Eiginkona Kyle Walker sækir um skilnað Enska götublaðið The Sun hefur greint frá því að Annie Kilner hafi sótt um skilnað frá Kyle Walker, leikmanni Englandsmeistara Manchester City og enska landsliðsins eftir þrálátt framhjáhald hans. Enski boltinn 16. október 2024 23:31
Neville um Tuchel: „Ákveðin vonbrigði“ Gary Neville, sparkspekingur og fyrrum landsliðsmaður Englands, segist fyrir ákveðnum vonbrigðum að Thomas Tuchel hafi verið ráðinn þjálfari enska landsliðsins. Hann sé þó góður kostur í starfið. Enski boltinn 16. október 2024 16:31
Tuchel kornið sem fyllir mæli Gary Martin: „Núna er ég Íslendingur“ Fótboltamaðurinn Gary Martin er ekki parsáttur við ráðningu enska knattspyrnusambandsins á Þjóðverjanum Thomas Tuchel. Hann segist nú vera Íslendingur. Fótbolti 16. október 2024 14:45
Sir Alex bannað að fara inn í klefann eftir leiki Forráðamenn Manchester United hafa bannað Sir Alex Ferguson, sigursælasta knattspyrnustjóra í sögu félagsins, og öðrum í fótboltastjórn þess að fara inn í búningsklefann á Old Trafford eftir leiki. Enski boltinn 16. október 2024 10:03
Tuchel skrifaði undir samninginn fyrir átta dögum Enska knattspyrnusambandið hefur nú staðfest það að Þjóðverjinn Thomas Tuchel taki við sem nýr landsliðsþjálfari þegar Þjóðadeildinni lýkur. Enski boltinn 16. október 2024 08:56
Tuchel búinn að skrifa undir og risastór bónus í boði Thomas Tuchel verður næsti landsliðsþjálfari Englendinga og byrjar í nýju starfi í janúar. Hann hefur skrifað undir samning við enska knattspyrnusambandið. Sport 16. október 2024 06:31
Æfur út í eigendur Man. Utd: „Hendi þeim öllum í risapoka af skít“ Eigendur Manchester United hafa ákveðið að endurnýja ekki samning við Sir Alex Ferguson um að starfa sem sendiherra félagsins. Eric Cantona er æfur yfir þessu og segir félagið sýna stjóranum sigursæla vanvirðingu. Enski boltinn 15. október 2024 23:31
Tuchel tekur við enska landsliðinu Þjóðverjinn Thomas Tuchel verður næsti þjálfari enska karlalandsliðsins í fótbolta. Enski boltinn 15. október 2024 17:47
Stjóri Arsenal sagði upp eftir slaka byrjun Jonas Eidevall er hættur sem knattspyrnustjóri Arsenal eftir erfiða byrjun á tímabilinu. Hann hafði stýrt liðinu í þrjú ár. Enski boltinn 15. október 2024 16:01
Sir Alex slapp ekki við niðurskurðarhnífinn hjá Man. United Nýir eigendur enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester United hafa verið duglegir að skera niður hjá félaginu og það virðist hreinlega enginn vera óhultur hjá félaginu. Enski boltinn 15. október 2024 09:03
Stjóri Stuttgart hafnaði United Sebastian Hoeness, knattspyrnustjóri Stuttgart, var upp með sér yfir áhuga Manchester United en var ekki tilbúinn að taka við liðinu. Enski boltinn 14. október 2024 12:30
Dagný kom við sögu í jafntefli West Ham Dagný Brynjarsdóttir kom inn af bekknum hjá liði West Ham sem gerði jafntefli í úrvalsdeild kvenna á Englandi í dag. Enski boltinn 13. október 2024 16:02
Saka hefði getað spilað gegn Finnum Stuðningsmenn Arsenal fengu eflaust aðeins fyrir hjartað þegar tilkynnt var að Bukayo Saka hefði yfirgefið enska landsliðshópinn vegna meiðsla. Þeir geta nú andað léttar. Enski boltinn 13. október 2024 13:46
Salah farinn heim til Liverpool: Ofbeldisfullir andstæðingar og hættulegur völlur Mohamed Salah hefur yfirgefið landsliðshóp Egyptalands og er farinn aftur heim til Liverpool. Egypski stjörnuleikmaðurinn var ekki spenntur fyrir seinni leik Egypta gegn Máritaníu. Enski boltinn 13. október 2024 11:30
Síðasta tímabil Haaland með Manchester City? Erling Haaland gæti verið að leika sitt síðasta tímabil með Manchester City. Fregnir á Spáni herma að Norðmaðurinn hafi áhuga á að spila í La Liga frá og með næsta tímabili. Enski boltinn 13. október 2024 10:17
