Þér Hrútar Til er kvæði eftir skáldbóndann Guðmund Inga Kristjánsson þar sem hann ávarpar hrútana sína af mikilli kurteisi; hreinlega þérar skepnurnar: "Þér hrútar ég kveð yður kvæði, / ég kannast við andlitin glöð / er gangið þér allir á garðann / að gjöfinni fimmtán í röð…“ Þegar maður hefur fylgst með persónu Sigurðar Sigurjónssonar í myndinni Hrútar og sambandi hans við skepnurnar sínar skilur maður betur andann í þessu kvæði. Skoðun 15. júní 2015 09:00
Elsku Villi Ég hef ætlað að skrifa þetta bréf mjög lengi en aldrei látið verða af því. En nú er kominn tími til að þú fáir að heyra sannleikann. Bakþankar 15. júní 2015 08:45
Afsökunarbeiðni Það fer lítið fyrir sáttinni í samfélaginu þessa dagana. Konur brjóta af sér hlekki feðraveldis, ofbeldis og fordóma. Heilu stéttirnar berjast fyrir réttlátum launum fyrir menntun sína, sérþekkingu og erfiði. Sjúklingar bíða í óvissu um viðeigandi heilbrigðisúrræði. Fimmtíu þúsund Íslendingar mótmæla fiskveiðifrumvarpi sjávarútvegsráðherra. Afkoma og hagsmunir aldraðra og öryrkja virðast eiga að liggja óbætt hjá garði og svo mætti lengi telja. Skoðun 15. júní 2015 07:00
Klói og #réttsýnin Hér fer fram spurningaleikur. Ímyndið ykkur eftirfarandi aðstæður: Mjólkursamsalan, MS, vill bæta ímynd sína. Stjórnendur þar á bæ ákveða að láta flaggskip sitt, sjálfa kókómjólkina, fara fyrir ímyndarherferð sem mun standa yfir allt árið 2016. Klói köttur, andlit kókómjólkurinnar, er dubbaður upp í mismunandi gervi Bakþankar 13. júní 2015 07:00
Hleypidómar gagnvart námsvali Forsvarsmenn yfirstandandi kjaraviðræðna hafa lagt ríka áherslu á virði menntunar. Háværar raddir háskólagenginna stétta segja laun sín í ósamræmi við menntun og hafa nýdoktorar nú tekið í sama streng. Öll krefjast þau launa til samræmis við menntun. Skoðun 13. júní 2015 07:00
Húðflúr Húðflúr hefur vaxið mjög á Íslandi síðustu áratugi. Áður fyrr þurfti fólk að leita út fyrir landsteinana til að fá sér húðflúr. Það voru gjarnan sjóarar sem báru slíkar gersemar á sér og þá yfirleitt á upphandleggjum. Myndirnar voru og yfirleitt tengdar sjómennsku Fastir pennar 13. júní 2015 07:00
Frjáls femínisti Femínísk barátta verður að fá að vera alls konar. Ég taldi mig til að mynda leggja mitt af mörkum í baráttuna með því að ritstýra bók sem innihélt kynferðislegar fantasíur kvenna. Með henni var ég að sameina mína uppáhaldsmálstaði; frjálslyndi og kynfrelsi. Bakþankar 12. júní 2015 12:59
Brotalöm kallar á naflaskoðun Fyrir rétt um viku var upplýst hér á síðum blaðsins að nemandi við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands hefði útskrifast eftir að hafa skilað inn lokaritgerð til BS-prófs með skálduðum viðtölum við heimildarfólk. Fastir pennar 12. júní 2015 07:00
Hver á heiðurinn? Frá því að aðgerðaráætlun um afnám hafta var kynnt í vikunni hef ég verið eitt spurningamerki. Fjármál eru ekki mitt sérsvið en ég tel mig þó skilja tilgang aðgerðanna og átta mig á að þær eru mjög góðar. Stórum og mikilvægum spurningum er þó enn þá ósvarað. Bakþankar 11. júní 2015 07:00
Bókinni allt Þau tíðindi bárust úr könnun sem Capacent vann fyrir Félag íslenskra bókaútgefenda að þeim sem aldrei lesa bækur hefur fjölgað um 90 prósent á fjórum árum. Fastir pennar 11. júní 2015 07:00
