Nauðsynlegt að bregðast við Mansal er talið þriðja umfangsmesta glæpastarfsemi í heiminum, á eftir vopna- og fíkniefnasölu. Augunum verður ekki lokað fyrir því að mansal viðgengst ekki bara úti í hinum stóra heimi heldur er það blákaldur raunveruleiki hér á Íslandi. Fastir pennar 3. september 2009 06:30
Passaðu sólgleraugun þín Aðeins hef ég einu sinni á ævinni rekist á íslenska ferðamenn á förnum vegi við Miðjarðarhafið þótt ég hafi lengi alið þar manninn. Eins undarlegt og það kann að hljóma var það sársaukafull reynsla. Bakþankar 2. september 2009 06:00
Meðan fjöldinn sefur Í skjóli nætur hafa verið unnin spjöll á húsum á höfuðborgarsvæðinu. Einhver eða einhverjir þjóna lund sinni með þessum hætti. Fastir pennar 1. september 2009 09:36
Í anda Kennedy Að loknum sumarfríum er daglegt líf að falla í reglubundinn farveg og haustið og veturinn handan við hornið. Fastir pennar 1. september 2009 09:31
Sjálfbærar nornaveiðar Upp er risinn áhrifamikill hópur í samfélaginu sem trúir einlæglega á tilvist norna og vill leggja blátt bann við veiðum á þeim. Bakþankar 1. september 2009 09:24
Heimabrúk Það er rétt hjá Steingrími J. Sigfússyni að orð Bjarna Benediktssonar um að ríkisstjórnin verði að segja af sér, fallist Bretar og Hollendingar ekki á fyrirvara Alþingis við Icesave-samningana, eru til heimabrúks í Valhöll. Þau þjónuðu ekki öðrum tilgangi en að vekja almennum sjálfstæðismönnum þá von í brjósti að ríkisstjórnin kynni að hrökklast frá á næstu vikum og að þeirra menn settust að völdum á ný. Fastir pennar 31. ágúst 2009 06:00
Hressandi haustið Það er farið að hausta. Þó að laufin séu ekki farin að falla ennþá ber golan með sér að stutt sé í næturfrostið. Loftið er svalt og hressandi og það ilmar allt öðruvísi en í sumar. Ef ná á að tína bláberin áður en þau skemmast þarf að hafa hraðar hendur. Skólarnir eru líka að byrja. Skólatöskur og pennaveski eru auglýst í gríð og erg í sjónvarpi og blöðum og lítið fólk með stórar töskur á bakinu er á ferðinni um allan bæ í flokkum. Fyrsti skóladagurinn er jafnan öruggt merki þess að sumarið sé liðið. Bakþankar 31. ágúst 2009 06:00
Þjóðarskömmin Þann 27. júlí síðastliðinn skýrði Morgunblaðið frá því, á forsíðu, að þróunarframlög Íslands yrðu skorin umtalsvert niður, og að þau yrðu langt fyrir neðan viðmið ESB. Nokkrar vikur hafa nú liðið og ég hef varla séð nokkur viðbrögð við þessari frétt, annaðhvort er flestum hér á Íslandi sama um þróunaraðstoð, eða þá að fréttin hefur drukknað í endalausum tíðindum af gjaldþrotum, Icesave, skuldum Íslands, fjármálamönnum með sviðna samvisku – ef þeir hafa þá samvisku. Framlag Íslands til þróunarríkja hefur ætíð verið vel undir því sem um hefur verið samið á alþjóðavettvangi, og samt höfum við verið í hópi ríkustu þjóða. Hvað skyldi það segja um hjartalag okkar? Fastir pennar 31. ágúst 2009 06:00
Ráðleysi í stjórnarskrármálinu Hljótt hefur verið á sumarþinginu um fjögur mál ríkisstjórnarinnar sem snerta stjórnskipunina, stjórnsýslu og kosningar. Öll lúta þau að verðugum viðfangsefnum þó að deila megi um efnistök í einstökum greinum. Fastir pennar 29. ágúst 2009 06:00
Taumhald á skepnum Sú kenning hefur verið viðruð af og til undanfarna mánuði að í raun hafi ekkert verið að umgjörð viðskiptalífsins á Íslandi heldur hafi óvandaðir menn orðið þar of áhrifamiklir. Til þeirra megi rekja hrunið. Fastir pennar 28. ágúst 2009 11:04
Námsgleði óskast Í fyrrahaust fór sjónvarpsfréttamaður í Griffil og talaði við móður sem fannst dýrt að útbúa sex ára barnið sitt fyrir skólann. Blýantar voru dýrir, skólataskan líka og yddararnir keyrðu um þverbak. Barnið stóð þarna stóreygt hjá og ég velti því fyrir mér hvernig því liði undir þessum lestri. Það er eflaust gott að börn viti að hlutirnir kosti sitt en ekki get ég ímyndað mér að neinum fyndist gaman að sjá mömmu sína kaupa skóladótið með lunta og birtast síðan í sjónvarpinu í sama hamnum um kvöldið. Það á, jú, að vera gaman að byrja í skólanum. Bakþankar 27. ágúst 2009 06:00
Lækningar og saga Efnahagslíf heimsins hefur löngum markazt af miklum sveiflum. Í Bandaríkjunum gat framleiðsla á mann rokið upp um 10% eitt árið og hrapað um 5-10% önnur ár. Fjármálakreppur skullu á með 20 ára millibili eða þar um bil allar götur frá 1790 til 1929, þegar heimskreppan hélt innreið sína. Landsframleiðsla Bandaríkjanna skrapp saman um þriðjung 1929-33, og atvinnuleysi náði til fjórðungs mannaflans 1933. Evrópu reiddi engu betur af. Fastir pennar 27. ágúst 2009 06:00
Afsakið meðan ég æli Ákafamenn um afsökunarbeiðnir fara mikinn þessi dægrin. Varla er tekið það viðtal að viðmælandinn sé ekki krafinn um hvort hann telji sig skulda afsökunarbeiðni, eða hvort hann telji að einhverjir aðrir skuldi nú ekki slíkar beiðnir - og þá hverjir og hverjum. Fjármálaráðherra segir útrásar-víkinga eiga að biðjast afsökunar og nefnir Hreiðar Má. Sá telur sig ekki eiga að biðja þjóðina afsökunar og Hannes Hólmsteinn segir Steingrím eiga að biðjast afsökunar. Ögmundur telur síðan Hannes sjálfan eiga að biðjast afsökunar. Bakþankar 26. ágúst 2009 06:00
Svo algjörlega úr takti við rest Enn er ógjörningur að meta það fjárhagslega tjón sem hlaust af falli bankanna fyrir rúmum tíu mánuðum. Við vitum að gríðarlegir fjármunir töpuðust en í stóra samhenginu skiptir ekki öllu máli hve miklir nákvæmlega. Einhverjir munu samt dunda sér við það í framtíðinni að reikna dæmið til enda og þegar niðurstaðan liggur fyrir mun hún eflaust verða heimsmet. Fastir pennar 26. ágúst 2009 06:00
Hlustið á Davíð! Jæja, þá er það komið á hreint. Öll þjóðin tók þátt í þeim atburðum sem leiddu til hruns íslensks fjármálakerfis, að undanskildum Davíð Oddssyni. Já, jafnvel Hannes Hólmsteinn, sá virðulegi fræðimaður sem meðal annars hefur getið sér gott orð fyrir að útskýra hugtakið Íslenska efnahagsundrið hér um árið. Já, jafnvel hann tók þátt í öllu bullinu því hann hlustaði ekki nógu vel á Davíð. Bakþankar 25. ágúst 2009 06:00
Kynusli í íþróttum Á dögunum vann 18 ára stúlka frá Suður-Afríku, Caster Semanya, yfirburðasigur í 800 metra hlaupi kvenna á heimsmeistaramóti í frjálsum íþróttum. Afrek hennar fékk þó blendin viðbrögð og fljótlega komu fram ásakanir um að Semanya hefði ekki átt að vera keppandi í þessu hlaupi þar sem hún væri í raun karlmaður. Á Semanya nú að undirgangast próf til að sanna að hún sé kona og er að vonum ekki ánægð með þessi skilyrði. Fastir pennar 25. ágúst 2009 06:00
