Fylgst með úr fjarlægð Fólk tók sveig fram hjá manninum. Hann lá þarna og svaf upp við vegg og þeir sem komu fyrir hornið máttu vara sig á að detta ekki um lappirnar á honum. Sumum brá við og hrukku til hliðar en héldu þó ferð sinni áfram. Störðu kannski í forundran á manninn enda undarlegur svefnstaður, Austurstrætið. Bakþankar 19. mars 2014 07:00
Með milljón á mánuði Framhaldsskólakennarar hófu í gær verkfall þar sem ekki hafði náðst að semja um kjör þeirra. Báðir foreldrar mínir eru kennarar og hafa starfað sem slíkir í yfir þrjá áratugi. Á þeim tíma hafa þeir farið nokkrum sinnum í verkfall. Bakþankar 18. mars 2014 00:00
Er búið að tékka á þér? Við sem erum komin með bílpróf og eigum jafnvel bíl vitum að það er skynsamlegt að fara með bílinn í skoðun reglulega, annars vegar til að koma í veg fyrir að hann falli úr ábyrgð og hins vegar vegna þess að við viljum vera örugg um að allt sé í lagi. Nýjasta tækni gerir okkur svo kleift að lesa með einföldum hætti hvað það er sem mögulega hrjáir bílinn. Fastir pennar 18. mars 2014 00:00
Að drekkja umræðu í umræðu Aðsendar greinar sem bíða birtingar í Fréttablaðinu skipta yfirleitt tugum. Það er enginn skortur á fólki sem liggur mikið á hjarta og telur skoðanir sínar eiga svo mikið erindi við þjóðina að það sest við tölvuna og hamrar saman pistil eftir pistil um það sem mest brennur á því þá og þá stundina og sendir svo afraksturinn til birtingar. Fastir pennar 18. mars 2014 00:00
Maður er manns gaman ...stundum Þetta var óvenju annasöm helgi hjá mér í samanburði við aðrar helgar. Ég er nefnilega einn af þeim sem kunna ákaflega vel við að vera einir og gera ekki neitt sérstakt. Bakþankar 17. mars 2014 11:00
Fljótandi utanríkispólitík Utanríkisráðherra kynnti Alþingi í vikunni nýja Evrópustefnu ríkisstjórnarinnar í snöggu andsvari við umræðu um þá tillögu hans að slíta aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Þessi háttur á kynningu málsins fyrir löggjafarþinginu segir allt sem segja þarf um mat ráðherrans sjálfs á mikilvægi nýju stefnunnar. Fastir pennar 15. mars 2014 07:00
Opið 17-18 Fyrir nokkrum árum lokaði ríkið í Mjódd og flutti í nálæga garðyrkjubúð. Fyrir vikið á ég af og til leið um garðyrkjubúð. Fyrir vikið hef ég keypt dót í garðyrkjubúð. Samt er ég hvorki með garð né hef brennandi áhuga á því að eignast slíkan. En svona er þetta. Einokunaraðili með vinsæla vöru trekkir að. Fastir pennar 14. mars 2014 07:00
Af hverju má ég ekki giftast Evu? Um daginn sat ég í sófanum með dóttur minni. Við lékum okkur í tölvuleik sem gengur út á það að klæða brúðhjón í mannsæmandi föt fyrir stóra daginn. Bakþankar 14. mars 2014 06:00
Þráin eftir leyndardómum Eitt hef ég lært. Mannskepnan býr yfir mikilli þrá eftir vitneskju. Það er óumdeild staðreynd hvar sem maður kemur niður. Það nægir að skoða könnunarsögu veraldarinnar. Allir heimsins krókar og kimar hafa verið kortlagðir og menn voru búnir að því löngu áður en hægt var að taka myndir úr flugvélum eða gervihnöttum. Bakþankar 13. mars 2014 07:00
Prinsipp og pukur í Seðlabankanum Undarlegt mál, sem hófst með því að fyrrverandi ríkisstjórn gekk á bak orða sinna gagnvart Má Guðmundssyni seðlabankastjóra og lét lækka laun hans, hefur orðið furðulegra eftir því sem frá líður. Fastir pennar 13. mars 2014 07:00
