Ég á heima hérna Alltaf eftir eitt og hálft lag kemur einhver og hijackar stemmarann með því að youtúba eitthvert rapplag með engu rappi í án þess að biðja mig um leyfi. Þetta er ekki í lagi. Bakþankar 18. febrúar 2016 11:14
Stjórnmálamenn í skikkjum Það gerðist fyrir fáeinum dögum að einn dómarinn í Hæstarétti Bandaríkjanna, Antonin Scalia, féll frá og áróðursstríð skall á þar vestra eins og hendi væri veifað. Hvers vegna? Væri allt með felldu myndi fráfall dómara leiða til þess eins að forsetinn tilnefnir nýjan mann Fastir pennar 18. febrúar 2016 07:00
Nýja Ísland Ég er fæddur árið 1967. Ég er fjörtíu og níu ára. Ég er alinn upp í töluvert mikilli þjóðernisdýrkun, bæði heima fyrir og í skóla og ekki síst í gegnum fjölmiðla. Skilaboðin eða innrætingin var alltaf á þá leið að hér væri allt töluvert betra en allstaðar annars staðar. Fastir pennar 18. febrúar 2016 07:00
Fjöldahreyfing Undirskriftasöfnun Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, stendur nú í tæplega 78 þúsundum. Það er um fjórðungur allra landsmanna en aðeins þeir sem eru yfir 18 ára geta skrifað undir. Um er að ræða næstfjölmennustu undirskriftasöfnun Íslandssögunnar. Fastir pennar 18. febrúar 2016 07:00
Peningamálastefna seðlabanka Bandaríkjanna að verða of aðhaldssöm Það er almennur skilningur að peningamálastefna Bandaríkjanna sé mjög hjálpleg, og að aðhaldsstefnan hafi aðeins byrjað með vaxtahækkuninni í desember. Fastir pennar 17. febrúar 2016 17:00
Breytum okkur sjálfum Veruleg vakning þarf að verða meðal neytenda. Smásalar þurfa að fara yfir verðlista sína og athuga hvort þeir verðleggi bleiku vörurnar hærra en þær bláu og af hverju. Fastir pennar 17. febrúar 2016 11:03
Byggt á sannri sögu Sannsögulegar kvikmyndir höfða til mín. Fyllist lotningu við að horfa á Mark Zuckerberg strunsa um skólalóð Harvard í óða önn að spora út blauta steypu mannkynssögunnar. Stuðandi að sjá Jordan Belfort vaða uppi með sitt snarbilaða gildismat og Bakþankar 17. febrúar 2016 07:00
Fíknin fóðruð en skaðinn minnkaður Níutíu prósent lungnakrabbameina má rekja til reykinga að því er fram kemur á vef Krabbameinsfélagsins. Þar má líka sjá að ár hvert greinast hér um 165 manns með lungnakrabba um leið og 135 látast úr sjúkdómum. Fastir pennar 16. febrúar 2016 07:00
Af hverju kemur hamingjan ekki? Ég bý við Costa del Sol sem í hugum margra er kjörlendi hamingjunnar. Hér er sólbarin strönd við sílygnan sæ, vín og kræsingar á svignandi borðum, föngulegt fólk á ferð en einnig skrúðbúnir Bretar sem fá Sigmund Erni og sokkana hans Bakþankar 16. febrúar 2016 07:00
Fjórflokkurinn Í stjórnmálum snýst baráttan ekki síst um að segja söguna, vera ötull framleiðandi á umræðuefnum – vera frummælandi í þeirri sístreymandi frásögn sem gegnsýrir samfélagið. Og umfram allt: ekki láta öðrum eftir að segja sína sögu. Fastir pennar 15. febrúar 2016 07:00
Hvassari eggin Það eru aðrar leiðir færar til að ná sátt um peningastefnuna en upptaka nýs gjaldmiðils. Fastir pennar 15. febrúar 2016 07:00
Ljótar fregnir Þess vegna hefði átt að segja: "Auðvitað vina mín, fáðu þér pítsu.“ Fastir pennar 13. febrúar 2016 07:00
Barnfjandsamleg æska Með árunum hefur mér skilist hversu barnfjandsamleg æska mín var. Í Laugarnesskólanum var raðað í bekki eftir getu svo að hópur nemenda fór í tossabekk. Mikið var um ærsl og stríðni (einelti) á skólalóðinni í frímínútunum. Bakþankar 13. febrúar 2016 07:00
Heimurinn er ekki eins og hátísku-eldhús Fyrir rúmu ári var því fagnað að aldarfjórðungur var liðinn frá falli Berlínarmúrsins og endalokum kalda stríðsins. Skugga bar á hátíðahöldin er þau stóðu sem hæst þegar Mikhaíl Gorbatsjov, fyrrverandi leiðtogi Sovétríkjanna, sagði á málþingi Fastir pennar 13. febrúar 2016 07:00
Hætturnar leynast víða Hafin er umræða um hvernig tryggja megi betur öryggi ferðamanna hér á landi eftir að kínverskur maður lét lífið í hörmulegu slysi í Reynisfjöru á miðvikudagsmorgun. Slys á ferðamönnum hafa verið tíð síðustu vikur og eðlilegt að þau verði kveikja að vangaveltum um hvort hér megi ekki eitthvað betur fara. Fastir pennar 12. febrúar 2016 07:00
Þetta er leiðindapistill Það var líklega einhvers konar uppeldisleg tilraun til þess að auka ábyrgðartilfinningu og lýðræðisvitund okkar systkinanna þegar foreldrar okkar gáfu okkur kost á því að velja milli þess að keypt yrði uppþvottavél eða þurrkari Fastir pennar 12. febrúar 2016 07:00
