Ferðamennska á Íslandi

Ferðamennska á Íslandi

Fréttir af ýmsum málum tengdum ferðamennsku á Íslandi.

Fréttamynd

Vottorð á landamærum reynst áreiðanleg

1106 farþegar framvísuðu vottorði við komuna til landsins fyrri hluta apríl. Enginn þeirra greindist með virkt smit í sýnatöku. Um er að ræða vottorð um bólusetningu, fyrra smit eða mótefni.

Innlent
Fréttamynd

„Suðurnes eru heitasti sumardvalastaðurinn á árinu“

Framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum segir aukna bjartsýni á svæðinu. Eldgosið hafi reynst mikil landkynning og verkefni í kringum uppbyggingu í Geldingadölum skapi mörg atvinnutækifæri. Hún telur að Suðurnes verði heitasti sumardvalarstaðurinn í ár. 

Innlent
Fréttamynd

Ólafur greiði Sveini í Plús film 20 milljónir

Eyrarbúið ehf., félag í eigu Ólafs Eggertssonar, bónda undir Eyjafjöllum, þarf að greiða Plús film ehf., félagi í eigu kvikmyndagerðarmannsins Sveins M. Sveinssonar, 20 milljónir króna. Um er að ræða hluta af hagnaði Ólafs af sýningu og sölu á heimildamyndinni Eyjafjallajökull Erupts.

Innlent
Fréttamynd

Hóf­legri til­boð í ár fyrir Ís­lendinga á far­alds­fæti

Annað árið í röð vona rekstraraðilar hótela að innlendir gestir komi til með að bjarga ferðamannasumrinu. Vísir tók stöðuna á þremur af stærstu hótelkeðjunum en forsvarsmenn þeirra sammælast um að þó bjartara sé yfir ríki áfram mikil óvissa um komu erlendra ferðamanna. 

Neytendur
Fréttamynd

Gestir sótt­kvíar­hótela eiga nú kost á úti­vist

Nýjar reglur um útivist gesta á sóttkvíarhótelum eru þegar komnar í gildi en enn er margt í útfærslu. Áhyggjuraddir hafa heyrst undanfarið um skerta útivist gesta sem þurfa að vera í sóttkví í fimm daga. Áður máttu gestir hótelsins ekki fara út vegna sóttvarnaástæðna.

Innlent
Fréttamynd

Ís­kalt á gos­stöðvunum og ekki í sótt­kví

Þau Leyla og Usama frá Marokkó voru mætt í gallabuxum og úlpu á Suðurstrandarveg í dag á leiðinni í fjallgöngu. Þau komu til landsins í gær en töldu sig ekki þurfa að vera í sóttkví sökum þess að þau hefðu farið í próf og sýnt vottorð við komuna til landsins.

Innlent
Fréttamynd

Að gjamma burt veiruna

Fyrir nokkrum árum var á vefnum Dýrahjálp auglýst eftir nýju heimili fyrir íslenskan fjárhund sem var til heimilis í Reykjanesbæ. Sá hafði tekið upp á þeim leiða sið að alltaf þegar flugvélar komu inn til lendingar eða tóku á loft þá gelti hundurinn þar til vélin var farin úr augsýn, en þá kom hann til húsbændanna ótrúlega stoltur eins og sá sem hrakið hefur óvin í burtu.

Skoðun
Fréttamynd

90% af hag­kerfinu í lagi? Frekar 10%

Kastljósviðtal við Gylfa Zoëga, hagfræðiprófessor og nefndarmann í peningastefnunefnd Seðlabankans, fyrir páska vakti nokkra athygli. Þar sagði Gylfi að „stóra myndin er sú að 90 prósent af hagkerfinu eru í lagi“ og að aðeins væri kreppa í ferðaþjónustu sem í eðlilegu árferði leggur til um 10% af landsframleiðslu. 

Skoðun
Fréttamynd

Hinir smituðu starfsmenn í ferðaþjónustu

Fimm starfsmenn á vinnustað tengdum ferðaþjónustu í Mýrdalshreppi smituðust af Covid-19 eftir að smitaður einstaklingur kom í heimsókn til þeirra í vikunni. Að sögn Þorbjargar Gísladóttur, sveitarstjóra í Mýrdalshreppi, er ekki talið að smitin hafi nálgast þéttbýli í Vík í Mýrdal.

Innlent
Fréttamynd

Hyggst ekki endur­skoða um­deilda reglu­gerð um sótt­kvíar­hótel

Heil­brigðis­ráð­herra segir það ekki koma til greina eins og er að endur­skoða reglu­gerð sína um takmarkanir á landamærum. Reglugerðin sem tók gildi síðasta fimmtu­dag skyldar alla sem koma til landsins frá hááhættusvæðum til að dvelja í sóttkví eða í einangrun í sóttvarnahúsi.

Innlent
Fréttamynd

Von er á allt að þrjú hundruð manns frá dökk rauðum eða gráum löndum

Fyrstu tveir farþegarnir komu á sóttkvíarhótelið í Reykjavík í morgun, í samræmi við nýjar sóttvarnareglur reglur sem tóku gildi í dag. Samkvæmt reglunum þurfa þeir sem koma hingað til lands frá skilgreindum áhættusvæðum að fara á sóttkvíarhótel á milli fyrri og seinni sýnatöku. Von er á allt að þrjú hundruð manns á sóttkvíarhótelið í dag.

Innlent
Fréttamynd

Ferðamennska framtíðarinnar

Íslensk náttúra hefur heldur betur gert vart við sig á síðustu dögum. Eftir tæplega 800 ára svefn rennur nú funheitt hraun í eldgosi á Reykjanesi.

Skoðun
Fréttamynd

Ræða grímuskyldu við gosstöðvarnar

Almannavarnir skoða nú hvort tekin verði upp grímuskylda við gosstöðvarnar í Geldingadölum. Tugir þúsunda manna hafa lagt leið sína að gosinu undanfarna viku en engin grunur hefur komið upp um að kórónuveira hafi smitast á milli fólks þar enn sem komið er.

Innlent
Fréttamynd

Fjar­lægja Spán af lista yfir lönd skil­greind sem á­hættu­svæði

Heilbrigðisráðuneytið hefur ákveðið að fjarlægja meginland Spánar af landalista sóttvarnalæknis þar sem tilgreint er hvaða lönd eru skilgreind áhættusvæði vegna mikils nýgengis COVID-19 smita. Farþegar frá meginlandi Spánar skulu því sæta sóttkví í heimahúsi eftir breytinguna en ekki á sóttkvíarhóteli.

Innlent