Kvika banki sýknaður af kröfu ET Sjónar Kristinn Ingi Jónsson skrifar 31. janúar 2018 11:15 Deilan snerist um ráðgjöf vegna kaupa á hlut í Ölgerðinni. Vísir/Anton Brink Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í síðustu viku Kviku fjárfestingarbanka, áður Virðingu, af skaðabótakröfu félagsins ET Sjónar í eigu Eiríks Ingvars Þorgeirssonar. Félagið krafðist þess að fá greiddar liðlega 300 milljónir króna í skaðabætur vegna meintrar ófullnægjandi ráðgjafar af hálfu Auðar Capital, sem síðar sameinaðist Virðingu. Kvika festi síðan kaup á öllu hlutafé Virðingar á síðasta ári. ET Sjón er einn þriggja hluthafa eignarhaldsfélagsins Þorgerðar sem seldi 45 prósenta hlut sinn í drykkjaframleiðandanum Ölgerðinni haustið 2016. Félagið fór fram á að sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu legði lögbann á söluna en þeirri beiðni var hafnað. Skömmu síðar var tilkynnt um sölu á 69 prósenta hlut í Ölgerðinni til framtakssjóðanna Akurs fjárfestingar, Horns III og hóps einkafjárfesta. Félagið Þorgerður var stofnað í október árið 2010 utan um kaup á hlut í Ölgerðinni. Fjárfestingarsjóðurinn Auður 1, í stýringu Auðar Capital og eigu lífeyrissjóða og einkafjárfesta, fór fyrir kaupendahópnum og átti meirihluta hlutafjár í Þorgerði. ET Sjón átti tæplega 30 prósenta hlut í félaginu. Samkvæmt heimildum Markaðarins tengist óánægja Eiríks Ingvars með ráðgjöf Auðar Capital því að hann hafi þurft að bera kostnað vegna rúmlega milljarðs króna endurálagningar ríkisskattstjóra á Ölgerðina árið 2013 vegna öfugs samruna félagsins frá árinu 2007.Fréttin birtist fyrst í Markaðinum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Dómsmál Mest lesið Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Atvinnulíf Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Viðskipti innlent Matvöruverð tekur stökk upp á við Neytendur Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Viðskipti innlent „Þjóðarsport“ að hækka vöruverð í janúar Neytendur Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Viðskipti innlent Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Alvotech vígir Frumuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Skipt um mann í brúnni hjá Frumherja Arion banki og Alda hljóta Menntaverðlaun atvinnulífsins Björn Brynjúlfur selur Moodup Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Bein útsending: Menntadagur atvinnulífsins Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025 Bein útsending: Stjórnendaverðlaun Stjórnvísi afhent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í síðustu viku Kviku fjárfestingarbanka, áður Virðingu, af skaðabótakröfu félagsins ET Sjónar í eigu Eiríks Ingvars Þorgeirssonar. Félagið krafðist þess að fá greiddar liðlega 300 milljónir króna í skaðabætur vegna meintrar ófullnægjandi ráðgjafar af hálfu Auðar Capital, sem síðar sameinaðist Virðingu. Kvika festi síðan kaup á öllu hlutafé Virðingar á síðasta ári. ET Sjón er einn þriggja hluthafa eignarhaldsfélagsins Þorgerðar sem seldi 45 prósenta hlut sinn í drykkjaframleiðandanum Ölgerðinni haustið 2016. Félagið fór fram á að sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu legði lögbann á söluna en þeirri beiðni var hafnað. Skömmu síðar var tilkynnt um sölu á 69 prósenta hlut í Ölgerðinni til framtakssjóðanna Akurs fjárfestingar, Horns III og hóps einkafjárfesta. Félagið Þorgerður var stofnað í október árið 2010 utan um kaup á hlut í Ölgerðinni. Fjárfestingarsjóðurinn Auður 1, í stýringu Auðar Capital og eigu lífeyrissjóða og einkafjárfesta, fór fyrir kaupendahópnum og átti meirihluta hlutafjár í Þorgerði. ET Sjón átti tæplega 30 prósenta hlut í félaginu. Samkvæmt heimildum Markaðarins tengist óánægja Eiríks Ingvars með ráðgjöf Auðar Capital því að hann hafi þurft að bera kostnað vegna rúmlega milljarðs króna endurálagningar ríkisskattstjóra á Ölgerðina árið 2013 vegna öfugs samruna félagsins frá árinu 2007.Fréttin birtist fyrst í Markaðinum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Dómsmál Mest lesið Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Atvinnulíf Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Viðskipti innlent Matvöruverð tekur stökk upp á við Neytendur Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Viðskipti innlent „Þjóðarsport“ að hækka vöruverð í janúar Neytendur Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Viðskipti innlent Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Alvotech vígir Frumuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Skipt um mann í brúnni hjá Frumherja Arion banki og Alda hljóta Menntaverðlaun atvinnulífsins Björn Brynjúlfur selur Moodup Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Bein útsending: Menntadagur atvinnulífsins Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025 Bein útsending: Stjórnendaverðlaun Stjórnvísi afhent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Sjá meira