Fastir pennar

Fastir pennar

Fréttamynd

Gleymda skýrslan

Rannsóknarnefnd Alþingis tilkynnti í gær að enn frestast um sinn útgáfa á niðurstöðum hennar á aðdraganda og orsökum falls bankanna og tengdra atburða.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hörmungar á Haítí

Mikill vandi steðjar nú að Haítí eftir óvenju harðan jarðskjálfta sem varð þar fyrir tveimur vikum sem kostaði um 200.000 manns lífið.

Fastir pennar
Fréttamynd

Einangrun og stjórnleysi

Það er áhyggjuefni að Ísland er að einangrast frá alþjóðasamfélaginu og ímynd þjóðarinnar hefur veikst á alþjóðavettvangi. Það ríkir eðlilega reiði í garð ýmissa einstaklinga og hálfgert upplausnarástand í efnahags- og stjórnmálum. Á sama tíma eigum við afburðafólk á fjölmörgum sviðum svo sem í íþróttum og menningu, vísindum og margvíslegum atvinnurekstri. Við mættum vekja meiri athygli á því.

Fastir pennar
Fréttamynd

Greiðslunenna

Skömmu áður en góðærið svokallaða náði hæstu hæðum áskotnaðist mér dálítil fjárhæð þannig að ég sá mér fært að kaupa mér nýjan bíl eða öllu heldur ekki eins gamlan og þann síðasta sem ég hafði átt. Þetta var ekki há fjárhæð, kannski ein mánaðarlaun mín á þessum tíma. Það sem var nýtt var að ég var aflögufær um hana alla í einu til annars en brýnustu nauðsynja.

Bakþankar
Fréttamynd

Misheppnun

Járnlafðin á einhverju sinni að hafa sagt af sinni alkunnri góðmennsku, að hver sá maður sem sé að nálgast þrítugsaldur og fari til vinnu sinnar í almenningsvagni - en ekki í einhverri tryllikerru sem kostar morð fjár - sé í hennar augum „misheppnaður". Á Íslandi, þar sem stjórnvöld hafa nú áratugum saman reynt með góðum árangri að venja fólk af þeim ósið að nota almenningsvagna, hlýtur viðmiðunin að sjálfsögðu að vera með öðrum hætti, og í þá átt gengur þróunin sennilega líka annars staðar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Af kögunarhóli Þorsteins Pálssonar

Eðlilega vakti athygli að flokksráð VG gat ekki ályktað um Icesave; stærstu þraut sem nokkur ríkisstjórn hefur glímt við. Flestir telja það bera vott um veikleika. Á þessum peningi eins og öðrum eru tvær hliðar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Uppgjörs er þörf

Undir lok desember skýrði Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, frá því að á fyrstu mánuðum þessa árs myndi skýrast hver yrði niðurstaðan í fyrstu málunum af þeim um fimmtíu sem hann hefur til rannsóknar. Nú er rétt rúmt ár frá því að komið var á fót embætti sérstaks saksóknara til að rannsaka mögulega saknæma þætti tengda bankahruninu hér.

Fastir pennar
Fréttamynd

Júlla Skapofsi

Herra Skapofsi hefur verið handtekinn. Handtaka hans staðfestir öfugsnúna heimsmynd okkar: Stórglæpamennirnir ganga lausir á meðan þessir sem leika sér í veggjakrotinu í skjóli nætur hafa verið færðir í tukthúsið.

Bakþankar
Fréttamynd

Landsliðið og endurreisnin

Í gærmorgun sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra að þjóðin þyrfti að líta til landsliðsins í handbolta um fyrirmyndir í vörn og sókn í atvinnu- og efnahagsmálum á næstu árum. Því miður reyndist forsætisráðherra þarna ákaflega seinheppinn í vali á fyrirmyndum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Meðvirkni eða ástríðu?

Ég hef áður viðrað þá kenningu að hlutskipti stuðningsmanna íslensks íþróttalandsliðs sé ekki ósvipað því að eiga alkóhólískan helgarpabba. Oftar en ekki er hann með allt niðrum sig og þegar maður er við það að missa á honum alla trú tekur hann sig á og verður í einu vetfangi besti pabbi í heimi. Alveg þangað til hann hrasar næst. Leikurinn við Serba á þriðjudag rímar vel við þessa kenningu.

Bakþankar
Fréttamynd

Milli steins og sleggju

Eftir bankahrunið í október 2008 leit Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn svo á, að það þyrfti ekki að taka efnahagslífið í landinu nema tvö ár að komast aftur á réttan kjöl. Þessi ályktun var að vísu í bjartsýnna lagi, þótti mér þá, en hún var reist á vandlegri skoðun sérfræðinga sjóðsins á tiltækum gögnum. Ein lykilforsendan, sem Seðlabanki Íslands bjó sjóðnum í hendur, var, að erlendar skuldir þjóðarbúsins í árslok 2009 myndu nema 160 prósentum af landsframleiðslu að loknum gríðarlegum afskriftum á skuldum gömlu bankanna við erlenda lánardrottna. Afskriftirnar voru taldar nema um fimmfaldri landsframleiðslu. Sjóðurinn taldi, að landsframleiðsla myndi standa í stað 2010 og taka síðan að vaxa aftur 2011 og eftirleiðis um 4 prósent á ári, sem er mikill vöxtur í sögulegu samhengi.

Fastir pennar
Fréttamynd

Sprengjan og ísinn

Á þessum degi árið 1968 átti eitt versta kjarnorkuslys sögunnar sér stað í næsta nágrannalandi okkar, Grænlandi. Bandarísk B-52 sprengjuflugvél fórst þá með fjórar vetnissprengjur innanborðs skammt frá Thule-herstöðinni. Sprengjurnar sprungu ekki við slysið, en mikið magn geislavirkra efna dreifðist um svæðið og sterkar líkur benda til þess að Bandaríkjaher hafi mistekist að endurheimta eina sprengjuna, sem hafi fengið vota gröf í Thule-flóanum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Nauðsynlegt að viðhalda virkni

Alger kúvending hefur orðið á íslenskum atvinnumarkaði á fáeinum mánuðum. Ísland var þar til fyrir rúmu ári meðal þeirra landa í heiminum þar sem atvinnuþátttaka var hvað mest.Alger kúvending hefur orðið á íslenskum atvinnumarkaði á fáeinum mánuðum. Ísland var þar til fyrir rúmu ári meðal þeirra landa í heiminum þar sem atvinnuþátttaka var hvað mest. Sú staða sem nú blasir við er gerbreytt því þeir skipta nú þúsundum sem eru án atvinnu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Aldrei aftur að vera stolt?

Þegar ég var bólugrafinn unglingur vaknaði ég eitt sinn með heiftarlega bakþanka og alls ólíkum þeim sem finnast á síðum Fréttablaðsins. Ég hafði verið nærri því að næla í fallegustu skvísuna á ballinu kvöldið áður en skortur á áræðni varð til þess að ég vaknaði með bakþanka en ekki með skvísunni.

Bakþankar
Fréttamynd

Héraðsljósmæður

Ekki verður með góðu móti séð hvað flokksráð VG var að gera á Akureyri um helgina. Ályktanir flokksráðsfundarins eru alla vega með því furðulegra sem stjórnmálaflokkur hefur sent frá sér hin síðari ár. Er ástæða til að minna á að VG á fjórtán þingmenn og aðild að ríkisstjórn.

Fastir pennar
Fréttamynd

Stjörnur og streita

Full ástæða er til að samgleðjast matreiðslumeistaranum sem fékk Michelin stjörnu, fyrstur íslenskra matsveina, í síðustu viku.

Fastir pennar
Fréttamynd

Öll erum við ömurleg

Ísland ætti að verða fyrsta land í heimi til að hafa ríkisstjórn eingöngu skipaða konum. Þegar ég rakst á þessa hugmynd á vefsíðu einni, þar sem fólk leggur fram tillögur um hvernig megi bæta lífið í landinu, sá ég strax fyrir mér stórbætt samskipti við útlönd.

Bakþankar
Fréttamynd

Að tjaldabaki

Á sunnudaginn verða 102 ár liðin frá því þær Katrín Magnússon, Bríet Bjarnhéðinsdóttir, Guðrún Björnsdóttir og Þórunn Jónassen settust í bæjarstjórn Reykjavíkur, fyrstar íslenskra kvenna. Kvenfélögin í Reykjavík höfðu tekið höndum saman og boðið fram sérstakan Kvennalista sem var fyrsta sérframboð kvenna á Íslandi. Hann vann stórsigur í kosningunum því hann kom öllum fulltrúum sínum að. Það þurfti sem sagt samstöðu kvenna til að þær fengju loks völd. Ekki hefur velgengni kvenna í pólitík hér á landi alltaf verið jafnmögnuð.

Bakþankar
Fréttamynd

Víðsýni eða stjórnleysi

Jón Baldvin Hannibalsson hefur ekki alltaf rétt fyrir sér. Margt bendir þó til að hann hafi verið nærri sanni þegar hann sagði að landið væri í reynd stjórnlaust eftir staðfestingarsynjun forseta Íslands á Icesave-lögunum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Að setja hlutina í samhengi

Þegar jarðskjálftarnir í Haítí lögðu höfuðborg landsins að mestu leyti í rúst nú í vikunni vorum við Íslendingar minntir á hvað raunverulegar hamfarir eru. Á augabragði var þjóðin rifin upp úr eigin dægurþrasi um Icesave og fréttir af gífurlegu mannfalli og eyðileggingu á Haítí varð fyrsta frétt á öllum fréttamiðlum og ýtti þar með Icesave aftar í umræðuna.

Fastir pennar
Fréttamynd

Reykjavík Beirút

Ég elska flugelda. Mér finnst fátt hátíðlegra en að horfa á ljósblóm springa út í marglitri dýrð, eins og einhver bregði pensli á svartan næturhimin með öllum regnbogans litum, sletti listaverkum út í heiminn sem glitra í kapp við stjörnurnar í smástund og hverfa svo sporlaust og lifa hvergi nema í minningunni.

Bakþankar
Fréttamynd

Stórlaxar og smásíli

Ímynd Íslands út á við er ekki svo glæst þessa dagana. Heimspressan keppist við að flytja fréttir af því hversu mikið endemis óreiðufólk við séum í fjármálum og nú ætlum við ekki einu sinni að borga til baka peninga sem okkur voru lánaðir!

Bakþankar
Fréttamynd

Fúkyrðaflaumur og níð

Umræður og orðaskak um Icesave-samninginn, og allar þær vendingar sem það mál hefur tekið, gefa tilefni til vangaveltna um það plan sem samfélagsumræða á Íslandi er tíðum á.

Fastir pennar
Fréttamynd

Norður og niður

Í sínum stjórnmálafræðum hafa Frakkar hugtak sem ekki er laust við að hljómi líkt og mótsögn, og þó reynist það oft notadrjúgt til að varpa ljósi inn í myrkrið þar sem þjóðmálaskúmarnir eru á flögri.

Fastir pennar
Fréttamynd

Þrúðgur þrætudraugur

Og það er byrjað á ný. Aftur hefur verið tekinn snúningur á Icesave og í hugum margra virðumst við vera komin á byrjunarreit. Nú á víst ekki að borga neitt, eða hvað? Samstaða sem fyrir nokkrum dögum virtist vera fyrir hendi um eitthvert lágmark er horfin út í veður og vind.

Bakþankar
Fréttamynd

Valkostir Íslendinga

Áratugum saman bjó íslenska þjóðin við skilvirkt og vel rekið bankakerfi. Stærstu bankarnir voru í eigu ríkisins og bjuggu við öflugt aðhald stjórnvalda. Fyrir tæpum áratug tók kerfið hins vegar stakkaskiptum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Þar sem lífið er fótbolti

Fréttir af skotárás á rútu landsliðs Tógóbúa á föstudag sem varð þremur að bana voru hörmulegar. Ég hafði nú ekki hugsað mér að fylgjast með Afríkubikarnum þar sem fótboltaáhugi minn er minni en enginn en árásin vakti sérstaka athygli mína vegna þeirrar ástæðu að ég sótti Tógó heim fyrir tveimur árum.

Bakþankar
Fréttamynd

Moldviðri

Ef til vill er ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, um að vísa lögum um ríkisábyrgð vegna Ice­save-samninga við Breta og Hollendinga einhver sú versta sem tekin hefur verið í íslenskri stjórnmálasögu. Ekki af því þjóðin eigi ekki að fá að kjósa um mikilvæg mál sem varða framtíðarheill hennar, heldur þess dilks sem málið kann að draga á eftir sér með dýpkun kreppu og versnandi samskiptum við aðrar þjóðir. Ófyrirséð niðurstaða ákvörðunarinnar ræður ágæti hennar.

Fastir pennar