Mótmæltu gæsluvarðhaldskröfu með vísan í faraldurinn Þrír karlmenn sem hlutu þunga fangelsisdóma fyrir amfetamínframleiðslu í Borgarfirði vísuðu til kórónuveirufaraldursins þegar þeir mótmælu kröfu saksóknara um að þær sæti gæsluvarðhaldi á meðan þeir bíða þess að áfrýjun þeirra verði tekin fyrir. Landsréttur staðfesti gæsluvarðhald yfir þeim öllum. Innlent 16. apríl 2020 18:06
Áfram í farbanni vegna dauðsfalls í Úlfarsárdal Landsréttur staðfesti að karlmaður um fimmtugt skuli áfram sæti farbanni fram í júní í tengslum við rannsókn á mannsláti í Úlfarsárdal í desember. Maðurinn er grunaður um að hafa valdið dauða manns sem féll þá fram af svölum á þriðju hæð fjölbýlishúss. Innlent 16. apríl 2020 17:35
Huginn vill halda kröfunni til streitu en Vinnslustöðin fundar síðdegis Fimm útgerðir af sjö sem stóðu að málsókn á hendur íslenska ríkinu vegna úthlutun makrílaflaheimilda ákváðu í gær að falla frá henni. Viðskipti innlent 16. apríl 2020 13:09
Eyþing óskaði eftir leynd um dómsátt eftir uppsögn framkvæmdastjóra Pétur Þór Jónasson fékk tæpar 15 milljónir króna í bætur vegna þess sem hann taldi ólöglega uppsögn, eftir að dómsátt var gerð í máli hans fyrr á árinu. Innlent 16. apríl 2020 08:11
Tólf mánaða fangelsi fyrir lífshættulega árás á sautján ára stúlku 21 árs karlmaður hefur verið dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir hótanir í garð barnsmóður sinnar annars vegar og afar grófar líkamsárásir á fyrrverandi kærustu hins vegar. Innlent 14. apríl 2020 16:52
Bjarni segir að útgerðin sjálf muni borga reikninginn vegna makrílmálsins Fjármálaráðherra segir að reikningurinn verði ekki sendur á skattgreiðendur fari svo að útgerðin vinni málið á hendur ríkinu. Innlent 14. apríl 2020 15:17
Landspítala gert að greiða tugi milljóna vegna mistaka við uppsetningu þvagleggs Landspítala hefur verið gert að greiða sjúklingi rúmlega 41 milljón, auk hárra vaxta, vegna læknamistaka árið 2012. Innlent 8. apríl 2020 17:36
Ber við minnisleysi Héraðsdómur Reykjaness framlengdi nú fyrir skömmu gæsluvarðhald yfir karlmanni á sextugsaldri sem er grunaður um að hafa orðið sambýliskonu sinni að bana til 15. apríl. Innlent 8. apríl 2020 15:12
Breytingar vegna kórónuveiru gætu haft áhrif á 225 hælisleitendur Um 225 hælisleitendur gætu orðið fyrir áhrifum af breyttu mati Útlendingastofnunar á því hvort mál einstaklinganna eigi að taka til efnismeðferðar vegna aðstæðnanna sem skapast hafa vegna kórónuveirufaraldursins. Innlent 4. apríl 2020 11:20
Landsréttur staðfestir dóm yfir tveimur föngum fyrir „sérstaklega hættulega“ líkamsárás Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Suðurlands yfir tveimur föngum á Litla-Hrauni fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Þá var annar maðurinn einnig sakfelldur fyrir að hafa kastað stól í fangavörð og hrækt í andlit hans. Innlent 3. apríl 2020 23:30
Viðsnúningur í nauðgunarmáli norðan heiða Karlmaður á fertugsaldri hefur verið sýknaður í Landsrétti af ákæru um nauðgun á Akureyri í janúar 2018. Innlent 3. apríl 2020 16:03
Sigrihrósandi Skúli sakar Svein Andra um endurtekin „handarbaksvinnubrögð“ Skúli í Subway fer hörðum orðum um hæstaréttarlögmanninn Svein Andra Sveinsson eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði frá máli gegn Skúla í gær. Viðskipti innlent 3. apríl 2020 12:02
Birkir um fangelsisdvölina: „Umhverfi sem kennir manni að það er ekki allt sjálfgefið“ Landsliðsmarkvörðurinn fyrrverandi ræddi um tímann í fangelsi í hlaðvarpsþættinum Miðjunni á Fótbolta.net. Íslenski boltinn 31. mars 2020 14:12
Mjólkursamsalan greiðir 480 milljónir vegna samkeppnislagabrota Mjólkursamsalan mun þurfa að greiða 480 milljónir króna til ríkisins, 440 milljónir vegna misnotkunar á markaðsráðandi stöðu og 40 milljónir vegna brota á upplýsingaskyldu. Innlent 27. mars 2020 19:45
Danskt fyrirtæki stefnir Önnu Kolbrúnu eftir langan aðdraganda Önnu Kolbrúnu Árnadóttur, þingmanni Miðflokksins, hefur verið stefnt af danska innheimtufyrirtækinu Lowell Danmark en málið snýst um greiðslur af húsnæðisláni sem hún tók þar í landi. Innlent 27. mars 2020 09:00
Ríkið sýknað af 1,3 milljarða bótakröfu Guðjóns Skarphéðinssonar Ríkið var í dag sýknað í Héraðsdómi Reykjavíkur af öllum kröfum Guðjóns Skarphéðinssonar. Guðjón krafðist þess að íslenska ríkið yrði dæmt til að greiða sér rétt rúman 1,3 milljarða króna í bætur. Innlent 26. mars 2020 15:03
Dæmdur fyrir ofbeldi en ekki nauðgun Karlmaður nokkur hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi meðal annars fyrir alvarlegt ofbeldi gagnvart fyrrverandi unnustu sinni. Hann var sýknaður af ákæru fyrir að nauðga konunni sömu nótt. Innlent 25. mars 2020 16:24
Krefja nýja eigendur WOW um sautján milljónir vegna vangoldinna launa Tveir forritarar hafa stefnt félaginu USAerospace Associates, nýjum eiganda WOW Air, og krefjast sautján milljóna króna vegna vangoldinna launa og uppsagnafrests. Viðskipti innlent 25. mars 2020 08:34
Hótaði að éta andlit fyrrverandi kærustu Karlmaður með brotaferil á bakinu hefur verið dæmdur í átján mánaða fangelsi í Landsrétti fyrir hótanir gegn fyrrverandi kærustu sinni og líkamsárás á mann sem hann segist hafa talið að kærastan væri að halda fram hjá honum með. Innlent 19. mars 2020 13:30
Ríkið segir Guðjón sjálfan hafa átt sök á því að vera ranglega dæmdur Íslenska ríkið krefst þess að það verði sýknað af öllum bótakröfum Guðjóns Skarphéðinssonar, einkum á þeim grundvelli að dómkrafan sé fyrnd og að hann hafi sjálfur átt sök á því að hafa verið ranglega dæmdur. Innlent 19. mars 2020 09:00
Fimm ára fangelsi fyrir grófa líkamsárás og nauðgun á sambýliskonu Karlmaður á fertugsaldri var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að beita sambýliskonu sína grófu ofbeldi og nauðga henni í íbúðargámi þar sem þau bjuggu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þetta er annar fangelsisdómurinn sem maðurinn hlýtur fyrir að misþyrma sömu konu. Innlent 18. mars 2020 18:20
Sálfræðingur sem braut gegn stjúpdóttur þarf að svara fyrir gamlar ásakanir um brot gegn ungum dreng Sálfræðingur um sextugt sem dæmdur var í tveggja og hálfs árs fangelsi sumarið 2019 fyrir að brjóta kynferðislega á fyrrverandi stjúpdóttur sinni hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn fjórtán ára dreng upp úr aldamótum. Innlent 18. mars 2020 09:00
Frjálsri fjölmiðlun gert að greiða þrotabúi DV 24 milljónir króna Dæmt var í máli þrotabús DV gegn Frjálsri fjölmiðlun í dag og er Frjálsri fjölmiðlun gert að greiða þrotabúi blaðsins 24 milljónir króna, auk dráttarvaxta Viðskipti innlent 17. mars 2020 23:31
Fimm ára baráttu ungra barna sem óttast föður sinn og móður lokið Ung systkini, stúlka og yngri drengur, sem lýst hafa kynferðisbrotum af hálfu föður og ofbeldi af hálfu móður þurfa ekki lengur að hafa áhyggjur af því að búa með foreldrum sínum. Hæstiréttur kvað upp dóm í gær þess efnis að foreldrarnir hefðu verið sviptir forsjá barnanna. Innlent 12. mars 2020 07:00
Eiríkur á Omega vill ekki tjá sig um meint peningaþvætti og skattsvik Eiríkur Sigurbjörnsson talinn hafa hagnast persónulega um 36 milljónir á skattsvikum. Innlent 11. mars 2020 10:52
Maður dæmdur fyrir að hafa hótað starfsmönnum dýralæknamiðstöðvar Maður var sakfelldur fyrir landsrétti í gær fyrir hótunarbrot gegn starfsmönnum dýralæknamiðstöðvar, tollalagabrot og brot gegn lyfsölu- og lyfjalögum. Innlent 7. mars 2020 10:47
Hlaut skilorðsbundinn dóm fyrir kynferðislega áreitni í rútu Karlmaður var í dag dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðislega áreitni. Fréttir 6. mars 2020 19:00
Þarf ekki að greiða leigu vegna umdeilds gistiskýlis sem komst ekki á koppinn Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Riverside ehf. og Útlendingastofnun af kröfum hvors annars í dómsmáli í tengslum við leigu á umdeildu gistiskýli fyrir hælisleitendur sem fyrirhugað var við Bíldshöfða. Innlent 5. mars 2020 09:00
Sýknaður af því að hafa kysst og káfað á fjórtán ára stúlku Ungur maður var í dag sýknaður af því að hafa kysst og káfað á fjórtán ára stúlku árið 2014 af Héraðsdómi Reykjaness. Maðurinn var 21 árs gamall þegar atvikið átti sér stað og er hann af dómnum ekki talinn hafa einbeittan brotavilja. Innlent 4. mars 2020 18:09
Útgerðarfélag Reykjavíkur unir illa dómi héraðsdóms Útgerðarfélag Reykjavíkur hf. skoðar nú stöðu sína eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi félagið til þess að greiða þrotabúi Glitnis um tvo milljarða króna vegna afleiðusamninga frá árinu 2008. Viðskipti innlent 3. mars 2020 18:53