Dómsmál

Dómsmál

Fréttir af málum sem rata fyrir dómstóla.

Fréttamynd

Óútskýrðar hvítar flygsur en ekki hnífur

Alexander Máni Björnsson var í dag dæmdur í sex ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps. Hann var sýknaður af ákæru um eina tilraun til manndráps þar sem ekki var talið sannað að hann hefði lagt að þriðja brotaþolanum með hnífi. Verjandi hans staðhæfði að annar hnífur hafi sést á myndskeiði frá vettvangi en dómari telur að um „hvítar flygsur“ hafi verið að ræða frekar en hníf.

Innlent
Fréttamynd

Vaktin: Ör­lög sak­borninganna 25 ráðast í dag

Dómsuppsaga í Bankastrætis Club-málinu, einu umtalaðasta sakamáli Íslandssögunnar, hefst klukkan 08:30 í dag. 25 sakborningar verða þá ýmist sakfelldir eða sýknaðir og hljóta refsingu eftir atvikum. Fylgst verður með gangi mála hér í vaktinni.

Innlent
Fréttamynd

Mega hýsa síðu sem kort­leggur gyðinga

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað öllum kröfum samtakanna Anti Defamation League, ADL, um ógildingu ákvörðunar sýslumanns, um að hafna beiðni um lögbann við hýsingu vefsíðu þar sem má finna „kortlagningaráætlun“ yfir gyðinga og lögpersónur tengdar þeim.

Innlent
Fréttamynd

Lífið breyttist vegna gá­leysis leigu­bíl­stjóra

Þórunn Óskarsdóttir lenti í alvarlegu bílslysi á Reykjanesbraut fyrir fjórum árum, þegar hún var farþegi í leigubíl ásamt tveimur öðrum. Dómstólar komust síðar að þeirri niðurstöðu að slysið hefði orsakast af stórfelldu gáleysi leigubílstjórans og var hann sakfelldur fyrir brot á umferðar- og hegningarlögum. 

Innlent
Fréttamynd

Strætó þarf að greiða Teiti Jónas­syni tæp­lega 200 milljónir

Landsréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur fyrr í dag um bótaskyldu og þarf Strætó bs. að greiða Teiti Jónassyni ehf. um 194 milljónir króna auk málskostnaðar. Málið var höfðað vegna útboðs Strætó á akstri á fimmtán leiðum á höfuðborgarsvæðinu árið 2009.

Innlent
Fréttamynd

Flutti eigið meið­yrða­mál og fékk á baukinn í Lands­rétti

Áfrýjun Hugins Þórs Grétarssonar, á sýknudómi í meiðyrðamáli hans á hendur Maríu Lilju Þrastardóttur Kemp aðgerðarsinna, hefur verið vísað frá Landsrétti. Hann flutti mál sitt sjálfur og segir niðurstöðu Landsréttar til marks um það að borgurum sé gert ómögulegt að leita réttar síns án dýrrar lögfræðiaðstoðar.

Innlent
Fréttamynd

Máli Jóns Páls gegn Víkingi Ólafs­vík vísað frá

Landsréttur hefur úrskurðað að vísa máli knattspyrnuþjálfarans Jóns Páls Pálmasonar gegn Knattspyrnudeild Víkings Ólafsvíkur frá héraðsdómi. Héraðsdómur hafði áður sýknað deildina af kröfu Jóns Páls, en hann hafði krafið félagið um 26 milljónir króna auk dráttarvaxta.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Kennari fær engar bætur eftir stympingar við nemanda

Kona sem hlaut tíu prósent örorku í starfi sínu sem kennari eftir átök við nemanda, sem átti sér sögu um hegðunarvanda, fær engar skaðabætur. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að konan hefði ekki átt að beita líkamlegu inngripi þegar nemandi hljóp um matsal skólans.

Innlent
Fréttamynd

Þriggja ára dómur fyrir brot gegn stjúp­dóttur

Karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir að hafa ítrekað og reglulega beitt stjúpdóttur sína kynferðisofbeldi á þriggja ára tímabili. Maðurinn er jafnframt dæmdur til að greiða stúlkunni 2,5 milljónir króna í miskabætur.

Innlent
Fréttamynd

Fjórir millistjórnendur fá ekki krónu eftir upp­sögn

Landsréttur sýknaði í dag íslenska ríkið af því að hafa staðið ólöglega að uppsögnum fjögurra fyrrverandi millistjórnenda spítalans í tengslum við skipulagsbreytingar. Starfsmennirnir kröfðust tuttugu til þrjátíu milljóna króna hver í bætur.

Innlent
Fréttamynd

Nauðgaði vin­konu sinni

Márcio José Caetano Vieira var í Landsrétti í dag dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að nauðga kunningjakonu sinni fyrir fjórum árum. Landsréttur þyngdi dóminn um sex mánuði. Hann þarf að greiða konunni 1,8 milljónir króna í miskabætur. Márcio breytti framburði sínum verulega fyrir dómi og þótti ótrúverðugur í frásögn sinni.

Innlent
Fréttamynd

„Rétt­lætinu er full­nægt“

Lögmaður Ingós veðurguðs, sem hafði í dag betur í meiðyrðamáli fyrir Landsrétti, segir að niðurstaðan komi ekki á óvart og dómurinn sé réttur. „Réttlætinu er fullnægt.“

Innlent
Fréttamynd

Ingó hafði betur í Lands­rétti gegn Sindra Þór

Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó veðurguð, hafði í dag betur í meiðyrðamáli sínu á hendur Sindra Þór Sigríðarsyni Hilmarssyni í Landsrétti. Sindri Þór mátti ekki viðhafa ummæli á borð við „Skemmtikraftur sem hefur stundað það síðastliðin 12-13 ár að ríða börnum.“

Innlent