Fastir pennar

Fastir pennar

Fréttamynd

„Þá fæðir þú bara, góða mín“

Reglulega færa fjölmiðlar okkur æsilegar fréttir af sjúkraflutningamönnum sem taka á móti barni. Ég man sérstaklega eftir einni frá 10. áratugnum sem flutt var á annarri hvorri sjónvarpsstöðinni.

Bakþankar
Fréttamynd

Hringekjan

Þegar forsetinn vísaði breytingalögunum um Icesave-samningana til þjóðarinnar í síðustu viku setti hann af stað hringekju sem enginn veit hvar mun stöðvast.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ríkisstjórnin stenst áhlaup

Svo virðist sem bæði ríkisstjórnin og forsetinn standi með pálmann í höndunum eftir orrahríð líðandi viku. Ef rýnt er í skoðanakönnun Fréttablaðsins sem gerð var á fimmtudagskvöld má segja að þeir einu sem falla á prófinu séu stjórnarandstaðan. Lýðskrum hennar fær falleinkunn kjósenda.

Fastir pennar
Fréttamynd

Svör óskast

Vart hefur verið um annað rætt liðna sólarhringa en synjun forsetans á lögum um ríkisábyrgð vegna Icesave-skuldanna. Strax að loknum fréttamannafundinum á Bessastöðum síðastliðinn þriðjudag tóku við linnulitlar vangaveltur um hvaða áhrif ákvörðunin hefði, hvort líf ríkisstjórnarinnar væri í hættu og hvaða viðbragða mætti vænta frá umheiminum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Að kaupa sér frið

Forseti Íslands telur, að ríkisstjórninni hafi ekki tekizt að sannfæra þjóðina um nauðsyn þess að staðfesta samkomulag stjórnarinnar við Breta og Hollendinga um lausn IceSave-deilunnar. Þennan skilning lagði hann til grundvallar, þegar hann ákvað að vísa IceSave-lögunum til þjóðaratkvæðis og sagði: „Skoðanakannanir benda til að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar sé sama sinnis."

Fastir pennar
Fréttamynd

Veðmál forsetans

Forseti Íslands varð í gær við ósk þeirra sem vildu að hann vísaði til þjóðaratkvæðagreiðslu breytingum á lögum um ábyrgð ríkissjóðs á skuldbindingum vegna Icesave-reikninga Landsbankans.

Fastir pennar
Fréttamynd

Von og vissa

Það er erfitt að álasa fólki fyrir stóryrði þegar skelfing grípur um sig. Samt getur það ráðið úrslitum að leiðbeiningar í björgun nái að berast sem flestum. Gott væri að alþingismenn hefðu þetta í huga.

Fastir pennar
Fréttamynd

Forseti Íslands

Sumir þeirra sem gagnrýndu forseta Íslands hvað mest fyrir að synja um staðfestingu á fjölmiðlalögunum 2004 hrósa honum nú fyrir að vera samkvæmur sjálfum sér.Samkvæmni getur að sönnu verið dyggð.

Fastir pennar
Fréttamynd

Sannfærðir kirkjugestir

Algengur misskilningur kemur gjarnan upp þegar umræðuna um aðskilnað ríkis og kirkju ber á góma. Að þar standi trúleysingjar fremstir í flokki þeirra sem vilja kirkjuna úr ríkisrekstri. Sem trúuð manneskja og fullgildur meðlimur í þjóðkirkjunni er ég viss um að vandamálin sem kirkjan glímir við í dag, doði og trúleysi, gætu kannski farið að leysast að einhverju leyti ef kirkjan tæki þá ákvörðun að hafna framlögum úr ríkiskassanum og kjósa frekar að standa á eigin fótum eins og önnur trúfélög á landinu.

Bakþankar
Fréttamynd

Framtíð reist á uppgjöri

Vonir margra standa til að árið 2010 marki upphaf að nýrri framtíð, að á uppgjöri við fortíðina verði unnt að reisa skapandi framtíð sem byggir á sátt. Árið 2009 er af flestum kvatt með litlum söknuði. Það var enda uppfullt af átökum og ómálefnalegri umræðu sem einkennst hefur af gífuryrðum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Nýtt ár í nýju boði

Áramótin marka kaflaskil á dagatalinu. Að þessu sinni gætu þau líka markað nokkur kaflaskil í pólitískum vopnaburði og að því leyti haft áhrif á vígstöðu stjórnmálaflokkanna.

Fastir pennar
Fréttamynd

Nýtt ár í nýju boði

Áramótin marka kaflaskil á dagatalinu. Að þessu sinni gætu þau líka markað nokkur kaflaskil í pólitískum vopnaburði og að því leyti haft áhrif á vígstöðu stjórnmálaflokkanna.

