Bíó og sjónvarp

Bíó og sjónvarp

Fréttir af íslenskum og erlendum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum, bíóbransanum og sjónvarpsframleiðslu.

Fréttamynd

Kominn á beinu brautina

Leikstjórinn Kevin Smith hefur sent frá sér gamanmyndina Zack and Miri Make a Porno sem verður frumsýnd hérlendis um helgina. Freyr Bjarnason leit yfir feril þessa athyglisverða leikstjóra.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Baltasar gerir mynd í Kanada

„Ég veit ekki hvort þetta verður næsta kvikmyndin mín. Ef öll plön ganga upp þá verður hún það. Ef ekki þá hef ég alltaf Grafarþögn og svo víkingamyndina,“ segir Baltasar Kormákur, leikstjóri og margfaldur Eddu-verðlaunahafi.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Verður trú sögunni

Leikstjórinn Zack Snyder, segir að nýjasta mynd sín Watchmen, verði trú upprunalegu teiknimyndasögunni sem hún er gerð eftir. „Ég vona að áhorfendur verði yfir sig hrifnir, alveg eins og ég var þegar ég las teiknimyndasöguna," sagði Snyder, sem á að baki myndirnar Dawn of the Dead og 300.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Mynd um innflytjendur

John Malkovich ætlar að gera heimildarmynd um ólöglega innflytjendur í Bandaríkjunum. Þegar hann frétti af þeim fjölda barna sem komast þannig til Bandaríkjanna ákvað hann að láta til skarar skríða.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Gísli Örn væntanlegur í allar betri búðir

„Jú, það er eitthvað þannig í gangi. Í það minnsta er búið að taka slíkar myndir af mér sem hugsaðar eru fyrir framleiðslu á einhverjum svona leikfangabrúðum. Ætli maður fylgi ekki bara Big Mac í framtíðinni," segir leikarinn Gísli Örn Garðarsson. Til stendur að framleiða leikföng í kringum stórmyndina Prince of Persia: Sand of Time sem hann leikur í og Fréttablaðið hefur greint frá. Ef allt gengur að óskum verður Gísli því væntanlegur í líki illmennisins The Vizier í allar betri leikfangabúðir þegar kvikmyndin hefur verið frumsýnd sumarið 2010.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Riches á hvíta tjaldið

Breski grínistinn Eddie Izzard ætlar að búa til kvikmynd byggða á sjónvarpsþáttum sínum The Riches. Izzard lék aðalhlutverkið í þeim ásamt Minnie Driver en sjónvarpsstöðin FOX ákvað að hætta framleiðslunni eftir tvær þáttaraðir.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Ragnhildur Steinunn til Egyptalands

„Ég hlakka mikið til. Ef maður fær frítíma reynir maður að skoða píramídana en það verður bara að koma í ljós,“ segir sjónvarpskonan Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir sem er á leiðinni á kvikmyndahátíð í Egyptalandi til að kynna myndina Astrópíu. Flýgur hún í dag til höfuðborgarinnar Kaíró þar sem hátíðin fer fram og dvelur þar í fimm daga.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Baltasar er kóngurinn

Baltasar Kormáki er lýst sem kónginum í íslensku kvikmyndalífi á heimasíðunni Hollywoodreporter.com eftir að mynd hans Brúðguminn hlaut sjö Edduverðlaun á dögunum.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Stjörnur framtíðarinnar

Michael Cera og Kat Dennings leika aðalhlutverkin í gamanmyndinni Nick and Norah's Infinite Playlist sem verður frumsýnd hérlendis á föstudaginn. Freyr Bjarnason ræddi við þessa ungu og efnilegu leikara.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Slær met vestanhafs

Kvikmyndin Quantum of Solace hefur slegið met í miðasölunni vestanhafs og er orðin sú Bond-mynd sem hefur náð í mestar tekjur allra eftir frumsýningarhelgi sína.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Fjórar íslenskar kvikmyndir klárar fyrir næsta ár

Fjórar íslenskar kvikmyndir eru að verða klárar til frumsýningar og verða sýndar árið 2009. Þrjár af þeim eru að öllu eða einhverju leyti leiknar á ensku. Þær eru R.W.W.M eftir Júlíus Kemp, The Good Heart í leikstjórn Dags Kára og Inhale sem Baltasar Kormákur leikstýrir. Brim er eina myndin af þessum fjórum sem er alfarið á íslensku en leikstjóri hennar er Árni Ólafur Ásgeirsson.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Vinsæl bók verður mynd

Skáldsagan Viltu vinna milljarð? eftir Vikas Swarup hefur notið talsverðra vinsælda á meðal íslenskra lesenda. Þeir sem halda upp á bókina geta nú glaðst yfir þeim fréttum að hún hefur verið kvikmynduð og að við stjórnvölinn sat enginn annar en hinn ágæti leikstjóri Danny Boyle, sem á að baki myndir á borð við Trainspotting og 28 Days Later.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Mynd um fatlaða uppistandara

Leikstjórinn Ágústa Skúladóttir undirbýr nú heimildarmynd um uppistandshópinn Hjólastólasveitina, sem hefur vakið mikla athygli síðan hann var stofnaður fyrir einu ári.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Van Damme sem Van Damme

Kvikmyndin JCVD var frumsýnd í Bandaríkjunum um síðustu helgi við nokkra undrun og furðu bæði gagnrýnenda og áhorfenda. Myndin er að hluta til sannsöguleg, enda byggð á ævi og störfum hasarmyndahetjunnar Jean-Claude Van Damme og þeirri tilvistarkreppu sem hann hefur mátt upplifa nú þegar hann hefur ekki leikið í vinsælli mynd í tíu ár.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Karl tekur upp eftirstríðsmynd í Tékklandi