Fokk ofbeldi Mitt daglega líf snýst um jafnvægi. Ég reyni að öskra ekki á þá sem svína fyrir mig í umferðinni og ég tuða ekki í fólkinu sem kann ekki að fara greiðlega í gegnum matvöruverslun á háannatíma. Ég axla ekki foreldra barna sem hafa unnið KR í körfubolta og ég beiti ekki hamrinum á höfuð nágrannans þegar hann heldur áfram við að smíða örkina sína á neðri hæðinni. Þetta er mér tiltölulega auðvelt verkefni af því að í grunninn hef ég engan áhuga á að vera vond við annað fólk. Bakþankar 12. febrúar 2016 07:00
Endurreisn töfralækninga Lengi vel lifði ég í miklum misskilningi um óhefðbundnar lækningar. Mér hafði verið kennt með gagnrýnni hugsun að slíkar aðferðir gætu einungis flokkast í tvo flokka. Þeir væru annars vegar aðferðir sem enn væri ekki búið að Bakþankar 11. febrúar 2016 07:00
Hentistefna Þótt Bandaríkjamenn bæti aðstöðu sína á Keflavíkurflugvelli í gegnum samstarf við Íslendinga í Atlantshafsbandalaginu þýðir það ekki að þeir geti gengið að því sem vísu að vera hér með fasta viðveru. Fastir pennar 11. febrúar 2016 07:00
Tóbaksvarnir og vísindi Fimmta hvert dauðsfall fullorðinna karlmanna á Indlandi má rekja til reykinga og 20. hvert dauðsfall meðal indverskra kvenna. Þetta gerir næstum milljón dauðsföll á ári. Þannig getum við rakið kapalinn land úr landi. Fastir pennar 11. febrúar 2016 07:00
Pósturinn Páll Einsog margir aðrir Íslendingar þá fæ ég stundum pakka senda frá útlöndum. Ég kaupi mér stundum eitthvað smáræði á netinu og læt senda mér það. Stundum fæ ég gjafir frá vinum sem búa erlendis. Svo hafa bækur mína verið Fastir pennar 11. febrúar 2016 07:00
Öryggisbelti og bankareglur Ég segi gjarnan fólki að ég vilji nota leigubíla þar sem bílstjórinn notar ekki öryggisbelti. Þetta finnst fólki skrýtið – að minnsta kosti þeim sem eru ekki hagfræðingar – því almenna viðhorfið er að fólk sem notar ekki bílbeltin sé "óábyrgara“. Fastir pennar 10. febrúar 2016 11:00
Leitin að fullkomna pottinum Varla er hægt að finna pláss á landinu þar sem sundlaug er ekki að finna. Hana má nýta til að eiga góðar leikstundir með krökkunum, slaka á í beinu framhaldi af útihlaupi eða líkamsræktartíma og svo er heimsókn í gufuna einhver besti þynnkubani sem fyrir finnst. Klukkutíma blundur í framhaldinu toppar svo allt. Já, svo má víst líka synda í laugunum. Bakþankar 10. febrúar 2016 07:00
Skúffan í ráðuneytinu Þrátt fyrir að öll opinber þjónusta hafi fengið að finna verulega fyrir vel brýndum niðurskurðarhnífnum undanfarin ár lifir furðuliðurinn "Ráðstöfunarfé ráðherra“ enn af á fjárlögum. Þannig er gert ráð fyrir að á þessu ári muni rúmar 40 milljónir af skattfé renna til ráðherranna sem síðan úthluta þessu fé eins og þeim sýnist. Fastir pennar 10. febrúar 2016 07:00
Stöðumælir lífsins Það eru undarlegustu atvik sem valda kaflaskilum í lífi manns. Hversdagslegir atburðir sem troða lúkunni inn í sálina og fletta yfir margar blaðsíður. Maður rankar við sér þrælfullorðinn. Bakþankar 9. febrúar 2016 07:00
Ég sé ekki eftir neinu! Sprengidagur er auðsjáanlega einn mikilvægasti dagur ársins fyrir íslensku þjóðina enda skulu ofgnótt og óhóf höfð að leiðarljósi og það án eftirsjár. Íslenskara verður það nú tæpast. Fastir pennar 9. febrúar 2016 07:00
Skítt með innihaldið Í yfirdrifnum og þjóðrembingslegum framboðsauglýsingum er hefð fyrir því að fara ekki í málefnin nema að vaða duglega í manninn í leiðinni. Bakþankar 8. febrúar 2016 09:00
Af hverju þetta hik? Við vitum að margir óvirkir alkóhólistar geta keypt áfengi handa öðrum og haft það í kringum sig, en þá gera þeir það á sínum forsendum og hafa sínar aðferðir við að forðast eigin neyslu á því. Skoðun 8. febrúar 2016 09:00
Ásýnd og traust Þótt stjórnendur fjármálafyrirtækja taki ákvarðanir í góðri trú með rétta hagsmuni að leiðarljósi er það ekki nóg þegar störf þeirra eru metin. Fastir pennar 8. febrúar 2016 07:00
Á bjargbrúninni Samfylkingin er í þröngri stöðu. Jafnaðarmannaflokkurinn sem stefndi að því að verða annar tveggja turna í íslenskri pólitík, er ekki svipur hjá sjón. Skoðun 6. febrúar 2016 10:00
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun