Allt jafnt á Old Trafford Manchester United og Tottenham Hotspur gerðu 2-2 jafntefli á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni. Gestirnir ef til vill svekktari með úrslitin þar sem þeir fengu töluvert betri færi en heimaliðið. Enski boltinn 14. janúar 2024 18:45
VAR í sviðsljósinu í markalausu jafntefli á Goodison Park Aston Villa getur komist upp að hlið Liverpool á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með sigri á Everton á Goodison Park. Enski boltinn 14. janúar 2024 16:01
Gæti stýrt Liverpool í leik gegn Ajax Fréttir bárust af því í vikunni að fyrrum knattspyrnuþjálfarinn Sven Göran Eriksson glímdi við ólæknandi krabbamein. Hann gæti hins vegar fengið draum sinn uppfylltan ef ósk stuðningsmanna Liverpool verður að veruleika. Enski boltinn 14. janúar 2024 14:30
Elísabet ein af þremur sem koma til greina hjá Chelsea Elísabet Gunnarsdóttir gæti orðið næsti knattspyrnustjóri enska stórliðsins Chelsea en sænska ríkissjónvarpið SVT greinir frá þessu. Enski boltinn 14. janúar 2024 14:01
Eiginkona eiganda Liverpool þurfti að flýja Bláa lónið Rýma þurfti Grindavík í nótt þegar ljóst var að eldgos væri að fara af stað. Eiginkona John W. Henry eiganda Liverpool var ein af þeim sem þurfti að yfirgefa Bláa lónið. Enski boltinn 14. janúar 2024 12:10
Leik Reading og Port Vale aflýst vegna mótmæla Leikur Reading og Port Vale í ensku C-deildinni var blásinn af í dag eftir um stundarfjórðungs leik þar sem um þúsund stuðningsmenn Reading stormuðu inn á völlinn til að mótmæla eignarhaldi Dai Yongge á klúbbnum. Fótbolti 13. janúar 2024 23:31
Kevin De Bruyne afgreiddi Newcastle á 21 mínútu Manchester City hefur verið á góðri leið síðustu vikur og endurheimt Kevin De Bruyne úr meiðslum. De Bruyne byrjaði á bekknum í dag en var engu að síður hetja City þegar upp var staðið. Enski boltinn 13. janúar 2024 19:30
Þriðji deildarsigur Chelsea í röð Chelsea vann sinn þriðja leik í röð í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu eftir 1-0 sigur á Fulham á Stamford Bridge. Enski boltinn 13. janúar 2024 14:32
Ten Hag: Hann hefur þetta allt Erik Ten Hag, þjálfari Manchester United, kom Antony til varnar á fréttamannafundi sínum í gær. Enski boltinn 13. janúar 2024 08:00
Luton jafnaði í uppbótartíma Burnley og Luton skildu jöfn í ensku úrvalsdeildinni í kvöld eftir dramatík í uppbótartíma. Enski boltinn 12. janúar 2024 21:48
Poch: Ég hef áhyggjur af honum Mauricio Pochettino, þjálfari Chelsea, segist hafa áhyggjur af meiðslum Christopher Nkunku. Enski boltinn 12. janúar 2024 17:31
Newcastle gæti þurft að losa leikmenn til að fylgja fjárhagsreglum Darren Eales, forstjóri enska úrvalsdeildarliðsins Newcastle, sagði félagið í vandræðum með að halda sig innan regluverks fjárhagslaga ensku úrvalsdeildarinnar og UEFA. Newcastle gæti þurft að losa sig við leikmenn til að stemma bókhaldið. Enski boltinn 12. janúar 2024 16:30
Endurkölluðu Fofana til að lána hann aftur út Chelsea endurkallaði framherjann David Fofana úr láni frá Union Berlin. Óvíst er þó hvort hann muni spila með liðinu á leiktíðinni, Frakkinn er sagður vera að ganga frá öðrum lánssamningi við Burnley, lið Jóhanns Berg Guðmundssonar í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn 12. janúar 2024 15:01
Klopp: Það er ekki hægt að vera óheppnari Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, klóraði sér í hausnum yfir því hvernig Darwin Núnez tókst ekki að skora í undanúrslitaleik Liverpool og Fulham í enska deildabikarnum í vikunni. Enski boltinn 12. janúar 2024 14:01
„Það ætti ekki að skipta máli hvernig líkaminn minn lítur út“ Enska fótboltakonan Fran Kirby hefur lengi verið í hópi bestu leikmanna enska kvennafótboltans en hún hefur einnig þurft að þola áreiti og aðfinnslur við líkamlegt atgervi hennar sem hún segir frá í nýju viðtali. Enski boltinn 12. janúar 2024 09:31
Fær nýjan samning þrátt fyrir að hafa slitið krossband nýlega Stormsenterinn Sam Kerr hefur framlengt samning sinn við Englandsmeistara Chelsea til 2025 hið minnsta. Tímasetningin vekur athygli en stutt er síðan Kerr sleit krossband í hné og ljóst að hún spilar ekki meira á þessari leiktíð. Enski boltinn 11. janúar 2024 23:01
Dier eltir Kane til Bayern Félagaskiptaofvitinn Fabrizio Romano hefur greint frá því að það styttist í að Þýskalandsmeistarar Bayern München tilkynni miðvörðinn Eric Dier sem nýjasta leikmann liðsins. Fótbolti 11. janúar 2024 17:31
Umboðsmaður Dragusins steinhissa að hann hafi valið Tottenham fram yfir Bayern Það kom umboðsmanni Radus Dragusin verulega á óvart að hann hafi valið að ganga í raðir Tottenham í staðinn fyrir Bayern München. Enski boltinn 11. janúar 2024 13:30
Dortmund staðfestir komu Sanchos Jadon Sancho er kominn aftur til Borussia Dortmund á láni frá Manchester United. Lánssamningurinn gildir út tímabilið. Fótbolti 11. janúar 2024 12:39
Enn einn endurkomusigur Liverpool Liverpool vann 2-1 á móti Fulham í fyrri undanúrslitaleik liðanna í enska deildabikarnum. Liverpool lenti undir en tvö mörk með stuttu millibili í seinni hálfleik skiluðu sigrinum. Enski boltinn 10. janúar 2024 19:31
Jadon Sancho lánaður til Dortmund Manchester United hefur náð samkomulagi við þýska liðið Borussia Dortmund um að Sancho fari þangað á láni út tímabilið. Enski boltinn 10. janúar 2024 15:56
Konan velur föt á Guardiola á leikdegi Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, hefur greint frá því að eiginkona hans ákveði hverju hann klæðist á leikdegi. Enski boltinn 10. janúar 2024 11:30
Ráðherra segir ummæli Bartons um konur hættuleg Íþróttamálaráðherra Bretlands, Stuart Andrew, hefur fordæmt ummæli Joeys Barton um konur sem fjalla um fótbolta. Enski boltinn 10. janúar 2024 08:31
Chelsea með bakið upp við vegg eftir tap gegn Middlesbrough Middlesbrough, sem er í 12. sæti ensku B-deildarinnar, gerði sér lítið fyrir og vann afar óvæntan 1-0 sigur gegn Chelsea í fyrri leik liðanna í undanúrslitum enska deildarbikarsins í kvöld. Enski boltinn 9. janúar 2024 21:57
Tottenham staðfestir komu Werner Þýski framherjinn Timo Werner er genginn til liðs við enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham Hotspur á láni frá RB Leipzig. Fótbolti 9. janúar 2024 20:46
Spjaldið dregið til baka og Calvert-Lewin sleppur við bann Framherjinn Dominic Calvert-Lewin, leikmaður enska úrvalsdeildarfélagsins Everton, er ekki á leið í þriggja leikja bann þrátt fyrir að hafa fengið beint rautt spjald í leik liðsins gegn Crystal Palace í FA-bikarnum í síðustu viku. Fótbolti 9. janúar 2024 17:45
„Ætlarðu bara að dandalast endalaust í ræktinni?“ Paul Scholes gat ekki stillt sig um að skjóta á annan fyrrverandi leikmann Manchester United, Jesse Lingard, í nýlegri færslu þess síðarnefnda á Instagram. Enski boltinn 9. janúar 2024 15:30
Liverpool án Trent næstu vikurnar Enski landsliðsbakvörðurinn Trent Alexander-Arnold er meiddur og verður ekki með Liverpool liðinu á næstunni. Enski boltinn 9. janúar 2024 14:40
Tottenham nálægt því að kaupa liðsfélaga Alberts Tottenham og Genoa eru á lokasprettinum í viðræðum sínum um kaup enska úrvalsdeildarliðsins á varnarmanninum Radu Dragusin. Enski boltinn 9. janúar 2024 14:01
Keane fannst Ian Wright vera of góður við Höjlund Manchester United komst áfram í enska bikarnum í gærkvöldi eftir 2-0 sigur á Wigan en danski framherjanum Ramus Höjlund tókst ekki að skora mark þrátt fyrir góð færi. Enski boltinn 9. janúar 2024 11:30