Formúla 1

Formúla 1

Fréttir af þekktasta kappakstri í heimi.

Fréttamynd

Lewis Hamilton á ráspól á Monza

Lewis Hamilton á Mercedes verður á ráspól á morgun. Hann eignaði sér metið um fjölda ráspóla á ferlinum og er nú einn með 69 og hættur að deila metinu með Michael Schumacher.

Formúla 1
Fréttamynd

Lewis Hamilton á ráspól á Spa

Lewis Hamilton á Mercedes náði ráspól í tímatökunni fyrir belgíska kappaksturinn sem fram fer á Spa brautinni á morgun. Sebastian Vettel varð annar á Ferrari og Valtteri Bottas varð þriðji á Mercedes.

Formúla 1
Fréttamynd

Bílskúrinn: Varnarsigur í Ungverjalandi

Sebastian Vettel á Ferrari kom fyrstur í mark í ungverska kappakstrinum í Formúlu 1 um liðna helgi. Hann var að glíma við stýrisvandamál í bíl sínum og hefði verið auðveld bráð fyrir Mercedes menn ef ekki hefði verið fyrir liðsfélaga Vettel, Kimi Raikkonen sem varði sinn mann vel en þurfti að bíta í það súra að fá ekki að taka fram úr Vettel.

Formúla 1
Fréttamynd

Sebastian Vettel á ráspól í Ungverjalandi

Sebastian Vettel á Ferrari var fljótastur í tímatökunni fyrir Formúlu 1 kappaksturinn sem fram fer í Ungverjalandi á morgun. Kimi Raikkonen á Ferrari varð annar og Valtteri Bottas á Mercedes þriðji.

Formúla 1