Allt jafnt í Lundúnaslagnum West Ham United og Tottenham Hotspur gerðu 1-1 jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Enski boltinn 31. ágúst 2022 21:05
Martinelli sá til þess að Skytturnar eru enn með fullt hús stiga Gabriel Martinelli skoraði það sem reyndist sigurmark Arsenal er Aston Villa mætti á Emirates-völlinn í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Lokatölur 2-1 og lærisveinar Mikel Arteta enn með fullt hús stiga. Enski boltinn 31. ágúst 2022 20:30
Håland skoraði þrjú í fyrri hálfleik er Man City rótburstaði nýliðana Englandsmeistarar Manchester City rótburstuðu nýliða Nottingham Forest er liðin mættust á Etihad-vellinum í Manchester í kvöld. Lokatölur 6-0 eftir að Erling Braut Håland sá til þess að heimamenn voru 3-0 yfir í hálfleik. Enski boltinn 31. ágúst 2022 20:20
Tuchel fær sekt fyrir ummæli sín um Taylor Thomas Tuchel, þjálfari enska úrvalsdeildarliðsins Chelsea, hefur verið sektaður um tuttugu þúsund pund fyrir ummæli sem hann lét falla eftir leik sinna manna gegn Tottenham Hotspur á dögunum. Enski boltinn 31. ágúst 2022 18:26
Nóg um að vera á skrifstofu Southampton Þó svo að enska úrvalsdeildarfélagið Southampton hafi unnið góðan 2-1 sigur á Chelsea um liðna helgi þá ætlar liðið heldur betur að styrkja sig áður en félagaskiptaglugginn lokar. Enski boltinn 31. ágúst 2022 17:45
Kviðdómur í máli Giggs komst ekki að niðurstöðu Búið er að leysa frá störfum kviðdóminn sem skera átti úr um sekt eða sakleysi Ryan Giggs, sem ákærður var fyrir að hafa beitt fyrrverandi kærustu sína og yngri systur hennar líkamlegu og andlegu ofbeldi. Enski boltinn 31. ágúst 2022 14:34
Í fyrsta sinn í tuttugu ár sem Ronaldo spilar ekki í Meistaradeildinni Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, fullyrti á blaðamannafundi í dag að með komu Antony og Martin Dubravka yrðu ekki frekari breytingar á leikmannahópi liðsins fyrir lok félagaskiptagluggans. Enski boltinn 31. ágúst 2022 14:30
Klopp: Rosalega harkalegt hjá stressuðum eigendum Jürgen Klopp segir það með hreinum ólíkindum að eigendur Bournemouth hafi rekið knattspyrnustjórann Scott Parker í byrjun vikunnar, eftir 9-0 tap liðsins gegn lærisveinum Klopp í Liverpool. Enski boltinn 31. ágúst 2022 13:30
Chelsea gerði Fofana að einum dýrasta varnarmanni sögunnar Chelsea hefur gengið frá kaupunum á franska varnarmanninum Wesley Fofana frá Leicester City. Enski boltinn 31. ágúst 2022 12:53
Innbrotsþjófar kjálkabrutu Aubameyang og skiptin til Chelsea í uppnámi Pierre-Emerick Aubameyang, leikmaður Barcelona, er kjálkabrotinn eftir að innbrotsþjófar réðust á hann á heimili hans. Þetta setur möguleg félagaskipti hans til Chelsea í uppnám. Fótbolti 31. ágúst 2022 12:31
City að fá stærðfræðiséní í vörnina Manchester City er við það að ganga frá kaupum á svissneska miðverðinum Manuel Akanji frá Borussia Dortmund. Hann verður þá annar leikmaðurinn sem fer þá leið í sumar á eftir Norðmanninum Erling Braut Haaland. Enski boltinn 31. ágúst 2022 11:31
„Hann vill að ég fái fleiri stelpur til að taka upp mínar hefðir“ Dagný Brynjarsdóttir segir að nú sé mögulega síðasti sénsinn hennar til að komast með íslenska landsliðinu í lokakeppni HM í fótbolta. Hún mætir í landsleikina við Hvíta-Rússland og Holland eftir að hafa nýverið fengið nýtt ábyrgðarhlutverk hjá West Ham. Fótbolti 31. ágúst 2022 09:01
Leedsarinn lastar Lampard: „Þetta er hörmulegt“ Bandaríkjamaðurinn Jesse Marsch var vonsvikinn eftir 1-1 jafntefli lærisveina sinna í Leeds við Everton í ensku úrvalsdeildinni gærkvöld. Sérstaklega var hann ósáttur við það hvernig Everton nálgaðist leikinn. Enski boltinn 31. ágúst 2022 07:31
Klopp segist vilja taka meiri áhættu á leikmannamarkaðnum Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segist vilja taka meiri áhættu á leikmannamarkaðnum nú þegar félagið er í leit að miðjumanni rétt áður en félagsskiptaglugginn í flestum deildum evrópu lokar á morgun. Enski boltinn 31. ágúst 2022 07:00
Tuchel: „Þarf ekki mikið til að vinna okkur“ Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, var sár og svekktur eftir 2-1 tap liðsins gegn Southampton í fimmtu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í kvöld. Hann segir að liðið eigi erfitt með einbeitingu og að önnur lið þurfi ekki að gera mikið til að vinna Chelsea eins og staðan er núna. Enski boltinn 30. ágúst 2022 22:00
