Dómsmál

Dómsmál

Fréttir af málum sem rata fyrir dómstóla.

Fréttamynd

Þriggja ára fangelsi fyrir að nauðga 14 ára stúlku

Rúmlega tvítugur karlmaður, Edward Apeadu Koranteng, var í dag dæmdur í þriggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir nauðgun. Maðurinn nauðgaði stúlkunni sem er fjórtán ára í heimahúsi í september í fyrra. Stúlkunni var jafnframt dæmd um ein milljón króna í miskabætur.

Innlent
Fréttamynd

Báðust afsökunar á framferði sínu á vettvangi slyss

Nokkrir vegfarendur höfðu samband við lögregluna í Reykjavík í gær og báðust afsökunar á framkomu sinni sl. sunnudag í kjölfar banaslyss á Vesturlandsvegi. Hinir sömu höfðu áður lýst yfir óánægju sinni með lokun vegarins og gerðu það bæði á vettvangi og símleiðis.

Innlent
Fréttamynd

Fangelsisdómur og há sekt fyrir skatta- og bókhaldsbrot

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í níu mánaða skilorðsbundið frangelsi og til greiðslu 29 milljón króna í sekt fyrir að hafa hvorki staðið skil á virðisaukaskattskýrslum vegna atvinnustarfsemi sinnar fyrir árið 2004 né innheimtum virðisaukaskatti að fjárhæð rúmlega 14 milljónir króna. Þá var hann einnig sakfelldur fyrir að færa ekki lögboðið bókhald og varðveita bókhaldsgögn vegna sömu atvinnustarfsemi.

Innlent
Fréttamynd

Sýknaður af skaðabótakröfu vegna slyss

Héraðsdómur Reykjaness sýknaði í dag húsasmíðameistara af ríflega 3,3 milljóna króna skaðabótakröfu byggingverkamanns sem slasaðist við störfum á vegum meistarans haustið 2001.

Innlent
Fréttamynd

Sakfelldir fyrir utanvegaakstur í Hlíðarfjalli

Héraðsdómur Norðurlands eystra sakfelldi í dag tvo menn fyrir utanvegaakstur og sektaði annan þeirra um 25 þúsund krónur en frestaði ákvröðun um refsingu hins um tvö ár svo framarlega sem hann heldur skilorð.

Innlent
Fréttamynd

Fluttu inn 6,5 kíló af amfetamíni

Réttað var yfir tveimur Litháum í Héraðsdómi Reykjavíkur dag en þeir fluttu samtals inn til landsins sex og hálft kíló af amfetamíni í lok sumars.

Innlent
Fréttamynd

Gæsluvarðhald staðfest vegna meintrar nauðgunar

Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð yfir karlmanni á sextugsaldri sem grunaður eru um að hafa nauðgað konu síðastliðinn föstudag. Maðurinn verður í gæsluvarðhaldi til 20. desember og á að gangast undir geðrannsókn á þessum tíma.

Innlent
Fréttamynd

Sex ára fangelsi fyrir sveðjuárás

Hæstiréttur staðfesti í dag sex ára fangelsisdóm yfir Tindi Jónssyni fyrir tilraun til manndráps með því að hafa ráðist að mann vopnaður sveðju og höggvið í höfuð hans og líkama.

Innlent
Fréttamynd

Fangelsi og sekt fyrir ölvunarakstur og ranga skýrslugjöf

Karlmaður var í Héraðsdómi Suðurlands dæmdur í eins mánaðar fangelsi og til greiðslu 250 þúsund króna fyrir ölvunarakstur og fyrir að framvísa ökuskírteini annars manns þegar lögreglan hafði afskipti af honum. Þá var hann jafnfram sviptur ökuréttindum í fimm ár.

Innlent
Fréttamynd

Mótmælendur fá skilorðsbundinn dóm

Héraðdsdómur Austurlands hefur dæmt sex breska ríkisborgara í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og tvo Breta í eins mánaðar fangelsi fyrir að hafa ruðst í heimildarleysi inn á skrifstofu verkfræðistofunnar Hönnunar á Reyðarfirði í sumar og gert þar tilraun til að svipta starfsmenn frelsi sínu.

Innlent
Fréttamynd

Fær 23 milljónir vegna mistaka í brjóstastækkunaraðgerð

Tveir læknar voru í dag dæmdir í Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða konu rúmar tuttugu og þrjár milljónir króna í bætur vegna mistaka í aðgerð. Konan fór í brjóststækkunaraðgerð en á meðan á aðgerðinni stóð hætti hún að anda og fékk hjartastopp.

Innlent
Fréttamynd

Fékk snöru til að hengja sig með í jólagjöf

Karlmaður um fertugt var í dag dæmdur í tveggja mánaða fangelsik í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að reyna að aka á fyrrverandi eiginkonu sína. Maðurinn reyndi tvívegis að aka á konuna. Konan fékk jólagjöf frá manninum um síðustu jól en í pakkanum var snara til að hengja sig með.

Innlent
Fréttamynd

Dæmdir fyrir peningafölsun

Þrír karlmenn voru í dag dæmdir í Héraðsdómi Norðurlands eystara fyrir peningafölsun. Einn mannanna var einnig dæmdur fyrir þjófnað og annar fyrir vörslu fíkniefna. Þeir notuðu falsaðan fimm þúsund króna seðil í Bónusvídeó á Akureyri. Mennirnir eru á aldrinum sextán til tuttugu og eins árs.

Innlent
Fréttamynd

Rúmenar dæmdir fyrir hraðbankasvindl

Tveir Rúmenar voru sakfelldir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir að hafa sett upp leynilegan afritunarbúnað á hraðbanka til að afrita banka- og greiðslukortanúmera viðskiptavina. Annar mannanna fékk tólf mánaða fangelsisdóm en hinn átta.

Innlent
Fréttamynd

Landspítalinn sýknaður af skaðabótakröfu

Landspítali-Háskólasjúkrahús var í dag sýknað, í Héraðsdómi Reykjavíkur, af skaðabótakröfu konu sem taldi sig hafa hlotið skaða við mistök lækna er gerðu á henni brjósklosaðgerð.

Innlent
Fréttamynd

Ógnaði starfsfólki með öxi

Karlmaður á fimmtugsaldri var í dag dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi, í Héraðsdómi Reykjaness, fyrir vopnað rán í lyfjaversluninni Apótekaranum. Fyrir viku var karlmaður á þrítugsaldri dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir vopnað rán í sama apótek.

Innlent
Fréttamynd

Árs fangelsi fyrir kynferðisbrot

Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag árs fangelsisdóm yfir karlmanni fyrir kynferðisbrot. Maðurinn hlaut dóminn í Héraðsdómi Reykjavíkur í mars á þessu ári, fyrir að hafa haft samræði eða önnur kynferðismök við konu á meðan hún gat ekki spornað við verknaðinum, sökum ölvunar og svefndrunga. Maðurinn var jafnframt dæmdur til að greiða konunni 600.000 krónur í skaðabætur.

Innlent
Fréttamynd

Greiðir rúma hálfa milljón fyrir umferðarlagabrot

Héraðsdómur Vestfjarða hefur dæmt mann til að greiða 540 þúsund krónur í sekt fyrir margvísleg og ítrekuð umferðarlagabrot, sem hann framdi víðsvegar um Vestfirði í sumar. Mun þetta vera einhver hæsta sekt fyrir umferðarlagabrot sem um getur.

Innlent
Fréttamynd

Fékk þrjátíu daga í fangelsi fyrir að hafa fíkniefni innvortis

Karlmaður á þrítugsaldri var í dag dæmdur í þrjátíu daga fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir innflutning á hassi. Maðurinn var handtekinn við komuna frá Spáni hingað til lands í lok ágúst en hann hafði 219,69 grömm af hassi innvortis. Hann var jafnframt dæmdur til að greiða 92.190 krónur í sakarkostnað.

Innlent
Fréttamynd

Gekk ítrekað í skrokk á barnsmóður sinni

Karlmaður á fertugsaldri var í dag dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í sjö mánaða fangelsi, þar af fimm mánuði skilorðsbundið, fyrir líkamsárásir á fyrrum sambýliskonu sína og barnsmóður. Maðurinn var jafnframt dæmdur fyrir húsbrot, brot á nálgunarbanni og fíkniefnalagabrot. Hann var sýknaður af vopnalagabroti.

Innlent
Fréttamynd

Fékk árs fangelsi fyrir árás á lögregluþjón

Karlmaður var í dag dæmdur í árs fangelsi í Héraðsdómi Norðurlands eystra fyrir að ráðast á lögregluþjón við skyldustörf og veita honum áverka. Hann var jafnframt dæmdur fyrir vörslu fíkniefna og að til að sæta upptöku þeirra.

Innlent