Óumdeilt að keðjan endar ekki hjá Birgi Verjandi Birgis Halldórssonar gaf í skyn að Páll Jónsson, timbursali á sjötugsaldri hefði sagt ósatt í framburði sínum í skýrslutöku lögreglu og eins fyrir dómi. Páll sagði Birgi hafa komið að innflutningi efnanna og fengið sig til verksins. Rannsakendur, saksóknari, verjandi og sakborningarnir sjálfir eru sammála um að keðjan endi ekki hjá Birgi. Hvort keðjan endi hjá huldumanninum Nonna er enn stóra spurning málsins og ekki síst hver þessi Nonni er eiginlega? Innlent 9. mars 2023 13:12
Móðir viðmælanda Eddu Falak krefst fimm milljóna í bætur Móðir konu sem var gestur í hlaðvarpsþættinum Eigin konur krefst þess að stjórnandi þáttarins, Edda Falak, greiði sér fimm milljónir í bætur vegna hljóðbrots sem var spilað í þættinum. Innlent 9. mars 2023 11:19
Blaðamannafélagið telur ákvörðun dómara takmarka tjáningarfrelsi Blaðamannafélag Íslands telur ákvörðun dómara um að banna fréttaflutning af Stóra kókaínmálinu á meðan beðið var eftir því að öllum skýrslutökum málsins væri lokið vera takmörkun á tjáningarfrelsinu. Félagið lýsir yfir þungum áhyggjum af ákvörðun dómara málsins. Innlent 9. mars 2023 10:57
Segir Daða hafa verið „viljalaust verkfæri“ í höndum Nonna Verjandi Daða Björnssonar, þrítugs karlmanns sem er einn sakborninga í Stóra kókaínmálinu, segir skjólstæðing sinn hálfgert eyland í málinu og að þátttaka hans hefði verið hluti af sjálfsskaðandi hegðun. Daði var í neyslu á þeim tíma sem aðkoma hans að málinu hófst auk þess að rækta og selja fíkniefni. Hann hefur notað tímann í gæsluvarðhaldi til uppbyggingar, stundar nú nám og er virkur í meðferðarstarfi á Litla hrauni. Innlent 9. mars 2023 10:24
Ofsaaksturinn á Glerárgötu ekki tekinn fyrir í Hæstarétti Hæstiréttur hefur hafnað áfrýjunarbeiðni manns sem sakfelldur var fyrir að aka á gangandi vegfaranda og hjólreiðamann þegar hann ók á ofsahraða norður Glerárgötu á Akureyri í ágúst 2019. Innlent 9. mars 2023 07:58
Grunuð um fjöldann allan af líkamsárásum, þjófnaði og rán Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Norðurlands eystra yfir konu sem grunuð er um fjölda hegningalagabrota á árunum 2022 og 2023. Meðal þess eru ítrekaðar líkamsárásir, þjófnaðir, húsbrot og rán. Innlent 8. mars 2023 23:09
Lindarhvoli ber að afhenda álitsgerð MAGNA um félagið Lindarhvoli ehf. er skylt að veita Frigus II ehf. aðgang að álitsgerð MAGNA lögmanna sem lögmannsstofan vann fyrir forsætisnefnd Alþingis. Álitsgerðin fjallar um hvort afhenda ætti blaðamanni greinargerð setts ríkisendurskoðanda, Sigurðar Þórðarsonar, um starfsemi Lindarhvols. Innlent 8. mars 2023 21:29
Hoppukastalamálinu ekki vísað frá Dómari í Hoppukastalamálinu svokallaða féllst ekki á frávísun málsins. Úrskurður þess efnis var kveðinn upp í Héraðsdómi Norðurlands eystra nú síðdegis. Málið verður því tekið til efnismeðferðar. Innlent 8. mars 2023 15:27
Grét þegar hann var upplýstur um magn efnanna Á myndbandi sem sýnt var við aðalmeðferð í stóra kókaínmálinu í Héraðsdómi Reyjavíkur í dag sést Jóhannes Páll Durr, einn sakborninga, brotna niður þegar lögregla upplýsir hann um að vigtun á efnunum hafi leitt í ljós að um rúmlega 99 kíló af kókaíni væri að ræða. Verjandi Jóhannesar segir lögreglu hafa sprengt málið upp á fáránlegum tímapunkti. Innlent 8. mars 2023 14:39
Dómi yfir Jóni Baldvini ekki haggað Hæstiréttur hefur hafnað málskotsbeiðni Jóns Baldvins Hannibalssonar vegna dóms Landsréttar yfir honum fyrir kynferðislega áreitni á Spáni. Innlent 8. mars 2023 13:48
