Játuðu að hafa notað fölsuð vegabréf Þrír erlendir ríkisborgarar voru fyrir helgi dæmdir í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir skjalafals, brot gegn lögum um útlendinga og brot gegn lögum um atvinnuréttindi útlendinga. Innlent 3. desember 2018 06:45
Formaður Dómarafélagsins vonsvikinn með krónutöluna en fagnar frumvarpinu Formaður Dómarafélags Íslands lýsir yfir vonbrigðum með krónutöluna sem dómurum er ákveðin í frumvarpi um nýtt launafyrirkomulag embættismanna sem áður heyrðu undir kjararáð. Innlent 3. desember 2018 06:00
Landsréttur staðfesti tveggja ára fangelsisdóm fyrir nauðgun Landsréttur staðfesti í dag dóm héraðsdóms Norðurlands eystra yfir Héðni Búa Ríkharðssyni sem dæmdur var til tveggja ára fangelsisvistar fyrir nauðgun. Innlent 30. nóvember 2018 18:33
Dæmd í fangelsi fyrir að húðflúra börn á Akureyri Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt konu í þrjátíu daga fangelsi fyrir að hafa húðflúrað þrjár stúlkur, þar af tvær ólögráða, í heimahúsi á Akureyri í desember á síðasta ári. Innlent 30. nóvember 2018 12:46
Tekist á um skepnuna sem gleymir engu Tekist var á um birtingu dóma á netinu og nafnleynd í sakamálum á málþingi dómara og lögmanna í dag. Innlent 28. nóvember 2018 18:15
Vísað af landi brott eftir 16 ára dvöl hér á landi Héraðsdómur Reykjavíkur féllst ekki á kröfu Marcel Wojcik, þýsks manns sem dvalið hefur á Íslandi í sextán ár, um að fella úr gildi ákvarðanir Útlendingastofnunar og kærunefndar útlendinga þess efnis að vísa ætti honum úr landi. Innlent 28. nóvember 2018 12:00
Teslan gerð upptæk ásamt fjármununum sem fundust í rassvasa og leynihólfi Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sakfellt Hafþór Loga Hlynsson og Friðrik Árna Pedersen fyrir peningaþvætti. Hafþór Logi var dæmdur í tólf mánaða fangelsi en Friðrik Árni var dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi. Innlent 27. nóvember 2018 14:04
Þorsteinn Már boðaður á fund bankaráðs Seðlabankans Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, hefur verið boðaður á fund bankaráðs Seðlabankans klukkan tvö í dag. Viðskipti innlent 27. nóvember 2018 13:10
Nýbakaður gullverðlaunahafi á leið í fangelsi Denis Shramko, nýbakaður gullverðlaunahafi í sykurgerðarlist á heimsmeistaramóti kokkalandsliða í Lúxemborg, var á föstudaginn dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir tvær líkamsárásir í miðbæ Reykjavíkur árið 2016. Innlent 27. nóvember 2018 07:45
Krefst frávísunar í „shaken baby“-máli Ríkissaksóknari segir umdeildan matsmann bæði óábyrgan og ónákvæman. Innlent 27. nóvember 2018 06:15
Í gæsluvarðhald grunaður um að herja á vinsæla ferðamannabíla Landsréttur hefur staðfest úskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að karlmaður skuli sæta gæsluvarðhaldi til næstkomandi miðvikudags. Maðurinn er grunaður um fjölmörg innbrot í Dacia Duster bíla undanfarnar vikur þar sem talsverðum verðmætum hefur verið stolið úr bílunum. Innlent 26. nóvember 2018 16:34
Skipasali dró sér aflahlutdeild í eigu fyrrverandi tengdaföður Löggiltur skipasali á fimmtugsaldri var í Héraðsdómi Reykjaness fyrir tæpri viku dæmdur í átján mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fjárdrátt. Innlent 26. nóvember 2018 07:00
Óttast ekki málsókn og íhugar réttarstöðu sína Seðlabankastjóri segir innistæðu hafa verið fyrir málarekstri bankans gegn Samherja, þrátt fyrir nýuppkveðinn dóm Hæstaréttar. Viðskipti innlent 25. nóvember 2018 18:45
Segir það hafa verið ótvíræða skyldu að kæra Samherja Seðlabankastjóri segir að bankanum hafi verið skylt að kæra Samherja vegna brota á reglum um gjaldeyrismál. Hann hafi kannað að ljúka málinu með sáttaferli, sem lögmenn bankans hafi hins vegar útilokað. Viðskipti innlent 25. nóvember 2018 12:45
Segir málsmeðferð í Landsrétti hafa einkennst af virðingarleysi Óskað verður eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar í máli Thomasar Møller Olsen. Verjandi telur dómsformanninn, Sigurð Tómas Magnússon, vanhæfan vegna verktakavinnu fyrir ákæruvaldið. Innlent 24. nóvember 2018 07:45
