Tugmilljóna mál þrotabús Pressunnar gegn ríkinu fyrir Hæstarétt Hæstiréttur hefur veitt þrotabúi Pressunnar ehf. leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar þar sem íslenska ríkið var sýknað af tugmilljóna kröfu þrotabúsins. Viðskipti innlent 8. mars 2022 12:17
Þyngja dóm yfir karlmanni sem ítrekað nauðgaði konu sinni Landsréttur hefur þyngt fangelsisdóm yfir manni, sem á síðasta ári var sakfelldur var fyrir nauðgun og stórfellt brot í nánu sambandi, úr fimm ára fangelsi í sjö. Maðurinn er jafnframt dæmdur til að greiða brotaþola, sem er fyrrverandi sambýliskona og barnsmóðir mannsins, fjórar milljónir í miskabætur. Innlent 7. mars 2022 15:00
Málskotsbeiðni meðhöndlarans hafnað Hæstiréttur hefur hafnað málskotsbeiðni meðhöndlarans Jóhannesar Tryggva Sveinbjörnssonar um að áfrýja sex ára fangelsisdómi sem hann hlaut fyrir kynferðisbrot gegn fjórum konum. Innlent 6. mars 2022 15:33
Þrjú og hálft ár fyrir manndráp af gáleysi í Vindakórsmálinu Dumitru Calin hefur verið dæmdur til þriggja og hálfs árs fangelsisvistar fyrir að hafa banað Daníel Eiríkssyni af gáleysi fyrir utan heimili hans í Vindakór í fyrra, auk marvíslegra annarra brota. Innlent 5. mars 2022 13:29
Ríkið sýknað af tugmilljóna kröfu Barkar Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um sýknu íslenska ríkisins af tugmilljóna króna skaðbótakröfu Barkar Birgissonar. Börkur krafðist bóta vegna vistunar á öryggisgangi á Litla-Hrauni í eitt og hálft ár. Innlent 4. mars 2022 18:19
Viðsnúningur í nauðgunarmáli í Landsrétti Karlmaður nokkur var í Landsrétti í dag sýknaður af ákæru um nauðgun á skemmtistað í Reykjavík í maí 2018. Hann hafði áður verið dæmdur í átján mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að hafa reynt að hafa samræði við konuna án hennar samþykkis og notfært sér ástand hennar sökum ölvunar. Innlent 4. mars 2022 16:38
Óvissa með umboð lækkar skuld Costco um fleiri milljónir Costco á Íslandi þarf að greiða Samtökum verslunar og þjónustu (SVÞ) 2,8 milljónir króna auk dráttarvaxta vegna vangoldinna félagsgjalda. Þetta er niðurstaða Landsréttar sem kveðin var upp í dag. Viðskipti innlent 4. mars 2022 15:53
Dæmd fyrir að stela frá heimilismönnum á hjúkrunarheimili Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt konu á þrítugsaldri í fimm mánaða fangelsi fyrir fjölmörg þjófnaðarbrot gagnvart heimilismönnum á hjúkrunarheimili Hrafnistu við Sléttuveg í Reykjavík þar sem hún var starfsmaður. Innlent 3. mars 2022 10:00
Íslandsbanki á von á 700 milljónum sem hafa legið óhreyfðar vegna dómsmáls Íslandsbanki getur átt von á því að fá greiddar 676 milljóna króna, sem hafa um árabil legið óhreyfðar á bankareikningi á meðan óvissa var um niðurstöðu í dómsmáli, eftir nýlegan úrskurð Landsréttar í málinu. Innherji 3. mars 2022 08:08
Fær engar bætur eftir að hafa fallið niður stiga við vinnu Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað tryggingafélagið Sjóvá-Almennar af bótakröfu manns sem datt niður stiga þar sem hann vann við þrif á efri hæð gistiheimilis í janúar 2019. Innlent 2. mars 2022 08:58
Engin bótaskylda eftir blóðugt slys í hjólreiðakeppni Vegagerðin er ekki bótaskyld vegna slyss í hjólreiðakeppninni KIA Gullhringnum sem fram fór þann 8. júlí 2017. Hjólreiðamaður slasaðist alvarlega þegar dekk á hjóli hans fór ofan í rauf á kindahliði. Hann kastaðist um átta metra, hlaut beinbrot og reiðhjól hans brotnaði í tvennt. Innlent 1. mars 2022 20:36
Munu kæra ef lögreglan heldur yfirheyrslum til streitu Ritstjóri Kjarnans á ekki von á að lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra muni halda til streitu yfirheyrslum á fjórum blaðamönnum eftir að héraðsdómur kvað upp úr um ólögmæti þess að einn þeirra yrði yfirheyrður með stöðu sakbornings. Hann segist munu kæra ef lögreglan geri slíkt. Innlent 1. mars 2022 13:32
Björn Ingi gjaldþrota Fjölmiðlamaðurinn Björn Ingi Hrafnsson er gjaldþrota. Viðskipti innlent 28. febrúar 2022 17:44
Eltihrellir dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi 27 ára gamall karlmaður hefur verið dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir frelsissviptingu, rán, líkamsárás, eignaspjöll, ítrekaðan akstur undir áhrifum fíkniefna, ítrekuð brot gegn nálgunarbanni og fíkniefnalagabrot. Innlent 28. febrúar 2022 17:07
Saksóknari segir viðkvæma blaðamenn eiga heima í blómaskreytingum Lögregluembættið á Norðurlandi eystra var gripið í landhelgi þegar það gaf Aðalsteini Kjartanssyni blaðamanni réttarstöðu sakbornings og vildi yfirheyra hann sem slíkan. Héraðsdómur segir það ólögmætt. Lögregluembættið fyrir norðan ætlar að kæra úrskurðinn til Landsréttar. Innlent 28. febrúar 2022 15:28
Páleyju óheimilt að gera Aðalstein að sakborningi Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur úrskurðað í máli Aðalsteins Kjartanssonar blaðamanns á Stundinni en hann kærði þá ákvörðun lögreglunnar á Norðurlandi eystra að gera hann í sakborningi í máli sem snýr að eitrun og stuldi á síma Páls Steingrímssonar skipstjóra hjá Samherja. Niðurstaða dómarans er að Páleyju Borgþórsdóttur lögreglustjóra hafi verið það óheimilt. Innlent 28. febrúar 2022 14:23
Danmerkurskuld fyrrverandi þingmanns tífaldaðist í Landsrétti Anna Kolbrún Árnadóttir, fyrrverandi þingmaður Miðflokksins, þarf að greiða danska innheimtufyrirtækinu Lowell Danmark 623 þúsund danskar krónur vegna láns sem hún tók hjá danska bankanum Fionia Banka og fór í vanskil. Landsréttur kvað upp dóm sinn þess efnis á föstudag. Innlent 28. febrúar 2022 08:57
Segist trúaður en að Zuism hafi skuldað þeim fé Einar Ágústsson sagði að uppsöfnuð skuld trúfélagsins Zuism við hann og bróður hans skýrði einhverjar þeirra millifærslna af reikningum félagsins til þeirra og félaga þeirra í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þeir Ágúst Arnar Ágústsson eru ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti í tengslum við Zuism. Innlent 25. febrúar 2022 17:01
Sex ára dómur fyrir tilraun til manndráps Landsréttur dæmdi í dag karlmann í sex ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps á Hótel Borg í Reykjavík í lok janúar í fyrra. Landsréttur þyngdi dóm Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafði dæmt karlmanninn í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir stórfellda líkamsárás á eiginkonu sína. Innlent 25. febrúar 2022 16:32
Dómurinn yfir Þormóði staðfestur fyrir hnefahöggið Landsréttur hefur staðfest þrjátíu daga fangelsisdóm yfir Þormóði Árna Jónssyni, þreföldum Ólympíufara og fánabera Íslands á leikunum í Ríó 2016, fyrir líkamsárás. Þormóður var sakfelldur fyrir að slá dyravörð með krepptum hnefa eftir að hafa rifist við eiganda Lebowski bar sem hafði vísað honum út af barnum. Sport 25. febrúar 2022 15:54
Tveggja og hálfs árs dómur fyrir nauðgun staðfestur Landsréttur staðfesti í dag tveggja og hálfs árs dóm fangelsisdóm yfir Augustin Dufatanye fyrir að hafa nauðgað konu. Innlent 25. febrúar 2022 15:20