„Það er ákveðin leitun að samvinnuþýðari sakborningi“ Verjandi Páls Jónssonar timbursala segir himinn og hafa hafa verið á milli þeirra sem hlutu þunga dóma í Saltdreifaramálinu svokallaða og ákærðu í stóra kókaínmálinu. Hann taldi eðlilega refsingu fyrir Pál vera upp á fjögur til fimm ár að frátöldu gæsluvarðhaldi sem umbjóðandi hans hefur setið í síðan í ágúst. Innlent 8. mars 2023 12:25
Skýr ásetningur og krefst hámarksrefsingar Saksóknari í stóra kókaínmálinu segir að innflutningur á hundrað kílóum af kókaíni gæti ekki þýtt annað en hámarksrefingu fyrir sakborninga. Þetta kom fram í málflutningi fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Sakborningar í Saltdreifaramálinu svokallaða hefðu fengið allt að tólf ára dóm eða hámark refsirammans. Innlent 8. mars 2023 11:22
Ritstjóri og blaðamaður Vísis kallaðir fyrir dóm Erla Björg Gunnarsdóttir, ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, og Margrét Björk Jónsdóttir, fréttamaður miðilsins, voru boðaðar fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur við aðalmeðferð stóra kókaínmálsins í morgun. Innlent 8. mars 2023 10:54
Hélt hnífi að kviði manns á veitingastað við Hverfisgötu Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í þrjátíu daga fangelsi fyrir að hafa hótað öðrum manni með því að hafa haldið hnífi upp að kviði hans á veitingastað við Hverfisgötu í Reykjavík að næturlagi í janúar 2020. Innlent 7. mars 2023 10:45
Einbýlishús, rándýr bíll og lúxuslífstíll en haldið uppi af pabba Rannsakendur lögreglu telja að Birgir Halldórsson, einn af sakborningum í stóra kókaínmálinu, sé ekki jafn lítið peð í málinu og hann heldur sjálfur fram. Hann segist aðeins hafa verið milliliður en lögreglumaður sem kom að rannsókn málsins telur Birgir sé sá sem „sér um það sem vantar hér á landi, að það sé skaffað,“ líkt og það var orðað við aðalmeðferð málsins. Annar rannsakandi sagði frá því að Birgir og sambýliskona hans hefðu lifað lúxuslífstíl þrátt fyrir að vera ýmist á bótum eða á lágmarkslaunum. Innlent 7. mars 2023 07:01
Dómurinn algjört ippon fyrir SA Forseti Alþýðusambands Íslands segir niðurstöðu Félagsdóms í dag vera vonbrigði. Félagsdómur komst að þeirri niðurstöðu að verkbann Samtaka atvinnulífsins hafi verið löglega boðað og Samtökum atvinnulífsins yfirhöfuð heimilt að boða til verkbanna. Framkvæmdastjóri SA fagnar niðurstöðunni. Innlent 6. mars 2023 21:35
Rukkaður um skuld á skemmtistað og dró upp hníf Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið dæmdur til þrjátíu daga skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir að hóta manni með hníf á skemmtistað. Sá sem varð fyrir hótuninni hafði reynt að ræða við manninn um greiðslu skuldar. Innlent 6. mars 2023 18:18
Kókaínið brennt fljótlega eftir haldlagningu í Hollandi Tollvörður, efnafræðingur og rannsóknaraðilar í Hollandi báru vitni fyrir dómi í aðalmeðferð stóra kókaínmálsins í dag. Vitnin komu öll að haldlagningu eða rannsóknum á hundrað kílóum af kókaíni sem fjórir íslenskir menn hugðust að flytja til landsins. Samkvæmt hollenskum verkferlum voru efnin brennd mjög fljótlega eftir að þau voru haldlögð. Innlent 6. mars 2023 13:37
Hollenskir tollverðir gefa loks skýrslu fyrir dómi Aðalmeðferð stóra kókaínmálsins heldur áfram í dag. Hollenskir tollverðir auk íslensk lögreglumanns munu gefa skýrslu fyrir dómi. Tæpar sjö vikur eru frá því að aðalmeðferð málsins hófst. Innlent 6. mars 2023 09:31
Ákærð fyrir að senda konu og barnsmóður manns nektarmyndir af honum Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur konu fyrir kynferðisbrot. Hún dreifði nektarmyndum og myndskeiði af karlmanni án samþykkis hans til eiginkonu hans og barnmóður hans og annarrar barnmóður hans. Innlent 5. mars 2023 08:00
