Körfuboltakvöld um troðsluna hans Hilmars Smára og brotið sem fylgdi: „Heppinn að slasa sig ekki“ „Í þessum leik sáum við troðslu með stóru T. Mögulega tilþrif ársins,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi Körfuboltakvölds, um troðslu Hilmars Smára Henningssonar í sigri Hauka á KR í framlengdum leik í Subway-deild karla á föstudagskvöld. Körfubolti 29. janúar 2023 07:01
„Finnst eins og það sé búið að eyða bestu árum Óla Óla í algjöra meðalmennsku“ Frammistaða Ólafs Ólafssonar í leik Grindavíkur og Keflavíkur í Subway deild karla var til umræðu í síðasta þætti Körfuboltakvölds. Farið var yfir hversu mikið mæðir á Ólafi þegar Grindavík spilar og hvernig hans bestu árum hefur í raun verið sóað í meðalmennsku eftir að Grindavík komst í úrslit árið 2017. Körfubolti 28. janúar 2023 23:30
Umfjöllun: Höttur - Þór Þ. 83-86 | Gestirnir upp úr fallsæti eftir sigur á Egilsstöðum Þór Þorlákshöfn komst upp fyrir ÍR í fallbaráttu Subway-deildar karla í körfuknattleik eftir 83-86 sigur á Hetti á Egilsstöðum í kvöld. Þór hafði forustuna allan leikinn en Hetti tókst að hleypa spennu í hann undir lokin. Körfubolti 28. janúar 2023 21:00
Sjáðu flottustu tilþrifin í 14. umferð - Svakaleg troðsla á toppnum Fjórtánda umferð Subway deildar karla í körfubolta var gerð upp í Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport á föstudagskvöld. Körfubolti 28. janúar 2023 12:00
Vrkić í Grindavík Körfuknattleiksdeild Grindavíkur hefur samið við hinn 35 ára gamla Zoran Vrkić um að spila með liðinu í Subway deild karla í körfubolta út leiktíðina. Körfubolti 27. janúar 2023 23:00
Kári Jónsson: Vorum kannski orðnir of þægilegir Kári Jónsson sá alveg hag í því að hafa tapað fyrir Breiðabliki í kvöld þó að hann hafi náttúrlega verið svekktur með frammistöðuna. Leikurinn endaði 89-78 og þrátt fyrir 20 stig frá Kára þá áttu Valsmenn varla möguleika á móti Blikum í seinni hálfleik sérstaklega. Körfubolti 27. janúar 2023 22:30
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Valur 89-78 | Heimamenn vaknaðir af værum blundi Eftir fjögur töp í röð sýndu leikmenn Breiðabliks úr hverju þeir eru gerðir þegar þeir lögðu Íslandsmeistara Vals með 11 stiga mun í Subway deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur í Smáranum 89-78 og segja má að Breiðablik sé vaknað af værum blundi. Sigurinn færir Blika líka í áttina að heimavallarréttinum en það eru þó fjögur stig í fjórða sætið úr því fimmta þar sem Blikar finna sig í dag eftir 14 umferðir. Körfubolti 27. janúar 2023 21:55
Máté Dalmay: Daniel Mortensen setti niður risastór skot Máté Dalmay, þjálfari Hauka, var ekki sáttur við frammistöðu lærisveina sinna þegar liðið vann torsóttan sigur gegn KR eftir framlengingu í Subway-deild karla í körfubolta. Maté var þó létt að hafa náð að landa tveimur stigum. Körfubolti 27. janúar 2023 21:30
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - KR 103-101 | Heimamenn sigruðu botnliðið í spennutrylli Botnlið KR heimsótti Hauka í Ólafssal í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Leikurinn var æsispennandi og þurfti að framlengja þar sem staðan var jöfn 94-94 þegar fjórða leikhluta lauk. Í framlengingunn kláraði Darwin Davis Jr. leikinn fyrir Hauka og tryggði þeim mikilvægan sigur. Á sama tíma er KR áfram á botni deildarinnar en með sigri hefði liðið jafnað Þór Þorlákshöfn og ÍR að stigum. Körfubolti 27. janúar 2023 20:20
Náðu félagsskiptunum í gegn í tíma og Alberts má því spila frestaða leikinn Hattarmenn hafa endurnýjað kynnin við bandaríska Hollendinginn Bryan Anton Alberts og hann er kominn með leikheimild hjá KKÍ. Körfubolti 27. janúar 2023 14:01
Dagskráin í dag: Subway-deild karla og risaleikur í enska bikarnum Stórleikur Manchester City og Arsenal er á dagskrá á Stöð 2 Sport 2 í kvöld. Einnig verða beinar útsendingar frá Subway-deild karla og BLAST-Premier mótinu í CS:GO. Sport 27. janúar 2023 06:00
Jóhann Þór: „Það verða breytingar ef við náum þeim í gegn fyrir lok gluggans“ „Ég er fyrst og fremst stoltur af mínu liði, við gáfum þeim bara hörkuleik. Það er svolítið að tala svona, auðvitað er ég svekktur eftir tap. En við vorum ákveðnir að labba stoltir héðan út og ég held að við getum borið höfuðið hátt, sagði Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur eftir tapið gegn Keflavík í kvöld. Körfubolti 27. janúar 2023 00:34
Umfjöllun og viðtal: Grindavík - Keflavík 93-104 | Góður endasprettur skóp sigur Keflavíkur í grannaslagnum Keflvíkingar keyrðu yfir granna sína á fimm mínútna kafla Keflvíkingar unnu sigur á grönnum sínum í Grindavík á útivelli í 14. umferð Subway-deildar karla í kvöld. Keflavík vann með ellefu stigum, lokatölur 104-93 eftir að Grindavík leiddi með fjórum stigum í hálfleik. Körfubolti 26. janúar 2023 22:00
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - ÍR 94-76 | Stjarnan seig fram úr undir lokin Stjarnan vann mikilvægan sigur á ÍR í Subway-deild karla í kvöld. Lokatölur 94-76 og Stjarnan skilur ÍR-inga sex stigum fyrir aftan sig í töflunni. Körfubolti 26. janúar 2023 21:10
Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - Njarðvík 86-94 | Njarðvík sótti sigur í fyrsta heimaleik Pavels Njarðvík gerði góða ferð á Sauðárkrók í kvöld þegar liðið vann 94-86 sigur á Tindastóli í Subway-deild karla. Pavel Ermolinskij tókst því ekki að ná í sigur í fyrsta heimaleik sínum sem þjálfari Stólanna. Körfubolti 26. janúar 2023 21:02
Arnar Guðjónsson um leikbannið: Séríslenskt að þjálfari fari alltaf í leikbann fyrir að vera vikið út úr húsi Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var ekki á hliðarlínunni þar sem hann var í leikbanni. Arnar tjáði sig um leikbannið og að hans mati er regluverkið ósanngjarnt gagnvart þjálfurum. Sport 26. janúar 2023 21:00
Arnar í bann en leikmenn sluppu Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var úrskurðaður í eins leiks bann af aganefnd KKÍ vegna framgöngu sinnar í leiknum gegn Keflavík síðastliðinn föstudag í Subway-deildinni í körfubolta. Körfubolti 26. janúar 2023 14:23
Umfjöllun og viðtal: Keflavík-Stjarnan 115-87 | Keflvíkingar lögðu skapheita Stjörnumenn Keflavík vann öruggan 28 stiga sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 115-87. Körfubolti 20. janúar 2023 23:57
Arnar: Holan var allt of stór og við áttum ekki breik Arnar Guðjónsson, þjálfari liðs Stjörnunnar í Subway deild karla í körfubolta, var að vonum ekki sérstaklega brosmildur eftir að lið hans beið stóran ósigur fyrir Keflavík, 115-87, fyrr í kvöld. Körfubolti 20. janúar 2023 23:16
Jóhann: Dómarastéttin er að ganga í gegnum endurnýjun Þjálfari Grindavíkur, Jóhann Þór Ólafsson, þurfti að vanda orðaval sitt þegar hann ræddi við blaðamann eftir leik. Hann langaði að segja ýmislegt en vissi það að hann myndi ekkert græða á því en það var að skilja á honum að dómararnir höfðu áhrif á lund leikmanna hans og hlutir sem hans menn gátu stjórnað gengu ekki upp. Körfubolti 20. janúar 2023 20:29
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grindavík 92-67 | Engin bikarþynnka á Hlíðarenda Valsmenn lögðu Grindvíkinga með öruggum hætti í 13. umferð Subway deildar karla. Frammistaðan var fagmannleg og sigurinn ekki í hættu í seinni hálfleik. Leikar enduðu 92-67 og Valsmenn styrktu stöðu sína á toppi deildarinnar. Körfubolti 20. janúar 2023 19:54
„Hafði áhyggjur þangað til Hilmar fór og sturtaði einum alvöru í traffík“ Mate Dalmay, þjálfari Hauka, var ánægður með sína menn eftir þriðja sigur liðsins í röð. Körfubolti 20. janúar 2023 00:37
Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Haukar 88-97 | Haukar höfðu betur í tilþrifamiklum leik í Þorlákshöfn Þórsarar tóku á móti Haukum í lokaleik 13. umferðar Subway-deildarinnar í kvöld og unnu gestirnir níu stiga sigur, 88-97, í Icelandic Glacial hölllinni. Körfubolti 20. janúar 2023 00:22
Umfjöllun og viðtöl: KR - Breiðablik 112-109 | Lífsnauðsynlegur sigur heimamanna KR marði sigur á Breiðablik 112-109 í Frostaskjólinu í Subway-deild karla í körfubolta. Þetta var aðeins annars sigur KR í vetur sem berst fyrir lífi sínu í deildinni. Körfubolti 19. janúar 2023 23:26
Leik lokið: ÍR - Tindastóll 81-96 | Sigur í fyrsta leik Pavels Tindastóll vann góðan 15 stiga sigur gegn ÍR í sínum fyrsta leik eftir að Pavel Ermolinskij tók við stjórnartaumunum hjá liðinu, lokatölur 81-96. Körfubolti 19. janúar 2023 22:26
Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Höttur 109-90 | Sprækir Hattarmenn létu Njarðvíkinga vinna fyrir kaupinu sínu Í þúsundasta leik sínum í efstu deild unnu Njarðvíkingar góðan 19 stiga sigur gegn nýliðum Hattar, 109-90. Körfubolti 19. janúar 2023 22:11
Pavel Ermolinskij: Hugsaði um að skipta mér inn á Pavel Ermolinskij, nýráðinn þjálfari Tindastóls, var eðlilega kátur eftir sigur sinna manna gegn ÍR í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Körfubolti 19. janúar 2023 21:58
Jólin kláruðust á Egilsstöðum 6. janúar en þau eru ennþá í Njarðvík Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, var óvenju léttur í lund eftir 19 stiga tap hans manna gegn Njarðvík í kvöld í Subway-deild karla. Lokatölurnar gefa í raun alls ekki rétta mynd af leiknum en Hattarmenn náðu ítrekað að taka góð áhlaup á heimamenn og minnka muninn hressilega en náðu þó aldrei að brúa bilið fullkomlega. Körfubolti 19. janúar 2023 21:19
„Skrýtið að vera kominn aftur inn í íþróttahús í þeim tilgangi að taka þátt í körfuboltaleik“ Pavel Ermolinskij stýrir liði Tindastóls í fyrsta skipti á sínum þjálfaraferli er liðið sækir ÍR-inga heim í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Hann segist spenntur fyrir sínum fyrsta leik sem þjálfari, en viðurkennir að það hafi verið skrýtið að mæta inn í klefa hjá liðinu sem hann vann í úrslitaeinvígi síðasta vor. Körfubolti 19. janúar 2023 19:03
KR og Njarðvík spila bæði sinn þúsundasta leik í kvöld Subway deild karla í körfubolta fer aftur af stað í kvöld eftir hlé vegna bikarúrslitavikunnar og þar ná tvö félög í deildinni sögulegum áfanga. Körfubolti 19. janúar 2023 16:31