Málefnalegar athugasemdir Leiðarahöfundar svara ekki athugasemdum enda gæti slíkt orðið umfangsmikið. Sl. laugardag 12. þ.m. birta þrír áhugamenn „alvarlegar athugasemdir" um leiðara sem birtist í Fréttablaðinu 8. þ.m. Fastir pennar 15. desember 2009 06:00
Partíið er alveg að verða búið Nú í miðjum jólaundirbúningnum stendur yfir mikilvæg ráðstefna í Kaupmannahöfn. Á meðan við stressum okkur yfir heimilisþrifum, jólagjafainnkaupum og of mikilli vinnu í aðdraganda hátíðahalda eru stærstu auðríki heims að reyna að komast að samkomulagi til þess að stöðva hlýnun jarðar. Við geispum yfir fyrsta kaffibolla morgunsins og flettum yfir fréttir af loftslagsráðstefnunni í dagblöðunum. „Hundrað þúsund mótmælendur gengu til bjargar loftslagi." „Tólf hundruð manns handteknir í mótmælum helgarinnar." Við geispum aftur. Mótmæli eru svo þreytandi. Bakþankar 15. desember 2009 00:01
Hugrekki óskast Árið sem er að líða undir lok hefur einkennst öðru fremur af ákvörðunarfælni og hugleysi. Göran Person, fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar, ráðlagði okkur fyrir ári að draga ekki ákvarðanir, það yrði okkur dýrkeypt. Sú virðist þó hafa orðið raunin og nú fyrst, nokkrum dögum fyrir jól, hefjast umræður um fjárlögin 2010. Fastir pennar 14. desember 2009 06:00
Karlotta brennur yfir Karlotta vinkona mín skrapp um daginn á námskeið í jólakonfektgerð. Þar hitti hún gamla skólasystur úr menntó og sú hafði einhvern tímann heyrt að Karlotta ætti orðið hvað – þrjú börn, ekki satt? Og búin að gifta sig, já, hvað heitir aftur maðurinn þinn? Augnablik leið og Karlotta opnaði munninn til að svara en ekkert svar kom. Í staðinn fyrir nafnið á manninum sem hún hefur búið með undanfarin tólf ár kom bara svona vandræðalegt uhuuu…m. Því nákvæmlega þessu smáatriði – nafninu á ástkærum eiginmanni og barnsföður – var alveg stolið úr höfðinu á henni. Og komst ekki þangað aftur fyrr en hún las það á póstkassanum heima. Æjá, Friðrik, alveg rétt. Bakþankar 14. desember 2009 06:00
Hriflupólitík eða málefnapólitík? Í Guðsgjafaþulu segir frá því að Íslandsbersa þótti unun að því að hlusta á öndvegismenn íslenskrar endurreisnar ræða um samskipti við ríkisstjórnina, svipað og menn tala um smalatíkina sína. Fastir pennar 12. desember 2009 06:00
Guðinn í vélinni Undanfarið ár hefur gengisfall ýmissa orða og hugtaka jafnvel verið enn brattara en varð á krónunni í fyrra. Orð sem áður voru dýr, til dæmis, svik, landráð og þjóðargjaldþrot, er nú farið með sem hvert annað klink í umræðunni. Fyrir vikið er þunginn farinn úr þeim. Fastir pennar 11. desember 2009 06:15
Eyðslan þín er vinnan mín Á undanförnum mánuðum hefur kaupmáttur launafólks dregist saman og fyrirséð er að þessi kaupmáttarskerðing mun halda áfram og ekki skal gert lítið úr því að mörg heimili eiga erfitt með að láta enda ná saman. Hins vegar er það jafnframt staðreynd að mörg heimili lentu ekkert illa í hruninu og samkvæmt gögnum frá Seðlabankanum er greitt eðlilega og með óbreyttum hætti af um 80 prósent allra íbúðarlána. Fastir pennar 10. desember 2009 06:30
Alvara lífsins Nú er fyrsti dómurinn fallinn. Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt tvo starfsmenn Kaupþings til átta mánaða óskilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir markaðsmisnotkun. Í niðurstöðu dómsins segir: „Brot ákærðu eru alvarleg og var brotið gegn trausti fjárfesta í peningamarkaðssjóðnum sem hér um ræðir og almennt á verðbréfamarkaði. …Þá voru brotin ítrekuð… Þótt hvorugur þeirra hafi haft persónulegra hagsmuna að gæta við framningu brotanna þykir háttsemi þeirra sýna styrkan og einbeittan brotavilja." Fastir pennar 10. desember 2009 06:00