„Ég hef unnið með leikstjóra myndarinnar,Tomás Masín, áður. Við höfum gert nokkrar auglýsingar saman hérna í Tékklandi. Hann hringdi í mig og bauð mér verkefnið og þetta var einfaldlega of gott tilboð til að hafna því,“ segir kvikmyndatökumaðurinn Karl Óskarsson. Hann hefur undanfarna mánuði unnið að því að stjórna tökunum í tékknesku stórmyndinni Þrjár Árstíðir í Helvíti sem fram fara í Prag og víðar í Tékklandi.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Gerir mynd um Obama

Bandaríska sjónvarpsstöðin HBO hefur tryggt sér sýningarréttinn á nýrri heimildarmynd um Barack Obama, næsta forseta Bandaríkjanna. Fyrirtæki leikarans Edwards Norton, Class 5 Films, framleiðir myndina, en tökum lýkur ekki fyrr en Obama hefur svarið embættiseið sinn á næsta ári. Tökulið hefur fylgt Obama hvert fótspor frá árinu 2006, til að mynda er hann ferðaðist til Afríku og þegar hann tilkynnti um forsetaframboð sitt. Einnig hefur verið rætt við fjölskyldu Obama, vini og starfsfólk hans.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Berst við glæpamenn

Næsta mynd Kim Basinger, tryllirinn While She Was Out, kemur í bíó vestanhafs tólfta desember næstkomandi. Þar leikur hún eiginkonu í úthverfi nokkru sem lendir í því að hópur glæpamanna situr um hana á aðfangadag jóla. Berst hún fyrir lífi sínu eingöngu með verkfærabox að vopni.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Endurgera Oldboy

Leikstjórinn Steven Spielberg og leikarinn Will Smith ætla sér að endurgera suður-kóresku bíómyndina Oldboy sem kom út fyrir fimm árum við góðar undirtektir.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Statham í lið með Stallone

Breski harðjaxlinn Jason Statham hefur samþykkt að leika í næstu mynd Sylvester Stallone, The Expendables. Stallone mun leika aðalhlutverkið í myndinni, leikstýra henni og skrifa handritið. Líklega mun slagsmálahundurinn Jet Li einnig leika í myndinni.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Framhald næsta sumar

Kim Cattrall úr Sex and the City-þáttunum segir að til standi að kvikmynda framhald samnefndrar myndar á næsta ári. Bætti hún því við að erfitt væri að ná öllum leikurunum saman fyrir verkefnið vegna þess að þeir væru svo uppteknir. „Við ætlum að búa til framhaldið næsta sumar,“ sagði hún.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Spielberg syrgir Crichton

Leikstjórinn Steven Spielberg syrgir mjög rithöfundinn Michael Crichton, sem samdi skáldsögurnar Jurassic Park og The Lost World sem Spielberg kvikmyndaði við frábærar undirtektir. Chricton lést á þriðjudaginn úr krabbameini 66 ára að aldri.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Black í Putalandi

Jack Black hefur tekið að sér aðalhlutverkið í nýrri kvikmynd byggðri á hinni sígildu sögu Gúlliver í Putalandi eftir Jonathan Swift. Myndin fjallar um blaðamanninn Lemuel Gulliver sem er staddur í Bermúda þegar hann skyndilega upplifir sjálfan sig sem risa innan um íbúa hinnar földu eyjar Lilliput.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Fastur í fangabúðum

Kvikmyndaleikstjórinn Werner Herzog snýr aftur með enn eina myndina um óvenjuleg átök manns og náttúru. Myndin skartar stjörnunum Christian Bale og Steve Zhan í aðalhlutverkum.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Tekjuhæsta mynd allra tíma

Söngvamyndin Mamma Mia! með Meryl Streep og Pierce Brosnan í aðalhlutverkum er orðin tekjuhæsta breska mynd allra tíma í heimalandi sínu. Síðan myndin kom út í júlí hefur hún þénað rúmar 67 milljónir punda, rúmri milljón meira en fyrsta Harry Potter-myndin aflaði í Bretlandi.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Heimildarmynd um Sálina í kvöld

Heimildarmyndin Hér er draumurinn í leikstjórn Jóns Egils Bergþórssonar, sem fjallar um Sálina hans Jóns míns, verður frumsýnd í Háskólabíói í kvöld. Í myndinni, sem er í fullri lengd, er farið yfir 20 ára feril sveitarinnar. Gríðarlega fjölbreytt myndefni var notað við vinnslu myndarinnar ásamt gömlum viðtölum sem komu að góðum notum.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Spock í erlendri hryllingsmynd

„Þegar gengið fellur skellir maður sér í útflutning,“ segir Óttarr Proppé, söngvari Dr. Spock. Tvö lög með sveitinni munu líklega hljóma í hryllingsmyndinni Boston Girls sem verður frumsýnd á Sundance-kvikmyndahátíðinni í janúar.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Ekki aftur í Hairspray

Leikarinn John Travolta ætlar ekki að endurtaka hlutverk sitt sem Edna Turnblad í væntanlegu framhaldi söngvamyndarinnar Hairspray. Fyrri myndin fékk mjög góðar viðtökur þegar hún kom út og þótti Travolta standa sig með prýði sem hin þybbna Turnblad.

Bíó og sjónvarp