Formúla 1

Formúla 1

Fréttir af þekktasta kappakstri í heimi.

Fréttamynd

Breskir ökumenn í forystuhlutverkinu

Trúlega er það einhver sárabót fyrir breska íþróttaáhugamenn að tveir Bretar tróna á toppnum á stigalistanum í Formúlu 1. Lið Breta komst ekki áfram á HM í fótbolta, en Lewis Hamilton og Jenson Button halda merki Bretlands á lofti næstu tvær vikurnar.

Formúla 1
Fréttamynd

Formúla 1 á Mæjorka í athugun

Bernie Ecclestone sem stýrir málum varðndi mótshald í Formúlu 1 er að skoða hvort til greina komi að skipuleggja mót á eyjunni Mæjorka, sem er Íslendingum að góðu kunn.

Formúla 1
Fréttamynd

Massa: Skoða þarf reglur um öryggisbíl

Brasillíumaðurinn Felipe Massa hjá Ferrari var einn af þeim sem tapaði á útkomu öryggisbílsins í síðustu keppni, sem Fernando Alonso var sérlega ósáttur við, liðsfélagi hans. Hann telur að FIA verði að skoða reglur varðandi notkun hans.

Formúla 1
Fréttamynd

Alonso rólegri útaf dómaramálum

Spánverjinn Fernando Alonso hefur dregið úr tilfinningahitanum eftiir að að hafa haldið því fram að FIA hafi hagrætt úrslitum í mótinu á Valencia á sunnudaginn. Hann var svekktur eftir að hafa aðeins náð áttunda sæti í mótiuu, rétt eins og Ferrari liðið í heild sinni.

Formúla 1
Fréttamynd

Hamilton segir Alonso súran útaf árangri

Bretinn Lewis Hamilton hjá McLaren telur að Fernando Alonso og um leið Ferrari menn séu svekktir útaf slökum árangri í Valencia á sunnudaginn og það sé ástæðan fyrir því að þeir séu að kvarta yfir dómgæslu á mótinu.

Formúla 1
Fréttamynd

Webber gagnrýndur vegna óhapps

Mark Webber telur að óhappið sem varð í brautinni í gær þar sem hann flaug hátt á loft eftir árekstur við Heikki Kovalainen hefði aldrei þurft að gerast.

Formúla 1
Fréttamynd

Ákvörðun dómara skuggi á Formúlu 1

Luca Montezemolo, forseti Ferrari segir að dómarar hafi dæmt of seint í máli Lewis Hamilton í Valencia kappakstrinum í gær. Honum var refsað fyrir að fara framúr öryggisbílnum, en vegna tímasetningarinnar tapaði hann ekki sæti á atvikinu, en átti ekki lengur möguleika á sigri.

Formúla 1
Fréttamynd

Engin brögð í tafli eftir óhapp

Spánverjinn Fernando Alonso var eldheitur eftir kappaksturinn í gær og taldi að dómarar mótsins hefðu óbeint hyglað að Lewis Hamilton með vægri refsingu, eftir að hann braut af sér og ók framúr öryggisbíl eftir óhapp í brautinni.

Formúla 1
Fréttamynd

Vettel: Mikilvægast að Webber var ómeiddur

Sebastian Vettel var að vonum ánægður að hafa sigrað í Formúlu 1 mótinu í Valencia í gær, en sagði á blaðamannafundi eftir keppnina að mest um vert hefði verið að liðsfélagi hans Mark Webber slapp ómeiddur frá keppninni.

Formúla 1
Fréttamynd

Alonso reiður útaf dómgæslunni

Spánverjinn Fernando Alonso er ekki sáttur við dómara mótsins á Valencia brautinni á Spáni. Hann telur að þeir hafi ekki gert rétt í refsingu á Lewis Hamilton sem var dæmd.

Formúla 1
Fréttamynd

Vettel vann þýskan sigur í Valencia

Þjóðverjinn Sebastian Vettel á Red Bull vann kappaksturinn í Valencia í dag eftir að hafa ræst fremstur á stað á ráslínu. Lewis Hamilton varð annar á McLaren og Jenson Button þriðji á McLaren.

Formúla 1
Fréttamynd

Fremstu menn verð að sýna skynsemi

Christian Horner hjá Red Bull segist treysta ökumönnum sínum að sýna aðgát í fyrstu beygju á brautinni í Valencia í dag, en þeir Sebastian Vettel og Mark Webber lentu í árekstri á dögunum og köstuðu frá sér fyrsta og öðru sætinu í Tyrklandi

Formúla 1
Fréttamynd

Vettel ánægður eftir erfiða tímatöku

Sebastian Vettel tryggði Red Bull og sjálfum sér besta stað á ráslínu í kappakstrinum í Valencia sem verður á morgun. Mark Webber , félagi hans er annar á ráslínu og þetta er í fjórðs skipti á árinu sem þeir eru á fremstu rásröðinni.

Formúla 1
Fréttamynd

Vettel fremstur á ráslínu eftir tímatökur

Þjóðverjinn Sebastian Vettel á Red Bull verður fremstur á ráslínu, eftir bestu frammistöðuna í tímatökum á Formúlu 1 brautinni í Valencia í dag. Hann verður skrefinu á undan Mark Webber á samskonar bíl, en Lewis Hamilton á McLaren Mercedes er þriðji og heimamaðurinn Fernando Alonso á Ferrari fjórði.

Formúla 1
Fréttamynd

Mjótt á munum fyrir tímatökuna

Þjóðverjinn Sebastian Vettel var fljótastur á lokaæfingu keppnisliða í Valencia á Spáni í dag á Red Bull. Mjög mjótt var á munum á milli keppenda og innan við sekúnda á milli fyrstu 12 keppendanna.

Formúla 1
Fréttamynd

Hamilton: Erfið mót framundan

Lewis Hamilton er efstur í stigamóti Formúlu 1 ökumanna, þremur stigum á undan Jenson Button og sex á undan Fernando Alonso, sem var með besta aksturstímann á æfingum í dag á Valencia brautinni á Spáni. Keppt er í Valencia á sunnudaginn.

Formúla 1
Fréttamynd

Alonso varfærinn þrátt fyrir besta tíma

Heimamaðurinn Fernando Alonso var glaður með besta tíma dagsins á æfingum keppnisliða á Valence á Spáni í dag. Ferrari mætti með nýtt útblásturskerfi sem blæs heitu lofti yfir loftdreifinn aftan á bílnum og eykur þar með niðurtog. Búnaðurinn virtist virka vel.

Formúla 1
Fréttamynd

Alonso sneggstur á heimavellinum

Spánverjinn Fernando Alonso á Ferrari var fljótastur á seinni æfingu keppnisliða í Valencia í dag. Hann varð 0.056 sekúndum á undan Sebatian Vettel á Red Bull.

Formúla 1
Fréttamynd

Schumacher segir gagnrýni á sig hluta af skemmtanabransanum

Michael Schumacher kveðst ekki taka mikið mark á gagnrýni á getu hans, sem fram hefur komið og í frétt á autosport.com ert tiltekið sérstaklega umræða sem Martin Brundle og Eddie Jordan komu af stað með umælum í sjónvarpsútsendingum á BBC sem þeir starfa við. Þeir ganrýndu frammistöðu hans í síðasta móti í Kanada.

Formúla 1
Fréttamynd

Rosberg fljótastur á Mercedes

Nico Rosberg á Mercedes var sneggstur um brautina í Valencia á Spáni í dag, á fyrstu æfingu keppnisliða. Lewis Hamilton sem vann tvo síðustu mót varð annaá McLaren og Jenson Button á samskonar bíl þriðji.

Formúla 1
Fréttamynd

Rússinn Petrov næstum á heimavelli

Þrír spænskir ökumenn keppa í Formúlu 1 mótinu í Valencia um helgina og Rússinn Vitaly Petrov hjá Renault segist nærri því að vera á heimavelli. Hann hefur búið skammt frá mótssvæðinu í þrjú ár.

Formúla 1
Fréttamynd

Meistarinn býst við erfiðri keppni

Jenson Button, ríkjandi meistari í Formúlu 1 ekur McLaren bílnum í Valencia um helgina og segir að keppinautar liðs síns séu mættir með margar nýjungur sem gætu aukið samkeppnina.

Formúla 1
Fréttamynd

Alonso vill verðlaun á heimavelli

Spánverjinn Fernando Alonso verður á heimavelli á Valencia brautinni á Spáni um helgina, en þá fer níunda mót ársins fram. Brautin er á hafnarsvæðinu í Valencia og telst í raun götubraut.

Formúla 1
Fréttamynd

Sauber verður að nota BMW nafnið

Sauber Formúlu 1 liðið, svissneska sem er í eigu Peter Sauber verður að nota nafn BMW áfram eftir að nefnd innan FIA skoðaði umsókn liðsins um að fella nafnið niður.

Formúla 1
Fréttamynd

Massa segir enn möguleika á titli

Felipe Massa telur að möguleikar sínar á titli séu enn til staðar, þó hann sé ekki meðal efstu manna í stigamótinu. Á toppnum trónir Lewis Hamilton, þá Jenson Button og Fernando Alonso.

Formúla 1
Fréttamynd

Lotus fagnar 500 Formúlu 1 mótum

Lotus merkið er aftur á ferli á Formúlu 1 brautum í ár, eftir langt hlé, en um helgina fagnar Lotus liðið 500 móti merkisins. Lotus Formúlu 1 liðið er í eigu nýrra aðila, en merkið er fornfrægt og liðið staðsett í Norfolk í Bretlandi og að hluta til í Malasíu

Formúla 1
Fréttamynd

Sjö Formúlu 1 mót af átta frábær

Martin Whitmarsh hjá McLaren telur að Formúlu 1 sé þessa dagana í góðum málum og að sjö mót af átta af verið skemmtilegt. Aðeins fyrsta mót ársins þótti leiðigjarnt að hans mati.

Formúla 1