Björgvin Karl upp í fjórða sætið Fimmtu grein Heimsleikanna í Crossfit er nú nýlokið en þar eru þrír Íslendingar í eldlínunni. Sport 4. ágúst 2023 21:22
Beint: Annar keppnisdagur á heimsleikunum í CrossFit Annar keppnisdagur af fjórum fer nú í gang á heimsleikunum í CrossFit og nú þurfa keppendur að forðast niðurskurð í lok dags. Sport 4. ágúst 2023 19:00
Annie Mist áfram meðal fimm efstu Heimsleikarnir í Crossfit fara fram um helgina þar sem þrír íslenskir keppendur taka þátt. Sport 4. ágúst 2023 17:37
Brosti út að eyrum eftir að hafa fengið áritun frá Anníe Mist Íslenska CrossFit goðsögnin Anníe Mist Þórisdóttir gefur ekki aðeins allt sitt í keppnina á heimsleikunum í CrossFit heldur gefur hún líka mikið af sér til áhugasamra áhorfenda í Madison. Sport 4. ágúst 2023 09:30
Hetjuleg frammistaða Bergrósar kom henni á verðlaunapallinn Ísland vann sín fyrstu verðlaun á þessum heimsleikum í CrossFit þegar Bergrós Björnsdóttir náði þriðja sætinu í aldursflokki sextán til sautján ára stelpna. Sport 4. ágúst 2023 08:01
Katrín Tanja kom sterk til baka í seinni grein dagsins Katrín Tanja Davíðsdóttir skaust upp í 9. sæti í heildarkeppni kvenna á heimsmótin í Crossfit í kvöld þegar hún varð 6. í annarri grein dagsins. Anníe Mist Þórisdóttir varð 12. og heldur 5. sætinu. Sport 3. ágúst 2023 21:29
Björgvin Karl áfram fimmti eftir fyrstu grein dagsins. Annie Mist upp um þrjú sæti Björgvin Karl Guðmundsson er áfram í 5. sæti á heimsleikunum í Crossfit eftir grein dagsins en hann varð 9. í grein sem kallast á ensku „pig chipper“ og hefur stundum verið kölluð „svínslegar dýnur“ á íslensku. Sport 3. ágúst 2023 18:51
Katrín Tanja og Björgvin Karl öflug á fjallahjólinu Björgvin Karl Guðmundsson og Katrín Tanja Davíðsdóttir byrjuðu sína tíundu heimsleika í CrossFit með flottri frammistöðu í fyrstu grein. Sport 3. ágúst 2023 15:45
Bein útsending: Fyrsti keppnisdagur á heimsleikunum í CrossFit Fyrsti keppnisdagur af fjórum er hafinn í baráttunni um heimsmeistaratitil karla og kvenna í CrossFit. Sport 3. ágúst 2023 14:23
Bergrós spennt fyrir lokadeginum þrátt fyrir allt sem undan er gengið Bergrós Björnsdóttir er í sjöunda sæti fyrir lokadaginn í keppni sextán til sautján ára stelpna á heimsleikunum í CrossFit en á samt enn möguleika á að hækka sig í dag enda munar ekki miklu á henni og stelpunum fyrir ofan hana. Sport 3. ágúst 2023 10:50
Útlitið ekki bjart hjá Breka en Bergrós sjöunda fyrir lokadaginn Lokadagur Bergrósar Björnsdóttur og Breka Þórðarsonar á heimsleikum í CrossFit er í dag en þá lýkur keppni í aldursflokkum og flokkum fatlaðra á leikunum í Madison. Sport 3. ágúst 2023 09:41
Anníe, Katrín og BKG byrja heimsleikana í ár á fjallahjólum Keppni um heimsmeistaratitil karla og kvenna í CrossFit hefst í dag í Madison í Wisconsin fylki í Bandaríkjunum. Ísland á þrjá keppendur í aðalkeppninni í ár og það eru allt miklir reynsluboltar. Sport 3. ágúst 2023 08:31
Bergrós borin af velli með hitaslag en kláraði samt síðustu grein dagsins Íslenska CrossFit stelpan Bergrós Björnsdóttir lenti í erfiðum aðstæðum á fyrsta keppnisdegi á heimsleikunum í CrossFit. Hún keppir þar í flokki sextán til sautján ára stelpna og er enn á yngra ári. Sport 2. ágúst 2023 15:16
Bergrós fékk heilt rúm af fötum til að keppa í á heimsleikunum í CrossFit Íslenska CrossFit konan Bergrós Björnsdóttir er í sjöunda sæti eftir fyrsta keppnisdag sinn á heimsleikunum í CrossFit. Sport 2. ágúst 2023 08:30
Beint frá heimsleikunum: Breki og Bergrós hefja keppni Bergrós Björnsdóttir og Breki Þórðarson eru fyrstu Íslendingarnir sem hefja keppni á heimsleikunum í CrossFit í ár. Sport 1. ágúst 2023 13:46
Okkar konum ekki spáð á pall á heimsleikunum en fá „ekki gleyma“ umfjöllun Það eru mörg laus pláss á topp tíu á heimsleikunum eftir mikil forföll milli ára en um leið margar tilkallaðar. Morning Chalk Up vefurinn hefur nú sett fram spá sína um hvernig baráttan um heimsmeistaratitil kvenna í CrossFit endar í ár. Sport 1. ágúst 2023 12:01
„Börn“ Anníe Mistar og Katrínar Tönju í sviðsljósinu á skráningardeginum Heimsleikarnir í CrossFit hefjast í dag með keppni í aldursflokkum og hjá fötluðum en keppnin um heimsmeistaratitil karla og kvenna hefst ekki fyrr á fimmtudaginn. Sport 1. ágúst 2023 08:31
Mynd um Breka á leið á heimsleikana: „Maður þarf að elska sjálfan sig“ Breki Þórðarson hefur keppni á heimsleikunum í CrossFit á morgun en hann er einn af fimm íslenskum keppendum á mótinu í ár. Hann fór yfir undirbúning sinn þar sem reyndi á ekki síst af því að það er enginn að gera það sama og hann. Sport 31. júlí 2023 11:32
Anníe Mist: Konur eru ekki litlir karlar Íslenska CrossFit konan Anníe Mist Þórisdóttir skrifaði nýverið undir nýjan stóran styrktarsamning og það aðeins rúmri viku fyrir heimsleikana í CrossFit. Sport 31. júlí 2023 08:31
Annie Mist fer ýmsar leiðir til að venjast hitanum á Heimsleikunum í Crossfit Heimsleikarnir í Crossfit hefjast 1. ágúst. Alls munu sex Íslendingar taka þátt á leikunum í ár sem haldnir verða í Madison í Wisconsin-ríki í Bandaríkjunum. Sport 29. júlí 2023 10:16
Ljósu lokkarnir snúa aftur hjá Katrínu Tönju fyrir heimsleikana Íslenska CrossFit konan Katrín Tanja Davíðsdóttir er á lokasprettinum að undirbúa sig fyrir heimsleikana í CrossFit og hún ákvað að gera eina breytingu á sér rétt fyrir keppni. Sport 26. júlí 2023 09:33
Allt í einu birtust bara BKG, Anníe Mist og Frederik Anníe Mist Þórisdóttir er komin út til Bandaríkjanna þar sem hún keppir á sínum þrettándu heimsleikum í byrjun ágúst. Sport 21. júlí 2023 08:31
Hefur pissað tvisvar á sig í keppni Íslenska CrossFit fólkið Björgvin Karl Guðmundsson og Sólveig Sigurðardóttir var alveg tilbúið að bregða á leik og gefa af sér í léttu myndbandi á samfélagsmiðlum Wit Fitness. Sport 20. júlí 2023 08:31
„Það er allt í lagi að vera ekki alltaf fullkomin“ Íslenska CrossFit konan Sólveig Sigurðardóttir tókst ekki að komast á heimsleikana annað árið í röð og hún ræddi vonbrigði sín á undanúrslitamótinu í viðtali á Wit Fitness síðunni. Sólveig er bæði hreinskilin og auðmjúk í viðtalinu og talar þar beint frá hjartanu. Sport 17. júlí 2023 08:31
Svona verður skurðarhnífnum beitt á heimsleikunum í CrossFit í ár Anníe Mist Þórisdóttir, Björgvin Karl Guðmundsson og Katrín Tanja Davíðsdóttir vita hér með hvað þau þurfa að gera til að fá að keppa á lokadegi heimsleikanna í haust. Sport 7. júlí 2023 10:01
Tíu ár í heimsklassa hjá BKG: Miklu heilbrigðari núna Björgvin Karl Guðmundsson er að ná mögnuðum árangri á þessu CrossFit tímabili eða með því að tryggja sig inn á tíundu heimsleikana sína í CrossFit. Sport 5. júlí 2023 10:00
Katrín Tanja fær frí á mánudögum Katrín Tanja Davíðsdóttir er ein af fjórum Íslendingum sem er á fullu að undirbúa sig fyrir heimsleikana í CrossFit sem hefjast eftir tæpan mánuð. Sport 3. júlí 2023 08:30
Heimsmeistarinn æfir með nýja barnið framan á sér Sexfaldi heimsmeistarinn Tia-Clair Toomey er byrjuð að æfa á nýjan leik eftir að hafa eignast sitt fyrsta barn í vor. Toomey sýndi frá einni æfingu sinni og barnið fékk að vera með. Sport 30. júní 2023 09:16
Íslenska rigningin stoppar ekki reynsluboltana í undirbúningi fyrir heimsleikana Anníe Mist Þórisdóttir og Björgvin Karl Guðnundsdóttir eru bæði að undirbúa sig fyrir heimsleikana í byrjun ágúst en það gera þau hér heima á Íslandi. Sport 28. júní 2023 08:31
Anníe Mist ætlar sér að brjóta múra í ár Anníe Mist Þórisdóttir er komin inn á heimsleikana í tólfta sinn sem einstaklingur og er ein af þeim keppendum sem CrossFit samtökin nota til að auglýsa mótið í Madison í byrjun ágúst. Sport 27. júní 2023 08:31