Sex lið búin að tryggja sér farseðilinn á EM 2020 Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. október 2019 08:30 Teemu Pukki og félagar í Finnlandi eru komnir með annan fótinn á EM. Vísir/Getty Alls hafa sex lið tryggt sér farseðilinn á EM 2020 eða EM allstaðar eins og mótið er gjarnan kallað. Þetta eru Belgía, Ítalía, Rússland, Pólland, Úkraína og Spánn. Af þessum sex liðum eru tvö þeirra enn með fullt hús stig A-riðill England er í kjörstöðu með 15 stig eftir sex leiki. Þeir eiga eftir að mæta Svartfjallalandi og Kósovó. Þeim dugir sigur gegn Svartfjallalandi en ef það klikkar þá dugir þeim að tapa ekki gegn Kósovó. Tékkar eru í 2. sæti með 12 stig. Þeir eiga efti rað mæta Kosovó og Búlgaríu. B-riðill Úkraína er komið á EM 2020. Liðið situr í 1. sæti riðilsins með 19 stig eftir sjö leiki. Þeir eiga aðeins eftir að spila við Serbíu. Portúgal er í 2. sæti með 11 stig eftir sex leiki. Þeir eiga eftir að spila við Litháen og Lúxemborg. Þó Serbar séu aðeins stigi á eftir Portúgal þá er erfitt að sjá síðarnenda liðið tapa gegn Litháen eða Lúxemborg. Serbar eiga Lúxemborg og Úkraínu eftir.C-riðill Holland og Þýskaland sitja á toppnum með 15 stig eftir sex leiki. Þýskaland á efti rað spila við Norður-Írland og Hvíta-Rússland. Holland á eftir að spila við N-Írland og Eistland. N-Írland situr í 3. sæti riðilsins með 12 stig. D-riðill Írland og Danmörk sitja á toppi riðilsins með 12 stig. Þá er Sviss í góðum málum með 11 stig í 3. sæti því Írar og Danir eiga eftir að mætast innbyrðis. Er það síðasti leikur Íra í riðlinum en Danmörk á líka eftir að mæta Georgíu. Sviss á eftir leiki gegn Georgíu og Gíbraltar.E-riðill Króatar sitja á toppi riðlsins með 14 stig. Þar á eftir koma Ungverjar með 12 stig og svo Slóvakar með 10 stig. Króatía mætir Slóvakíu í sínum síðasta leik í undankeppninni en Slóvakía á einnig eftir að spila við Aserbaídjan. Fari svo að Slóvakía vinni báða sína leiki þá enda þeir fyrir ofan Króatíu. Ungverjaland á aðeins eftir að mæta Wales sem situr í 4. sæti með 8 stig og heldur enn í vonina um að komast á EM 2020.F-riðill Spánvarjar tryggðu sér sæti á EM með jöfnunarmarki í uppbótartíma gegn Svíum fyrr í kvöld. Þeir sitja á toppi riðilsins með 20 stig. Þeir eiga eftir að mæta Rúmeníu og Möltu. Svíþjóð er í 2. sæti með 15 stig en þeir eiga eiga eftir Færeyjar og Rúmeníu sem situr í 3. sæti riðilsins með 14 stig. Noregur á enn veika von að komast áfram en þeir eru í 4. sæti með 11 stig.G-riðill Pólland er komið á EM. Þeir eru með 19 stig eftir átta leiki. Þar á eftir kemur Austurríki með 16 stig og svo eru Norður-Makedónía, Slóvenía og Ísrael öll með 11 stig.H-riðill Í riðli okkar Íslendinga eru Tyrkir og Frakkar efstir með 19 stig og þar á eftir komum við Íslendingar með 15 stig. Takist okkur að sigra Tyrki á útivelli, sem og að vinna Móldavíu og Tyrkland tapar lokaleik sínum fyrir Andorra komumst við beint á EM. Ellegar bíður umspil strákanna okkar sem verður að teljast líklegasta niðurstaðan.I-riðill Topplið I-riðils eru bæði komin á EM. Belgía er með fullt hús stiga eftir átta umferðir og Rússar koma þar á eftir með 21 stig.J-riðill Ítalía er einnig með fullt hús stiga. Þar á eftir koma Finnar í 2. sæti með 15 stig á meðan Armenía og Bosnía-Hersegóvína eru með 10 stig talsins. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Sport Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Í beinni: Nott. Forest - Tottenham | Spurs þarf að svara eftir skellinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sjá meira
Alls hafa sex lið tryggt sér farseðilinn á EM 2020 eða EM allstaðar eins og mótið er gjarnan kallað. Þetta eru Belgía, Ítalía, Rússland, Pólland, Úkraína og Spánn. Af þessum sex liðum eru tvö þeirra enn með fullt hús stig A-riðill England er í kjörstöðu með 15 stig eftir sex leiki. Þeir eiga eftir að mæta Svartfjallalandi og Kósovó. Þeim dugir sigur gegn Svartfjallalandi en ef það klikkar þá dugir þeim að tapa ekki gegn Kósovó. Tékkar eru í 2. sæti með 12 stig. Þeir eiga efti rað mæta Kosovó og Búlgaríu. B-riðill Úkraína er komið á EM 2020. Liðið situr í 1. sæti riðilsins með 19 stig eftir sjö leiki. Þeir eiga aðeins eftir að spila við Serbíu. Portúgal er í 2. sæti með 11 stig eftir sex leiki. Þeir eiga eftir að spila við Litháen og Lúxemborg. Þó Serbar séu aðeins stigi á eftir Portúgal þá er erfitt að sjá síðarnenda liðið tapa gegn Litháen eða Lúxemborg. Serbar eiga Lúxemborg og Úkraínu eftir.C-riðill Holland og Þýskaland sitja á toppnum með 15 stig eftir sex leiki. Þýskaland á efti rað spila við Norður-Írland og Hvíta-Rússland. Holland á eftir að spila við N-Írland og Eistland. N-Írland situr í 3. sæti riðilsins með 12 stig. D-riðill Írland og Danmörk sitja á toppi riðilsins með 12 stig. Þá er Sviss í góðum málum með 11 stig í 3. sæti því Írar og Danir eiga eftir að mætast innbyrðis. Er það síðasti leikur Íra í riðlinum en Danmörk á líka eftir að mæta Georgíu. Sviss á eftir leiki gegn Georgíu og Gíbraltar.E-riðill Króatar sitja á toppi riðlsins með 14 stig. Þar á eftir koma Ungverjar með 12 stig og svo Slóvakar með 10 stig. Króatía mætir Slóvakíu í sínum síðasta leik í undankeppninni en Slóvakía á einnig eftir að spila við Aserbaídjan. Fari svo að Slóvakía vinni báða sína leiki þá enda þeir fyrir ofan Króatíu. Ungverjaland á aðeins eftir að mæta Wales sem situr í 4. sæti með 8 stig og heldur enn í vonina um að komast á EM 2020.F-riðill Spánvarjar tryggðu sér sæti á EM með jöfnunarmarki í uppbótartíma gegn Svíum fyrr í kvöld. Þeir sitja á toppi riðilsins með 20 stig. Þeir eiga eftir að mæta Rúmeníu og Möltu. Svíþjóð er í 2. sæti með 15 stig en þeir eiga eiga eftir Færeyjar og Rúmeníu sem situr í 3. sæti riðilsins með 14 stig. Noregur á enn veika von að komast áfram en þeir eru í 4. sæti með 11 stig.G-riðill Pólland er komið á EM. Þeir eru með 19 stig eftir átta leiki. Þar á eftir kemur Austurríki með 16 stig og svo eru Norður-Makedónía, Slóvenía og Ísrael öll með 11 stig.H-riðill Í riðli okkar Íslendinga eru Tyrkir og Frakkar efstir með 19 stig og þar á eftir komum við Íslendingar með 15 stig. Takist okkur að sigra Tyrki á útivelli, sem og að vinna Móldavíu og Tyrkland tapar lokaleik sínum fyrir Andorra komumst við beint á EM. Ellegar bíður umspil strákanna okkar sem verður að teljast líklegasta niðurstaðan.I-riðill Topplið I-riðils eru bæði komin á EM. Belgía er með fullt hús stiga eftir átta umferðir og Rússar koma þar á eftir með 21 stig.J-riðill Ítalía er einnig með fullt hús stiga. Þar á eftir koma Finnar í 2. sæti með 15 stig á meðan Armenía og Bosnía-Hersegóvína eru með 10 stig talsins.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Sport Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Í beinni: Nott. Forest - Tottenham | Spurs þarf að svara eftir skellinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sjá meira