.100 kg og mest smíðaður úr áli og koltrefjum. Hann var 114 hestöfl og átti að komast um 200 km á fullri hleðslu.

Bílar
Fréttamynd

VSÓ leigir rafbíl af Thrifty

Rafbílavæðingin er augljóslega hafin á Íslandi þótt hún fari hægt af stað. Rafbílar eru boðnir til sölu hjá nokkrum bílaumboðum landsins. Auk þess eru þeir nú orðnir aðgengilegir fyrirtækjum og fólki landsins á annan hátt því bílaleigan Thrifty, sem rekin er af Brimborg, býður nú Citroën C-Zero rafbíl til leigu. Í tilkynningu frá Thrifty segir að bílaleigan gæti þess jafnan að bjóða bíla sem eru útbúnir nýjustu spartækni en líklega er ekki hægt að ganga lengra í spartækninni en að bjóða bíl sem notar ekkert innflutt eldsneyti. Sífellt fleiri leigutakar á íslenskum bílaleigumarkaði leggja áherslu á að leigja sparneytna bíla. Bílaleigumarkaðurinn hefur tekið töluverðum breytingum á síðustu árum enda hefur fall krónunnar á ýmsan hátt stutt við aukinn straum ferðamanna til Íslands. Veik króna þýðir einnig að íslensk fyrirtæki þurfa að leita ýmissa leiða til að ná markmiðum sínum í umhverfismálum, eins og að leigja rafbíl fremur en kaupa hann. Frá árinu 2010 hefur bílaleigan Thrifty boðið bíla sem fá frítt í stæði í 90 mínútur í Reykjavík. Bíll sem uppfyllir þau skilyrði getur verið mjög þægilegur fyrir fyrirtæki sem þurfa að sinna mörgum erindum innan dagsins í miðborginni. Af 412 bíla heildarflota Thrifty eru 273 bílar knúnir sparneytnum dísilvélum. Í íslensku samhengi er einnig áhugavert fyrir verkfræðistofu að ráða yfir ökutæki sem nýtir íslenska orku sem framleidd er af viðskiptavinum fyrirtækisins sem gerir rekstur bílsins eins umhverfisvænan og kostur er. Í samtali við Egil Jóhannsson, forstjóra Brimborgar sem flytur inn Citroën rafbílinn, kemur fram að töluvert rekstrarlegt hagræði náist með því að leigja rafbíl. Til að mynda er miklu fyrirsjáanlegra hver rekstarkostnaður bílsins er þar sem allur kostnaður bílsins, fyrir utan rafhleðsluna sjálfa, er innifalinn í leiguverðinu. Það má einnig horfa í kostnað á hverja ekna 100 kílómetra því þar er munurinn gríðarlegur. Á Citroën C-Zero kosta 100 kílómetrar aðeins um 170-260 krónur en til samanburðar kostar um 1920 krónur að reka sparneytinn bíl sem gengur fyrir hefðbundnu eldsneyti. Guðjón Jónsson, sviðsstjóri öryggismála og stjórnunar hjá VSÓ ráðgjöf, segir það jákvætt fyrir fyrirtækið að leigja rafbíl þar sem VSÓ ráðgjöf er með vottað umhverfisstjórnunarkerfi og samgöngustefnu sem kalli á viðeigandi eftirfylgni. Slík eftirfylgni felst meðal annars í því að starfsmönnum fyrirtækisins standa til boða afnot af vespu, reiðhjóli og nú rafmagnsbíl auk þess sem starfsfólk fær frítt í strætó. Allt miðar þetta að því að draga úr umhverfisáhrifum rekstrarins.

Bílar
Fréttamynd

Skíðalyftur fyrir almenningssamgöngur

Af hverju eru skíðalyftur með lokuðum vögnum ekki notaðar fyrir almenningssamgöngur? Þessari spurningu velti Michael McDaniel fyrir sér þegar hann hann stakk uppá þeirri samgönguleið fyrir þéttustu byggð bandarísku borgarinnar Austin í Texas.

Bílar
Fréttamynd

Audi spreðar í baráttunni við BMW

Audi, sem er í eigu Volkswagen, ætlar að eyða 2.200 milljörðum króna á næstu þremur árum í þróun nýrra bíla. Er þetta hluti af því aðgerðarplani Volkswagen að verða stærsti bílaframleiðandi heims árið 2018, en einnig í því augnamiði að Audi taki fram úr BMW í sölu bíla ekki seinna en í enda þessa áratugar. Audi ætlar að selja yfir tvær milljónir bíla á ári þegar áratugurinn er á enda. BMW áætlar að selja 1,54 milljón bíla á þessu ári. Fjármunirnir verða að stórum hluta settir í þróun á léttum yfirbyggingum bíla Audi, sem og þróun nýrra bílvéla. Þá verða settar upp nýjar verksmiðjur í Ungverjalandi, Kína og Mexíkó.

Bílar
Fréttamynd

Toyota Crown enn í fullu fjöri

Hver man ekki eftir Toyota Crown, flaggskipi Toyota, sem seldist vel hér á landi fyrir nokkrum áratugum og entist von úr viti? Þessi bíll hefur ekki verið til sölu hérlendis lengi, en það þýðir ekki að framleiðslu hans hafi verið hætt. Öðru nær, nú er hann kominn á fjórtándu kynslóð og framleiddur í Japan fyrir heimamarkað.

Bílar
Fréttamynd

Voldugur á alla kanta

Fyrst þegar tekið er af stað á Ford Expedition Limited jeppanum er tilfinningin svolítið eins og maður hafi stigið upp í vörubíl. Stærðin á bílnum venst þó ótrúlega fljótt og er hann raunar furðulipur miðað við umfang.

Bílar
Fréttamynd

Gladiator á götuna

Handsmíðaða mótorhjólið hans Jakobs Inga Jakobssonar laganema nefnist The Gladiator og er enginn venjulegur gæðingur. Það hannaði Jakob algjörlega sjálfur í skylmingarþrælastíl og skreytti með um 200 myndum.

Bílar
Fréttamynd

Rafknúinn sportbíll rennir úr hlaði

Tveggja sæta sportbíll, Tesla Roadster, sem eingöngu er knúinn rafmagni hefur litið dagsins ljós. Hann er knúinn lithium-ion rafhlöðum og kostar tæplega 8 milljónir kr.

Bílar
Fréttamynd

Land Rover sextugur

30. apríl fyrir 60 árum var sögulegur í breskri bílasögu: Fyrsti Land Roverinn var kynntur til sögunnar á bílasýningunni í Amsterdam. Enn þann dag í dag má finna erfðavísa þessa fyrsta bíls í Defender-línunni frá Land Rover. Þótt ótrúlegt megi virðast þá eru enn nokkrir vélarhlutir algjörlega óbreyttir frá upphafi: Meðal annars olíutappi og festing til þess að binda niður seglþakið. Aðrir hlutir í bílnum hafa þó breyst umtalsvert, samhliða því sem tækninni hefur fleygt fram.

Bílar
Fréttamynd

Lipur eins og fólksbíll

Þótt hressilega gusti á Kjalarnesinu á köflum kemst Þorsteinn Einarsson sjúkraliði allra sinna ferða. Hann ekur um á Hummer sem haggast ekki þó að vindurinn fari í sextíu metra á sekúndu.

Bílar
Fréttamynd

Hlegið í umferðinni

Sumir bílar fá vegfarendur til að brosa og jafnvel hlæja. Til dæmis sá með skrásetningarmerkið HEHEHE. Eigandinn Haraldur Leví Gunnarsson var tekinn á beinið.

Bílar
Fréttamynd

Svöl mótorhjólamamma

Anna Málfríður Jónsdóttir fékk sér mótorhjól fyrir nokkrum árum, en uppátækið vakti ekki furðu dætranna sem voru vanar því að móðirin umgengist húðflúraða og skeggjaða Snigla.

Bílar