Fastir pennar
Fréttamynd

Við áramót

Í árslok er hefð fyrir því að horfa yfir farinn veg og gera upp árið. Yfirleitt hef ég haft gaman af upprifjunum fjölmiðla af vettvangi þjóðmála. Í ár er svo komið að mér býður við tilhugsuninni um að líta um öxl, langar einna helst að setja undir mig höfuðið og taka á harðasprett inn í framtíðina og vona að mér takist að hrista af mér helstu deilumál ársins sem er að líða.

Bakþankar
Fréttamynd

Árið 2009 kvatt án eftirsjár

Áramótum fylgir iðulega ákveðinn tregi en tilhlökkun á sama tíma. Sennilega eru þó ekki margir Íslendingar sem munu horfa með söknuði til þess er árið 2009 kveður enda árið verið landsmönnum erfitt að mörgu leyti. Það sem hefur þó reynst flestum erfiðara að takast á við er ekki endilega hrunið sjálft með öllum sínum veraldlegu fylgikvillum heldur miklu frekar það sundurlyndi sem tók sér bólfestu í þjóðarsálinni í kjölfar hrunsins. Samstaðan - sem þessi fámenna þjóð hefur iðulega sýnt á erfiðleikatímum – riðlaðist.

Fastir pennar
Fréttamynd

Dæmisaga um skattheimtu

Í tilefni skattahækkana og róttækustu breytinga á tekjuskatts­kerfinu um árabil er við hæfi að rifja upp dæmisögu sem setur greiðslu og dreifingu skatta í einfalt og auðskilið samhengi. Sagan er frá öðru landi en boðskapur hennar er sígildur. Hún er ekki ný af nálinni og höfundurinn er óþekktur, sem er ágætlega í takt við aðrar sögur sem eru sagðar á þessum árstíma.

Fastir pennar
Fréttamynd

Klökkar kærleikskveðjur

Aðventustreitan kom eins og himnasending inn í kalið hjarta samfélagsins. Að minnsta kosti frá síðustu jólum höfðum við mest verið fjúkandi reið, bitur, sár, dofin og brjáluð; það eitt og sér er sligandi til lengdar. Svo jólaannirnar voru þrátt fyrir allt kærkomið tækifæri fyrir væmnu tilfinningarnar sem höfðu legið næstum ónotaðar í

Bakþankar
Fréttamynd

Samstillta stressátakinu lokið

María sagði við Jósef: Ég held ég sé ólétt. Ha, hváði Jósef, sem var smiður og sakleysingi. Við erum ekki einu sinni búin að kyssast! bætti hann við, eitt spurningarmerki í framan. Já, ég veit, sagði María og horfði á tær sér, en sko, þú veist. Það kom engill í heimsókn.

Bakþankar
Fréttamynd

Vafningar

Vafningur hét félag. Það keypti annað félag að nafni SJ Properties MacauOneCentral HoldCo ehf. af SJ-fasteignum. SJ Properties MacauOneCentral HoldCo ehf. átti Drakensberg Investment Ltd. sem átti fjárfestingarverkefnið One Central sem fólst í kaupum á 68 íbúðum í byggingunni Tower 4 í Makaó í Kína.

Fastir pennar
Fréttamynd

Áfram svo, koma svo

Nú er rétt um ár liðið frá því að ég sat á Alþingi og gegndi því starfi frá morgni til kvölds að takast á við hrun samfélagsins. Það voru ekki góðir dagar, nema þá að einu leyti, að menn lögðu nótt við dag, allir sem einn, jafnt á þingi sem í stofnunum stjórnsýslunnar og út í þjóðfélaginu, að slökkva þá elda sem alls staðar loguðu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Þegar við föttuðum plottið

Það er auðvelt að gabba íslenska æsku með jólasveinaspaugi. Bæði er þráin til að trúa á hið góða rík og síðan er gervið gott. Gæran sem hylur andlit leikaranna gerir þá óþekkjanlega. Eins er hún einmitt eins og barn ímyndar sér að skegg hellisbúa eigi að vera, allavega að vetrarlagi. Hér í þorpinu Zújar á Spáni eru vitringarnir þrír notaðir í stað jólasveina til að kæta krakkana og færa þeim gjafir. Þeir birtast á nýjársdag til að taka við óskalistum en koma síðan færandi hendi á þrettándanum.

Bakþankar
Fréttamynd

Vandi grunnskóla

Víða blasir vandi við rekstri sveitarfélaga á komandi ári. Þegar er hafinn niðurskurður í þjónustu, þar á meðal í rekstri grunnskólans. Hafa sveitarfélögin óskað eftir aðkomu Kennarasambands Íslands að því máli, en þá ber svo við að allt í einu hafa þeir í Kennarasambandinu ekkert við sinn viðsemjanda að tala. Ákafir hafa þeir verið undanfarna áratugi að tala á ábyrgan máta við sveitarfélögin um launakjör sín og haft hátt um nauðsyn þess að styrkja grunnskólann. Þessu hafa sveitarfélögin mætt af skilningi: ekki eru liðin mörg misserin síðan grunnskólakennurum var færð mikil launahækkun, svo mikil að óljúgfróðir menn telja launakostnað skólanna hafa hækkað um fimmtung milli ára. Og eftir því hækkuðu öll viðmið, meðal annars launatengd gjöld vegna kennara. Þá voru kennarar til viðtals en nú er ekki smuga á samtali.

Fastir pennar
Fréttamynd

Á sjó og landi

Bróðir minn, sem var sjómaður alla sína starfsævi, sagði að lengst af hefði það verið þannig, að eftir að aflinn var kominn um borð hefðu menn drifið í að gera að honum, síðan sest niður og spjallað, gripið í spil, og látið líða úr sér í góðum félagsskap. Með tölvu-og myndbandavæðingunni hefði andrúmloftið um borð breyst. Þegar áhöfnin kom niður var myndbandi stungið í tækið og setið yfir því fram eftir kvöldi. Sér hefði þótt daufara á sjónum eftir þetta gengisfall á persónulegum samskiptum um borð.

Fastir pennar
Fréttamynd

Lengra og betra líf

Flest okkar hafa áhuga á að lifa lengur og þá góðu lífi. Börn sem fæðast í þróuðum ríkjum þessi árin eiga góða möguleika á að verða 100 ára gömul ef ekkert óvænt eða alvarlegt kemur upp sem ógnar lífríki jarðarbúa. Þetta kemur fram í grein nokkurra vísindamanna í læknatímaritinu Lancet sem er eitt hið virtasta í heimi. Efni þessarar greinar, „Hærri lífaldur: áskoranir framtíðarinnar“ („Ageing Population: The Challenges Ahead“) er áhugavert og ætti að vera innlegg í pólitíska stefnumótun stjórnvalda hér á landi sem annars staðar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hálfbróðirinn

Það bar til um þessar mundir að sérsveit ríkislögreglustjóra og öflugt lögreglulið var beðið um að koma hið snarasta í Bústaðahverfið. Þar hafði sést til manns með byssu. Komið var að opnum dyrum á hvítu húsi og þar sem lögreglan hafði áður þurft að hafa afskipti af húsráðanda þar á bæ fannst henni líklegt að hann væri byssumaðurinn. Í stað þess að ryðjast inn öskrandi með vopnin á lofti eins og haft er til siðs í útlenskum sjónvarpsþáttum dró einn lögreglumannanna upp símann sinn og sló á þráðinn til heimilisföðurins.

Bakþankar
Fréttamynd

Svör um siðferðileg álitamál

Fjármálaráðherra tókst nú í vikunni að draga skýrar markalínur varðandi tvær mjög áleitnar siðferðilegar spurningar er tengjast endurreisn efnahagslífsins og vafist hafa fyrir fólki. Það sem meira er: Stjórnarandstöðuflokkarnir tveir hafa ekki gert athugasemdir við niðurstöðu ráðherrans.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ljós heimsins

Afkoma íslenzku þjóðarinnar hefur frá fyrstu tíð verið samofin sambandinu við útlönd. Höfðingjar þjóðveldisaldar gerðu víðreist, Egill skalli og þeir. Út vil ek, sagði Snorri. Þegar úlfúðin innan lands keyrði þjóðveldið í þrot 1262, lögðust utanferðir Íslendinga að miklu leyti af, og upp hófst 600 ára einangrun og stöðnun með ýmsum frávikum. Vestfjörðum vegnaði til dæmis vel í krafti blómlegra viðskipta á ensku öldinni 1400-1500 og aftur á skútuöldinni á ofanverðri 19. öld, þegar einokun Dana lagðist af. Með heimastjórninni 1904 og aðdraganda hennar opnaðist landið enn frekar með auknum bankaviðskiptum. Utanferðir urðu smám saman almenningseign, þegar leið á 20. öldina, þótt of hátt gengi krónunnar héldi svo aftur af erlendum viðskiptum, að þau voru fyrir hrun engu meiri miðað við landsframleiðslu en þau voru 1870. Of litlar útflutningstekjur kölluðu á of miklar lántökur erlendis. Gengisfall krónunnar frá 2007 hefur aukið útflutningstekjur þjóðarbúsins úr meira en aldargömlum þriðjungi af landsframleiðslu eða þar um bil upp fyrir helming. Íslendingar hafa löngum staðið hikandi frammi fyrir auknum samskiptum við umheiminn. Ísland gerðist til dæmis ekki stofnaðili að Alþjóðaviðskiptastofnuninni (WTO, áður GATT) 1948, heldur dró inngönguna í tuttugu ár. Hún hafðist ekki í gegn fyrr en 1968, á síðasta kjörtímabili viðreisnarstjórnarinnar.

Fastir pennar