Jóhann Berg og félagar unnu annan leikinn í röð Jóhann Berg Guðmundsson var í byrjunarliði Burnley annan leikinn í röð í ensku B-deildinni í knattspyrnu í kvöld er liðið vann sinn annan deildarleik í röð. Lokatölur 2-0 gegn Millwall og Burnley situr nú í þriðja sæti deildarinnar. Enski boltinn 30. ágúst 2022 21:15
Leeds og Everton skiptu stigunum á milli sín Leeds United og Everton skiptu stigunum á milli sín er liðin gerðu 1-1 jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Enski boltinn 30. ágúst 2022 21:04
Southampton snéri taflinu við gegn Chelsea Southampton vann óvæntan 2-1 sigur er liðið tók á móti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Enski boltinn 30. ágúst 2022 20:39
Góð byrjun nýliðanna heldur áfram | Wissa bjargaði stigi fyrir Brentford Tveimur leikjum af fjórum sem fara fram í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu er nú lokið. Nýliðar Fulham halda áfram á sinni góðu byrjun, en liðið vann 2-1 sigur gegn Brighton. Á sama tíma gerðu Crystal Palaze og Brentford 1-1 jafntefli þar sem Yoane Wissa reyndist hetja gestanna. Enski boltinn 30. ágúst 2022 20:25
Fulham að fá fyrrverandi leikmann Arsenal og Chelsea Brasilíski miðjumaðurinn Willian er að öllum líkindum á leið í ensku úrvalsdeildina á ný eftir árs fjarveru. Þessi fyrrverandi leikmaður Arsenal og Chelsea er nú líklega á leið til Fulham. Enski boltinn 30. ágúst 2022 19:46
Reynolds gagnrýnir streymisbann og segir liðið verða af umtalsverðum tekjum Hollywood-stjarnan Ryan Reynolds, annar eigenda enska utandeildarliðsins Wrexham, hefur gagnrýnt streymisbannið sem í gildi er fyrir lið í neðri deildum Englands og segir það verða til þess að félögin missi af umtalsverðum tekjum. Enski boltinn 30. ágúst 2022 19:01
Dýrasti félagaskiptagluggi Man United frá upphafi Með tilkomu Brasilíumannsins Antony hefur Manchester United bætt félagsmet er kemur að eyðslu í einum og sama félagaskiptaglugganum. Félagið hefur eytt fúlgum fjár í leikmenn undanfarin ár án þess þó að ná tilætluðum árangri. Enski boltinn 30. ágúst 2022 16:31
West Ham gerir Paquetá að mögulega dýrasta leikmanni í sögu félagsins Enska úrvalsdeildarfélagið West Ham United hefur fest kaup á miðjumanninum Lucas Paquetá. Sá er Brasilíumaður sem hefur spilað með Lyon í Frakklandi frá árinu 2020 en þar áður var hann eina leiktíð hjá stórliði AC Milan á Ítalíu. Enski boltinn 30. ágúst 2022 14:01
United gerir Antony að þeim næstdýrasta frá upphafi Enska knattspyrnufélagið Manchester United staðfesti í dag að það hefði samið við Ajax í Hollandi um kaup á brasilíska kantmanninum Antony. Enski boltinn 30. ágúst 2022 12:27
Parker fær sparkið eftir afhroðið á Anfield Scott Parker hefur verið rekinn sem þjálfari Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni. Lið hans tapaði 9-0 á Anfield um liðna helgi, var það þriðji tapleikurinn í röð í deildinni. Markatala liðsins í leikjunum þremur var 0-16. Enski boltinn 30. ágúst 2022 08:00
Ferdinand: Ronaldo verður bálreiður með bekkjarsetu Rio Ferdinand, fyrrum leikmaður Manchester United, segir að Cristiano Ronaldo sé og verði öskureiður með að sitja á varamannabekk liðsins. Enski boltinn 30. ágúst 2022 07:00
Conte: Þurfum tvo félagaskiptaglugga í viðbót til að berjast um titilinn Antonio Conte, knattspyrnustjóri Tottenham, telur að liðið þurfi tvo félagaskiptaglugga í viðbót til að búa til lið sem verður samkeppnishæft um Englandsmeistaratitilinn. Enski boltinn 29. ágúst 2022 19:30
Chelsea riftir samningi Barkley Ross Barkley og Chelsea hafa náð sameiginlegu samkomulagi um starfslok leikmannsins hjá Chelsea og mun hann yfirgefa félagið strax í dag. Enski boltinn 29. ágúst 2022 18:00
Nýliðarnir hvergi nærri hættir á leikmannamarkaðinum Nottingham Forest eru nýliðar í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu og það má með sanni segja að liðið ætli að gera allt sem í sínu valdi stendur til að halda sæti sínu í deildinni. Liðið hefur samið við 18 leikmenn til þessa og styttist í að sá nítjándi verði tilkynntur. Enski boltinn 29. ágúst 2022 13:30
Man Utd og Ajax ná samkomulagi um kaupverð á Antony Ajax hefur samþykkt 85 milljón punda tilboð Manchester United í brasilíska vængmanninn Antony. Enski boltinn 28. ágúst 2022 23:30