Hlerunarbúnaður í klefa United á Villa Park tók upp ræður Ten Hag Hlerunarbúnaði var komið fyrir í klefa Manchester United fyrir leik liðsins gegn Aston Villa í úrvalsdeildinni um síðustu helgi. Ræður knattspyrnustjórans Erik Ten Hag heyrast vel á upptökum sem The Sun er með í sínum fórum. Enski boltinn 13. október 2024 09:30
Jason lagði upp í sigri gegn liði 92-árgangsins Jason Daði Svanþórsson var í byrjunarliði Grimsby Town sem vann góðan sigur í League Two-deildinni á Englandi í dag. Þetta var fjórði sigur Grimsby í síðustu fimm leikjum. Enski boltinn 12. október 2024 16:06
Pabbi Son dæmdur fyrir brot gegn börnum Pabbi Son Heung-min, fyrirliða enska úrvalsdeildarliðsins Tottenham, hefur verið fundinn sekur um líkamlegt og andlegt ofbeldi gegn ungum fótboltamönnum. Enski boltinn 12. október 2024 14:32
Saka sendur heim vegna meiðsla Bukayo Saka verður ekki með enska landsliðinu þegar það mætir Finnum á morgun í Þjóðadeildinni í fótbolta, eftir að hafa meiðst í tapinu gegn Grikklandi á fimmtudaginn. Enski boltinn 12. október 2024 11:01
Leikmaður Brighton var nálægt því að deyja um borð í flugvél Julio Enciso, leikmaður Brighton, var hætt kominn í flugi frá Englandi til Suður-Ameríku. Hann hélt að hann væri að fara að deyja. Enski boltinn 11. október 2024 16:16
Saka fór meiddur út af Bukayo Saka, leikmaður Arsenal, fór meiddur af velli þegar England tapaði fyrir Grikklandi í Þjóðadeildinni í gær. Enski boltinn 11. október 2024 13:01
Haaland að verða pabbi Erling Haaland skráði sig í norsku sögubækurnar í kvöld þegar hann varð markahæsti leikmaður í sögu landsliðsins en hann stal þó fyrirsögnunum með öðrum hætti eftir leik þegar hann tilkynnti að hann og unnusta hans ættu von á barni. Fótbolti 10. október 2024 23:16
Mazraoui fór í aðgerð vegna hjartavandamála Noussair Mazraoui, leikmaður Manchester United, hefur gengist undir smávægilega aðgerð vegna of hraðs hjartsláttar. Enski boltinn 10. október 2024 16:33
Sverrir Ingi minnist Baldocks: „Þú munt alltaf eiga stað í hjarta okkar“ Íslenski landsliðsmaðurinn Sverrir Ingi Ingason minntist samherja síns hjá Panathinaikos, Georges Baldock, í færslu á Instagram. Hann segir að sorgin vegna fráfalls hans sé óbærileg. Fótbolti 10. október 2024 15:02
Stjörnulögfræðingur á að bjarga Paqueta frá lífstíðarbanni Enska knattspyrnusambandið rannsakar nú mögulega aðild brasilíumannsins Lucas Paqueta að víðtæku veðmálasvindli. Hann gæti átt yfir höfði sér lífstíðarbann en félag hans West Ham ætlar að gera sitt til að koma í veg fyrir að svo verði. Enski boltinn 10. október 2024 07:32
Milan vill að Zlatan sæki landa sinn frá Manchester AC Milan hefur áhuga á að næla í Victor Lindelöf frá Manchester United til að styrkja meiðslahrjáða varnarlínu sína. Þeir telja sig vera með rétta manninn til að sannfæra Svíann um að færa sig um set til Ítalíu. Enski boltinn 9. október 2024 22:33
Fyrrum leikmaður ÍBV og Sheffield United fannst látinn George Baldock, fyrrum leikmaður Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni, fannst í dag látinn í sundlaug við heimili sitt í Grikklandi. Baldock lék á sínum tíma með ÍBV í efstu deild hér á landi. Enski boltinn 9. október 2024 21:31
Leikmaður Chelsea flutti aftur heim til mömmu og pabba Þrátt fyrir að þéna vel býr Levi Colwill, leikmaður Chelsea, enn með foreldrum sínum, yngri bróður og hundi í Southampton. Enski boltinn 9. október 2024 15:33
Gott fyrir Heimi en áfall fyrir Liverpool Nú er orðið ljóst að Liverpool verður án brasilíska markvarðarins Alisson næstu sex vikurnar, eða fram yfir landsleikjahléið í nóvember, vegna meiðsla. Enski boltinn 9. október 2024 09:31
Grealish: Ég hefði átt að fara með á EM Jack Grealish, leikmaður Englandsmeistara Manchester City, segir ljóst að hann hefði átt að fá sæti í EM-hópi enska landsliðsins í sumar. Enski boltinn 9. október 2024 08:34