Innlent

Fallið frá öllum á­kærum Sjó­la­skipa­bræðra

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Systkinin fjögur hafi þá öll verið ýknuð vegna málsins.
Systkinin fjögur hafi þá öll verið ýknuð vegna málsins. Vísir/Vilhelm

Fallið var frá öllum ákærum á hendur bræðra sem gjarnan eru kenndir við Sjólaskip, Guðmundi Steinari Jónssyni og Haraldi Reyni Jónssyni í gærmorgun. Saksóknari hjá embætti héraðssaksóknara hafi lýst því yfir.

Mbl greinir frá því að málarekstri sem hafi farið fram í tæp þrettán ár sé nú lokið en hann hafi hafist árið 2009.

Fjögur Sjólaskipasystkinin Berglind Björk, Ragnheiður Jóna, Guðmundur Steinar og Haraldur Reynir Jónsbörn voru rannsökuð vegna meintra skattsvika en systurnar voru sýknaðar vegna málsins á síðasta ári.

Mbl hefur eftir Haraldi, öðrum bræðranna að „systkinin hafi verið fullviss um að hjá þeim lægi engin sök.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×