Fastir pennar

Fastir pennar

Fréttamynd

Skólastarf verður að vera öruggt

Niðurskurður blasir nú við hvarvetna bæði hjá ríki og sveitarfélögum. Engin þjónusta sem veitt er af opinberum aðilum mun þar eiga undankomu og skólar eru engin undantekning, leik- og grunnskólar hjá sveitarfélögunum og framhaldsskólar hjá ríkinu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Loksins kom góða veðrið

Ég er flúin inn úr steikjandi hitanum á útipalli kaffihússins, þar sem skuggi byggingakranans dansar eins og diskóljós á klúbbgólfi á Íbísa. Mér líður reyndar ekkert ósvipað og ég ímynda mér að mér myndi líða þar, hitinn næstum því kæfandi, örlitlir golusveipir það eina sem gerir lífið bærilegt. Já, og svo náttúrlega ískaffið og klakavatnið, sólskinið og áhrifin sem það hefur á fólkið.

Bakþankar
Fréttamynd

Lokaðar leiðir, brenndar brýr

Íslendingar notuðu 20. öldina til að ná Dönum í efnahagslegu tilliti. Það tókst. Við upphaf heimastjórnar 1904 var Ísland hálfdrættingur á við Danmörku mælt í kaupmætti þjóðartekna á mann. Fyrir hrun 2008 virtist Ísland standa jafnfætis Danmörku og hafði gert um alllangt skeið. Þessi samanburður hvílir á tölum um þjóðartekjur og mannfjölda, en hann segir ekki alla söguna. Kaupmannahöfn var um aldamótin 1900 löngu orðin að háreistri heimsborg, en Reykjavík var þá lágreist þyrping og fátækleg, ef frá eru talin fáein glæsileg hús, sem Danir höfðu reist, svo sem Dómkirkjan, Menntaskólinn og Alþingishúsið.

Fastir pennar
Fréttamynd

Sannleikurinn er sagna bestur

Ég er leikhúsmaður (-kona) og vinna mín krefst þess að ég geti sagt sögur. Ekki bara sannar sögur, heldur líka sögur á mörkum sannleikans. Það hefur mér alltaf þótt erfitt.

Bakþankar
Fréttamynd

Skuldaþak er skynsamlegt

Fréttablaðið sagði í gær frá tillögum, sem meðal annars eru unnar í samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og ganga út á að þak verði sett á það hversu mikið sveitarfélögum verður heimilt að skuldsetja sig. Rætt er um að horfa þá til allra skulda sveitarfélaganna, bæði A-hlutans, sem tekur til hefðbundins rekstrar og er fjármagnaður með skattfé, og B-hlutans, en í honum eru fyrirtæki í eigu sveitarfélaganna með sjálfstæða tekjustofna, til dæmis hafnir og orkuveitur. Tillögurnar ganga út frá að skuldaþakið verði 150% af heildartekjum sveitarfélaganna.

Fastir pennar
Fréttamynd

Óttinn við alhæfinguna

Þegar ég nam mannfræði var ég vaninn af því að alhæfa. Af því má þó hafa bæði gagn og gaman svo fljótlega fór ég að alhæfa í laumi að námi loknu.

Bakþankar
Fréttamynd

Gömlu viðhorfi úthýst

Umdeild ummæli Björgvins Björgvinssonar, fyrrverandi yfirmanns kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í viðtali í DV komu á óvart, ekki sízt í ljósi þess að Björgvin átti sem yfirmaður kynferðisbrotadeildarinnar sinn þátt í að rannsóknir lögreglunnar á kynferðisbrotum hafa orðið faglegri og fórnarlömbunum er sýnd meiri virðing og nærgætni en algengt var áður.

Fastir pennar
Fréttamynd

Leiðtogaskortur

Þeir sem eru svo lánsamir að fá virkilega góða kennara meðan þeir eru að mótast, hugsa gjarnan til þeirra með þakklæti ævina á enda. Fyrirtæki, sem stjórnað er af traustum forstjóra sem ber hag starfsmanna fyrir brjósti, og er uppörvandi, hreinn og beinn í samskiptum við undirmenn sína, skapar öryggi og vellíðan á vinnustað.

Fastir pennar
Fréttamynd

Harðari heimur

Ragna Árnadóttir dómsmála- og mannréttindaráðherra hefur nú tekið af skarið og falið réttarfarsnefnd að undirbúa breytingar á lögum, þannig að lögreglan fái heimild til svokallaðra forvirkra rannsókna. Ennfremur vill ráðherra að nefndin geri tillögur að lagasetningu sem kveði á um hvernig stjórnvöld eigi að bera sig að, vilji þau beita heimild stjórnarskrárinnar til að banna félög með ólögmætan tilgang. Báðar þessar tillögur eru umdeildar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Skattpíndur sopi

Það er orðið ljóst að ríkisstjórnin gekk of langt með gífurlegum hækkunum á sköttum á áfenga drykki í fyrra. Niðurstaðan hefur orðið sú sem ýmsir spáðu; sala áfengis í ÁTVR hefur minnkað og þannig hefur tekjustofninn sem ríkisstjórnin hugðist skattpína dregizt saman.

Fastir pennar
Fréttamynd

Vinstri græn og Evrópusambandið

Þegar Davíð Oddsson talar um fræðimenn og stjórnmálaskýrendur sem sérhæft hafa sig í regluverki Evrópusambandsins kallar hann þá alltaf „sérfræðinga Samfylkingarinnar“. Þar með gefur hann sínu fólki skilaboð um að taka aldrei mark á orði sem þessir fræðimenn kunna að hafa til málanna að leggja. Aldrei. Gildir þá einu hvað það er eða hversu mikið vit þeir hafa á málaflokknum: Aldrei. Þeir eru á vegum „andstæðingsins“.

Skoðun
Fréttamynd

Skál fyrir þér!

Eitt er það umræðuefni sem undarlega oft virðist brenna á konum en það er hvaða nafni beri að nefna kynfæri þeirra. Til eru fjölmörg heiti yfir þetta líffæri en mörg þykja fullgroddaleg og sum of barnaleg til að það sé viðeigandi að nota þau þegar fullorðnar konur eru annars vegar. Yfir

Bakþankar
Fréttamynd

Af sama sauðahúsi?

Staða Gylfa Magnússonar viðskipta- og efnahagsráðherra er býsna erfið eftir það sem komið hefur fram undanfarna daga um svör hans á Alþingi um gengistryggð lán.

Fastir pennar
Fréttamynd

Nýskipan stjórnarráðsins

Á undanförnum áratugum hafa flestar ríkisstjórnir rætt breytingar á stjórnarráðinu. Við stjórnarmyndanir hefur ekki unnist tími til lagabreytinga af því tagi. Þegar komið hefur fram á kjörtímabilið hefur ekki verið unnt að hrófla við umsömdum valdahlutföllum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Einkaritari læknisins

Ég stend frammi fyrir erfiðu verkefni þessa dagana, verkefni sem ég humma fram af mér, ræski í rot og reyni að gleyma þegar færi gefst. Annað hvort þarf ég að kaupa mér stærri íbúð sem er hægara sagt en gert, eða (ég ráðlegg viðkvæmum lesendum að hætta hér), henda bókum!

Bakþankar
Fréttamynd

Trúnaður verður að ríkja

Baráttunni gegn kynferðislegu ofbeldi og barnaníði má aldrei linna. Um aldir lágu kynferðisglæpir í algeru þagnargildi. Þannig sátu þolendur uppi aleinir með afleiðingar þess níðs sem þeir höfðu orðið fyrir og gerendur fengu iðulega að halda áfram iðju sinni óáreittir. Umhverfið snéri sér bara undan og þóttist ekki sjá og vita.

Fastir pennar
Fréttamynd

Mjólkunarkvótar

Frjáls markaður er undursamlegt tæki til að koma vörum áleiðis til þeirra sem þurfa á þeim að halda. Það er enginn einn maður eða ein stofnun sem heldur til dæmis utan um matardreifingu á Vesturlöndum. Samt gengur sú dreifing alveg ótrúlega vel.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hverju breyta útlendir eigendur?

Umræðan um fjárfestingar útlendinga á Íslandi tekur á sig æ skrýtnari myndir. Nú hefur Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra beðið viðskiptaráðherra að láta kanna hvort óbeint eignarhald kínverskra fjárfesta í fyrirtækinu Stormur Seafood sé í samræmi við lög.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hvað kostar bensínið?

Sumir undrast, hvers vegna fiskur er ekki ódýrari úti í búð en raun ber vitni. Menn hugsa þá sem svo, að það kosti grásleppukarlana varla mikið að sækja sjóinn til dæmis frá Ægisíðunni í Reykjavík og koma aflanum í land. Hvers vegna fæst soðningin ekki við kostnaðarverði? Það stafar af því, að rétt fiskverð ræðst af framboði og eftirspurn. Fiskimennirnir geta fengið heimsmarkaðsverð fyrir aflann.

Fastir pennar
Fréttamynd

Rússnesk rúlletta

Hvalfjarðargöngin fengu falleinkunn EUROTAP um daginn. Eru víst stórhættuleg að fara um og öll öryggisatriði fyrir neðan allar hellur. Ég hef farið gegnum þessi göng óteljandi ferðir og hef ekki keyrt Hvalfjörðinn síðan þau voru opnuð. Sem betur fer hef ég sloppið í gegn, hingað til. Þetta fékk mig til að velta fyrir mér vegakerfinu á landinu í heild sinni en ég var á ferðinni um daginn milli Akureyrar og Reykjavíkur.

Bakþankar
Fréttamynd

Ósvífni ESB

Evrópusambandið og Noregur hafa nú í hótunum við Ísland og Færeyjar vegna ákvörðunar landanna um að skammta sér einhliða makrílkvóta. Það er gömul saga og ný að skeytin gangi á milli strandþjóðanna við Norður-Atlantshaf vegna deilna um veiðar úr sameiginlegum fiskistofnum. Þeir, sem setið hafa að veiðum úr stofnunum eins og ESB og Noregur hafa gert í þessu tilfelli, eru tregir til að viðurkenna rétt annarra til hlutdeildar í veiðunum þegar stofninn breytir hegðun sinni og neitar að halda sig þar sem hann er vanur, eins og makríllinn gerir nú. Að lokum munu menn þó verða knúnir til samninga.

Fastir pennar
Fréttamynd

Kerfið drepur

Lýsing Samkeppniseftirlitsins á íslenzkum mjólkurmarkaði sem samansúrruðum samráðshring er raunsönn. Landbúnaðarkerfið gerir nú enn eina atlöguna að mönnum, sem vilja reyna að standa á eigin fótum og framleiða mjólkurvörur handa neytendum án ríkisstyrkja.

Fastir pennar
Fréttamynd

Forboðnu dyrnar

Eitt af því sem ég hafði alltaf hlakkað til að upplifa þegar að því kæmi að ég gengi með barn var þessi víðfræga óstjórnlega löngun í eitthvað óvenjulegt.

Bakþankar
Fréttamynd

Kæruleysið verður að uppræta

Þegar HIV-veiran og alnæmið varð fyrst þekkt meðal almennings undir miðjan níunda áratuginn greip um sig hræðsla, ekki síst meðal ungs fólks. Frá frjálsræðisbyltingunni í kynlífsmálum í kringum 1970 og fram að því að HIV-veiran varð þekkt hafði margt ungt fólk iðkað kynlíf sem fráleitt gat talist ábyrgt eftir að HIV-veiran varð þekkt.

Fastir pennar
Fréttamynd

Með Vigdísi á veggnum

Þegar ég fæddist var Vigdís Finnbogadóttir forseti Íslands. Ég ólst upp í skýlausri aðdáun á þessum forseta, eins og er líklega algengt með krakka og þjóðhöfðingja. Aðdáunin hefur hins vegar ekki elst af mér með tímanum, og gerir líklega ekki héðan af. Ég veit líka vel að fjölmargir eru sömu skoðunar.

Bakþankar
Fréttamynd

Huglæga byltingin mest um verð

Í dag er mannréttindum fagnað í Gleðigöngu sem er þjóðhátíð samkynhneigðra og raunar þjóðhátíð allra Íslendinga. Það er enda ástæða til að fagna fjöldamörgum sigrum, stórum og smáum, á leiðinni til fullra mannréttinda samkynhneigðra.

Fastir pennar
Fréttamynd

Kögunarhóll: Seta ráðherra á Alþingi

Flokksstjórn Samfylkingarinnar samþykkti á dögunum ályktun um stöðu ráðherra á Alþingi. Þar voru ráðherrum flokksins gefin fyrirmæli um að kalla inn varaþingmenn meðan þeir gegna ráðherraembætti. Í raun er verið að tala um viðbótarþingmenn.

Fastir pennar
Fréttamynd

Norðlenska hljóðvillan II

Í síðasta pistli fjallaði ég lítillega um norðlensku hljóðvilluna og mikilvægi þess að sporna við henni. Ég staldraði einkum við annað megineinkenni hennar, röddun nef- og hliðarhljóða á undan fráblásnum lokhljóðum í orðum eins og „stúlka“, „pumpa“ og „fantur“ og útskýrði af hverju hún væri röng. Nú ætla ég að taka hitt megineinkennið fyrir, óeðlilegan stafsetningarframburð fráblásinna lokhljóða sem standa á milli tveggja sérhljóða í orðum eins og „poki“, „bátur“ og „pípa“.

Bakþankar
Fréttamynd

Eru ríkisafskipti frjálshyggjunni að kenna?

Svavar Gestsson fer fram á það í nýlegri grein í Fréttablaðinu að Sjálfstæðisflokkurinn geri upp við frjálshyggjuna. Engin rök eru færð fram gegn frjálshyggjunni, aðeins fullyrt að hún hljóti að vera skammaryrði og því beri flokknum að hafna henni. Eftir að krónan hrundi og bankakerfið féll hefur fjöldi fólks lýst svipuðum skoðunum opinberlega. Rökstuðningurinn ber oftast vott um álíka djúpa hugsun og fyrrnefnd grein.

Fastir pennar