Flokkur, forseti og stjórnarskrá Stjórnarandstaðan í Simbabve sótti svo í sig veðrið í þingkosningum 2008 að Robert Mugabe forseti og flokkur hans neyddust til að mynda samsteypustjórn með höfuðandstæðingi sínum, Morgan Tsvangíraí og flokki hans. Mikið var í húfi. Fastir pennar 11. júní 2015 07:00
Jákvæð ímynd Íslands Markaðurinn hefur undanfarnar vikur birt áhugaverð viðtöl við tvo athafnamenn sem vinna við útflutning. Fastir pennar 10. júní 2015 12:00
Búbót á förum? Makríll er víst þannig gerður að hann syndir ekki inn í sjó sem er undir ákveðnum hlýindamörkum. Á forsíðu Fréttablaðsins í byrjun vikunnar var frá því greint að hér hefði hitastig sjávar ekki verið lægra síðan 1997. Fastir pennar 10. júní 2015 07:00
Að týna besta vini sínum Undanfarin rúmlega fjögur ár hefur lítill brúnn tauapi verið stór hluti af lífi mínu. Apann keypti ég þegar ég var ólétt að dóttur minni fyrir fimm árum og þá gat ég ekki ímyndað mér hvað þessi bangsi yrði stór hluti af lífi okkar. Bakþankar 10. júní 2015 00:00
Femínisti segir af sér „Þeir sem hæst hafa undir hverjum fána, og fara þar fremstir í flokki, þeir skilgreina merkinguna.“ Bakþankar 9. júní 2015 07:00
Samningaleiðin varð fyrir valinu Ríkisstjórnin kynnti í gær gríðarlega umfangsmikla aðgerðaáætlun um losun gjaldeyrishafta. Áætlunin er þríþætt; tekur á slitabúum föllnu bankanna, aflandskrónustabbanum og raunhagkerfinu. Samtals eru 1.200 milljarðar króna undir og því mikilvægt að vel takist til. Og ekki ber á öðru en að ráðamenn hafi hugað að flestu því sem hægt er að fara fram á að þeir hugi að í jafn umfangsmiklum aðgerðum og raun ber vitni. Hrósa ber því sem vel er gert og ekki verður sagt annað en að áætlunin sé vel úr garði gerð. Fastir pennar 9. júní 2015 06:30
Feilnóta Illuga Blessuð tónlistin. Hún er þarna frá morgni til kvölds og frá vöggu til grafar. Hún huggar og gleður, lyftir andanum og litar hversdaginn. Hvort sem dansað er á harmonikkuballi eftir réttir, rappað, stappað eða klappað í Hörpu – æ, það skiptir ekki máli. Mikið væri lífið fátæklegt án tónlistar. Fastir pennar 8. júní 2015 07:00
Bið Það er fátt leiðinlegra en að bíða. Bíða í röð. Bíða eftir strætó. Bíða eftir sumrinu. Úff. Allra leiðinlegast er þó að bíða hjá sýslumanninum eftir nýju vegabréfi. Ég íhugaði að hefja feril í skjalafalsi um daginn þegar ég var búin að panta alls konar flugmiða í allar áttir og fattaði svo að vegabréfið mitt var útrunnið. Ég byrjaði að klippa og líma en sá svo fréttirnar um konur sem höfðu klippt og límt með hræðilegum afleiðingum og ákvað að bruna upp í Kópavog á fund sýslumanns. Bakþankar 8. júní 2015 06:00
Móðgunartaxti embættismanna Íslensk meiðyrðalöggjöf er of ströng. Hún miðast um of við að standa vörð um sæmd en of lítið við réttinn til tjáningarfrelsis. Hún er of mikið sniðin eftir þeirri hugmynd að sæmd varðveiti menn með þögn um verk sín og persónu. Hún er of bundin við hagsmuni þeirra sem vilja sækja æru sína til dómstóla með fébótum en tekur ekki nægilegt tillit til þess að fólk þarf að hafa leyfi til að hafa orð á því sem það telur sig vita og telur sig geta staðið við án þess að þurfa að greiða það dýru verði. Fastir pennar 8. júní 2015 05:00
Sanngjarn ójöfnuður Orðið jöfnuður er fallegt orð. Að vera jafn fyrir lögum er til dæmis fallegur og mikilvægur réttur. Mér þótti því lengi vel að jafnaðarmennska hlyti að vera fegurri pólitísk afstaða en aðrar þar sem hún hljómaði svo sanngjörn. Þrátt fyrir það aðhyllist ég nú pólitík sem er meira frelsismegin því ég tel það æskilegra samfélaginu. Bakþankar 6. júní 2015 07:00