Satan í kerfishruninu Þriggja manna nefnd situr nú kófsveitt við að finna út hverjum bankahrunið er að kenna. Nefndin er búin að svitna heillengi yfir þessari risastóru spurningu og fresta því að birta niðurstöðuna einu sinni. Sumt er svo hrikalega viðkvæmt í uppgreftri nefndarinnar að það má ekki segja frá því fyrr en árið 2090. Á alveg að drepa mann með þessu gríni? Bakþankar 10. desember 2009 00:01
Skemmtiatriði í sveitarstjórnum Nú þegar litið er til komandi kosninga í sveitarstjórnir á Íslandi í vor kann öllum sanngjörnum mönnum að vera ljóst að illa höfum við nýtt tækifæri til sameiningar sveitarfélaga á liðnum árum. Nýlegar uppákomur í sveitarstjórnum í stærri og smærri sveitarfélögum vísa til þess að þar gildi önnur sjónarmið oft en þau að láta hag fjöldans ráða, þar fari fyrst á áhugalista sveitarstjórnarmanna þrengri sjónarmið, jafnvel smáskítleg persónuleg valdaþrá. Fastir pennar 9. desember 2009 06:30
Verðum að velja Málþóf hefur staðið yfir á Alþingi um Icesave. Meirihluti ríkisstjórnarinnar á að axla ábyrgð á ákvörðun. Stjórnarandstaðan á að sýna andstöðu á ábyrgan hátt með atkvæði sínu. Það er skaðlegt fyrir þjóðina að slíkt mál sé tafið. Fastir pennar 8. desember 2009 06:00
Pollamótatímabilið er hafið Það er synd að segja að leiðir að næststærsta íþróttahúsi landsins séu greiðar. Egilshöllin hafði ekki beinlínis heillað mig til aðsóknar, fyrri tilraunir enduðu í stórkostlegri umferðarteppu þar sem lagt var við grunn Korputorgs og svo öslað yfir mýrar og skurði til að komast að hinu mikla húsi. Nú var þó akfært hjá görðum Grafarvogsbúa, húsgörðum, gömlum kartöflugörðum og kirkjugarði. Það var kalt í lofti og keppnismaður í baksætinu var að hefja mótaferil sinn í réttum búningi, sokkum og öllu saman. Bakþankar 8. desember 2009 06:00
Klípa forsetaembættisins Forseti Íslands er í nokkurri klípu þegar kemur að staðfestingu ríkisábyrgðarlaganna vegna Icesave-skulda Landsbankamanna. Fastir pennar 5. desember 2009 06:00
Þú ert aldrei einn á ferð Helgi eina í byrjun október áttum við hjónaleysin erindi austur á Egilsstaði. Illu heilli brast þó á með óveðri á föstudeginum og um kaffileytið varð ljóst að ekkert yrði úr flugi. Þar sem erindið var brýnt ákváðum við að keyra austur, enda á þokkalega útbúnum fólksbíl með fjórhjóladrifi. Við lögðum af stað um fimmleytið og gerðum ráð fyrir að ná áfangastað um tvöleytið um nóttina. Norðurleiðin varð fyrir valinu, því veðurofsinn var mestur á sunnanverðu landinu. Bakþankar 5. desember 2009 00:01
Konur í fjötrum ofbeldismanna Undanfarin ár hefur erlendum konum sem leita í Kvennaathvarfið fjölgað verulega. Þær voru til dæmis helmingur þeirra kvenna sem í athvarfið leituðu á síðasta ári. Fastir pennar 3. desember 2009 06:00
Mannréttindaráðuneytið Ísland nýtur ekki mikils álits í öðrum löndum eins og sakir standa. Það er skiljanlegt í ljósi þess, að útlendingar hafa tapað um fimmfaldri landsframleiðslu Íslands á viðskiptum sínum við gömlu bankana. Meðvirkni stjórnvalda með bönkunum fram að hruni fór ekki fram hjá fórnarlömbunum. Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis hlýtur að gera rækilega grein fyrir þeim þætti málsins, þegar hún verður loksins birt, þar á meðal fyrirgreiðslu bankanna við stjórnmálamenn og embættismenn. Fastir pennar 3. desember 2009 06:00
Ilmandi smákökur Það brakaði í snjónum undan fótum mínum þar sem ég dró sleðann á eftir mér snemma morguns og ískalt loftið fyllti lungun. Á sleðanum sat litla skottan og var ekki síður ánægð með veðurfarið, sagðist finna svo góða lykt af snjónum. Enn þá var aldimmt nema ljósastaurarnir vísuðu okkur veginn. Það voru fáir á ferli þetta snemma og þeir sem við mættum voru álíka útbúnir og við, á snjóþotu eða sleða og dúðaðir upp fyrir haus. Farþegarnir sem sátu sleðana voru glaðir, borðuðu snjó og köstuðu honum yfir sig. Bakþankar 3. desember 2009 06:00
Að þekkja söguna Fátt virðist vinsælla nú um stundir en að vísa í söguna máli sínu til stuðnings. Annar hvor maður virðist með það á hreinu hvað Jóni Sigurðssyni og Jónasi Hallgrímssyni hefði fundist um ákveðin mál og fyrri tíma menn eru sproksettir af fólki sem telur sig vera með það á kristaltæru hvað þetta og hitt þýddi þá og þá. Nokkuð bar á þessu í gær, enda tilefnið ærið; sjálfur fullveldisdagurinn. Og ekki var neinn hörgull á þeim sem vísuðu í fullveldið málstað sínum til framdráttar. Bakþankar 2. desember 2009 06:00
Viðskiptalegar forsendur Sú niðurstaða að kröfuhafar eignist 87 prósent hlutafjár í Arion banka er ánægjuleg. Fastir pennar 2. desember 2009 06:00
Fullveldið Í viðtækinu má svissa milli Baggalúts og Alþingis: háðhvörfin í útúrsnúningi æringjanna á amerískum slagara, hvað má gefa þeim sem allt á, eru í sláandi mótsögn við heiftarlegar staglumræður um stóru skuldina Icesave. Þar takast á hugmyndir manna sem sitja á pólitískum strandstað eftir að hafa brotið öll okkar skip og hinna sem stóðu hjá Fastir pennar 1. desember 2009 06:00
Söguleg ráðstefna Umhverfisráðstefnan sem haldin verður í Kaupmannahöfn 8.-15. desember gæti orðið ein mikilvægasta alþjóðaráðstefna seinni tíma. Á hinn bóginn gæti hún einnig orðið enn ein misheppnuð tilraun til að taka á vanda sem ríki heimsins hafa ekki ráðið við til þessa: Vanda hnattrænnar mengunar. Hnattræn mengun af manna völdum er glænýtt fyrirbæri í mannkynssögunni; afleiðing af iðnvæðingu og fólksfjölgun undanfarinna áratuga. Hvort tveggja kallar á aukna orkunýtingu sem bæði gengur á auðlindir heimsins og skapar hnattræna mengun. Fastir pennar 1. desember 2009 06:00
Gjá milli geira? Nú þegar landsmenn standa frammi fyrir miklum skattahækkunum og niðurskurði í rekstri hins opinbera er gríðarlega mikilvægt að skattgreiðendur hafi það á tilfinningunni að allir séu að bera sinn hluta af byrðinni. Landsmenn verða að upplifa að þeir séu allir í sama liði - að allir séu að leggja sitt af mörkum eftir efni og aðstæðum. Fastir pennar 30. nóvember 2009 06:00
Svínaflesk og ávaxtakökur Við sem tökum reglulega til í geymslunni okkar á hverjum áratug byrjum verkið venjulega á töluverðu kvíðakasti. Frá því síðast hafa bæst við furðumargir kassar með óþekktu innihaldi sem þarf að skoða vandlega og taka yfirvegaða afstöðu til. Við sjáum okkur áhyggjufull í anda potast í gegnum eldgamlar glósubækur úr eðlisfræðitímum í menntó, reynandi enn að telja okkur trú um að kannski geti þær komið í góðar þarfir. Engjast í valkvíða yfir því hvort óbærilega postulínið sem Dúdda frænka handmálaði og gaf af kærleika eigi að fara eða vera. Bakþankar 30. nóvember 2009 06:00
Góð áform fóru út um þúfur Fyrir viku lét forsætisráðherra þau boð út ganga að öllum hindrunum yrði rutt úr vegi nýs álvers í Helguvík. Fram til þessa hefur stefnumótun í orkunýtingarmálum alfarið verið á höndum VG þó að Samfylkingin fari með málaflokkinn að nafninu til. Fastir pennar 28. nóvember 2009 06:00
Í naglabúðinni Fyrir rúmri viku var dagur íslenskrar tungu og upphófst af því hin árlega umræða um hnignun íslenskunnar. Á hverju ári sekkur íslensk tunga spönn dýpra ofan í kokið á okkur, ef marka má umræðuna. Miðað við áhyggjukórinn, sem hefur kyrjað svo lengi sem ég man eftir mér, ætti tungan reyndar að vera löngu komin ofan í vélindað, búin að leysast upp í meltingarveginum og spýtast út um rassgatið á okkur í kekkjóttum enskuslettum. Bakþankar 27. nóvember 2009 06:00
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun