Fastir pennar

Fastir pennar

Fréttamynd

Sláttuvélablús

Sameign á framleiðslutækjum er víðs fjarri smáborgaranum íslenska. Hann verður að eiga sitt. Það blasir við þegar menn setja sig í athafnagírinn og stika út á túnin með sláttuvélarnar sínar.

Bakþankar
Fréttamynd

Sorglegur atburður

Ég varð vitni að sorglegum atburði ekki alls fyrir löngu. Hann minnti mig á að stundum gefur mannlífið stjórnmálum og viðskiptalífi ekkert eftir hvað vitleysisgang varðar. Það virðist vera sama á hvaða vettvangi mannveran þvælist, ef hún veldur skaða er eins og hún geti ekki hætt fyrr en sá sem síst skyldi er orðinn skaddaður líka.

Bakþankar
Fréttamynd

Dugar frysting launa til?

Grein Árna Páls Árnasonar, félags- og tryggingamálaráðherra, hér í Fréttablaðinu í gær hefur vakið mikla athygli og viðbrögð. Ráðherrann velti þar fyrir sér leiðum til að ná fram bráðnauðsynlegum niðurskurði í ríkisrekstrinum á næstu árum og telur nauðsynlegt að ná þjóðarsátt um að frysta laun opinberra starfsmanna næstu þrjú árin, ásamt lífeyrisgreiðslum og öðrum afkomutengdum greiðslum ríkisins, til dæmis til bænda.

Fastir pennar
Fréttamynd

Að þora ekki að veðja á hið þekkta

Nýliðnar sveitarstjórnarkosningar sýndu glöggt að íslenskir kjósendur hafa misst trú á stjórnmálamönnum. Um það ber vitni lítil kosningaþátttaka, einkum í þeim sveitarfélögum þar sem eingöngu voru í boði listar gömlu flokkanna. Sömuleiðis árangur nýrra framboða, þar á meðal grínframboða, og talsvert miklar útstrikanir og tilfæringar á frambjóðendum á listum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Innskeifar og þokkafullar

Einu sinni, fyrir ekki svo langa löngu, var ég lítill og fáránlega útskeifur krakki. Mér fannst ekki töff að vera eins og kvenkyns barnaútgáfan af Chaplin og æfði mig stundum í laumi að ganga beint eftir línu. Hins vegar þakkaði ég fyrir að fæturnir á mér sneru þó ekki inn á við. Í barnæsku minni tilheyrðu þeir innskeifu nefnilega varnarlausum minnihlutahópum, settir í hóp með rauðhærðum og freknóttum, feitabollum og gleraugnaglámum. Þeim mátti stríða.

Bakþankar
Fréttamynd

Allir sem einn

Þann 21. maí árið 1979, nokkrum dögum fyrir þingslit, ríkti sérstök stemning á löggjafarsamkomunni þegar fundur var settur í sameinuðu alþingi. Þingpallar voru þéttsetnir og mátti þar kenna nokkra nafntogaða menn. Í fréttamannastúkunni voru fleiri fréttamenn en maður átti að venjast og eftirvænting í loftinu. Í síðdegisblöðunum hafði þingmaður upplýst almenning um að fjármálaráðherra landsins yrði látinn svara til saka utan dagskrár þennan dag. Hafði hann tekið lán til bifreiðakaupa hjá ríkissjóði eða ekki? Ef mig misminnir ekki, var þetta í samræmi við nýjar reglur um hlunnindi ráðherra, og til þess gerðar að bifreiðin væri á þeirra ábyrgð, þótt reksturinn væri ríkisins. Hér var því ekki um lögbrot að ræða. Frést hafði að einn ráðherra hefði nýtt sér þetta, en ekki gefið upp hver það var.

Fastir pennar
Fréttamynd

Viturlegar ákvarðanir skila sér

Hafrannsóknastofnunin hefur nú skilað tillögum sínum um hámarksafla á næsta fiskveiðiári, sem hefst í september. Stofnunin vildi ekki mæla með því í apríl síðastliðnum að þorskkvótinn yrði aukinn í sumar, þrátt fyrir þrýsting frá hagsmunaaðilum og stjórnmálamönnum. Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafró, sagði þá hér í blaðinu að ekkert hefði komið fram sem breytti ráðleggingum stofnunarinnar fyrir yfirstandandi fiskveiðiár. Hins vegar mætti auka þorskkvótann í haust ef rannsóknir gæfu tilefni til.

Fastir pennar
Fréttamynd

Leynistundirnar okkar

Eitt er það sem angrað hefur marga foreldra að undanförnu. Að ekki skuli vera hægt að láta barnaefnið í Ríkissjónvarpinu hefjast á sama tíma síðdegis eins og virðist viðtekin venja hjá „þeim þjóðum sem við helst miðum okkur við".

Bakþankar
Fréttamynd

Fjárflokkakerfið

Nú verður hópur stjórnmálamanna uppvís að því að hafa þegið stórfé af stórfyrirtækjum. Skulu þá þær konur sem í hópnum eru víkja.

Fastir pennar
Fréttamynd

Tæknilandið Ísland

„Það er eitthvað skrýtið við samfélag sem vantar fólk í vinnu en er með marga á atvinnuleysisskrá," sagði Jón Ágúst Þorsteinsson, forstjóri Marorku, í samtali við Markaðinn, sérblað Fréttablaðsins um viðskipti, síðastliðinn miðvikudag.

Fastir pennar
Fréttamynd

Skólar bornir saman

Nú styttist í að Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra greini frá tillögum sínum um hvernig á að spara í rekstri háskólanna í landinu. Ráðherrans bíða erfiðar ákvarðanir. Allir háskólarnir halda fram sínum málstað og vilja sízt láta skera niður hjá sér.

Fastir pennar
Fréttamynd

Guðs útvalda þjóð

Þegar ég var lítil var ég heilluð af Sögum Biblíunnar, tíu stórum bláum bókum sem amma keypti af farandsala. Þær voru gríðarlega myndskreyttar og þar voru hetjusögur af góðum vinum, spennusögur af barnsfórnum, hryllingssögur af konum sem skáru menn á háls og var hent út um glugga og hundar rifu í sig, og margar fleiri.

Bakþankar
Fréttamynd

Niðurgreiddir bílar

Margir virðast afar sannfærðir um að bílar og bensín séu afar skattpínd fyrirbæri. Kannski ekki að ósekju. Þegar bensínlítrinn er greindur niður í krónur kemur vissulega á daginn að flestar þeirra enda hjá Ríkinu. Sömuleiðis hvíla fjölmörg gjöld á bílunum sjálfum, vörugjöld, bifreiðagjöld og þungaskattar. Fljótt á litið virðast því hagsmunaaðilar bíleigenda hafa nokkuð til síns máls. Ríkið skattpínir bíleigendur, en samt halda allir áfram að keyra. Fólkið hefur valið einkabílinn.

Fastir pennar
Fréttamynd

Misskipting varðar miklu

Suður-Kórea og Taíland eru meðal þeirra þrettán landa, þar sem tekjur á mann hafa vaxið um sjö prósent á ári eða meira í aldarfjórðung eða lengur. Kórea, eins og landið er kallað í daglegu tali, hefur náð enn lengra en Taíland. Kaupmáttur þjóðartekna á mann í Kóreu er nú kominn upp fyrir kaupmátt á mann á Íslandi, eða 28.000 dalir í Kóreu á móti 25.000 dölum hér heima samkvæmt upplýsingum Alþjóðabankans fyrir 2008. Bilið breikkar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Tveir aðskildir menningarheimar

Framundan er sjómannadagurinn og víða um land má sjá merki þess að heimamenn í sjávarþorpum landsins ætli sér að gera vertíðarlokin og sjómannadaginn að héraðshátíða­dögum sem vara ekki í einn stakan dag heldur teygja sig inn í vikuna og þá með veraldlegri hætti en hinar fornu kristnu hátíðir sem eru árvissar, pálmasunnudagur, dymbilvika, páskar, uppstigningardagur og hvítasunna.

Fastir pennar
Fréttamynd

Tveggja takka tæknin

Svo voru sjónvarpstæki fundin upp. Þau urðu að almenningseign sem fjölskyldan safnaðist saman fyrir framan á síðkvöldum. Þó að tækin hafi þótt hálfgerðar töfravélar voru þau einföld að gerð, það þurfti bara tvo takka, kveikja- og hækka/lækka takkann. Litirnir komu líka með árunum og fleiri takkar til að skipta um stöð. Þó að þeirra hafi ekki verið þörf hér á landi lengi framan af.

Bakþankar
Fréttamynd

Ísrael og appelsínurnar

Appelsínur fóru að birtast víðs vegar um vinnustaðinn í gær. Eina ástæða þess er líklega sú að ég hafði heyrt ummæli utanríkisráðherra, sem greindi samstarfsfélaga sínum Birgittu Jónsdóttur víst frá því að það versta sem mögulega gæti gerst ef Ísland sliti stjórnmálasamstarfi

Bakþankar
Fréttamynd

Samþykki með aðgerðaleysi

Enn hafa Ísraelsmenn gengið fram af heimsbyggðinni með árás Ísraelshers á skipalest sem var á leið með hjálpargögn til Gasasvæðisins, árás sem kostaði að minnsta kosti tíu manns lífið.

Fastir pennar
Fréttamynd

Maður skiptir ekki við hrotta

Jæja. Þá hefur Ísraelum tekist að ganga fram af manni einu sinni enn. Ekki vegna þess að maður hafi til þeirra miklar væntingar; þeir hafa fyrir löngu sýnt að þeir láta sér fátt fyrir brjósti brenna. En einhvern veginn bjóst maður ekki við að þeir sykkju eins lágt og raun ber vitni. En kannski átti maður ekki að verða hissa, ekki þegar Ísraelar eru annars vegar.

Bakþankar
Fréttamynd

Yfirgripsmikið þekkingarleysi

Samtök ungra bænda birtu dálítið sláandi auglýsingar í blöðunum á föstudaginn. Mynd af brynvörðum fallbyssubíl með eftirfarandi fyrirsögn: "Við viljum ekki senda afkomendur okkar í Evrópusambandsherinn." Lesendur, sem gengu kannski út frá því að höfundar auglýsingarinnar vissu um hvað þeir væru að tala, hefð

Fastir pennar
Fréttamynd

Hrist upp í pólitíkinni

Úrslit sveitarstjórnarkosninganna hrista rækilega upp í hinu pólitíska kerfi á Íslandi. Hefbundnu flokkarnir fjórir fá skell, sem á sér fá fordæmi. Þótt forystumenn flokkanna geti vísað til einhverra ljósra punkta, eru skilaboð kjósenda skýr og flokkarnir komast ekki hjá því að horfast í augu við það. Uppgjörið og siðbótin, sem skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis kallaði á, hefur að mati margra kjósenda látið á sér standa. Kosningaúrslitin þrýsta á flokkana að gera hreint fyrir sínum dyrum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Vegurinn heim

Faðir minn er hálfþýskur. Hann heitir Helmuth og veit fátt betra en Suður-Þýskaland og þá sérstaklega Bæjaraland, Bayern. Kærleikurinn milli hans og Bayern hefur varað lengi. Ég var ekki há í loftinu þegar ég vissi allt um Lúðvík II Bæjarakonung, þekkti skjaldarmerki Munchen og fékk ís í verðlaun fyrir að vera að klára weisswurst og sauerkraut af disknum mínum.

Bakþankar
Fréttamynd

Bylting pólitísku viðrinanna

Í útlöndum snúast svona flokkar sem koma brunandi af jaðrinum og hirða allt lausa- og óánægjufylgið oftast um hatur á innflytjendum en óánægjuflokkurinn hér er fullur af hlátri. Það er þó eitthvað. Það er eitthvað við Besta flokkinn sem erfitt er að koma orðum að, eitthvað „je ne sais quoi“.

Fastir pennar
Fréttamynd

Kjördagur óánægjunnar

Þrennt einkennir einkum sveitarstjórnarkosningarnar í dag: Í fyrsta lagi eru þær ópólitískari og málefnasnauðari en endranær. Í öðru lagi hafa landsmálin ríkari áhrif en fyrr. Í þriðja lagi eru þær meira bundnar við fortíðina en gengur og gerist.

Fastir pennar
Fréttamynd

Kosið um ábyrgð

Landsmenn ganga í dag að kjörborðinu og velja sveitarstjórn í sínu sveitarfélagi. Það hvernig fólk ráðstafar atkvæði sínu hefur áhrif á nánasta umhverfi fólks, á borð við götur, útivistarsvæði og íþróttaaðstöðu og þá félagslegu þjónustu sem stendur fólki næst, til dæmis grunnskóla, leikskóla og þjónustu við aldraða. Það skiptir máli að fólk kjósi og líka hvernig atkvæðinu er varið.

Fastir pennar
Fréttamynd

Kjördagur

Í dag er kjördagur, bjartur og fagur eins og brúðkaupsdagur í Möttubókunum. Kjósendur streyma glaðir í bragði á kjörstaði til að taka þátt í lýðræðinu, sem þeir njóta þeirra forréttinda að búa við. Sumir nota atkvæðið sitt til að sýna sitt álit á því hvernig til tókst á síðasta kjörtímabili. Þeir velja þá sem þeim finnst hafa staðið sig skást og þeir treysta best til að fara með völd. Aðrir kjósa alltaf sama flokkinn án nokkurs tillits til þess hvort frambjóðendur hans hafi orðið uppvísir að mútuþægni eða ekki. Þeir halda með sínum flokki, hvað sem á dynur, rétt eins og íþróttafélaginu sínu. Enn aðrir nota atkvæðið sitt til að hafna fólki, sem hefur þegið allar skoðanir sínar beint frá flokknum, í trausti þess að hinn kosturinn geti ekki verið verri. Þetta er það dásamlega við lýðræðið. Hver og einn ræður því sjálfur hvað hann kýs og hvers vegna. Enginn þarf að verja þá ákvörðun fyrir öðrum.

Bakþankar
Fréttamynd

Samið eða dæmt?

Það virðist ögn langsótt að halda því fram, eins og forystumenn stjórnarandstöðuflokkanna gera, að áminningarbréf Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) til Íslands, um að íslenzkum stjórnvöldum beri að greiða Icesave-skuldbindingarnar, styrki samningsstöðu landsins. ESA telur Ísland brotlegt við EES-samninginn, greiði stjórnvöld ekki

Fastir pennar