Hæstiréttur tekur lögbannsmálið fyrir Hæstiréttur Íslands hefur fallist á beiðni Glitnis HoldCo um að lögbannsmál þrotabúsins gegn Stundinni verði tekið fyrir. Viðskipti innlent 23. nóvember 2018 22:55
Fimmtán mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fjórtán ára stúlku Maðurinn fór tvisvar frá mars til maí 2016 með stúlku sem þá var fjórtán ára heim til sín þar sem stúlkan veitti manninum munnmök og þau höfðu samræði. Innlent 23. nóvember 2018 22:30
Fangelsisdómur yfir Kickstarter-bróður vegna fjársvika staðfestur Einar Ágústsson var dæmdur í þriggja ára og níu mánaða fangelsi fyrir að hafa svikið tugi milljóna út úr fjórum einstaklingum. Viðskipti innlent 23. nóvember 2018 14:30
Máli Eikar gegn Andra Má vegna sölu á Heimshótelum vísað aftur í hérað Landsréttur hefur úrskurðað að Héraðsdómur Reykjavíkur skuli taka fyrir skaðabótamál fasteignafélagsins Eikar gegn Andra Má Ingólfssyni vegna sölu hins síðarnefnda á Heimshótelum árið 2016. Viðskipti innlent 22. nóvember 2018 14:00
Tvö og hálft ár fyrir innbrotið í Gullsmiðju Óla Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir innbrot í skartgripabúðina Gullsmiðju Óla í Hamraborg í Kópavogi í maí síðastliðnum og sautján umferðar- og fíkniefnalagabrot. Innlent 22. nóvember 2018 13:15
Trillukarl fór skógarferð í hérað vegna gallalauss gírs Karlmaður sem krafðist þess fyrir dómi að fá vél og vélarhluti bætta frá fyrirtækinu sem hann keypti hlutina frá þarf að greiða allan málskostnað í málinu auk álags vegna þarflausrar málsóknar. Innlent 22. nóvember 2018 10:15
Áfram í haldi vegna árásar sem leiddi til lömunar dyravarðar Maðurinn hefur verið í haldi vegna málsins frá því hann var handtekinn í lok ágúst. Innlent 21. nóvember 2018 17:29
Þriggja mánaða fangelsi fyrir fimm þúsund króna þjófnað Héraðsdómur Vestfjarða hefur dæmt konu í þriggja mánaða fangelsi fyrir stuld á snyrtivörum að verðmæti tæplega fimm þúsund króna úr verslur Lyfju á Ísafirði. Innlent 21. nóvember 2018 13:18
Sýknaður af nauðgun: „Ef þú værir dóttir mín myndi ég segja þér að kæra“ Héraðsdómur Norðurlands vestra hefur sýknað karlmann af ákæru um naugðun. Innlent 20. nóvember 2018 16:00
Sýknuð í hundruð milljóna króna fjársvikamáli Karl og kona voru fyrir helgi sýknuð í Landsrétti í umfangsmesta fjársvikamáli íslenskrar réttarsögu. Fólkið, var ásamt öðrum sakborningum í málinu, sakfellt í héraðsdómi fyrir hátt í 300 milljóna fjársvik og peningaþvætti, sem átti sér stað árin 2009-2010. Innlent 20. nóvember 2018 08:41
Íslensk sjálfboðaliðasamtök sýknuð af launakröfu Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag sjálfboðaliðasamtökin Seeds á Íslandi af launakröfu portúgalska doktorsnemans Tiago Quintanihla. Krafan sneri að vangoldnum launum og hljóðaði upp á rúmar tvær milljónir króna. Innlent 16. nóvember 2018 17:52
Bótamál hjúkrunarfræðings fer til Hæstaréttar Hæstiréttur hefur samþykkt beiðni Ástu Kristínar Andrésdóttur um áfrýjun dóms Landsréttar sem hafnaði kröfu hennar um skaðabætur frá ríkinu. Innlent 16. nóvember 2018 07:00
Snorri í Betel fær lægri bætur eftir dóm Hæstaréttar Hæstiréttur hefur dæmt Snorra Óskarssyni, sem oft er kenndur við hvítasunnusöfnuðinn Betel, 3,5 milljónir króna í skaðabætur vegna ólögmætrar uppsagnar þegar honum var sagt upp störfum sem kennara við Brekkuskóla á Akureyri í júlí 2012. Innlent 15. nóvember 2018 15:46
„Þessi verk voru unnin“ Sigurður Ragnar Kristinsson þarf einn að svara til saka fyrir meint meiriháttar skattalagabrot í rekstri verktakafyrirtæksins SS verks ehf. Viðskipti innlent 15. nóvember 2018 14:15
Strawberries-málið ekki fyrir Hæstarétt Hæstiréttur mun ekki taka fyrir mál Viðars Márs Friðfinnssonar, fyrrverrandi eiganda kampavínsklúbbsins Strawberries. Óskað var eftir leyfi til þess að skjóta málinu til Hæstaréttar. Innlent 15. nóvember 2018 07:49