Okkar menn í ströngu Í dag kl. fimm gengur íslenskt landslið í fyrsta sinn inn á lokamót um Evrópumeistaratitil í knattspyrnu. Íslenska landsliðið hefur þátttöku sína í dag með baráttu við lið Frakka í einum þriggja riðla keppninnar. Okkar menn eru í firnasterkum riðli og verður gaman að sjá hvert gengi okkar manna verður. Nú er að standa í lappirnar og leika af þori og djörfung og njóta þessa áfanga sem íslensk knattspyrna hefur loks náð. Franska liðið er sterkt og að baki því eru miklir kraftar: fjármagn, gott úrval keppnisliða, stórþjóð sem er heimskunn fyrir ákafa sinn og atvinnumennsku í knattspyrnu. Okkar menn hafa af seiglu og þolgæði náð þó þetta langt og eru til alls vísir, láti þeir ekki ofureflið að baki franska liðinu draga úr sér kjarkinn. Svona langt hefur íslensk knattspyrna náð á rúmri öld. Fastir pennar 24. ágúst 2009 07:00
Lykillinn að farsælli framtíð Þótt nóg séu tilefnin til klökkva, þá er fyrsti skóladagur lítils barns einkar upplagður fyrir væmnu gleðitárin. Bæði auðvitað vegna þess að litli unginn hennar mömmu sinnar er að stíga fyrstu skrefin á eigin spýtur en líka vegna þess að þá sér fyrir endann á bleika tímabilinu. Bakþankar 24. ágúst 2009 00:01
Lítt þokkaðar vinsældir Ég gerði mér grein fyrir því þegar ég fór að ganga á Esjuna í sumar að það þótti svo sannarlega ekki töff. Kannski fyrir þremur árum - þegar enginn gekk hana. En núna? Nei, ekki þegar allir eru að gera það. Í sama pytt hefur ýmis góð tónlist, matargerð og jafnvel heilu rithöfundurnar dottið þegar þeir öðlast hylli alls lýðsins. Vinsældirnar verða þá að holdsveiki. Fína fólkið getur ekki lengur lesið Arnald Indriðason - því „pakkið" er að lesa hann. Bakþankar 22. ágúst 2009 06:00
Ertu búinn í bæinn? Maður er manns gaman, sögðu gömlu mennirnir. Í dag koma borgarbúar saman á torgum og strætum höfuðstaðarins, Menningarnótt blasir við með öllum sínum uppákomum og furðum. Dagurinn verður langur og endar í ljósadýrð á hausthimninum. Fastir pennar 22. ágúst 2009 06:00
Er þörf á nýrri réttlætingu? Við myndun ríkisstjórnarinnar kom skýrt fram að eitt helsta markmið hennar var að skerpa á andstæðum í íslenskum stjórnmálum. Í þessu ljósi er um margt áhugavert að skoða niðurstöðu Icesave-málsins frá pólitísku sjónarhorni. Fastir pennar 22. ágúst 2009 06:00
Að finna fjölina sína Í okkar sérfræðingavæddu veröld höfum við komið ár okkar svo fyrir borð að einföldustu verk eiga til að vaxa okkur í augum - hvað þá hin flóknari. Þessi þróun leiddi af sér þann hugsunarhátt að líta á margt í okkar nánasta umhverfi fyrst og fremst sem eitthvað til að laga, til dæmis heimilið og ruddi brautina fyrir ótal lífsstílsþætti sem kynntu okkur sniðugar „lausnir". Heimilið var með öðrum orðum skilgreint sem klasi mismunandi stórra vandamála, velflest þess eðlis að þau yrðu ekki leyst án aðstoðar sérmenntaðra manna. Bakþankar 21. ágúst 2009 06:00
Íbúar fóstra leikvöll Þátttaka íbúa í ákvarðanatöku Reykjavíkurborgar er smám saman að verða skipulagður þáttur í ákvörðunum í ráðum og nefndum borgarinnar. Fullyrða má að oftast þegar hagsmunaaðilar og íbúar taka þátt verður endanleg ákvörðun betri og ástæður ákvörðunar skýrari. Borgaryfirvöld eiga þess vegna að vinna markvisst betur með íbúum Reykjavíkur í umhverfis- og skipulagsmálum. Bakþankar 21. ágúst 2009 02:00