Fannst skrýtið að sjá lögreglu yfirheyra mann í blóði sínu Rúnar Snær Reynisson, fréttamaður Ríkisútvarpsins á Austfjörðum, segir að honum hafi fundist skrýtið að fylgjast með lögreglu yfirheyra mann í blóði sínu á Egilsstöðum í ágúst. Rúnar er meðal vitna í máli héraðssaksóknara gegn Árnmari Jóhanni Guðmundssyni sem sætir ákæru fyrir tvær tilraunir til manndráps. Innlent 25. febrúar 2022 13:34
Gat litlu svarað um fjármál Zuism og ráðstöfun fjármuna Fátt var um svör og skýringar þegar Ágúst Arnar Ágústsson, forstöðumaður Zuism, var spurður út í fjármál félagsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Ágúst og bróðir hans Einar eru ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti. Innlent 25. febrúar 2022 13:24
Dánarbú Tryggva Rúnars fær leyfi frá Hæstarétti Hæstiréttur hefur fallist á áfrýjunarbeiðni dánarbús Tryggva Rúnars Leifssonar sem fékk engar bætur dæmdar í einkamáli við íslenska ríkið. Hæstiréttur telur mál Tryggva hafa fordæmisgildi og verður því fjallað um málið á æðsta dómstigi landsins. Innlent 25. febrúar 2022 10:59
Kröfu zúista um frávísun á fjársvikamáli hafnað Lögmenn tveggja bræðra sem eru ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti í tengslum við trúfélagið Zuism kröfðust þess í morgun að málinu gegn þeim yrði vísað frá vegna meints vanhæfis saksóknara. Dómari ákvað eftir að hafa velt málinu fyrir sér í um klukkustund að vísa kröfunni frá. Innlent 25. febrúar 2022 10:29
Ágreiningur um fjölda skota og staðsetningu lögreglumanns Lögreglumenn sem tóku þátt í aðgerðum vegna skotárásar á Egilsstöðum í ágúst báru vitni fyrir Héraðsdómi Austurlands í gær. Lögreglumaðurinn sem skaut manninn taldi sig hafa skotið mun sjaldnar úr byssu sinni en kom í ljós í vettvangsrannsókn. Innlent 25. febrúar 2022 06:01
Blaðamenn segja greinargerðina einkennast af dylgjum og getgátum Ýmissa grasa kennir í greinargerð Eyþórs Þorbergssonar aðstoðarsaksóknara, þar sem afstaða Páleyjar Borgþórsdóttur lögreglustjóra og lögregluembættisins birtist til rannsóknar á hlut blaðamanna í sakamáli sem snýr að eitrun, símastuldi og svo dreifingu kynferðislegs efnis. Innlent 24. febrúar 2022 22:30
Sagðist hafa ætlað að láta lögreglu binda enda á líf sitt Árnmar Jóhannes Guðmundsson, sem skotinn var af lögreglu eftir að hann skaut af byssu á íbúðarhús á Egilsstöðum í ágúst, neitar því að vera sekur um tilraun til manndráps er hann hleypti af byssu í átt að lögreglumönnum á vettvangi. Í dómsal í dag sagðist Árnmar hafa, eftir að það hafði runnið upp fyrir honum hvað hann hafði gert, ætlað að láta lögreglu binda enda á líf sitt. Hann lýsti yfir mikilli eftirsjá vegna málsins. Innlent 24. febrúar 2022 14:47
Segja dóminn leggja sig fram við að réttlæta ofbeldi gegn barni Þrjú samtök sem beita sér fyrir velferð nemenda segja það reiðarslag að Héraðsdómur Norðurlands eystra hafi nýverið dæmt kennara sem sló til nemenda í vil. Þau segja orðfæri dómsins gildishlaðið og skora á dómstóla landsins að fylgja Barnasáttmálanum. Innlent 24. febrúar 2022 00:14
Lögmaður Aðalsteins: Fjarstæðukennt að blaðamenn hafi gerst sekir um kynferðisbrot með því að skoða efni Tekist var á um meint brot blaðamanna í tengslum við umfjöllun um hina svokölluðu Skæruliðadeild Samherja í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. Tíðindamaður Vísis var á vettvangi og færði til bókar það helsta. Saksóknari telur ljóst að blaðamennirnir hafi gerst sekir um stafrænt kynferðisbrot en lögmaður blaðamanns segir hann ekki hafa séð umrætt efni og kenningu lögreglu líkjast samsæriskenningu. Innlent 23. febrúar 2022 23:00