Eina leiðin er að spyrja þjóðina Ríkisstjórnin hefur enn ekki komið með neinum hætti til móts við þá víðtæku og almennu kröfu að hún standi við kosningaloforðin og efni til þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna við Evrópusambandið. Hún gerir ekkert með undirskriftir rúmlega fimmtungs kjósenda. Henni er sama um að yfir 80 prósent svarenda í könnunum segist vilja þjóðaratkvæði. Fastir pennar 12. mars 2014 07:00
Fram líða stundir Það er óþægilega mikið að gera hjá mér um þessar mundir. Þetta er auðvitað sjálfskaparvíti, ég tek að mér allt sem mér dettur í hug, bý mér til verkefni þess á milli, fresta svo öllu fram á síðustu stundu og skil svo ekkert í stressinu. Bakþankar 12. mars 2014 07:00
Litafræði kynjanna Ánþess að blikna hafði ég dottið ofan í hina kynjaskiptu litafræðigryfju. Blátt fyrir stráka og bleikt fyrir stelpur. Gryfjuna sem ég hef mjög meðvitað reynt að forðast á mínum sex ára ferli sem foreldri. Ég veit ekki hvers vegna mér fannst allt í einu ekki við hæfi að drengurinn fengi galla í rauðum lit. Bakþankar 11. mars 2014 12:15
Hreinleikinn reynist goðsögn Frétt sem flaug ekki hátt í pólitískum stormi síðustu viku er engu að síður allrar athygli verð. Þetta var frétt af fyrstu vettvangsathugun Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) í íslenzkum alifuglasláturhúsum og kjúklingabúum eftir að matvælalöggjöf Evrópusambandsins varð hluti af EES-samningnum seint á árinu 2011. Fastir pennar 11. mars 2014 07:00
Sterki víkingurinn gengur aftur Íslendingar hafa eignast nýja stjörnu. Sameiningartákn sem veldur því að skyndilega er hálf þjóðin farin að tala eins og bardagaíþróttir séu eitthvað sem hún þekkir út og inn. Gunnar Nelson er hylltur sem þjóðhetja, víkingurinn þögli sem sigrar andstæðinga sína án nokkurs fums, tákn alls þess besta í íslenskri þjóðarsál, lifandi sönnun þess að við séum mest og best, einu sinni enn. Fastir pennar 10. mars 2014 00:00
Land undanþágunnar Íslendingar leita gjarnan undanþágunnar fremur en reglunnar. Þeir reyna að finna sérlausn fyrir sig fremur en að laga sig að sameiginlegri allsherjarlausn sem gefur öllum jöfn tækifæri. Þeir spyrja ekki: Hvernig laga ég mig að þessu? heldur: hvernig losna ég undan þessu? Hvar er sérleiðin mín? Fastir pennar 10. mars 2014 00:00
Ég og dýnan mín Oj, af hverju ferðu í jóga, er það ekki ógeðslega leiðinlegt? spurði vinkona mín sem er meira fyrir að klifra í köðlum og leika eftir hegðunarmynstri apa undir dúndrandi takti Eye of the Tiger. Ég, undir stjórn míns þrautþjálfaða jóga-hugar, sá mér ekki fært að ergjast yfir þessum fordómafullu spurningum, heldur lagði ég hönd mína á enni hennar og sendi endurnærandi strauma langt ofan í orkustöðvar. Bakþankar 10. mars 2014 00:00
Ísland 2024 Ég hef fylgst með umræðunni um ESB-málið að undanförnu frá hliðarlínunni, þar sem ég er í fríi frá vinnu, og umræðan er á köflum mjög sérstök en málið er sprottið úr enn undarlegri jarðvegi. Fastir pennar 9. mars 2014 08:00
Þung viðbrögð en lítil áhrif Sú ákvörðun ríkisstjórnarinnar að hafa að engu loforð sjálfstæðismanna um þjóðaratkvæði um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið hlaut að hafa afleiðingar. Fá dæmi eru um jafn mikinn þunga í almenningsálitinu. Hann hefur þó haft lítil skammvinn áhrif á stöðu málsins. Til lengri tíma eru þau torráðnari. Fastir pennar 8. mars 2014 07:00
