Dómsmál

Dómsmál

Fréttir af málum sem rata fyrir dómstóla.

Fréttamynd

Þráspurt um hæfi rann­sak­enda

Verjendur Lárusar Welding og Guðmundar Hjaltasonar í Vafningsmálinu hafa kallað fjóra starfsmenn sérstaks saksóknara fyrir dóminn sem vitni í morgun og þráspurt þá um rannsókn málsins, augljóslega í því skyni að finna á henni höggstað.

Innlent
Fréttamynd

Karl var upp­tekinn á þriðju­dag

Karl Wernersson, fyrrverandi stjórnarformaður og aðaleigandi Milestone mætti fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun sem vitni í Vafningsmáli sérstaks saksóknara gegn Lárusi Welding og Guðmundi Hjaltasyni.

Innlent
Fréttamynd

Vildu vita hvernig á­kvörðun var tekin um risa peningamarkaðslán

Símon Sigvaldason og Skúli Magnússon, dóimarar við Héraðsdóm Reykjavíkur, hafa ítrekað spurt vitnii í dag um formhlið lánasamninganna sem gerðir voru vegna 10 milljarða króna láns sem Milestone fékk frá Glitni. Lánið kom í gegnum fyrirtækið Vafning og líka í gegnum Svartháf.

Innlent
Fréttamynd

Guð­mundur neitar á­sökunum: Segir málið hafa haft mikil á­hrif á fjöl­skylduna

Guðmundur Hjaltason, fyrrverandi framkvæmdastjóri Glitnis, hafnaði öllum ákæruatriðum þegar hann gaf skýrslu í Vafningsmálinu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Hann ásamt Lárusi Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis, eru ákærðir fyrir umboðssvik með lánveitingum til Milestone í gegnum félagið Vafning. Guðmundur sagði fyrir dómi að málið hefði verið unnið eftir hefðundnum leiðum hjá Glitni, og skjalagerðin verið framkvæmd á nokkrum dögum.

Innlent
Fréttamynd

Lárus segist ekki hafa á­kveðið lánin til Milestone

Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis banka, segir að ákvarðanir um lánveitingar til Milestone hafi verið teknar að sér fjarstöddum. Þetta sagði hann í skýrslutöku fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur þegar Vafningsmálið hófst í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Bjarni á vitnalista í Vafningsmáli

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, er á meðal þeirra sem eru á vitnalista í svokölluðu Vafningsmáli sérstaks saksóknara. Aðalmeðferð í málinu hefst í dag og gert er ráð fyrir að hún taki að minnsta kosti þrjá daga.

Innlent
Fréttamynd

Lögreglan rannsakaði of mikið

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í gær 29 ára mann í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir vopnalagabrot, brot gegn valdstjórninni og hylmingu.

Innlent
Fréttamynd

Grunaðir um smygl til Íslands í áraraðir

„Þetta er eitt stærsta mál sem við höfum unnið að,“ segir Karl Steinar Valsson, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, um mál átta Íslendinga og fjögurra annarra sem nú sitja inni í Kaupmannahöfn og Noregi.

Innlent
Fréttamynd

Kröfu um frá­vísun Vafningsmálsins hafnað

Kröfu sakborninga í Vafningsmálinu svokallaða var hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur núna klukkan tvö. Úrskurðurinn, sem Símon Sigvaldason héraðsdómari kvað upp, er ekki kæranlegur til Hæstaréttar. Það voru sakborningar í málinu, þeir Lárus Welding og Guðmundur Hjaltason, sem fóru fram á að málinu yrði vísað frá dómi vegna ágalla á málsmeðferð þegar í ljós kom að tveir lögreglumenn sem störfuðu hjá sérstökum saksóknara höfðu unnið skýrslu fyrir þrotabú Milestone sem byggðu á gögnum frá embætti sérstaks saksóknara.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Lárus Welding fyrir rétti í dag

Sakborningar í Vafningsmálinu svokallaða, þeir Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, og Guðmundur Hjaltason, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs bankans, mæta fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í dag, þegar málflutningur fer þar fram.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Í sextán ára fangelsi fyrir morð

Hlífar Vatnar Stefánsson var dæmdur í sextán ára fangelsi í morgun fyrir morðið á Þóru Eyjalín Gísladóttur í Hafnarfirði fyrr á árinu. Það var Héraðsdómur Reykjaness sem kvað dóminn upp. Hlífar Vatnar var jafnframt dæmdur til að greiða aðstandendum hennar samtals fjórar milljónir í miskabætur.

Innlent
Fréttamynd

Telur rann­sóknina ekki í upp­námi

Saksóknari hjá embætti sérstaks saksóknara segist ekki líta svo á að rannsóknin á Vafningsmálinu sé í uppnámi þrátt fyrir að rannsakendur málsins hafi verið kærðir fyrir brot á lögum um þagnarskyldu. Lögmaður ákærða segir drátt málsins bagalegan.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kröfu verj­enda í Vafningsmálinu hafnað

Kröfu verjenda Lárusar Welding og Guðmundar Hjaltasonar, sem ákærðir eru í Vafningsmálinu svokallaða fyrir meint umboðssvik, um að greinargerð embættis sérstaks saksóknara um innanhúsrannsókn á rannsakendum málsins, verði ekki tekin gild var hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur. Símon Sigvaldason dómari kvað upp úrskurð þess efnis klukkan 14:00 í dag.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sér­stakur sak­sóknari telur rann­sóknina ekki ó­nýta

Sérstakur saksóknari telur að störf þeirra rannsakenda hjá embætti sem voru kærðir á dögunum fyrir það að selja upplýsingar til þriðja aðila hafi ekki grafið undan rannsókn svokallaðs Vafningsmáls. Þetta kom fram við fyrirtöku málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Þar lagði saksóknari fram greinargerð með niðurstöðum innanhússrannsóknar sem bendi til þess að engin lög eða reglur hafi verið brotnar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fimm ára fangelsi fyrir að ræna Michelsen

Tveir karlmenn voru dæmdir í fimm ára fangelsi fyrir að ræna úraverslunina Michelsen. Það var Héraðsdómur Reykjavíkur sem dæmdi mennina á föstudag. Þeir Grzegorz Marcin Nowak og Pawel Jerzy Podburaczynski, játuðu báðir aðild að úraráninu í Michelsen þegar málið var til meðferðar héraðsdóms í vor. Ránið var framið síðastliðið haust. Mennirnir fóru vopnaðir leikfangabyssum inn í úrabúðina og stálu úrum fyrir um 50 milljónir króna.

Innlent
Fréttamynd

Stakk fórnarlambið um þrjátíu sinnum

Hlífar Vatnar Stefánsson, sem hefur játað að hafa orðið Þóru Eyjalín Gísladóttur að bana, segir að hún hafi verið besti vinur sinn, og að hann hafi ekki ætlað að drepa hana. Sækjandi fer fram á minnst 16 ára fangelsisdóm. Rétt er að vara viðkvæma við lýsingum á atburðum í fréttinni.

Innlent
Fréttamynd

Úraræningjar fyrir dóm í dag

Aðalmeðferð fer fram í dag í máli ríkissaksóknara gegn þeim Grzegorz Marcin Nowak og Pawel Jerzy Podburaczynski, sem eru grunaðir um hafa skipulagt úrarán í Michelsen á Laugavegi síðasta haust. Einn maður hefur þegar verið dæmdur í 5 ára fangelsi fyrir aðild sína að ráninu.

Innlent
Fréttamynd

Ákærður fyrir hrottalegt morð

Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur Hlífari Vatnari Stefánssyni, 23 ára Hafnfirðingi sem varð fyrrverandi unnustu sinni að bana í húsi að Skúlaskeiði í Hafnarfirði í byrjun febrúar.

Innlent
Fréttamynd

Rolex ræningi í fimm ára fangelsi

Marcin Tomasz Lech, einn fjögurra Pólverja sem komu hingað til lands í október í fyrra til þess að ræna úraverslunina Michelsen við Laugaveg, var í dag dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir þátt sinn í ráninu. Frá því dregst gæsluvarðhald sem hann hefur sætt frá 27. október í fyrra. Þá er manninum gert að greiða tryggingafélaginu VÍS fjórtán milljónir króna og bíll sem hann ætlaði að nota til þess að koma þýfinu úr landi hefur verið gerður upptækur.

Innlent
Fréttamynd

Hæsti­réttur dæmir Her­bert til að greiða milljónir

Herbert Guðmundsson söngvari og Svala Guðbjörg Jóhannesdóttir, fyrrverandi eiginkona hans, voru í dag dæmd til að greiða 3,6 milljónir króna vegna vangoldinna hússjóðsgjalda. Hæstiréttur kvað upp dóminn í dag og staðfesti þar með dóm Héraðsdóms Reykjavíkur, sama efnis, sem kveðinn var upp 25. júní 2010.

Innlent
Fréttamynd

Aratúnsfjölskyldan áfrýjar ekki málinu

Aratúnsfjölskyldan ætlar ekki að áfrýja sýknudómi í meiðyrðamáli sem fjölskyldan höfðaði gegn Trausta Laufdal Aðalsteinssyni, sem bloggaði á vefsvæði DV. Trausti kallaði fjölskylduna meðal annars bilað lið og "mansonfjölskyldu sem ætti að vista í vel afgirtu búri í húsdýragarðinum".

Innlent
Fréttamynd

Aratúnsfjölskyldan tapaði meiðyrðamáli í héraðsdómi

Trausti Laufdal Aðalsteinsson bloggari var í dag sýknaður af meiðyrðastefnu vegna ummæla sem hann viðhafði á bloggsíðu á DV. Það var fjölskylda í Aratúni sem stefndi Trausta en hann mun meðal annars hafa kallað fólkið "bilað lið“ og "mansonfjölskyldu sem ætti að vista í vel afgirtu búri í húsdýragarðinum“.

Innlent
Fréttamynd

Þarf að borga 950 þúsund vegna bloggfærslu

Bloggari var dæmdur til að greiða konu þrjú hundruð þúsund krónur í miskabætur fyrir meiðyrði í hennar garð og þá voru ummæli sem birtust á heimasíðu mannsins dæmd dauð og ómerk. Dómari telur það vera tilefnislaust og óviðurkvæmilegt að rifja upp 30 ára gamla dóma, sem konan hlaut.

Innlent