Þrjár konur frá Bólivíu dæmdar til fangelsisvistar fyrir að hafa framvísað fölskum skilríkjum Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt þrjár konur frá Bólivíu til fjörutíu og fimm daga óskilorðsbundinnar fangelsvistar fyrir skjalafals. Konurnar framvísuðu fölsuðum persónuskilríkjum við komu sína til Íslands í nóvember á síðasta ári. Innlent 4. mars 2023 14:16
Gagnrýnir íburðarmikla blaðamannafundi lögreglu Lögmaður eins sakborninga í Euromarket-málinu svokallaða, sem látið var niður falla á dögunum, segir skaðabótamál gegn ríkinu í farvatninu. Hann gagnrýnir lögreglu fyrir íburðarmikla blaðamannafundi, sem séu til þess fallnir að sveigja almenningsálitið. Innlent 3. mars 2023 21:01
Fær bætur eftir að hafa hrasað um lista og dottið niður stiga Sjóvá hefur verið dæmt til að greiða manni bætur vegna vinnuslyss sem hann lenti í árið 2019. Maðurinn var við vinnu á gistiheimili nokkru þegar hann hrasaði um állista sem komið hafði verið fyrir samskeytum efsta þreps og gólfs á efri hæð gistiheimilisins. Innlent 3. mars 2023 18:31
Frelsissviptu mann, lömdu hann og skildu eftir nakinn við Elliðavatn Ákæra hefur verið gefin út á hendur þremur mönnum fyrir líkámsárás, frelsissviptingu og ólögmæta nauðung. Mönnunum er gert að sök að hafa svipt annan mann frelsi í að minnsta kosti tuttugu og fimm mínútur eftir að hann settist upp aftursæti bifreiðar eins mannanna þann 11. september 2019 við Árbæjarsafn. Mennirnir keyrðu með hann að Elliðavatni þar sem þeir réðust á hann og létu hann fara ofan í vatnið. Innlent 3. mars 2023 13:58
Prófessor dæmir í máli Ástríðar sem vill ekki endurgreiða ofgreidd laun Gunnar Þór Pétursson, prófessor í lögfræði við Háskólann í Reykjavík, er settur dómari í máli Ástríðar Grímsdóttur, héraðsdómara, gegn ríkinu vegna endurgreiðslna á launum sem ríkið ofgreiddi henni og öðrum háttsettum embættismönnum. Innlent 3. mars 2023 11:46
Segjast allir lítið peð í risastóru kókaínskákinni Mennirnir fjórir sem ákærðir eru fyrir aðild að stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar játa allir þátttöku sína í málinu en segja sína þætti veigalitla. Allir höfðu þeir afmörkuð hlutverk og rannsakendur segja alþekkt að sú aðferð sé notuð við innflutning fíkniefna. Mörgum spurningum er ósvarað. Ein sú stærsta er hver einstaklingurinn sé sem kallar sig ýmist „Nonni“ eða „Harry“? Innlent 3. mars 2023 07:00
Krefst þess að lögreglan biðjist afsökunar Sex ára rannsókn á máli sem lögreglan kynnti sem eitt umfangsmesta fíkniefna og peningaþvættismál sögunnar er lokið án þess að gefin verði út ákæra. Fyrrverandi sakborningur í málinu krefst afsökunarbeiðni. Innlent 2. mars 2023 20:53
Meðhöndlarinn sem braut á fjölda kvenna ætlar með málið til Evrópu Jóhannes Tryggvi Sveinbjörnsson, sem hlaut uppsafnað sjö ára fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot gegn fimm konum, fær mál sitt ekki tekið upp hjá Endurupptökudómi. Hann hefur hrundið af stað fjáröflun í eigin þágu og hyggst fara með málið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Þá segir hann heimildamynd um sögu sína vera í bígerð. Innlent 2. mars 2023 20:13
Hundskammar þá sem vilja kreista út greinargerð um Lindarhvol Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi segir forkastanlegt hversu hart margir ganga fram í að greinargerð Sigurðar Þórðarsonar setts ríkisendurskoðanda verði lögð fram. Innlent 1. mars 2023 14:14
Segja Hrannar hafa boðið þeim peninga fyrir að breyta framburði Stúlka sem var skotin í skotárás fyrrverandi kærasta í Grafarholti í fyrra sagði manninn hafa hótað sér og beitt ofbeldi á meðan á sambandi þeirra stóð. Hún hefur átt erfitt með svefn og óttast um öryggi sitt og heilsu eftir árásina. Hún og kærasti hennar segja kærastann fyrrverandi hafa boðið sér peninga gegn því að breyta framburði sínum fyrir dómi. Innlent 28. febrúar 2023 17:00