Ósk um að sagan endurtaki sig ekki Bók Bjargar Guðrúnar Gísladóttur, Hljóðin í nóttinni, hefur fengið verðskuldaða athygli síðustu daga. Í bókinni, sem er sársaukafullt uppgjör Bjargar við æsku sína, erum við aftur minnt á fordóma okkar Íslendinga og hvernig við höfum ekki staðið okkur í að vernda þau okkar sem minnst mega sín. Fastir pennar 8. mars 2014 07:00
Flugtuð Einu sinni var gaman að fljúga. Fínu ferðafötin voru valin af kostgæfni og það var sameiginlegt blik í augum samferðafólksins sem vitnaði um að við værum öll svolítið töff á leiðinni út í heim. Ekki lengur. Bakþankar 8. mars 2014 07:00
Flóknir þessir harðstjórar Við verðum að reyna að skilja hvers vegna Kjartani er svona mikið í mun að komast yfir strump. Jú, jú, við vitum að hann vill sjóða strumpa í potti og breyta þeim í gull en af hverju? Hvað veldur? Hvað hafa strumparnir gert Kjartani? Fastir pennar 7. mars 2014 07:00
Í samanburði við… Í gegnum árin hef ég staðið mig að því að öfunda annað fólk fyrir það sem það hefur fram yfir mig. Meiri námsgetu, glæsilegra útlit, hærri laun, flottari kærustu, meira sjálfsöryggi eða meiri fimi á dansgólfinu. Bakþankar 7. mars 2014 06:00
Talað við ókunnuga Átta af hverjum tíu Íslendingum eru á Facebook. Þrátt fyrir þetta ótrúlega hlutfall erum við eftirbátar margra þjóða þegar kemur að því að nýta samskiptamiðlana til fulls. Facebook hefur fjölmarga samfélagslega kosti en sem tól til að tengja saman ólíka hópa og skoðanir er það glatað. Bakþankar 6. mars 2014 06:00
Rökleysur ráðherra Rökleysurnar sem forystumenn ríkisstjórnarinnar hafa borið á borð fyrir almenning undanfarna daga, sem réttlætingu á að svíkja loforð sín um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið, eru með ólíkindum. Fastir pennar 6. mars 2014 06:00
Einræði, ofríki og ofbeldi Pútíns Hernaðaríhlutun Rússa í Úkraínu vekur upp óþægilegar minningar frá síðustu öld; um valdapólitíkina, þjóðrembuna og yfirganginn sem orsökuðu tvær heimsstyrjaldir með tilheyrandi hörmungum og mörg minni stríð. Tal rússneskra ráðamanna um að þeir séu bara að vernda hagsmuni Rússa á Krímskaga er endurómur af röksemdum Hitlers fyrir innlimun Súdetahéraðanna og Austurríkis í aðdraganda seinni heimsstyrjaldarinnar. Fastir pennar 5. mars 2014 07:00
Þjóðvegur eitt Í fjarlægð þeim sýndist fjöllin vera blá,“ hrjúf en ljúf söngrödd KK ómaði í tækinu og síðdegissólin glampaði á Borgarfirðinum. Leiðinni var heitið norður í land og stemningin var létt. Það var langt síðan við þrjú höfðum setið saman í bíl á þessari leið og það skrafaði á okkur hver tuska. Ég hafði hlakkað til ferðarinnar alla vikuna. Bakþankar 5. mars 2014 06:00
Það blæðir úr rassinum! Alþjóðlegar og innlendar leiðbeiningar gera ráð fyrir því að KARLAR og KONUR eftir 50 ára aldur séu í aukinni hættu á að fá ristilkrabbamein og því sé skynsamlegt að miða við þann aldur til að hefja skimun. Þeir sem eiga ættingja sem glímt hafa við slíkan sjúkdóm ættu að byrja í kringum fertugt. Ekki láta blæða úr rassinum á þér, láttu skoða þig! Fastir pennar 4. mars 2014 07:00
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun