Ferðamennska á Íslandi

Ferðamennska á Íslandi

Fréttir af ýmsum málum tengdum ferðamennsku á Íslandi.

Fréttamynd

Búið að opna veginn inn í Landmannalaugar

Vegagerðin opnaði í morgun leiðina inn í Landmannalaugar um Sigölduvirkjun. Þá styttist í opnun Landmannaleiðar og búist við að hún verði jeppafær um helgina, samkvæmt upplýsingum Magnúsar Inga Jónssonar hjá umferðarþjónustu Vegagerðarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Rebel Wilson er á Íslandi

Leikkonan Rebel Wilson er stödd á Íslandi ásamt kærustu sinni Ramonu Agruma. Hún birti mynd af sér þar sem hún var í miðnætursundi og af parinu í þyrluferð. Miðað við textann sem fylgir myndunum þykir þeim heldur kalt á landinu. 

Lífið
Fréttamynd

Þing­vellir fengu fyrsta heiðurs­merki Vörðu

Þingvellir voru í gær viðurkenndir sem fyrsta Varðan á Íslandi, en um er að ræða viðurkenning merkisstaða á Íslandi sem teljast einstakir á lands- og/eða heimsvísu. Með Vörðu skuldbindur umsjónaraðili áfangastaðar ferðamanna sig til að vera til fyrirmyndar við stjórnun og umsjón hans og að við áframhaldandi þróun sé sífellt unnið að sjálfbærni á öllum sviðum.

Innlent
Fréttamynd

Öryggis­mál ekki í lagi þegar ferða­maður lést

Öryggismál í Gleðivík á Djúpavogi eru til skoðunar eftir að erlendur ferðamaður varð fyrir lyftara og lést í gær. Samkvæmt heimamönnum hafði kaðall sem átti að aðskilja gangandi og akandi umferð meðfram ströndinni verið tekinn niður vegna framkvæmda og var því ekki til staðar þegar banaslysið átti sér stað í gær.

Innlent
Fréttamynd

LeBron staddur á Íslandi

Körfuboltastjarnan LeBron James er staddur á Íslandi ef marka má mynd sem birtist af kappanum á Facebook síðdegis. Á myndinni stendur James með Smára Stefánssyni, eiganda The Cave People, fyrir framan Laugarvatnshella.

Lífið
Fréttamynd

Air­port Direct segir hegðun bílstjórans ó­á­sættan­lega

Flautuleikaranum Pamelu De Sensi brá heldur í brún um borð í rútu Airport Direct í gær þegar hún sá bílstjórann ítrekað líta niður á síma sinn á meðan akstri stóð. Framkvæmdastjóri Airport Direct segir hegðunina vera óásættanlega og að rætt verði við starfsmanninn.

Innlent
Fréttamynd

Vestfirðingar treysta á ekkert lúsmý í sumar

Það er meira en brjálað að gera hjá starfsfólki Vestfjarðarstofu að skipuleggja sumarið fyrir ferðamenn og aðstoða þá á ýmsan hátt, enda búist við metári í fjölda ferðamanna á svæðinu í sumar. Stofan vinnur líka að fjölbreyttum verkefnum í tengslum við byggðaþróun sem og atvinnuþróun á Vestfjörðum.

Innlent
Fréttamynd

„Fólk hefði ekki getað verið þarna mikið lengur“

Á annað hundrað björgunarsveitarmanna af öllu Suðurlandi og víðar að tóku þátt í einni umfangsmestu aðgerð síðari tíma á Vatnajökli í nótt. Hópi fjórtán göngumanna var bjargað úr virkilega erfiðum aðstæðum. Ástandið var orðið krítískt.

Innlent
Fréttamynd

Útsýnispallur á Bolafjalli opni vonandi á næstunni

Útsýnispallur á Bolafjalli hefur ekki enn opnað sökum þess að öryggismál á pallinum eru ekki fyllilega frágengin. Bæjarstjóri Bolungarvíkur segir lokafrágang á pallinum hefjast í næstu viku og hann opni í kjölfarið. Viðhald á veginum upp á fjallið hefur einnig gengið erfiðlega í vetur en Landhelgisgæslan fer með umsjá hans.

Innlent
Fréttamynd

Fólk snið­gangi ferða­lög til Ís­lands vegna hval­veiða

Könnun sem Maskína framkvæmdi fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands leiðir í ljós að meirihluti landsmanna, eða um 65 prósent, telja hvalveiðar hafa neikvæð áhrif á orðspor Íslands. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir kominn tími til að stjórnvöld taki mark á þeim áhrifum sem hvalveiðar hafi á ferðaþjónustuna í landinu.  

Innlent
Fréttamynd

Fylgjast með innlyksa fólki í Reynisfjöru

Lögreglu- og björgunarsveitarfólk fylgist nú með tveimur ferðamönnum sem urðu innlyksa í Reynisfjöru á flóði. Búist er við að hægt verði að koma þeim til hjálpar þegar fjarar út í kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Klæðning lögð um Pennudal áleiðis upp á Dynjandisheiði

Klæðningarflokkur frá Borgarverki, undirverktaka ÍAV, hóf í morgun að leggja fyrri umferð bundins slitlags á kafla Vestfjarðavegar um Pennudal, eða Penningsdal, ofan Flókalundar í Vatnsfirði. Þetta er vegarkafli sem opnaður var umferð í nóvember en ekki náðist þá að klæða hann fyrir veturinn vegna óhagstæðs veðurs.

Innlent
Fréttamynd

„Getum ekki horft á þessa stöðu mikið lengur“

„Við getum ekki horft á þessa stöðu mikið lengur,“ segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ráðherra ferðamála, um ástandið í Reynisfjöru þegar kemur að öryggi ferðamanna. Hún hyggst ræða við landeigendur og fulltrúa ferðaþjónustunnar um málið í næstu viku og kveðst opin fyrir því að loka ströndinni tímabundið þegar sjávarföll eru talin lífshættuleg.

Innlent
Fréttamynd

Blíðviðri og ekkert lúsmý

Sólin kemur til með að leika við Austfirðinga næstu dagana ef veðurspár ganga eftir. Blíðu á Austurlandi fylgja jafnan margir gestir á tjaldsvæðum á svæðinu og er því undirbúningur á fullu á tjaldsvæðunum í Atlavík og Höfðavík.

Innlent
Fréttamynd

Hoppaði beint út í bullandi „vertíð“ skemmtiferðaskipa

„Það var smá áfall að hafa kynnst miklu work-life balance hjá Dönum í Wonderful Copenhagen og fara svo út í vertíðar brjálæði á Íslandi hjá Gáru. En ég dáist af íslenska „þetta reddast“ andanum, það er ekki gefist upp, bara spýtt í lófana,“ segir Gyða Guðmundsdóttir, nýráðin sérfræðingur í samfélagsþjónustu hjá AECO, samtaka  útgerða leiðangursskipa á Norðurslóðum.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Mögnuð upp­lifun á Skrímsla­setrinu á Bíldu­dal

Það er mögnuð upplifun að koma inn í Skrímslasetrið í Bíldudal því þar er hægt að sjá sjóskrímsli, sem hafa lifað með þjóðinni í gegnum aldirnar, auk þess að fræðast um sögu skrímslanna. Fjörulalli reyndi meðal annars að lokka ófrískar konur með sér í sjóinn. Magnús Hlynur leit við á safninu.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er fúlt“

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Niceair segir að það sé óneitanlega fúlt að hafa þurft að fella niður ferðir félagsins til London út mánuðinn. Hann vonast til þess að lausnir sem félagið hefur borið á borð breskra yfirvalda dugi til að leysa málið.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Komu að tjald­svæðinu lokuðu og enduðu sem tjald­verðir

Tveir ungir karlmenn höfðu ætlað sér að búa í tjaldi á Eskifirði í sumar á meðan þeir ynnu í álveri Alcoa á Reyðarfirði. Skömmu eftir að þeir höfðu komið sér vel fyrir á tjaldsvæði kom í ljós að loka átti tjaldsvæðinu vegna skorts á tjaldvörðum. Þeir voru ekki lengi að taka starfið einfaldlega að sér sjálfir.

Lífið
Fréttamynd

Ferðamenn í sjálfheldu í Reynisfjöru

Ferðamenn komust í sjálfheldu í flæðarmálinu í Reynisfjöru í dag, degi eftir að erlendur ferðamaður lést þar. Hópur fólks lenti í öldu í fjörunni en öllum tókst þó að komast aftur á þurrt.

Innlent
Fréttamynd

Banaslys í Reynisfjöru

Erlendur ferðamaður, karlmaður á áttræðisaldri lést í gær þegar alda hreif hann með sér úr Reynisfjöru og út í sjó.

Innlent
Fréttamynd

Þungt högg að missa heilan dag en Seyð­firðingar standa keikir

Rýma þurfti hótel og fresta opnun veitingastaðar á Seyðisfirði í dag eftir vatnsrör fór í sundur í bænum. Hótelstjóri segir þetta mikið bakslag núna þegar ferðasumrið er að fara af stað en að Seyðfirðingar séu öllu vanir. Þetta er bara enn eitt partíið sem að okkur er boðið í og við mætum, segir hann um vatnsöflin á Seyðisfirði.

Innlent