Erum við öll sek? Þjóðir þurfa stundum í kjölfar mikilla atburða að horfast í augu við sjálfar sig. Þjóðverjar stóðu frammi fyrir slíkri áskorun að lokinni heimsstyrjöldinni 1945. Uppgjör þýzku þjóðarinnar þurfti að vera tvíþætt. Annars vegar þurfti að rétta yfir stríðsglæpamönnum. Fastir pennar 20. ágúst 2009 06:15
Óhæfuverk og siðrof á heimavelli Á síðustu tveimur áratugum síðustu aldar, einkum á árunum 1990-2000 var eitt mesta hagsældarskeið í sögu þjóðarinnar. Gífurleg hagræðing varð í sjávarútvegi í kjölfar kvótakerfisins og tækniþróunar. Fastir pennar 19. ágúst 2009 06:00
Ábyrgð Svo virðist sem ýmsir velti því nú fyrir sér, svona í og með, hvort einhver raunhæf rannsókn fari fram á því hverjir kunni að vera sökudólgar í „bankahruninu svokallaða“ á Íslandi (svo notað sé orðalag lögfræðinga), eða hvort einungis sé verið að syngja þjóðinni hugljúfar vögguvísur um rannsókn, meðan beðið sé eftir tækifæri til að lýsa því yfir að hvergi hafi fundist nein gögn um að nokkurt saknæmt athæfi hafi verið framið, enginn hafi í rauninni gert nokkurn skapaðan hlut af sér nema Jón Jónsson verkamaður sem tók sér lán til að kaupa flatskjá og gat ekki borgað það. Fastir pennar 19. ágúst 2009 06:00
Gárur við ströndina Þegar maður hefur ekkert fyrir stafni og nægan tíma til að láta hugan reika þá fyrst verður veröldin óskiljanleg. Síðasta sunnudag hafði ég ekkert sérstakt að gera, svo ég settist niður við ströndina í Garrucha á suður Spáni, þar sem ég dvel um þessar mundir. Ég horfði út á hafið og fyrr en varði fór hugurinn á stjá og varð fyrir allskonar spurningum sem flækja tilveruna. Eins og til dæmis: af hverju tileinka sér ekki allir kurteisi? Bakþankar 19. ágúst 2009 06:00
Í jaðri þjónustusvæðis Við tókum strax eftir honum. Stelpurnar voru fyrri til og brátt var öll hersingin farin að fylgjast með manninum, sá ákafasti dró upp sjónauka til að kíkja á hann. Atferlisrannsóknir var þessi gægjuþörf kölluð enda maðurinn snöggt undir miðjum aldri sérkennilegur í háttum þar sem hann stjáklaði fram og til baka eftir nokkuð langri göngulínu og vék sér stundum út af línunni snöggt eins og hann væri að missa af einhverju þarna á sandinum. Bakþankar 18. ágúst 2009 06:00
Leggjum út af styrkleikanum Grein Anne Sibert, hagfræðiprófessors, hefur vakið sterk viðbrögð í íslensku samfélagi. Anne Sibert og eiginmaður hennar, Willem Buiter, unnu skýrslu fyrir Landsbankann á vormánuðum 2008 og lýstu þar miklum efasemdum um framtíð íslensku bankanna. Skýrsluna kynntu þau stjórnendum Landsbankans, fræðimönnum, Seðlabankanum og stjórnvöldum, sem stungu henni undir stól. Margt bendir til þess að slíkt hið sama vilji ýmsir gera við þau sjónarmið sem prófessorinn reiðir fram í nýlegri grein sinni um vanda smárra þjóða. Fastir pennar 18. ágúst 2009 06:00
Raunveruleikalýðræði Það er gott og gaman að horfa á sjónvarp. Sjónvarpið er orðið svo stór hluti af tilveru okkar að satt best að segja er erfitt að ímynda sér tilveruna án þess. Bakþankar 17. ágúst 2009 10:36
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun