Pavel: Átti von á meiri slagsmálum Pavel Ermolinskij hefur á skömmum tíma smollið afar vel inn í lið Íslandsmeistara KR. Hann á hvern stórleikinn á fætur öðrum og hann stígur vart inn á völlinn án þess að ná þrefaldri tvennu. Hann gerði það enn og aftur gegn ÍR í kvöld. Körfubolti 25. mars 2010 21:19
Hreggviður: Við vorum latir „Það sem vantaði upp hjá okkur var varnarleikurinn og svo vorum við latir að hlaupa til baka. Þeir refsuðu okkur strax í öðrum leikhluta en fyrsti leikhlutinn gekk vel hjá okkur. Við mættum ferskir til leiks en andleysið kom upp í öðrum leikhluta," sagði ÍR-ingurinn Hreggviður Magnússon eftir tapið gegn KR í kvöld. Körfubolti 25. mars 2010 21:11
Umfjöllun: Andlausir ÍR-ingar auðveld bráð fyrir KR KR er komið í 1-0 gegn ÍR í átta liða úrslitum Iceland Express-deildar karla eftir frekar auðveldan sigur á andlausum ÍR-ingum, 98-81. Körfubolti 25. mars 2010 18:20
Keflavík vann fyrsta leikinn á móti Stólunum með 19 stigum Keflvíkingar eru komnir í 1-0 í einvígi sínu á móti Tindastól eftir 19 stiga sigur, 94-75, í Toyota-höllinni í kvöld. Keflavík var með frumkvæðið allan leikinn. Körfubolti 25. mars 2010 18:19
ÍR með betra sigurhlutfall í DHL-höllinni heldur en KR KR og ÍR mætast í kvöld í DHL-höllinni í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum úrslitakeppni Iceland Express deild karla í körfubolta. Leikurinn hefst klukkan 19.15. Körfubolti 25. mars 2010 15:30
Tommy Johnson verður ekki með KR á móti ÍR á morgun - dæmdur í bann Tommy Johnson, framherji deildarmeistara KR, verður ekki með í fyrsta leiknum á móti ÍR í átta liða úrslitunum úrslitakeppninnar en einvígið hefst í DHL-höllinni á morgun. Tommy var í dag dæmdur í eins leiks bann af aga- og úrskurðarnefnd KKÍ. Körfubolti 24. mars 2010 16:45
Verðlaunaafhending í IE-deild karla - myndir Það var fínasta stemning í Laugardalnum í dag þegar KKÍ veitti verðlaun fyrir síðari hlutann í Iceland Express-deild karla. Körfubolti 23. mars 2010 16:30
Brynjar og Friðrik valdir bestir KKÍ tilkynnti eftir hádegið hvaða leikmenn hefðu hlotið verðlaun fyrir seinni hlutann í Iceland Express-deild karla. Körfubolti 23. mars 2010 13:15
KR og Keflavík byrja sín einvígi á fimmtudaginn Tvö efstu lið Iceland Express deildar karla í körfubolta, hefja úrslitakeppnina í ár en það er búið að gefa út leikdaga fyrir átta liða úrslitin. Körfubolti 19. mars 2010 18:45
ÍR í úrslitakeppnina - Myndasyrpa ÍR gerði sér lítið fyrir í gær og nældi í sæti í úrslitakeppni Iceland Express-deildar karla með því að leggja Grindavík í Seljaskóla. Körfubolti 19. mars 2010 08:00
Þessi lið mætast í úrslitakeppninni Æsispennandi lokaumferð í deildarkeppni Iceland Express-deildar karla er lokið og nú er ljóst hvaða lið mætast í úrslitakeppninni. Körfubolti 18. mars 2010 22:32
Umfjöllun: Jarvis skaut ÍR í úrslitakeppnina Í kvöld varð ljóst að ÍR-ingar munu taka þátt í úrslitakeppninni en þeir sigruðu Grindavík 91-89 í frábærum leik sem fram fór í kvöld í Iceland-Express deild karla í körfubolta. Körfubolti 18. mars 2010 22:22
Hreggviður: Þetta var verðskuldaður sigur „Þetta var öflugur og verskuldaður sigur hér í kvöld. Við vorum grimmari og börðumst eins og ljón. Dómararnir leyfðu okkur að spila og voru ekki að dæma mikið af villum, það fór frekar í hausinn á þeim en okkur í kvöld," sagði Hreggviður Magnússon, leikmaður ÍR, eftir 91-89 sigur á Grindvíkingum í kvöld í Iceland Express deild karla í körfubolta. Körfubolti 18. mars 2010 22:19
Ólafur: Náðum bara ekki að stöðva þá Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindavík, var að vonum svekktur eftir tap gegn ÍR í kvöld en leiknum lauk með 91-89 sigri Breiðholtsbúa. Körfubolti 18. mars 2010 22:15
Brynjar: Gott að klára þetta á okkar forsendum Brynjar Þór Björnsson lék vel með KR í Stykkishólmi í kvöld og átti mikinn þátt í 90-86 sigri liðsins sem tryggði KR deildarmeistaratitilinn og heimavallarrétt út úrslitakeppnina. Körfubolti 18. mars 2010 22:14
Pavel: Ég hlakka til að mæta þeim aftur í úrslitakeppninni Pavel Ermolinskij átti frábæran leik í kvöld þegar KR tryggði sér deildarmeistaratitilinn með 90-86 sigri á Snæfelli í Stykkishólmi. Pavel skoraði 12 af 23 stigum sínum á síðustu sjö mínútum leiksins. Körfubolti 18. mars 2010 22:09
Fannar Ólafsson: Við heyrðum inn á völlinn að ÍR væri búið að vinna Fannar Ólafsson, fyrirliði KR, tók við deildarmeistaratitlinum annað árið í röð eftir 90-86 sigur á Snæfelli í Stykkishólmi í kvöld. Körfubolti 18. mars 2010 22:04
Ingi Þór: Þeir fengu að taka alltof mikið að fráköstum Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, þurfti að sætta sig við 90-86 tap fyrir KR í lokaumferð Iceland Express deildar karla en tapið þýðir að liðið endaði í sjötta sæti og byrjar úrslitakeppnina á útivelli á móti Grindavík. Körfubolti 18. mars 2010 22:02
KR deildarmeistari í körfubolta KR tryggði sér deildarmeistaratitilinn í Iceland Express-deild karla með sigri á Snæfelli í æsilegum leik í Stykkishólmi. KR og Grindavík börðust um sigurinn í deildinni en Grindavík tapaði í Seljaskóla og KR hefði því mátt tapa en hefði samt unnið deildina. Körfubolti 18. mars 2010 20:51
Grindavík: Átta sigurleikir í röð án eins eða fleiri lykilmanna Grindvíkingar eiga möguleika á því að verða deildarmeistarar í Iceland Express karla í körfubolta á morgun vinni þeir ÍR á sama tíma og KR tapar í Stykkishólmi. Körfubolti 18. mars 2010 15:30
Úrslitin ráðast í Iceland Express deild karla í kvöld Rúnar Birgir Gíslason fréttastjóri Karfan.is, hefur lagst yfir stöðutöfluna og úrslit vetrarins í Iceland Express deildar karla. Hann hefur í framhaldinu farið ítarlega yfir möguleika röð liðanna í lokaumferð deildarinnar sem fram fer í kvöld. Körfubolti 18. mars 2010 14:00
Formaður KKÍ: Þyrla er of mikið 2007 Annað kvöld er lokaumferð Iceland Express-deildar karla. KR og Grindavík eiga bæði möguleika á því að verða deildarmeistari. KR leikur gegn Snæfelli í Stykkishólmi og Grindavík gegn ÍR í Seljaskóla. Körfubolti 17. mars 2010 12:30
Guðjón Skúlason: Ætlum okkur alla leið „Fyrri hálfleikurinn sýndi okkur hvað við áttum ekki að gera og við löguðum það sem betur fer í seinni hálfleik," sagði sigurreifur þjálfari Keflavíkur, Guðjón Skúlason, eftir leikinn gegn KR í kvöld. Körfubolti 15. mars 2010 22:06
Brynjar Þór: Köstuðum þessu frá okkur „Ég veit ekki almennilega hvað gerðist hjá okkur í síðari hálfleik en þá fóru Keflvíkingar að hitta svakalega vel," sagði KR-ingurinn Brynjar Þór Björnsson eftir tapið gegn Keflavík í kvöld þar sem KR var tekið í bólinu í síðari hálfleik. Körfubolti 15. mars 2010 21:59
Umfjöllun: Keflavík eyðilagði teitið hjá KR Keflvíkingar sýndu frábæran körfubolta í síðari hálfleik gegn KR og lönduðu glæsilegum sigri, 92-100. KR hefði orðið deildarmeistari með sigri en Keflvíkingar höfðu greinilega engan áhuga á að horfa á KR fagna í leikslok og ákváðu því að eyðilegga teitið. Körfubolti 15. mars 2010 20:47
Tryggir KR sér efsta sætið í kvöld? Næstsíðasta umferð Iceland Express-deildar karla heldur áfram í kvöld en þá verða þrír leikir á dagskrá. Stórleikur kvöldsins er viðureign KR og Keflavíkur í DHL-höllinni. Körfubolti 15. mars 2010 13:45
Snæfell skoraði 96 stig í Ljónagryfjunni og vann örugglega Snæfellingar unnu 26 stiga sigur á Njarðvík, 96-70, í Ljónagryfjunni í Njarðvík í Iceland Express deild karla í kvöld. Snæfellingar tóku völdin strax í byrjun leiks og voru komnir með 57 stig og 18 stiga forskot í hálfleik, 57-39. Körfubolti 14. mars 2010 20:44
Iceland-Express deildin: KR vann Stjörnuna KR vann frábæran sigur á Stjörnunni í stórskemmtilegum leik í Garðabænum í kvöld. Þrír leikir fóru fram í Iceland-Express deildinni og voru þeir allir jafnir og spennandi. Körfubolti 12. mars 2010 20:45
43 prósent karfanna hans Jón Orra á árinu 2010 hafa verið troðslur Eins og fram kom í viðtali við Fannar Ólafsson, fyrirliða KR, á heimasíðu félagsins þá voru leikmenn KR-liðsins einstaklega duglegir að troða í síðasta leik liðsns. KR-ingar tróðu alls átta sinnum í þessum 96-72 sigri á Blikum en enginn tróð þó oftar en Jón Orri Kristjánsson. Körfubolti 12. mars 2010 15:30
Grindvíkingar sýna beint frá leik sínum í Hólminum í kvöld Það verður stórleikur í Stykkishólmi í kvöld þegar heimamenn í Snæfelli taka á móti einu heitasta liði Iceland Express deildarinnar, Grindavík. Snæfell vann bikarúrslitaleik liðanna í dögunum en Grindavík hefur unnið sex deildarleiki í röð og rokið við það upp stigatöfluna. Körfubolti 12. mars 2010 13:30