EM í fótbolta 2020

EM í fótbolta 2020

Evrópumótið í fótbolta fór fram víða um álfuna dagana 11. júní til 11. júlí 2021. Ítalir stóðu uppi sem sigurvegarar mótsins.

Leikirnir




    Fréttamynd

    Allir í gegn nema Íslendingar

    Tyrkir eru greinilega ekki búnir að gleyma Burstamálinu fræga frá því í júní og þeir pössuðu sig á því að enginn Íslendingur labbaði í gegnum vegabréfaeftirlitið við komuna til Antalya.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Vita að þeir geta sótt þrjú stig

    Tilkynnt var í gær hvaða 23 leikmenn væru í hóp landsliðsins fyrir leiki gegn Tyrklandi og Moldóvu. Erik Hamrén segir að reynslan innan hópsins auðveldi undirbúning liðsins fyrir erfiðan útileik í Tyrklandi.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Yaya Toure: FIFA er alveg sama um rasisma

    Yaya Toure, fyrrum leikmaður Barcelona og Manchester City, er allt annað en ánægður með stefnu Alþjóða knattspyrnusambandsins í baráttunni gegn kynþáttafordómum í fótboltanum. Hann var líka svekktur út í ensku landsliðsmennina.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Þjálfari Búlgara sagði af sér

    Krasimir Balakov, þjálfari búlgarska landsliðsins í fótbolta, er búinn að segja starfi sínu lausu en þetta kemur í kjölfarið á umdeildum viðbrögðum hans eftir kynþáttaníð áhorfanda á leik Búlgaríu og Englendinga í undankeppni EM 2020.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Spánverjar jöfnuðu gegn Svíum í uppbótartíma | Lærisveinar Helga Kolviðs töpuðu stórt | Öll úrslit kvöldsins

    Alls fóru níu leikir fram í undankeppni EM 2020 í kvöld. Spánn jafnaði metin gegn Svíþjóð í uppbótartíma, Noregur gerði jafntefli Rúmeníu, Ísrael heldur í vonina um sæti á EM eftir sigur á Lettlandi og Ítalía, sem er komið á EM, vann öruggan 5-0 sigur á Liechtenstein. Helgi Kolviðsson, fyrrum aðstoðarþjálfari íslenska A-landsliðsins, þjálfar nú Liechtenstein.

    Fótbolti