Margir eru að verða ansi tjúllaðir Ísland á í miklum vanda. Við stöndum frammi fyrir flóknum úrlausnarefnum; gjaldeyrishöftum, heilbrigðismálum, kaupmætti og fátækt, húsnæðisvanda og svo öllu fjármálakerfinu. Ferðamennska hefur aukist og nú er svo komið að yfir milljón ferðamenn koma til landsins á hverju ári. Ferðamenn eru helsta uppspretta gjaldeyristekna okkar. Fastir pennar 6. júní 2015 07:00
Vegið að fjölmiðlafrelsi Mannréttindadómstóll Evrópu dæmdi í vikunni íslenska ríkið bótaskylt gagnvart blaðakonunni Erlu Hlynsdóttur. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að með dómi Hæstaréttar frá 2010, í meiðyrðamáli gegn Erlu, hefði íslenska ríkið brotið gegn tjáningarfrelsisákvæði mannréttindasáttmála Evrópu. Fastir pennar 6. júní 2015 07:00
Af dramblátum bavíönum og valdamönnum Fred Goodwin var hamstola af bræði. Hvernig gat þetta hafa gerst? Sérstaklega í nýju höfuðstöðvunum. Hann hélt að hann hefði gert allt til þess að stjórn fyrirtækisins þyrfti ekki að líða slíkan hrylling. Skoðun 5. júní 2015 08:00
Baráttan um borgina Lagið Aldrei fór ég suður trónaði vikum saman á toppum vinsældalista fyrir hartnær 20 árum enda yrkisefnið Íslendingum hugleikið þrátt fyrir að því fari fjarri að fólksflutningar af landsbyggðinni séu séríslenskt fyrirbæri. Bakþankar 5. júní 2015 07:00
Umhleypingar að svikalogni loknu Ekki er laust við að ákveðinn óhugur fylgi lestri á nýjustu spám um þróun stýrivaxta Seðlabankans. Greining Íslandsbanka gerir til dæmis í nýjustu spá sinni ráð fyrir því að stýrivextir bankans hækki um 2,5 prósentustig til loka næsta árs og verði þá komnir úr rúmum fimm prósentum nú í tæp átta prósent. Fastir pennar 5. júní 2015 07:00
Við þekkjum öll einn Ótrúlegur fjöldi kvenna hefur á undanförnum dögum greint frá kynferðisofbeldi sem þær hafa orðið fyrir á lífsleiðinni. Bakþankar 4. júní 2015 08:03
Blessað stríðið Heimsstyrjöldin síðari lyfti heimsbúskapnum upp úr djúpri kreppu sem hafði staðið nær óslitið í tíu ár, 1929-1939. Skoðun 4. júní 2015 00:01
Virðingarleysið birtist í launaumslaginu Það er rétt hjá Kára Stefánssyni að háskólamenntun ein og sér á ekki að vera grundvöllur launahækkana heldur hverju umrædd störf skila samfélaginu. En ef framlag ákveðinna háskólamenntaðra stétta verður ekki metið til fjár? Fastir pennar 3. júní 2015 08:00
Árangurinn hefur látið á sér standa Niðurstöður úttektar IMD-viðskiptaháskólans á samkeppnishæfni þjóða sem Viðskiptaráð Íslands birti í síðustu viku eru áhugaverðar í sjálfu sér, en einnig vegna þess að með þeim má segja að fengin sé niðurstaða í spá sem framtíðarhópur Viðskiptaráðs og Háskólans í Reykjavík setti fram og kynnti í febrúar 2006. Fastir pennar 3. júní 2015 07:00
Tilfinningabyltingin Ég hef ekki orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. En frá því að ég var lítil smástelpa hefur mér verið treyst fyrir leyndarmálunum. Þeim hefur verið hvíslað í eyrun mín. Í skólaferðalagi. Á trúnaðarstundu sem færist yfir eftir svefngalsa í sleepover. Yfir kakóbolla og ristuðu brauði. Við eldhúsborðið. Í leigubíl. Á Kaffibarnum. Þetta eru heilög leyndarmál. Ekki segja neinum. Aldrei. Usssss... Bakþankar 2. júní 2015 06:00